Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi „VIÐ hörmum þessa auglýsingu og lít- um á hana sem mistök sem við lítum al- varlegum augum,“ segir Magnús Odds- son ferðamálastjóri um auglýsingu í nafni Ferðamálaráðs um jeppaferðir á Íslandi sem birtist nýverið í blaðinu Kaupmannahafnarpóstinum. Í auglýsingunni stendur m.a. orðrétt: „Iceland – where monster trucks create the roads“ sem útleggst á íslensku sem svo að ruddir séu vegir á Íslandi með risajeppum, m.ö.o. að utanvegaakstur sé sjálfsagður hlutur. Mynd sem birtist með auglýsingunni er af mikið breyttum jeppa að koma upp úr Jökulgilskvísl. „Þessi auglýsing verður að flokkast sem hrein mistök og er algerlega í öllu ósamræmi við þá ímynd sem við erum að koma á framfæri víða um heim,“ segir Magnús. „Þetta er algerlega óásætt- anlegt og það sló mig mjög illa að sjá þetta því ég hef í fjölda ára reynt að berjast gegn því að erlendir söluaðilar birti myndir af utanvegaakstri á Ís- landi.“ Markaðssvið Ferðamálaráðs er með fjórar skrifstofur erlendis og hver þeirra hefur sjálfstætt kynningarfjármagn til notkunar. Allt sem þær auglýsa í erlend- um fjölmiðlum er því í nafni Ferða- málaráðs sem sér ekki strax allar út- gáfur sem líta dagsins ljós á starfssvæðum skrifstofanna. Magnús segir mikilvægast nú að vinna gegn því að svona nokkuð endurtaki sig. Þess má geta að Ferðamálaráð hafði samband við viðkomandi markaðs- skrifstofu sem gerði auglýsinguna og hefur vissu fyrir því að auglýsingin hafi einungis birst á þessum eina stað í þetta eina skipti og ekki verði um frekari dreifingu að ræða. „Hörmum þessa auglýsingu“ STEFNT er að því að fundum Alþingis verði frestað í dag fram yfir sveitarstjórnarkosning- arnar. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, segir að eftir fundi sína með formönnum þing- flokka og formönnum stjórnarflokkanna hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að það hafi lítinn tilgang að halda þingfundum áfram, um sinn, fram að sveitarstjórnarkosningunum. Þær fara fram 27. maí nk. en gert er ráð fyrir því að þing komi saman að nýju hinn 30. maí. Í starfsáætlun þingsins, sem lögð var fram í upphafi þessa löggjafarþings, er gert ráð fyrir því að þingstörfum ljúki í dag, 4. maí. „Í því fólst mat á því hvað eðlilegt og sanngjarnt væri að veita sveitarstjórnarmönnum mikið rými fyrir kosningabaráttu sína,“ útskýrir Sólveig Péturs- dóttir. Eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu hefur óvissa ríkt, síðustu daga, um þingfrestunina í vor og hafa ákvarðanir um störf myndir mínar um þinghald í nokkra daga í við- bót í því skyni að ljúka afgreiðslu nokkurra mála hafa því miður ekki fengið hljómgrunn hjá stjórnarandstöðuflokkunum. En því er heldur ekki að neita að nokkur mál ríkisstjórnarinnar, sem komu seint fram, þurfa rækilegri meðferð í nefndum, þannig að það væri ekki sanngjarnt að knýja fram afgreiðslu þeirra nema í sæmilegri sátt við stjórnarandstöðu.“ Sólveig segir að athugun á stöðu þingmála, sem fyrir liggja og eru komin frá nefndum, bendi ekki til þess að bráðnauðsynlegt sé að af- greiða þau næstu daga. Hún hafi því lagt til að hlé verði gert á þing- störfunum í dag og fram til 30. maí. „Þar með fá þingmenn, sem liggur mikið á hjarta, tækifæri til að tjá sig eins og þeir þurfa. Það eru fordæmi fyrir því að gera hlé á þingstörfum fyrir sveit- arstjórnarkosningar og koma saman að nýju að þeim loknum. Og það eru mörg fordæmi fyrir því að þing- fundir standi fram á sumar.“ þingsins verið teknar frá degi til dags. Tugir stjórnarþingmála bíða afgreiðslu. Sólveig segir að sveitarstjórnarmenn og frambjóðendur, og þar á meðal nokkrir þing- menn, hafi hins vegar margir hverjir þrýst á sína flokka og þing að gefa þeim sviðið sem fyrst vegna komandi kosninga. „Það er heldur ekki laust við að það sé kominn nokkur kosninga- skjálfti í þingsalinn.“ Hún kveðst hafa átt marga fundi með formönnum þingflokka, sem og með formönnum stjórnarflokkanna, að undanförnu, og metið það svo, miðað við óskir ríkisstjórn- arinnar um afgreiðslu mála og mat formanna þingflokka á því hvaða mál sé unnt að afgreiða í sæmilegri sátt næstu daga, að það hafi lítinn til- gang að halda þingfundum lengur áfram um sinn, fram að sveitarstjórnarkosningum. „Hug- Fundum frestað fram yfir sveitarstjórnarkosningar Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Samkomulag náðist um þinghaldið HÁTT á fimmta þúsund ungmenna í 10. bekkjum grunnskóla landsins þreytti fyrsta samræmda prófið í gær. Fyrsta prófið var íslenska, og verður próf- unum fram haldið, einu á dag, fram á miðvikudag í næstu viku, en þau eru sex talsins. Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri hjá Námsmats- stofnun, segir að alls séu 4.764 ungmenni í 10. bekkj- um landsins, og þar af hafi rúmlega 96% verið skráð í íslenskuprófið í gær. Krakkarnir þurfa ekki að taka öll prófin, en Sigurgrímur segir að svo til allir taki próf í íslensku, stærðfræði og ensku, 94-96%, en eitthvað færri fari í samræmd próf í dönsku, nátt- úrufræði og samfélagsfræði. Alls séu um 77% skráð í próf í dönsku, 49% í náttúrufræði og 47% í sam- félagsfræði. Sigurgrímur segir að svo virðist sem krakkarnir velji gjarnan á milli þess að taka próf í samfélags- fræði og náttúrufræði, enda sé mikið lesefni í þess- um greinum. Því sé algengt að nemendur taki fimm af sex samræmdum prófum. Nemendur í 8. og 9. bekk geta einnig skráð sig í prófin, og segir Sigurgrímur að fjöldi 9. bekkinga sem skráðu sig í eitthvert samræmt próf í ár sé rúm- lega tvöfalt meiri en í fyrra. Þá hafi um 300 skráð sig í próf, en nú ætli 656 krakkar í 9. bekk og 63 í 8. bekk að taka einhver af samræmdu prófunum. Sigurgrímur segir reynsluna sýna að þeir 8. og 9. bekkingar sem skrái sig í prófin séu gjarnan krakk- ar sem búið hafi erlendis í einhvern tíma og nýti sér þá þekkingu sína til að taka próf í tungumáli einu eða tveimur árum fyrr en ráð sé fyrir gert. Morgunblaðið/Eyþór Samræmd próf í 10. bekk Á fimmta þúsund ungmenna þreytti íslenskupróf í gær ÚRVALSVÍSITALAN hélt áfram að lækka hratt í gær, en undir lok viðskipta fór hún eilítið upp á við. Var vísitalan skráð 5.337,5 stig við lok viðskipta og hafði þá lækkað um 1,76% yfir daginn. Var það lækkun annan daginn í röð en frá því að við- skipti hófust að morgni þriðju- dags hafa hlutabréf lækkað í verði um 4,3%. Á einni viku hef- ur úrvalsvísitalan lækkað um 7,5%. Þá styrktist gengi krón- unnar um 1,7% í gær, en sjald- gæft er að hlutabréf lækki þegar krónan styrkist. Lækkun hlutabréfa kemur greiningaraðilum á óvart sökum þess að uppgjör hafa flest verið yfir væntingum. Margir virðast vera tilbúnir að selja. . | B1 5@77 5557 5577 5>57 5>77 5?57 5?77 5'57        3(3;3 < 3(**= 3(>**   5 ,' ;&%9#,, *,&'* Lækkun um 4,3% á tveim- ur dögum EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það sé alls ekki víst að hann sé á förum frá Englandsmeist- urum Chelsea. „Ég er ósköp ró- legur yfir þessu öllu saman. Ég er samningsbundinn Chelsea til ársins 2008,“ sagði Eið- ur Smári við Morgunblaðið í gær. Hann hefur lítið leikið með liðinu undanfarnar vikur og mikið hefur verið fjallað um að hann kynni að verða seldur frá Chelsea í sumar. | C1 „Rólegur yfir öllu saman“ Eiður Smári ♦♦♦ ÍSLENSKT viðskiptalíf uppfyllir ekki klassísk skilyrði um óstöðugleika og á að geta staðið af sér ágjöf, að mati Roberts Mishkins, prófessors við Columbia-háskóla og Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar, en Viðskiptaráð Íslands stóð í gær fyrir fundi um stöð- ugleika íslenska hagkerfisins fyrir fjárfesta og blaðamenn í New York. Þrátt fyrir að viðskiptalífið uppfyllti ekki þessi skilyrði taldi Mishkin að gera mætti betur á nokkrum sviðum og nefndi hann til dæmis um það að sameina ætti FME og Seðlabankann og auka upplýsingagjöf viðskipta- bankanna. | Miðopna Ekki óstöðug- leiki á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.