Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hamingjan er einföld um þessar mundir. Einbeittu þér að einkalífinu. Umbunaðu kímni og léttúð í sjálfum þér og öðrum og gerðu allt hvað þú getur til þess að sniðganga eða forðast drama. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugsanlegt er að nautið setji mismun- andi manneskjum ólík mörk. Í dag færðu tækifæri til þess að búa til regl- ur sem hjálpa þér við að koma eins fram við alla. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sú venja tvíburans að hafa alla með mætir andstöðu. Hann er meðlimur í hópi af „sérstöku“ fólki sem ekki er víst að vilji hleypa nýjum ein- staklingum að. Þú kemst í gegnum þetta með glaðlegri þrautseigju. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef sérhver manneskja, staður eða hlut myndi passa inn í þína persónulegu heimsmynd í dag, yrði hann auðveldur en fremur dauflegur. Að snúa sig út úr klúðri verður hins vegar eft- irminnilegt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Kvöld í félagsskap vina yrði ábyggi- lega ánægjulegt. Ljónið hikar samt við að skipuleggja það, enda kemur ekki öllum jafn vel saman þessa dagana. Leiktu hlutverk sáttasemjarans og biddu fólk að leggja ágreining til hliðar í bili og búa til skemmtilegar minn- ingar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan fær tækifæri. Þreyttur ein- staklingur lætur eitthvað af hendi og þér er boðið að taka við keflinu. Farðu fram á allt sem þú þarft til þess að gera þitt besta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tekjur þínar eiga eftir að batna um leið og þú lærir að tala sama tungumál og stórlaxarnir. Æfðu þig á vinunum. Þú færð frábærar hugmyndir ef þú ferð út að ganga, það er engu líkara en einhver hvísli þeim í eyrað á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Yfirgefðu hjörðina. Þú nærð mestum árangri með þínum eigin skrýtnu að- ferðum. Ábending í rómantíkinni: Ef þú veitir einhverjum nægilegt frelsi, kemur hann örugglega til þín aftur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er sama hversu gróðavænlega ábendingu þú færð í dag, ekki veðja neinu. Heppni þín felst frekar í skiln- ingi á öðru fólki í augnablikinu en skyndigróða. Samræður lifna við í kvöld og þú kannt svo sannarlega að koma fyrir þig orði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Því meira sem þú nýtur starfsins, því betur gengur þér. Vogaðu þér að vera yfirgengileg. Yngri samstarfsmaður leitar ráða hjá þér og þú segir akkúrat það sem viðkomandi þarf að heyra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Víkkaðu sjóndeildarhringinn svo þú takir eftir fleiru en venjulega. Það á eftir að gerbreyta viðhorfi þínu til þess sem neikvætt er og upplýsa þig betur um jákvæða eða hlutlausa atburði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert ekki það sem gerist en við- brögðin eru þín. Fjölskylduviðburður gengur að óskum, ekki síst ef þú stendur á þínu alveg frá upphafi. Stjörnuspá Holiday Mathis Sporðdrekinn stýrir því sem er hulið – eins og leik- brúðustjórnandi, aflið sem knýr vélina, hvötin að baki kossinum. Fullt tungl í sporðdreka geymir loforð um það sem gerist undir niðri, en það sem hulunni er svipt af er eins og ráðgáta. Því meira sem við sjáum, því minna vitum við. Upplýsingar leiða okkur inn í völ- undarhús nýrra spurninga. Svörin kalla á dýpri undrun.  Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fer illum orðum um, 8 þyrla, 9 festa laus- lega, 10 glöð, 11 skífa, 13 sárum, 15 vind, 18 marg- nugga, 21 greinir, 22 bar- ið, 23 rándýr, 24 tarfur. Lóðrétt | 2 stela, 3 fatta, 4 valska, 5 reiðum, 6 hug- ur, 7 athygli, 12 guð, 14 dveljast, 15 vers, 16 snák- ur, 17 miðjan, 18 undin, 19 sviku, 20 svaðs. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kleif, 4 karms, 7 penni, 8 röðul, 9 tap, 11 nusa, 13 maka, 14 kalda, 15 þaka, 17 nafn, 20 err, 22 kímin, 23 ærður, 24 ataði, 25 tarfi. Lóðrétt: 1 kæpan, 2 efnis, 3 feit, 4 karp, 5 ryðja, 6 selja, 10 aflar, 12 aka, 13 man, 15 þokka, 16 kempa, 18 arður, 19 narri, 20 enni, 21 ræst. Tónlist Digraneskirkja | Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs verða sun. 14. maí kl. 16. Fjöl- breytt söngskrá, þjóðlög, bítalög og negra- sálmar. Einsöngur Sigríður Sif Sævarsdóttir. Stjórnandi er Natalía Chow Hewlett, undir- leikari Julian M. Hewlett. Aðgöngumiðar seldir við innganginn kr. 1.500, 1000 kr. fyrir eldri borgara, frítt fyrir börn að 12 ára. Eskifjarðarkirkja | Karlakór Reykjavíkur heldur tónleika í Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði, laug. 13. maí kl. 16. Með kórnum koma fram þær Sigrún Hjálm- týsdóttir, sópran, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanóleikari. Stjórnandi er Frið- rik S. Kristinsson. Gígjan | Tónleikar hjá aðildarkórum Gígj- unnar, landssambandi íslenskra kvennakóra: Kvennakór Reykjavíkur 11. og 12. maí, Kvennakór Akureyrar og Kvennakór Suð- urnesja 13. maí, Freyjukórinn í Borgarfirði og Gospelsystur Reykjavíkur 13. maí, Kvenna- kór Kópavogs 14. maí, Kyrjurnar 14. maí, Kvennakór Garðabæjar 15. maí. Sjá nánar: www.gigjan.is Hallgrímskirkja | Nemendur Tónskóla Þjóð- kirkjunnar leika fjölbreytta orgeltónlist á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju kl. 12. Hitt húsið | Hljómsveitinn Bones Brigade (USA) kemur til landsins og spilar í Hinu húsinu við Austurstræti föst. 12. maí. Auk Bones Brigade spila hljómsveitirnar I adapt, Fighting shit og Morðingjarnir. Húsið opnað kl. 18. Verð er 500 kr., 16 ára aldurstakmark. Reykholtskirkja | Freyjukórinn í Borgarfirði og Gospelsystur Reykjavíkur munu halda tónleika laug. 13. maí kl. 17. Á efnisskránni eru kirkjuleg og trúarleg verk með léttu gospel-ívafi. Með kórunum leikur Ástríður Haraldsdóttir á orgel og Haukur Gíslason á bassa. Miðasala við innganginn, kr. 1.500. Stúdentakjallarinn | Síðasta „Föstudags- djamm“ skólaársins. Tónleikarnir eru í boði HÍ og Stúdentakjallarans og er aðgangur ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Kvartettinn skipa Árni Scheving, Jón Páll Bjarnason, Gunnar Hrafnsson og Scott McLemore. Ýmir | Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur ásamt Friðriki Ómari í Ými kl. 20. Flutt verða lög úr vinsælum söngleikjum. Forsala hjá kórfélögum í síma 896 6468 og á kvkor@mmedia.is Verð kr. 2000 í forsölu, 2.300 við innganginn. Myndlist 101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Til 3. júní. Anima gallerí | Björg Örvar barnasaga/ fiskisaga – málverk. Til 21. maí. Aurum | Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, sýnir grafíkverkin Pá - lína til 15. maí. Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlist- arnemar úr Garðabæ með málverkasýningu í húsnæði Bókasafns Garðabæjar. Café Karólína | Gunnar Kristinsson sýnir málverk, teikningar og prjónaskap þar sem sigurlið heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu 2006 er kynnt. Til 2. júní. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Til 19. maí. Gallerí Dvergur | „MUCUS“ Magnús Árna- son myndlistarmaður flytur gjörning 13. og 17. maí kl. 20–20.30. Gjörningurinn stendur yfir í 20 mínútur. Gallerí Fold | Tryggvi Ólafsson sýnir mál- verk. Til 14. maí. Gallerí Galileó | Myndlistarsýning Ernu Guð- marsdóttur í Galleríi Galileo, Hafnarstræti 1–3. Til 24. maí. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning með hljóðtengdum myndverkum í tilefni Fjölljóð- ahátíðar. Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Kira Kira, Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við LHÍ sem sýna bókverk. Bragi Ólafsson, Óskar Árni Óskarsson og Ghostigital koma fram við opnunina kl. 17 föstudag 12. maí. Gallerí Húnoghún | Sýning Þorvaldar Óttars Guðlaugssonar til 12. maí nk. Gallerí Lind | Listamaður maímánaðar hjá Gallerí Lind er Guðrún Benedikta Elíasdóttir, hún sýnir akrýlmálverk sem eru að mestu máluð í Frakklandi á sl. ári. Til 20. maí. Gallerí Úlfur | Gallerí Boreas frá New York sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin „Sög- ur“ stendur yfir til 31. maí. Grafíksafn Íslands | Marlies Wechner, … og ekkert dylst fyrir geislaglóðinni …, innsetn- ing, opið fim.–sun. kl. 14–18 til 21. maí. Hafnarborg | Rósa Sigrún Jónsdóttir er myndhöggvari mánaðarins í Hafnarborg. Verkin sem Rósa sýnir nú í kaffistofu Hafn- arborgar ganga undir heitinu „Svarthvítir dagar“. Til 29. maí. Örn Þorsteinsson mynd- höggvari sýnir í öllum sölum Hafnarborgar til 29. maí. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Kirkjuhvoll Akranesi | Tolli sýnir olíu- málverk til 28. maí. Listasafn ASÍ | Kees Visser sýnir málverk í Listasafni ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeyp- is. Til 28. maí. Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN? Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær- eysk náttúra. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn- ing á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sam- starfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands þar sem um 75 nem- endur í útskriftarárgangi myndlistar- og hönnunarsviðs sýna verk sín. Til 25. maí. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons- eptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafn- arhússins. Til 5. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Út á skýjateppið. Stefnumót þriggja listgreina. Ljóð Berglindar Gunnarsdóttur og textílverk Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur ásamt högg- myndum Sigurjóns Ólafssonar. Opið laug. og sun. kl. 14–17. Helga Pálína veitir leiðsögn um sýninguna kl. 14.30 og 16 á sunnudag. Listasalur Mosfellsbæjar | Sundrun – sýn- ing á verkum Marissu Navarro Arason stendur nú yfir til 24. maí Mokka-Kaffi | Nikulás Sigfússon sýnir vatnslitamyndir til 15. maí. Næsti Bar | Undanfarin ár hefur Snorri Ás- mundsson þróað með sér andlega tækni í málaralist. Orkuflámamyndir hans, sem eru taldar hafa lækningarmátt, hafa vakið sterk áhrif hjá áhorfendum. Til 26. maí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Salfisksetur Íslands | Anna Sigríður Sig- urjónsdóttir – Dýrið. Til 21. maí. Suðsuðvestur | Indíana Auðunsdóttir vinn- ur sýningu út frá samtíma menningu og að þessu sinni tekur hún fyrir metnað og myndugleik smáþjóðarinnar í norðri. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland og veita sýn á Ísland nútímans og vitna um samfélagsbreytingar síðustu ára. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Staðurogstund http://www.mbl.is/sos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.