Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRÖFÐUST VOPNAHLÉS Á sjötta hundrað manna mótmælti aðgerðaleysi Bandaríkjamanna í átökum Ísraelsmanna og Hizbollah fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í gær. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fagnaði því að íslensk stjórnvöld hefðu bæst í hóp þeirra sem vildu tafarlaust vopnahlé. Háskaakstur bifhjólamanna Lögreglan tók fjóra bifhjólamenn á mjög miklum hraða á fimmtudags- kvöld og aðfaranótt föstudags. Einn þeirra mældist á 200 kílómetra hraða á klukkustund en hann reyndi að komast undan lögreglu. Félagi hans komst undan en lögreglan rannsakar málið. Á fimmtudags- kvöldið var haldinn baráttufundur fyrir bættri umferðarmenningu bif- hjólamanna. Vill fjölþjóðlegt herlið George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að senda þyrfti fjölþjóðlegt herlið sem fyrst til Líb- anons. Jan Egeland, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna, hvatti til þess að komið yrði á þriggja daga vopnahléi til að hægt yrði að koma nauðstöddum Líbönum til hjálpar. Hann sagði að yfir 600 al- mennir borgarar hefðu látið lífið í árásum Ísraela, þar af um 200 börn. Féllu frá kaupum á þotum Embættismenn í Venesúela full- yrða að þarlend stjórnvöld hafi verið þvinguð til að falla frá kaupum á tíu herþotum frá Spáni vegna afskipta stjórnvalda í Washington sem hafa bannað sölu á vopnum til Venesúela. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur samið við Rússa um kaup á rússneskum herþotum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 40 Fréttaskýring 8 Kirkjustarf 48 Akureyri 24 Minningar 41/47 Erlent 18/19 Myndasögur 52 Minn staður 22 Dagbók 52/55 Suðurnes 23 Víkverji 52 Akureyri 24 Velvakandi 53 Árborg 25 Staður og stund 54 Daglegt líf 26/29 Bíó 58/61 Menning 30/31 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Staksteinar 63 Umræðan 34/40 Veður 63 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                     GLATT var á hjalla þegar Sér- sveitin hélt sína árlegu sumarhátíð við Hlíðaskóla í gær. Sérsveitin er sérúrræði sem rekið er af Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur fyr- ir fólk með fötlun. Í sumar hafa um 140 börn og unglingar á aldr- inum 6–20 ára tekið þátt í starfi á vegum Sérsveitarinnar á sex stöð- um í borginni. Yngstu börnunum var boðið upp á hefðbundið leikja- námskeið. Einnig var starfrækt sérstakt leikjanámskeið sérsniðið að börnum með einhverfu. Unglingum á aldrinum 13–20 ára var boðið að kynnast atvinnulífinu og spreyta sig við hin ýmsu störf, þeirra á meðal hefðbundin garð- yrkjustörf á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur, auk þess að fara í ferðir og njóta sumarsins á skemmtilegan hátt. Meginmark- mið Sérsveitarinnar er að styðja hinn fatlaða til sjálfstæðis, sem einstaklinga og í samskiptum við aðra. Í starfi Sérsveitarinnar er lögð áhersla á eflingu sjálfstrausts, eflingu sjálfstæðis og eflingu sam- kenndar með öðrum. Að mati skipuleggjenda starfsins í sumar tókst það með eindæmum vel og því sérlega ánægjulegt að fagna velgengni starfsins með sum- arhátíð sem opin var öllum þátt- takendum, foreldrum og velunn- urum. Morgunblaðið/Jim Smart Pappakórónur og blöðrur voru áberandi í skrúðgöngu Sérsveitarinnar úr Vesturhlíð að Hlíðaskóla þar sem skemmtidagskrá sumarhátíðarinnar var haldin. Sumir þátttakendur höfðu klætt sig upp sem Spiderman. Sumarhátíð Sérsveitarinnar ÁRNI Mathiesen fjármálaráð- herra hyggst leggja fram frumvarp þegar þing kemur saman í haust, til að leiðrétta þær skerðingar sem orðið hafa á greiddum vaxtabótum í ár. Vaxtabætur vegna tekna 2005 lækka um 700 milljónir og 10 þúsund færri einstak- lingar fá vaxtabætur en í fyrra, en þetta er einkum rakið til hækkunar fasteignaverðs um 35% og hærri tekna ein- staklinga. Árni segir að enn eigi eftir að útfæra nánar hvernig staðið verði að málum, en fólk sem varð fyrir skerðingu vaxtabóta megi eiga von á að fá hana leiðrétta að fullu. „En við eigum eftir að greina þetta örlítið betur,“ segir Árni. Hann segir að frá því í vor hafi menn grunað að til skerðinga kæmi á vaxtabótum en „það vissi enginn hversu mikið það yrði. Reyndar er þetta nú minna heldur en margir höfðu talað um,“ seg- ir Árni. „Það var eiginlega útilokað að gera nokkrar breytingar á þessu fyrr en þetta lá fyrir með álagningunni,“ bætir hann við. Spurður um hvort endurgreiðslan verði greidd með dráttarvöxtum, segir Árni ekki enn búið að taka ákvarðanir um slíkt. „Við ætlum að gera þetta á eins sanngjarnan hátt og mögulegt er,“ segir hann. Frumvarp til að leiðrétta skerðingar vaxtabóta lagt fram á haustþingi 10 þúsund færri einstak- lingar fá vaxtabætur Árni Mathiesen VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra skrifaði í gær Tzipi Livni, utanríkisráð- herra Ísraels, bréf þar sem hún lýsir áhyggjum af ástand- inu í Líbanon. Í bréfinu segir Valgerður ís- lensk yfirvöld þeirrar skoðun- ar að koma eigi á vopnahléi í Líbanon án tafar og hætta eyðileggingu þar. Þá segir Valgerður Íslendinga, líkt og mörg önnur aðild- arríki Sameinuðu þjóðanna, afar slegna yfir árás Ísraela á eftirlitsmenn SÞ í Líbanon. Mörg hundruð þúsund manns líða þjáningar og átökin breiðast út „Ísland, sem er gömul vinaþjóð Ísraels, gerir sér grein fyrir því að staða málsins er flókin og að brýnt er að Ísraelar geti varið sig. Sú eyði- legging sem átt hefur sér stað í Líbanon, þær þjáningar sem mörg hundruð þúsund óbreyttir borgarar hafa mátt líða og stigmögnun og út- breiðsla átakanna gerir hins vegar að verkum að ég hvet Ísraela til að leita leiða svo stöðva megi átökin tafarlaust,“ segir ennfremur í bréfi Val- gerðar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðu- neytinu studdi Ísland yfirlýsingu Evrópusam- bandsins, sem flutt var 21. júlí sl. á vettvangi ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Líbanon, þar sem lýst var yfir þungum áhyggj- um yfir versnandi stöðu mála í Líbanon. Valgerður Sverrisdóttir ritar utanríkisráðherra Ísraels bréf Valgerður Sverrisdóttir Vopnahléi verði komið á án tafar EKIÐ var á unga ferðakonu á reið- hjóli í Ártúnsbrekku í gær með þeim afleiðingum að hún féll af hjólinu og rotaðist. Betur fór en á horfðist og slasaðist hún ekki alvar- lega, en læknir á slysadeild Land- spítalans segir að hjálmurinn hafi mölvast og því sé deginum ljósara að þetta öryggistæki hafi tekið af höggið sem höfuð konunnar hefði annars orðið fyrir. Læknirinn gat þess einnig að mesta furða væri að ekki hefðu fleiri erlendir hjólreiðamenn slas- ast en raun bar vitni, enda væru ökumenn úti á vegum allt annað en tillitssamir við þá. Reiðhjólahjálm- urinn bjargaði SEXTÁN ára stúlka slasaðist tölu- vert í fyrrinótt er ökumaður bíls sem hún var farþegi í missti stjórn á bíln- um í hringtorginu við Melatorg. Bíll- inn, sem er talinn hafa verið á tölu- verðri ferð, hafnaði í trjálundi við torgið. Stúlkan sat beltislaus í aft- ursæti bílsins en ekkert farþegasæti var fyrir framan hana að sögn lög- reglu og hafnaði stúlkan á mæla- borði bílsins. Ökumaður bílsins hlaut minniháttar meiðsl. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans var stúlk- an lögð inn á spítalann. Kastaðist á mælaborð í fram- sætislausum bíl MANNLAUS þjónustubátur fyrir fiskeldi HG í Ísafjarðardjúpi sökk í fyrrinótt þegar verið var að draga hann vestur á firði frá Reykjavík- urhöfn. Til stóð að togarinn Stefnir, sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar, kæmi með bátinn í gær en síðan sökk þjónustubáturinn óforvarandis og tógið slitnaði. Óhappið átti sér stað úti af Faxa- flóa. Að sögn Sverris Péturssonar, útgerðarstjóra HG, er ekkert vitað að svo stöddu um hvernig þetta kom til. „Það var í sjálfu sér ekkert hægt að gera þegar báturinn byrj- aði að sökkva,“ segir Sverrir. „Það er verið að rannsaka þetta mál og allar bollaleggingar um hvernig þetta gerðist eru bara getgátur.“ Sökk í togi á Faxaflóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.