Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 29 UMRÆÐAN STEFNT hefur verið að samein- ingu Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur (LB), við annan lífeyrissjóð, um nokkurt skeið. Stjórn LB setti sér nokkur meginmarkmið sem stefna bæri að með sameiningu. Að auka áhættudreifingu, ná betri ávöxtun til lengri tíma litið og að taka upp aldurstengda ávinnslu réttinda. Aukin áhættudreifing næst með því m.a. að tengjast landfræðilega fjarlægum sjóði sem hefur ólíka samsetn- ingu sjóðfélaga miðað við LB, bæði hvað varð- ar atvinnugreinar sem sjóðfélagar starfa við og aldurssamsetningu sjóðfélaganna. Stækk- un efnahags sjóðsins er mikilvægur þáttur varðandi samtryggingu sjóðfélaganna. Há- mörkun lífeyrisréttinda er svo það markmið sem allir lífeyrissjóðir hljóta auðvitað að stefna að. Sameining LB við tryggingadeild Frjálsa lífeyrissjóðsins (FL) þjónar vel þeim markmiðum sem stjórn LB hefur sett sér. Félagar í FL eru 22 þúsund og hef- ur fjölgað um 10 þúsund á síðustu þremur árum. Félagar í LB eru hins vegar fjögur þúsund. Þá eru inn- borguð iðgjöld í FL tífalt meiri en í LB. Ennþá er mjög lítið útstreymi í formi lífeyris úr FL, reyndar minna í krónum talið, en úr LB, þrátt fyrir mikinn stærðarmun á sjóðunum. Ástæðan er mismunandi aldursdreif- ing sjóðfélaga í sjóðunum tveimur. Staða LB krefst þess að réttindi sjóð- félaga verði færð niður og verður svo gert til að jafnræði sé með sjóð- félögum LB og Frjálsa við samein- inguna. Lífeyrisgreiðslur verða þó ekki lækkaðar að sinni þar sem þess er vænst að hagræði vegna samein- ingarinnar verði búið að bæta skerð- inguna innan fimm ára. Að öðrum kosti hefði skerðing lífeyrisgreiðslna þurft að koma til núna. Fjárfestingarstefnan lykilatriði ávöxtunar Ávöxtun sjóðsins er bein afleiðing af fjárfestingarstefnu hans. LB hefur á undanförnum árum verið með fjár- festingarstefnu, sem kalla má áhættufælna. Hún byggist á því að til- tölulega lítil áhætta er tekin í hlutabréfum og er markmiðið samtals 20% í innlendum og er- lendum hlutabréfum. Hverfandi líkur eru á að slík fjárfesting- arstefna geti leitt til neikvæðrar ávöxt- unar.Til samanburðar, hefur Frjálsi lífeyr- issjóðurinn fjárfesting- arstefnu sem hefur að markmiði að vera með 40% í inn- lendum og erlendum hlutabréfum. Hærra hlutfall hlutabréfa gefur væntingar um hærri ávöxtun til lengri tíma litið. Hins vegar má þá búast við meiri sveiflum í ávöxtun á milli ára. Sjóðfélagasamsetningin hefur mikil áhrif á þá áhættu sem sjóðstjórnin getur leyft sér að taka í fjárfestingarstefnunni. Sjóður með lágan meðalaldur er með mikið inn- streymi fjármagns samanborið við útstreymi, þar sem lítill fjöldi sjóð- félaga er farinn að taka við lífeyri. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið með góða ávöxtun á undanförnum ár- um, eða 15,9% nafnávöxtun und- anfarin 3 ár. Hrein eign FL til greiðslu lífeyris eykst verulega við sameininguna eða úr 7,1 milljarði í 10 milljarða sé miðað við síðustu ára- mót. Aldurstengd ávinnsla réttinda Sjóðfélagar í FL ávinna sér aldurs- tengd réttindi. Þannig vega inn- borguð iðgjöld yngra fólks mun þyngra í ávinnslu réttinda, en fólks sem farið er að nálgast lífeyristöku, sökum aldurs. Meðfylgjandi línurit sýnir þetta glöggt. En á línuritinu má einnig lesa hvernig ávinnslu er háttað hjá nokkr- um öðrum lífeyrissjóðum. Í öllum til- fellum er verið að reikna með að greidd sé inn jafnhá upphæð, (sam- tals framlag launþega og atvinnurek- anda, kr. 10.000). Línuritið sýnir hvers virði sú innborgun verður í líf- eyrisréttindum á ári, þegar kemur að töku lífeyris. Ekki fer á milli mála að Frjálsi líf- eyrissjóðurinn er mjög góður val- kostur, í samanburði við aðra lífeyr- issjóði, ef litið er til ávinnslu réttinda. Vegna aldurstengingar réttinda, hafa margir lífeyrissjóðir farið þá leið að leyfa „eldri“ sjóðfélögum að halda áfram jafnri ávinnslu réttinda, en það er yfirleitt hagkvæmt fyrir þá sem eru komnir yfir 42 ára aldur. LB ger- ir þetta með þeim hætti að „eldri“ sjóðfélagar sækja um uppfærslu rétt- inda, þar sem tekið er tillit til vænt- anlegrar framtíðarávinnslu réttinda í samanburði við aldurstengda ávinnslu. Útreiknaður mismunur er síðan notaður til að uppfæra réttindi viðkomandi. Eftir það eru allir sjóð- félagar LB, sem nú verða félagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum í aldurs- tengdri ávinnslu. Væri ekki um þessa leiðréttingu að ræða, þá hefði mátt ætla að „eldri“ sjóðfélagar bæru skarðan hlut frá borði. Svo er þó alls ekki, samanber framangreinda upp- færslu réttinda þeirra. Hagur yngri sjóðfélaga af aldurstengingu er aug- ljós, sé línuritið skoðað. Áframhaldandi starfsemi í Bolungarvík Lífeyrissjóður Bolungarvíkur hef- ur ætið haft litla yfirbyggingu. Fram- kvæmdastjóri sjóðsins til margra ára hefur verið Steinunn Annasdóttir og hefur hún gegnt því starfi í hluta- starfi. Sparisjóður Bolungarvíkur hefur gert þjónustusamning við Frjálsa lífeyrissjóðinn um þjónustu við sjóðfélaga og mun þjónusta við sjóðfélaga í Bolungarvík, fremur aukast en minnka. Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins hafa þannig ekki áhrif í atvinnulegu tilliti. Það er von stjórnar Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur að sameining sjóðsins við Frjálsa lífeyrissjóðinn sé heilla- spor í sögu sjóðsins og megi verða til þess að tryggja hag sjóðfélaga Líf- eyrissjóðs Bolungarvíkur sem allra best. Hámörkun lífeyris- réttinda og aukin áhættudreifing Elías Jónatansson fjallar um markmið með sameiningu Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur við annan lífeyrissjóð ’Að auka áhættudreif-ingu, ná betri ávöxtun til lengri tíma litið og að taka upp aldurstengda ávinnslu réttinda.‘ Elías Jónatansson Höfundur er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur. TÍMAMÓT eru í virkjunarsögu Ís- lands í dag þegar forseti Íslands leggur hornstein að stöðvarhúsi Kára- hnjúkavirkjunar, lang- stærstu vatnsaflsvirkj- unar sem reist hefur verið á Íslandi. Til að leysa þetta mikla verk- efni farsællega hafa margir lagt hönd á plóg, bæði innlendir og erlendir sérfræðingar og fyrirtæki, og grund- vallast sú vinna fyrst og síðast á þekkingu og kunnáttu þeirra sem þar hafa komið að mál- um. Við hjá HRV Eng- ineering viljum nota tækifærið á þessum tímamótum og óska Landsvirkjun til ham- ingju með þetta stór- virki því það er ekki sjálfgefið að lítið land eins og Ísland búi yfir þeirri hátækniþekk- ingu sem til þarf til að hanna og byggja mann- virki á borð við Kára- hnjúkavirkjun. Þegar Búrfells- virkjun, fyrsta stór- virkjun á Íslandi, var reist fyrir næstum fjór- um áratugum hófu Íslendingar að til- einka sér þá þekkingu í virkjanagerð sem erlendir verkfræðingar og verk- takar fluttu með sér. Þekkingaröflun Íslendinga í stóriðjumálum hélt áfram við byggingu álversins í Straumsvík, einkum við stækkun verksmiðjunnar um miðjan tíunda áratuginn. Þekkingu íslenskra tækni- manna á því sviði óx enn frekar fiskur um hrygg við byggingu Norðuráls fyrir rúmum áratug og er nú svo komið að íslenskir verk- og tækni- fræðingar geta sinnt öllum verk- efnum sem leysa þarf af hendi þegar álver eru hönnuð og byggð. Gott dæmi um það er að nýjasti áfangi ál- vers Norðuráls, sem tekinn var í notkun fyrr á þessu ári, var hannaður af Íslendingum og bygginga- framkvæmdirnar voru að mestu í höndum Ís- lendinga. Þá sinna ís- lenskir tæknimenn fjöl- mörgum vandasömum verkefnum við hönnun og byggingu álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði. Með stórframkvæmd- unum við Búrfell og í Straumsvík, sem vissu- lega voru umdeildar á sinni tíð, var lagður grunnur að þeirri tækni- þekkingu sem síðan hef- ur nýst til uppbyggingar íslensks atvinnulífs á öðrum sviðum. Við þessi verkefni, og önnur sem af þeim hafa leitt, hafa þúsundir íslenskra tæknimanna fengið at- vinnu. Sú kunnátta og þekking, sem Íslend- ingar búa nú yfir í virkj- anamálum, er fyrir all- mörgum árum orðin útflutningsvara. Sama á nú orðið við um þá há- tækniþekkingu sem til er orðin í landinu við hönnun og byggingu ál- vera. Það er bjargföst skoðun mín að án þessa reynslubrunns, sem virkjana- og ál- versframkvæmdirnar hafa verið, væri verk- og tæknimenntun hér á landi á lægra stigi en raunin er, sam- félagið allt væri mun einsleitara og lífskjör almennings í landinu öllu mun lakari en nú er. Hornsteinn íslenskrar tækniþekkingar Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar í tilefni þess að hornsteinn er lagður í dag að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar Eyjólfur Árni Rafnsson ’… án þessareynslubrunns, sem virkjana- og álversfram- kvæmdirnar hafa verið, væri verk- og tækni- menntun hér á landi á lægra stigi en raunin er …‘ Höfundur er framkvæmdastjóri HRV Engineering, verkfræði- þjónustu í eigu Hönnunar, Rafhönnunar og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. TÍMI TIL AÐ AUKA LÍFSGÆÐI Í BORGINNI, FJÖLGA ÍBÚUM OG STÓRAUKA FRAMBOÐ LÓÐA Skipulagsstefna Sjálfstæðisflokksins og önnur stefnumál á betriborg.is LAUGARDAGINN 13. maí hefur undirbúningsnefnd á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í staf- göngu ákveðið að halda stafgöngudag. Eins og nafnið bendir til er stafganga ganga með sérhannaða stafi og hentar hún fólki á öllum aldri og óháð líkamlegu ástandi. Markmiðið með staf- göngudegi er að kynna íþróttina fyr- ir almenningi og hvetja til aukinnar hreyfingar og útiveru, sem um leið eykur vellíðan líkama og sálar. Stafganga (Nordic Walking) er upprunnin í Finnlandi en eftir miðja síðustu öld var byrjað að nota staf- göngu sem þjálfunaraðferð fyrir gönguskíðamenn þar í landi. Fólst þjálfunin í því að ganga sumarlangt með stafi til að halda sér í góðu líkamlegu formi á milli keppn- istímabila. Það var svo ekki fyrr en árið 1997 sem farið var að kynna og markaðssetja staf- göngu í Finnlandi. Upp frá því hefur hún farið sem eldur í sinu um hinar Norð- urlandaþjóðirnar og norðanverða Evrópu, auk þess sem hún hefur verið að ná fótfestu í Ameríku og Asíu. Hér á landi er íþróttin ung en það eru ein- ungis rúm þrjú ár frá því að staf- ganga var fyrst kynnt hér og var það gert í tengslum við kvennahlaupið í Garðabæ. En eins og við var að búast hafa Ís- lendingar tekið þessari skemmtilegu íþrótt afar vel og hefur hún átt sí- auknum vinsældum að fagna hér á landi, enda áhrifarík aðferð til lík- amsþjálfunar og brennslu. Umfram venjulega göngu má lýsa áhrifum stafgöngu á eftirfar- andi hátt.  Virkjar og styrkir vöðva efri hluta líkamans 40%  Eykur brennslu um 20%  Þjálfun mikilvægasta vöðva líkamans, hjartans, eykur hjartslátt um 16%  Súrefnisupptaka eykst um 46%  Stafganga er notuð í end- urhæfingu fyrir fólk sem er að ná sér eftir meiðsl og eins þykir hún góð fyrir gigtar-, hjarta- og lungna- sjúklinga sem meðferðarúrræði  Góð fyrir einstaklinga yfir kjörþyngd, stafirnir taka álagið af stoðkerfi líkamans s.s mjöðmum, hnjám og ökklum Af þessari upptalningu minni á ágæti stafgöngu ætti að vera ljóst að þessi íþrótt ætti að geta hentað vel flestu fólki. Það er fjöldinn allur af fólki sem ekki getur hugsað sér að fara og stunda líkamsrækt innan dyra. Stafganga er svarið fyrir það fólk. Það er gleðilegt að Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands skuli veita þessari skemmtilegu íþrótt þá at- hygli að halda stafgöngudag og bjóða almenningi upp á ókeypis kynningu á íþróttinni. Hvet ég alla sem eiga þess kost að koma í Laug- ardalinn og kynna sér stafgöngu á morgun, laugardaginn 13. maí. Hægt er að kynna sér stafgöngu á vefnum www.stafganga.is eða www.olympic.is. Stafgöngudagurinn á morgun Guðný Aradóttir fjallar um stafgöngu sem þjálfunaraðferð ’Það er gleðilegt aðÍþrótta- og ólympíusam- band Íslands skuli veita þessari skemmtilegu íþrótt þá athygli að halda stafgöngudag og bjóða almenningi upp á ókeypis kynningu á íþróttinni.‘ Guðný Aradóttir Höfundur er stafgönguþjálfari og er í undirbúningsnefnd fyrir stafgöngudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.