Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 35 MINNINGAR ✝ Atli Þór Hauks-son fæddist á Landspítalanum 10. apríl árið 2004. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH hinn 4. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Haukur Steinn Ólafsson, f. 19. jan. 1983, og Ásta María Sig- marsdóttir, f. 16. maí 1983. Foreldrar Hauks eru Ólafur Örn Haraldsson og Sigrún Richter. Foreldrar Ástu Maríu eru Sigmar Sigurðsson, kvæntur Jónínu Dagmar Ásgeirs- dóttur, og Guðlaug Hreinsdóttir, gift Kristni Hugasyni. Bræður Hauks eru Haraldur Örn, f. 8. nóv. 1971, kona hans er Ásdís Pétursdóttir, f. 17. mars 1976, og Örv- ar Þór, f. 13. jan. 1975, kona hans er Guðrún Árdís Öss- urardóttir, f. 10. okt. 1975. Börn þeirra eru Kristín Hekla, f. 10. maí 2001, og Össur Ant- on og Andrea, f. 13. feb. 2004. Systkini Ástu Maríu eru Hjalti Hreinn, f. 4. okt. 1980, kona hans er Hulda Ósk Jóhannsdóttir, f. 6. mars 1980, Sigrún Marta, f. 21. júní 1985, og Rósa Kristinsdóttir, f. 26. júlí 1993. Útför Atla Þórs verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Atli Þór var ljúfasti drengurinn í öllum heiminum. Hann grét aldrei og vildi bara láta faðma sig og strjúka. Hann kunni ekki að halda höfði eða ganga og var hann því alltaf litla ung- barnið okkar. Hann var ofboðslega hraustur og sterkur. Þrátt fyrir ítrek- aðar lungnabólgur náði hann sér allt- af fljótt aftur og fékk aldrei kvef eða aðrar pestir. En nú er elsku litli drengurinn okkar farinn. Hann sýndi mikinn styrk og þrek í baráttu við flogaveiki og lungnabólgur. Hann var hetjan okkar allra. Við höfðum alltaf trú á að læknarnir myndu ná stjórn á flogaveikinni og að Atli Þór myndi byrja að þroskast betur og ná meiri styrk. Er hann lést í örmum okkar á gjörgæslu Landspítalans eftir þriggja daga veru í lungnavél söng ég fyrir hann þetta lag sem einkennir tilfinn- ingar okkar núna: Litla smáin, lofið fáin, Lipurtáin gleðinnar. Ertu dáin út í bláinn, eins og þráin sem ég bar? (Halldór Laxness.) Við trúðum alltaf að sterki strák- urinn okkar myndi sigrast á veikind- um sínum eins og svo oft áður. En nú er hann farinn og því er erfitt að trúa. Minning hans lifir í hjörtum okkar um alla tíð. Við viljum þakka öllum sem sáu um litla drenginn okkar á spít- alanum, Greiningarstöðinni, Lyngási og Rjóðrinu. Ásta og Haukur (mamma og pabbi). Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag (J.H.) að gefa okkur og lífinu fallegan dreng sem vekur ást, birtu og von en kalla hann síðan til sín eftir tveggja ára harða baráttu og vonbrigði. Atli Þór var kröftugur og sérstak- lega fagur drengur þegar hann fædd- ist fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði greinilega erft marga af falleg- um dráttum úr svip foreldra sinna og aðrir kepptust við að sjá svipmót þessarar eða hinnar ömmunnar eða afans hjá þessum nýkomna herra- manni í fjölskyldunni. Mest hlökkuð- um við til að fylgjast með þroska hans og fá að vita hvern mann hann hefði að geyma. Og persónueinkenni hans komu fljótlega fram. Þarna var á ferð- inni ljúflingur. Hann naut þess að fá hlýju en var býsna ákveðinn og lét að sér kveða þegar hann vildi fá mat sinn og atlæti sem fólki á hans aldri til- heyrir. Til sögunnar var kominn ein- staklingur sem með vexti og þroska yrði sennilega gæfumaður; gæti notið sín og aðrir fengju notið hans. En Atli Þór og við öll fengum ekki að sjá þessar vonir rætast. Nokkru eftir að hann fæddist varð ljóst að hann var flogaveikur og síðar fylgdu önnur erfið veikindi. Þrátt fyrir ítar- legar rannsóknir og stöðuga hjálp bestu lækna var ekki hægt að komast að raunverulegri ástæðu veikindanna. Heilbrigðiskerfi og starfslið þess gerði allt sem hægt var og seint verð- ur þeim fullþakkað Barnaspítala Hringsins, læknunum Ýri, Pétri og Gillian hjúkrunarfræðingi og fjölda annarra. Mest lögðu foreldrarnir á sig og voru alltaf tilbúnir að verja nýja víglínu eftir því sem hopa þurfti fyrir veikindunum. Von þeirra og þrek var staðfast til síðustu stundar. Atli Þór háði þessa varnarbaráttu af miklum hetjuskap því að hann var sterkur að upplagi. En þar kom fimmtudaginn 4. maí á gjörgæsludeildinni að mannleg- ur máttur hafði lagt allt sitt af mörk- um en það hafði ekki dugað til. Hér réðu æðri máttarvöld. Við lærðum margt af Atla Þór. Hann kenndi okkur baráttuþrek og hvernig hægt er að elska án skilyrða. Hann gaf okkur öllum ómælda gleði og við fengum að umvefja hann ást og umhyggju. Það var mikil hamingja. Þeim mun dýpri er sorgin. Þeir for- eldrar sem hafa eignast fatlað barn og gefið því allar stundir sólarhringsins, allar sínar bænir og lífskrafta þekkja björtustu vonir og bitrustu vonbrigði. Getum við með trega fallist á að drottinn megi kalla þann fljótt til sín sem hefur þurft að þjást mikið? Megi andi Atla Þórs fljúga frjáls frá þrautum og lifa í hjörtum okkar. Afi og amma í Frostaskjóli Ólafur Örn og Sigrún Richter. Í hvert sinn sem barn fæðist eigum við vonir um að það verði heilbrigt og geti átt eðlilegt líf og miðum þá við það líf sem við þekkjum, það er að all- ir geti gengið, tjáð sig og tekið fullan þátt í því samfélagi sem við búum í. Elsku Atli Þór, fyrstu vikurnar eft- ir að þú fæddist leit út fyrir að þú værir fullkomlega heilbrigður svo hraustlegur, sterkur og fallegur. En svo kom í ljós að svo var ekki og smám saman gerðum við okkur grein fyrir að þú áttir við veikindi að stríða. Þú kenndir okkur svo margt á þinni stuttu ævi. Þeirri reynslu búum við alltaf að og munum nýta til góðs fyrir okkur og alla í kringum okkur. Elsku litli kútur, við sjáum þig fyrir okkur hlaupandi á litlu tásunum þín- um í græna grasinu hjá guði í leik með öllum englabörnunum. Nýr engill er kominn í englaliðið og hann skín skært. Með hjartans kveðju, elsku vinur. Sigmar afi og Jónína amma. Atli Þór, litli frændi minn, er farinn frá okkur. Hann er lagður af stað í langferð til að skoða fjarlæg lönd. Í hjörtum okkar finnum við að honum líður vel, laus undan baráttu við erfið veikindi. Atli Þór var sérstaklega fallegur drengur með augu sem gátu brætt hjarta hvers sem var. Ég man vel þegar ég hélt á honum á fyrstu mán- uðunum, hversu hraustur og heil- brigður hann var. Þetta voru góðar stundir sem nú eru orðnar svo verð- mætar í minningunni. Það efaðist enginn um að hann myndi ná sér þeg- ar hann greindist með flogaveiki, en baráttan fram undan var erfiðari en nokkurn gat grunað. Ég kveð minn litla frænda með mikilli sorg og söknuði og þakka fyrir stundirnar með honum, þó að þær væru allt of fáar. Minningin um Atla Þór mun lifa með okkur um alla tíð. Elsku Haukur og Ásta. Þið hafið staðið ykkur svo vel í baráttunni við veikindi litla drengsins ykkar. Betri foreldra er ekki hægt að hugsa sér. Guð gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þessa miklu sorg. Haraldur Örn Ólafsson. Elsku Atli Þór. Núna gengur þú uppréttur og frjáls á meðal æðri máttarvalda og horfir á dýrðina með fallegu bláu augunum þínum. Við munum alltaf sakna nærveru þinnar sem var einlæg og sérstök. Það var mikið í þig lagt, ungi drengur, en því miður var hlutskipti þitt erf- iðara en flestra annarra barna. Þú stóðst þig eins og hetja í þinni miklu þrautagöngu, en gafst okkur öllum um leið mikla gleði. Hvíldu í friði, elsku vinur. Guð blessi ykkur, elsku Haukur og Ásta, á þessum erfiðu tímum. Þið búið yfir einstaklega sterkri samheldni og ást sem mun ávallt veita ykkur styrk. Minningin um einstakan dreng mun lifa að eilífu. Sjá harminn yfir horfnu, fögru barni. Í hug og svip er klökkvi táragjarn sem flestra orða hryggðin heita varni. – Ó, hjartans barn! Og þó er ljúft og létt á það að minna að lífið á sér fagran dularheim. Þú vitjar þaðan aftur allra þinna og ert með þeim. Er ýfist sál af lífsins hendi hrjúfri og hugur dapur býr við þungt og strítt þá finnst sem lítið barn við barm sig hjúfri og brosti hlýtt. Þá hvíslar barnsleg engilsrödd í eyra þeim yndisleik er gleður dapra sál. Sem opinberun hugur fær að heyra sitt hjartans mál. Þá glitrar aftur geisli í hverjum skugga. Í gleði lyftist hugur vonagjarn. Slíkt eilíft vald á ástin til að hugga. – Ó, elsku barn! Svo fjarri er því að draumar lífsins deyi þótt dragi sorg á augun móðu og reyk. Þú brosir enn og ert á góðum vegi í yndisleik. (Guðm. Ingi Kristj.) Ykkar Örvar Þór, Guðrún Árdís, Kristín Hekla, Andrea og Össur Anton. Til eru ekki þau orð sem geta lýst því hversu sárt ég á eftir að sakna þín, engillinn minn, fallegasti strákurinn í öllum heiminum. Við áttum svo góðar stundir saman, kúrðum í sófanum heima hjá mömmu þinni og pabba, þú sofnaðir alltaf í fanginu á mér og Ásta hafði orð á því að ef þú værir búinn að vera erfiður og vildir ekki sofna væri nóg að kalla bara í Mörtu og þá sofn- aðir þú um leið. Ég fann alltaf svo mikinn frið hjá þér, alltaf ef mér var búið að líða illa gat ég komið til þín og þá varð allt gott á ný. Ég man hvað það var gaman hjá okkur á jólaballinu á Lyngási, þú varst uppi á sviði í leik- ritinu klæddur í jólasveinabúningi og við sungum svo jólalögin. Sætasti jólasveinn í heimi. Í matarboðum var ég yfirleitt rokin frá matarborðinu á undan öllum hin- um til að knúsa litla kútinn minn, ég átti alltaf erfitt með að kveðja þig og fór ekki fet fyrr en ég var búin að smella á þig þúsund kossum. Svona var þetta hjá okkur, Atli Þór, alltaf að knúsast og posast saman. Manstu í brúðkaupinu hjá mömmu þinni og pabba þegar allir voru að dansa vals? Þá kom Marta uppáhalds- frænka og tók þig í fangið. Litli prins- inn varð að fá að vera með í dansinum. Atli Þór, ástin mín eina, hvað ger- um við án þín? Það er svo margt sem mig langar að segja en kem því ekki í orð, þú kemur og heimsækir mig í draumaheimi og við verðum saman á ný. Ég veit að guð mun passa þig vel þar til við hittumst aftur á himnum. Aldrei mun ég gleyma þér, engillinn minn, þú munt alltaf hafa stóran sess í hjarta mínu. Ég kveð þig með tárum, ég sakna þín svo, ég trúi því ekki hve fljótt þú varst tekinn frá okkur, en við munum geyma allar góðu minning- arnar um þig og þær góðu stundir sem við áttum saman. Góða nótt, litli engill, sofðu rótt. Þín uppáhaldsfrænka Marta. Það er ólýsanlega erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um lítinn dreng sem manni finnst að hefði mátt vera hjá okkur svo miklu lengur. Það er líka erfitt að skilja hvað lítill drengur hefur þurft að ganga í gegn- um á stuttri ævi. Það eina sem hugs- anlega getur hjálpað manni er að vita að nú er hann kominn til Guðs þar sem hann getur fengið að njóta alls þess sem hann gat ekki notið meðan hann var hér hjá okkur. Hann getur núna hlaupið um, borðað allt sem hann langar í og leikið sér að vild. En tómarúmið sem fráfall hans skilur eft- ir sig er mikið og vonum við að með tímanum takist okkur öllum að læra að lifa með þessu og minningarnar um yndislegan lítinn dreng ylji okkur um hjartarætur. Elsku Ásta og Haukur, okkur fjöl- skyldunni í Hlíðarbyggð 51 hefur allt- af þótt við eiga smápart í Atla Þór þar sem þið bjugguð hjá okkur þegar hann fæddist. Það var svo gott og gaman að hafa ykkur í húsinu og söknum við ykkar oft. Það hefur verið einstakt að fylgjast með ykkur sjá um drenginn ykkar. Þið hafið miðað allt ykkar líf út frá honum og gert allt sem hugsast getur til að gera líf hans sem allra best. Það er ekki hægt að segja að við vitum hvað þið eruð að ganga í gegnum núna, það getur enginn sagt sem ekki hefur lent í þessari erfiðu lífsreynslu en við getum verið til stað- ar fyrir ykkur og reynt að veita ykkur alla þá huggun og stuðning sem hægt er. Atli Þór var yndislegur, duglegur og einstaklega fallegur drengur sem barðist eins og hetja í veikindum sín- um og getið þið verið stolt af honum og öllu því sem þið gerðuð fyrir hann, enginn hefði getað gert það betur. Megi góður Guð styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar á þessum erfiða tíma og gefa að minningin um Atla Þór lifi í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Vera, Þórarinn, Eva, Tinna, Hildur og Unnar. Elsku hjartans vinur. Nú er komið að kveðjustund og hetjulegri baráttu þinni lokið. Stundirnar sem við áttum saman voru fallegar, ljúfar og góðar og verða geymdar á besta stað í hjarta mínu þar til við hittumst á ný. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau hraður bylur og dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þó burt úr heimi hröðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þórleifsson.) Elsku Atli Þór, ég bið Guð að leiða þig og vernda og gefa mömmu þinni og pabba og öðrum aðstandendum styrk í sorginni. Þín Hanna. Vertu sæll, litli vinur. Ég sendi innilegustu samúðar- kveðjur til mömmu þinnar og pabba. Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum. (Úr bókinni um Litla prinsinn.) Ykkar vinkona, Ýr Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við litla vin okkar, Atla Þór, með mjúku kinnarnar og björtu augun. Við höfum öll fylgst með stuttu lífs- hlaupi fallegs drengs og baráttu hans við veikindi. En nú er baráttan á enda og eftir sitja minningar um ljúfan dreng. Atli Þór mun lifa í hugum okk- ar og hjörtum. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S. Jónsson frá Presthólum.) Við sendum fjölskyldu Atla Þórs okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur þessi erfiðu spor. Foreldrar, börn og starfs- fólk leikskólans Kjarrið. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (St. Th.) Guð er kem ég upp til himna má ég snerta stjörnurnar? Ég vil ekki koma í heimsókn, heldur til að búa þar … (Jónas Friðrik.) Þessar fallegu laglínur koma í hug- ann í dag þegar við kveðjum litla vin okkar, Atla Þór. Hann kom á Lyngás í maí 2005, þá rétt orðinn eins árs. Við eigum margar yndislegar minningar frá þessu tæpa ári sem hann var hjá okkur á A-stofu. Hetjan okkar með fallegu augun og „mohawk“-klipp- inguna sem heillaði hvern þann sem kynntist honum. Á tveggja ára af- mælisdaginn fékk Atli Þór Spiderm- an-kórónu, og þá þýddi ekki að mæta í neinu nema Spiderman-bol í stíl. Töff- arar klikka sko ekki á smáatriðum! Okkur er einnig minnisstæð síðasta vikan hans hjá okkur á A-stofu. Okk- ar maður var orðinn tveggja ára töff- ari og farinn að ferðast með rútunni til og frá Lyngási. Þessa síðustu viku mætti Atli Þór á hverjum degi í sum- arjakkanum og Puma-skónum og aldrei voru sólgleraugun langt undan. Hann fór með okkur út í gönguferðir, tók þátt í allri dagskrá og var svo flottur að unun var að fylgjast með. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið svona yndislega viku með honum áð- ur en hann var kallaður til æðri starfa. Við sjáum Atla Þór fyrir okkur hlæj- andi og hlaupandi um á himnum í flottu Puma-skónum með sólgleraug- un. … fæ ég englavængi tvo? Vill Guð kannski fá pínulítinn engil til að pússa regnbogann? (Jónas Friðrik.) Elsku Ásta og Haukur, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni og gefa fullvissu um eilíft líf. Minningin um yndislegan dreng lifir í hjörtum okkar allra. Kveðja. Vinir á A-stofu, Lyngási. Hann Atli Þór var sólargeisli og óskabarn foreldra sinna. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekkti. Við minnumst þess hve eftirvænting þeirra var mikil á meðgöngunni og hvað Ásta blómstraði. Tilhlökkunin leyndi sér ekki. Og svo fæddist þessi myndarlegi og fallegi drengur með augu sem brætt gátu mestu harð- jaxla. En í ljós kom að ekki var allt með felldu og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hetjulegri baráttu ungra foreldranna fyrir lífi og heilsu litla sonarins. En allt kom fyrir ekki og sorgartíðindin bárust um lát Atla litla. Mann setur hljóðan og hugsar til þeirra sem sárast syrgja. Minninguna um lítinn fallegan dreng geymum við í hjarta okkar. Elsku Ásta og Haukur. Megi guð og allar góðar vættir vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Fjölskyldunni allri og öðrum að- standendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð geymi þig, litli vinur. Ásgerður, Högni, Gunnhildur og Ágústa. ATLI ÞÓR HAUKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.