Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Je minn, verður ekki tekinn feill á okkur og lundapysjum þegar við förum að flögra á þessu? Umsvif á fasteigna-markaði hafa ver-ið minni fyrstu fjóra mánuði ársins 2006 en á sama tíma á sl. ári og kann það að eiga sér skýringu í hærri vaxta- kjörum og minna aðgengi að lánsfjármagni, segir m.a. í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir apr- ílmánuð, sem gefin var út á miðvikudag. Á morgun- verðarfundi Félags fasteignasala, sem haldinn var á Grand Hóteli í gærmorgun, kom fram í erindi Friðriks Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra viðskiptabanka- sviðs KB banka, að bæði hefðu bankarnir verið að herða þær reglur sem notaðar væru sem viðmiðun til útlána auk þess sem bankar hefðu verið að draga úr lánshlutfalli sínu, s.s. Glitnir og Landsbankinn. Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir farið að bera á því að fólk sem sæki um há lán hjá bönkunum, s.s. þrjátíu til fimmtíu milljónir króna til kaupa á stóru íbúðar- húsnæði, og hefði flogið í gegnum greiðslumat fyrir einum til tveim- ur mánuðum, fái ekki lán í dag. Hann segir að breytingar á út- lánareglum verði að vera hófleg- ar, bæði upp sem og niður á við og óheppilegt sé fyrir markaðinn að honum sé stýrt með endalaus- um sveiflum, þannig virki bank- arnir ekki trúverðugir á mark- aðnum. Farið er að merkja samdrátt í sölu á fasteignamarkaði, þó svo að fasteignasalar segi tölur um hlutfallslegan samdrátt á milli mánaða ekki gefa rétta mynd vegna páskahátíðarinnar í apr- ílmánauði. „Engu að síður er ljóst að það er samdráttur á mark- aðnum, þó að það sé mín skoðun að hann sé ekki svona mikill. En það er auðvitað góðu heilli og já- kvætt,“ segir Björn Þorri sem telur að markaðurinn sé loksins að ná jafnvægi. „Markaðurinn hlaut að jafna sig áður en yfir lyki og hann er búinn að vera í gríðarlega miklu ójafnvægi vegna þessarar miklu umframeftir- spurnar. Framboðið á eignum er að aukast hægt og bítandi og eft- irspurnin að jafnast þannig að meira jafnvægi er að myndast.“ Aukið framboð leiðir til leiðréttinga á verði Á fasteignamarkaði í jafnvægi, eins og við þekkjum hann hér á landi, telst eðlilegt að einhverjar vikur eða mánuði taki til að selja meðaleign. Undanfarin ár hafa menn hins vegar horft upp á eignir seljast nánast í sömu viku og þær koma í sölu og gjarnan yf- ir ásettu verði. Minna er um slíkt í dag og semur fólk nú oftar um einhverjar hliðranir frá ásettu verði sem stillt er í efri mörk. Því hefur verið spáð að hægj- ast muni á verðhækkunum á markaðnum, t.a.m. í ljósi þess að mikið er af nýbyggingum í flest- um sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu og í nágrenni þess, og bersýnilegt að framboð á fast- eignum mun aukast talsvert á næstunni. Aðspurður hvort búast megi við offramboði á eignum segir Björn Þorri að þó svo fari muni það ekki hafa alvarleg áhrif. „Það gæti alveg myndast offram- boð á eignum á einhverjum til- teknum tíma. Við þekkjum alveg hvernig það gerðist t.d. eftir sam- bærilegt ástand árið 1990. Þá var talsvert offramboð á nýbygging- um í einhver tvö, þrjú misseri og hægt gekk að selja. En auðvitað selst þetta allt að lokum,“ segir Björn Þorri sem telur aukið framboð geta leitt til leiðréttinga á verði, alla vega á vissum svæð- um og sérstaklega á lélegu hús- næði eða sem er á einhvern hátt gallað, s.s. vegna hávaðamengun- ar, en nú þegar hefur hægt á sölu þess. „Allt hefur þetta selst á feiki- lega háu verði en núna þegar kemst meira jafnvægi á munu annmarkar sem þessir hafa áhrif til lækkunar á verði,“ segir Björn Þorri. Kannast ekki við aukin vanskil Nokkuð hefur verið í um- ræðunni að undanförnu um að ýmis teikn séu á lofti um vaxandi greiðsluerfiðleika fólks sem lendi í vanskilum út af íbúðalánum, sér í lagi hjá þeim sem tekið hafa há íbúðalán á undanförnum átján til tuttugu mánuðum. Aðspurður segist Friðrik Hall- dórsson sem betur fer ekki kann- ast við aukin vanskil hjá við- skiptavinum KB banka. „Við höfum aðeins séð að það er farið að þyngjast en sérstaklega höfum við fundið fyrir því að aðilar sem eru að byggja selja ekki eins hratt og þeir ætluðu að gera og lenda í vandræðum með að eiga tvær eignir,“ segir Friðrik. Hann segir að í svona háu vaxtastigi sem við búum við í dag séu það menn sem fjármagna fram- kvæmdir með skammtímalánum með háum vöxtum sem geti lent mjög hratt í vandræðum. Björn Þorri tekur undir þetta og segist ekki merkja að greiðslu- byrðin sé að verða eigendum fast- eigna ofviða og engar eignir séu að koma í endursölu vegna þess að fólk ræður ekki við að borga af þeim. Fréttaskýring | Hægist á fasteignamarkaði eftir langt tímabil ójafnvægis Framboð á eignum eykst Engin merki um fasteignir í endursölu vegna vaxandi greiðsluerfiðleika Framboð á eignum eykst hægt og bítandi. Bankar farnir að gera stíf- ari kröfur í greiðslumati  Farið er að gæta samdráttar í sölu fasteigna eftir tímabil mik- illar umframeftirspurnar og verðhækkana. Breytingar á láns- hlutföllum viðskiptabankanna og stífara greiðslumat hefur sín áhrif og segir formaður Félags fasteignasala bera á því að fólk sem fengið gat lán fyrir einum til tveimur mánuðum fái þau ekki í dag. Hins vegar sé jafnvægi að myndast á markaðnum sem beri að fagna. Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.