Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 23 MINNSTAÐUR AKUREYRI „VIÐ leggjum áherslu á að koma nú- verandi meirihluta frá völdum,“ segir Hermann Jón Tómasson, efsti maður á framboðslista Samfylkingarinnar, en stefnumál framboðsins fyrir kom- andi kosningar voru kynnt í gær. Hermann gerir sér vonir um að ná þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Samfylkingin fékk einn mann kjörinn í síðustu kosningum en sá gekk til liðs við sjálfstæðismenn á kjörtímabilinu. Ellefu eru í bæjarstjórn. Hermann segir að Samfylkingin vilji m.a. gera vel við börn og barna- fjölskyldur. „Þar erum við til að mynda að tala um gjaldfrjálsan leik- skóla, stórauknar niðurgreiðslur á íþrótta- og tómstundagreiðslum fyrir börn og unglinga og öflugt skólastarf. Á sama tíma höfnum við áherslum meirihlutans á einkarekstur á skólum bæjarins.“ Í stefnuskránni segist Samfylking- in m.a. einnig stefna að eftirfarandi:  Byggja grunnskóla í Naustahverfi og hefja starfsemi 2008.  Íþróttahús við Giljaskóla.  Sameiginlegt átak skóla, heimila og bæjaryfirvalda gegn fíkniefna- neyslu barna og unglinga.  Bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að opnuð verði meðferðarstöð fyrir þá sem villst hafa af brautinni og misst tök á lífi sínu.  Alþjóðleg barnamenningarvika.  Byggja fullkomna aðstöðu fyrir fimleikaiðkun nú þegar.  Aðstaða Siglingaklúbbsins Nökkva flutt inn að Leiru og þar byggð upp smábátahöfn og fjara.  Standa að uppbyggingu fjöl- breyttra búsetukosta fyrir aldraða.  Efla heimaþjónustu og heima- hjúkrun.  Leggja áherslu á heilsurækt og fyrirbyggjandi starf fyrir eldra fólk.  Bæta þjónustu innan skólakerfis- ins með fjölgun sérhæfðra starfs- manna, t.d. iðjuþjálfa og þroskaþjálfa.  Styðja samtök sem vinna að mál- efnum geðfatlaðra.  Tryggja öllum húsnæði við hæfi, óháð efnahag og félagslegri stöðu.  Setja fram aðgerðaáætlun til að bæta stöðu fátækra í sveitarfélaginu.  Efla Alþjóðastofu.  Auka hlutafé Akureyrarbæjar í Þekkingarvörðum ehf. um 5 milljónir og leggja fram allt að 40 milljónum í hlutafé Orkuskóla á Akureyri.  Íbúar Hríseyjar geti nýtt sér ferju- ferðir vegna sóknar í atvinnu eða þjónustu endurgjaldslaust. Hætt verði að innheimta strætisvagnafar- gjöld á Akureyri.  Vinna að því að tryggja millilanda- flug beint frá Akureyri.  Beita sér fyrir að Vaðlaheiðargöng komi sem fyrst.  Efla bæinn sem miðstöð opinberr- ar þjónustu á landsbyggðinni.  Vinna að því að bærinn taki í eitt skipti fyrir öll við þeim verkefnum sem hann hefur til þessa sinnt sem reynslusveitarfélag, þ.e. öldrunar- þjónustu, heilsugæslu og málefnum fatlaðra.  Beita sér fyrir að ný matvælarann- sóknarstofnun verði staðsett á Akur- eyri og í tengslum við Háskólann á Akureyri.  Vinna skipulega með ríkisstofnun- um í bænum að því að efla starfsemi þeirra.  Leggja áherslu á að fjölga opinber- um stofnunum á Akureyri.  Skoða sérstaklega möguleika ferðaþjónustu í Hrísey. Eyjan verði vistvænt samfélag.  Fjölnota íþróttahús í Hrísey.  Miðhúsabrautin verði lögð strax til að minnka álag þungaflutninga um Mýrarveg og Þórunnarstræti.  Dalsbraut verði lögð til að tryggja eðlilegar samgöngur milli bæjar- hluta.  Tengja helstu útivistarsvæði bæj- arins við byggðina með góðum göngu- og hjólreiðastígum.  Auka framboð einbýlishúsalóða sem tryggir að einstaklingar sem vilja byggja geti ávallt fengið lóð.  Samfylkingin er fylgjandi endur- skipulagningu miðbæjarins … tel- ur … að byggja eigi á hluta þeirra bílastæða sem þar eru jafnframt verði ráðist í uppkaup á byggingum á Sjall- areit svo nýta megi hann til bygginga.  Gröftur á síki frá Torfunefi að Skipagötu ekki forsenda fyrir endur- skipulagningu miðbæjarins.  Þegar Akureyrarvöllur hefur verið lagður af skuli svæðið tekið undir blandaða notkun, íbúðabyggð, versl- anir og þjónustustarfsemi.  Byggja nýja aðalvelli í samstarfi við íþróttafélögin KA og Þór á fé- lagssvæðum þeirra.  Frjálsíþróttaaðstaða á svæði Þórs fyrir landsmót UMFÍ 2009.  Gera Glerárdal að fólkvangi og Krossanesborgir aðgengilegar með stígum, göngubrúm og merkingum.  Standa að stofnun hlutafélags um sorpvinnslu við Eyjafjörð. Leitað verði til sveitarfélaga og atvinnurek- enda með aðkomu að hlutafélaginu. Ljósmynd/Jóhann Ólafur Frambjóðendur Samfylkingarinnar við leikskólann Naustatjörn í gær. Frá vinstri: Jón Ingi Cæsarsson, Helena Karlsdóttir, Linda María Ásgeirsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Valdís Anna Jónsdóttir, Hermann Jón Tómasson, Margrét Kristín Helgadóttir, Jóna Valdís Ólafsdóttir, Ásgeir Magnússon og Hermann Óskarsson. Meirihlutanum verði komið frá Samfylkingin kynnir stefnuskrá sína fyrir bæjarstjórnarkosningarnar Opið hús hjá Þór | Íþrótta- félagið Þór verður með opið hús í félagsheimilinu Hamri á morgun, laugardag, frá kl. 13 til 17. „Þarna verður kynning á meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu í tilefni þess að vertíðin er að hefj- ast og ljósmyndasýning verður all- an daginn, þar sem gamlar myndir úr sögu félagsins og úrklippubæk- ur í eigu félagsmanna koma í fyrsta skipti fyrir almennings- sjónir,“ segir Sigfús Helgason, formaður Þórs. Aldraður Þórsari verður heiðr- aður og heiðursfélögum afhent heiðursfélagaskírteini. Síðan verð- ur íþróttamaður Þórs krýndur. Þórsarar, ungir sem aldnir, eru velkomnir svo og aðrir bæjarbúar sem áhuga hafa á því að kynna sér starfsemi félagsins.    Vortónleikar | Árlegir vor- tónleikar Tónlistarskólans á Ak- ureyri verða í dag, föstudaginn 12. maí, í sal skólans við Hvannavelli. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Fram koma nemendur á öllum aldri og er efnisskráin mjög fjölbreytt. AÐSÓKNARMETIÐ hjá Leikfélagi Akureyrar var hressilega slegið í vetur. Áhorfendur á sýn- ingum félagsins voru um 25 þúsund á Akureyri, og „framlenging“ leikársins – sýningar á Full- komnu brúðkaupi á stóra sviði Borgarleikhúss- ins fram á sumar – lofar góðu. Allt stefnir í að þá bætist rúmlega 20 þúsund áhorfendur í hóp- inn. Mesta aðsókn á einu leikári LA fram að þessu var veturinn 1983–1984 þegar um 19.300 manns sáu sýningar félagsins. Vinsælasta sýning LA í vetur, og í sögu félags- ins, er Fullkomið brúðkaup. Alls komu 12.000 manns á sýningar á verkinu á Akureyri og álíka margir miðar hafa þegar verið seldir í Reykja- vík. Verkið hefur undanfarið verið sýnt flest kvöld vikunnar fyrir troðfullum stóra sal Borg- arleikhússins og aldrei hafa selst fleiri miðar á einum degi hjá Borgarleikhúsinu en daginn sem sala miða á sýninguna hófst í Reykjavík. Fullkomið brúðkaup verður sýnt í Borgarleik- húsinu í maí og júní og er uppselt á næstu 10 sýningar. LA frumsýnir Litlu hryllingsbúðina í Óper- unni annað kvöld. Verkið var sýnt fyrir troðfullu húsi á Akureyri í vetur og færri komust að en vildu. Sýningar voru stundum sjö á viku. Fyr- irhugað var að ljúka sýningum á Akureyri í vor en til að mæta mikilli eftirspurn hefur verið ákveðið að sýningin verði aftur á fjölunum nyrðra í haust og hefjast sýningar í september. Áhorfendamet LA slegið hressilega Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Umboðmenn um land allt Akureyri 461-2960 Selfossi 482-3100 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Getum við fengið stærri fjöll, dýpri dali og brattari brekkur? Tribeca er fullkominn bíll fyrir þig, hvort sem þú ert á leið í ærslafulla öræfaferð eða bara út í ísbúð með börnin. Tribeca fetar hinn gullna meðalveg milli sveigjanleika og nákvæmni og veitir þér tækifæri til að öðlast nýja akstursreynslu. Lipur og léttur innanbæjar, öflugur með kraftmiklu drifi á öllum hjólum utanbæjar. B9 Tribeca, 250 hö. 5 dyra, 7 manna – 5.170.000,- PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Multidophilus-12 12 tegundur lifandi mjólkursýrugerla. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.