Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 31 FRUMVÖRP til laga um nýskip- an atvinnuþróunarmála bíða af- greiðslu Alþingis. Því miður hefur umræða um efni máls- ins helst snúið að minni háttar atriðum en lítið um hugmyndafræðina sem að baki býr. Kannski er því þannig farið um of mörg mál sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Með þeirri nýskipan, sem rík- isstjórnin hyggst koma á, er leitast við að vinna að formlegri stefnumót- un í atvinnuþróun, sem nái til allra ráðuneyta sem þar koma að. Þetta á að gera með því að út- víkka starfsemi Vís- inda- og tækniráðs og fela nýju Vísinda- og nýsköpunarráði það hlutverk. Stefnumótun er eitt þeirra tækja sem fyrirtæki á almennum markaði hafa árum saman notað við og reynt hefur verið að innleiða í auknum mæli í opinberum rekstri. Á stundum hefur þótt vanta að stjórnvöld mótuðu formlega stefnu, sem stofnanir og ráðuneyti ættu að styðjast við í starfsemi sinni. Þetta á við um at- vinnuþróun og nú er gerð tillaga um að bæta úr því. Tími til kominn að tengja Það sem snýr að iðn- aðar- og viðskiptaráðu- neytum birtist í frum- varpi til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, ný- sköpun og atvinnuþróun. Mest hefur verið fjallað um fyrirhugaða samein- ingu stofnana, hvar höfuðstöðvar eigi að vera o.s.frv. Meginefni frum- varpsins snýr hins vegar að því að tengja saman háskólastarfsemi, rannsóknarstofnanir, atvinnulíf og stjórnvöld. Það á m.a. að gera í Þekkingarsetrum sem víðast um landið, þar sem verði háskóla- kennsla, rannsóknarstarfsemi, at- vinnuþróunarráðgjöf, frum- kvöðlasetur og í einhverjum tilfellum verði þar tæknigarðar. Þetta er sú leið sem flestar þjóðir, sem við teljum okkur vera í sam- keppni við, hafa farið. Skýrasta dæmið er Finnland, þar sem fyrir um 15 árum var ákveðið að byggja framtíðina á þekkingargreinum. Þá var í landinu mikið atvinnuleysi og lögðu stjórnvöld mikla fjármuni í að byggja upp háskóla og tæknigarða. Við alla háskóla Finnlands eru nú starfrækt Þekkingarsetur (Center of Expertise). Það má einnig finna fyrirmyndir í Noregi, Írlandi, Skot- landi, Englandi, Hollandi og víðar. Hlutverk stjórnvalda í þessum lönd- um felst í því að skapa skilyrði og að- stæður fyrir atvinnulíf, háskóla og rannsóknarstofnanir til að vinna saman að þróun nýrra atvinnutæki- færa. Hvert viljum við fara? Helstu efasemdir sem fram hafa komið um fyrrgreint frumvarp fel- ast í þeirri skoðun að ekki eigi að setja saman í eina stofnun Byggða- stofnun og rannsóknarstofnanirnar tvær, Iðntæknistofnun og Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins. Er það helst rökstutt með því að halda eigi byggðamálunum að- greindum frá öðru. Þessi sjónarmið verða að teljast algerlega úr takti við það sem gerst hefur meðal þeirra þjóða sem við eigum í samkeppni við. Byggðastuðningur, sem ein- göngu felst í því að varðveita þau störf og fyrirtæki sem fyrir eru í hverju byggðarlagi, hefur hvergi skilað tilætluðum árangri. Slíkar að- gerðir eru alls ekki til þess fallnar að auka samkeppnishæfni svæða og standa því ekki undir bættum lífs- kjörum almennings. Þá hefur einnig gætt þess misskiln- ings að Byggða- stofnun fari að öllu eða mestu leyti með framkvæmd byggða- aðgerða stjórnvalda og því falli starfsemin illa að hinum stofn- ununum tveimur. Stjórnvöld reyna að jafna lífskjör og bú- setuskilyrði í landinu með ýmsum aðgerð- um. Þar má nefna jöfnunarsjóð sveitar- félaga, niðurgreiðslu til húshitunar, ýmsar samgöngubætur og fleira. Byggðastofnun fer að sjálfsögðu ekki með þessi verkefni. Hlutverk Byggða- stofnunar er fyrst og fremst það að hafa áhrif á þróun atvinnu- lífs á landsbyggðinni. Í fyrrgreindu frum- varpi er verið að horfa til nýskipunar atvinnuþróunar og því fullkomlega eðli- legt að Byggða- stofnun verði hluti af nýrri stofnun. Það gilda algerlega sömu sjónarmið varðandi þróun atvinnulífs á landsbyggðinni og í þéttbýli. Ef við ætlum ekki atvinnulífi á landsbyggðinni að dragast aftur úr ann- arri atvinnustarfsemi þurfum við að efla tengsl þess við há- skólastarfsemi, rann- sóknarstofnanir og tækniþróun. Það ger- um við með því að sameina Byggða- stofnun annarri atvinnuþróun- arstarfsemi í landinu. Hlutverk stjórnvalda í atvinnuþróun Stöku þingmaður hefur komið á framfæri þeim skoðunum að stjórn- völd eigi einfaldlega að hætta allri aðkomu að atvinnuþróun. Sú að- koma væri dæmd til að mistakast. Í þessu sambandi er mikilvægt að skilgreina vel í hverju aðkoma hins opinbera á að vera. Samkvæmt þeim hugmyndum sem birtast í fyrirliggj- andi frumvörpum er hlutverk stjórnvalda fyrst og fremst að skapa aðstæður fyrir frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki að þróast. Með því er átt við að til verði verðmætari störf meðal íslenskra fyrirtækja en þau sem fyrir eru, sem muni skila sér í bættum lífskjörum almennings. Það réttlætir aðkomu hins opinbera, t.a.m. með stuðningi við grunnrann- sóknir, sem annars væru ekki stund- aðar í fyrirtækjum af þeim krafti sem þjóðfélaginu er nauðsynlegt. Auknar rannsóknir geta farið fram í opinberum rannsóknarstofnunum, hjá háskólum, í þekkingarsetrum og hjá fyrirtækjum með stuðningi úr samkeppnissjóðum sem sífellt eru að styrkjast. Meginatriðið er að hið opinbera hvetji til sköpunar starfa í fyrirtækjum þar sem byggt er á þeirri þekkingu sem til staðar er og á styrkleikum hvers byggðasvæðis fyrir sig. Í því sambandi er mik- ilvægt að styðja við staðbundna at- vinnuþróun og horfa þá sérstaklega til atvinnuþróunarfélaga og upp- byggingar Þekkingarsetra. Það er því alveg ljóst að stjórnvöld hafa miklu hlutverki að gegna í at- vinnuþróun hér á landi, líkt og í öll- um löndum sem við berum okkur saman við. Að öðrum kosti munum við dragast aftur úr hvað varðar lífs- gæði almennings. Á að skilja lands- byggðina eftir? Eftir Valgerði Sverrisdóttur Valgerður Sverrisdóttir ’Ef við ætlumekki atvinnulífi á landsbyggðinni að dragast aftur úr annarri at- vinnustarfsemi þurfum við að efla tengsl þess við háskóla- starfsemi, rann- sóknarstofnanir og tækniþróun. Það gerum við með því að sam- eina Byggða- stofnun annarri atvinnuþróun- arstarfsemi í landinu.‘ Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Gróðureyðing á Íslandi svipuð og víða í Afríku Inntur eftir því hvers vegna hann bar gróðurfar á Ís- landi saman við gróðurfar í ríkjum sem eru sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í Afríku í fyrirlestri sínum á miðvikudag segir dr. Lal skýringuna einfalda. „Líkt og í þessum ríkjum hefur ofbeit á Íslandi frá landnámi valdið gróðri landsins miklum skaða,“ segir dr. Lal. „Í Afríku glíma menn við heitt og þurrt loft en hér við kalt og þurrt loft. Ólafur Arnalds og Andrés Arn- alds hafa unnið merkt starf á þessu sviði. Samkvæmt þeirra rannsóknum hefur jarðvegseyðing verið gríð- arleg víða á Íslandi, sem end- urspeglar enn og aftur mikilvægi þess að hlúa að landheilsu jarðar.“ Gæti gegnt stóru hlutverki Í ársbyrjun kom Wallace S. Broecker, jarðefnafræðingur við Columbia-háskóla í New York, til landsins og hélt fyrirlestur um bindingu koltvísýrings í jörðu. Spurður um þá hugmynd að dæla koltvísýringi í íslensk jarðlög segir dr. Lal þá hugmynd óraunhæfa vegna eldvirkni landsins. Hann segir hins vegar það markmið íslenskra vísindamanna að Ísland bindi jafn- mikið kolefni árið 2030 og það losi í andrúmsloftið vel framkvæmanlegt. „Íslendingar munu þá losa um eina milljón tonna af kolefni á ári í andrúmsloftið,“ segir dr. Lal. „Á sama tíma gætu Íslendingar bundið 1,2 milljónir tonna af kolefni á ári hverju ef áætlanir um bindingu þess í trjám og gróðri ganga eftir. Þangað til getur forseti ykkar orðið öðrum þjóð- arleiðtogum fyrirmynd hvað snertir landheilsu jarðar, með því að beina athygli þeirra að mikilvægi máls- ins.“ Eins og fyrr segir kom dr. Lal til Íslands í boði forseta Íslands, sem hann segir sérstakan áhuga- mann um bindingu kolefnis í jörðu. Dr. Lal tekur þátt í málþingi á Grand Hótel í dag klukkan 8.30 til 10.00, sem er undir yfirskriftinni „Can Iceland become emission free country? The role of carbon sequestration“. Auk hans koma fram þeir Andrés og Ólafur Arn- alds, Arnór Snorrason, Hugi Ólafsson og Þorsteinn Tómasson, en þeir starfa allir með einum eða öðrum hætti í tengslum við rannsóknir á landheilsu jarðar. mitt á milli Afríku og Asíu, er nú stöðugt meng- unarský,“ segir dr. Lal. „Ein af meginorsökunum fyr- ir þessari mengun er sú að fátækt fólk í álfunum tveimur notar gróðurleifar og þurrkaða kúamykju sem eldsneyti við eldun. Við erum hér að tala um helming jarðarbúa, eða þrjá milljarða manna, sem stofna heilsu sinni í hættu með því að anda að sér kolmónoxíði (CO) og öðrum hættulegum loftteg- undum þegar það stendur yfir hlóðum sem kynt er undir með þessum hætti. Að auki dregur þessi mengun úr magni þess sólar- ljóss sem fellur á Indlandshaf, sem aftur dregur úr uppgufun, en það leiðir til röskunar á monsúnrign- ingum í Asíu. Þennan vítahring mætti rjúfa með því að örva bændur til að framleiða hreinni orkugjafa til eldunar, á borð við etanól, sem væri svo hægt að selja til mengunarvalda, sem gætu svo aukið framleiðslu sína gegn því að afhenda fátæku fólki elds- neytið og þannig stuðla að minni losun koltvísýrings.“ Bætt landheilsa gegn hungri Spurður um ágóðann af því að bæta landheilsu jarðar með því að græða upp örfoka svæði segir dr. Lal ávinninginn af því margþættan. Hann nefnir máli sínu til stuðn- ings að verðmæti landbúnaðarvara sem framleiddar séu í næringarríkum jarðvegi sé mun meira en þeirra sem eru framleiddar í snauðari jarðvegi. Hann segir þetta mjög brýnt ef haft sé í huga að 3,7 milljarðar manna fá í dag ófullnægjandi magn næringarefna vegna skorts á næringarefnum í jarð- vegi. Þá segir hann að slíkar aðgerðir muni hjálpa til við að draga úr hungursneyð í heiminum sem hann segir skelfilega. „Á hverjum degi farast 24.000 manns úr hungri í heiminum sem jafngildir því að 80 747-Boeingþotur með 300 farþega hröpuðu til jarðar daglega,“ segir dr. Lal. „Þetta er sérstaklega alvarlegt ef haft er í huga að mannkyninu mun fjölga úr 6,5 milljörðum ár- ið 2005 í 7 milljarða 2012 og fyrir þá sök að 99 pró- sent af fjölguninni mun eiga sér stað í þróunarlönd- unum. Þrátt fyrir það bendir flest til að heiminum standi af einhverjum ástæðum á sama. Fjölmiðlar eiga hér hlut að máli, því að þeir hafa tilhneigingu til að fjalla um einstaka hörmung- aratburði á borð við flugslys fremur en flóknar orsak- ir hungursneyðar.“ nemur á sama gn t.“ am að róða- rgróða onina í s segir ví að ðum kol- ðstoðað ækt í Annars binda kol- ðan má með ir dr. selja ng- nig geta lu sína ð á sam- að auk- í Chic- kvóta hange]. Í r tonnið erðið u manna t það er ningar essi við- tíðinni ækta upp ng- r vit- s sam- óstöð- sé ekki n- otkun á dshafi, ur ónýtt auðlind baldura@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór engunarkvótar gætu orðið til þess að draga úr fátækt í heiminum auk þess að stuðla að minni losum koltvísýrings. ’Sala á svokölluðum kol-efniskvóta getur aðstoðað við að draga úr fátækt í þróunarlöndunum. Annars vegar er hægt að binda kolefni í gróðri sem síðan má selja með hagnaði með ýmsum hætti.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.