Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 35 UMRÆÐAN AF UMRÆÐU síðustu daga er undarlegt að sjá hvernig spjótum er beint að íslenskum landbúnaði enn einu sinni. Hér er einkum á ferðinni fólk sem telur og heldur það virki- lega að með inngöngu í Evrópusambandið verði öll vandamál landsins leyst í Bruss- el. Það er mikil skammsýni og ekki metnaðarfullt fyrir sjálfstæða þjóð. Að halda því fram að þau 4–6% af útgjöldum heimilanna sem fara í kaup á innlendum mat- vælum séu að sliga þau, er langsótt hug- mynd svo að ekki sé meira sagt, ekki síst þegar hugað er að því hvað er í húfi. Í húfi er nefnilega byggð um landið allt. Halda menn að það sé áhugavert fyrir ferðamenn, íslenska og er- lenda, að ferðast um eyðieyju þar sem allir búa í þéttbýli og enginn ræktar landið sem er jú sameiginleg auðlind, sem bændur þjóna, vernda, yrkja og þar sem þeir framleiða afar sérstakar landbúnaðarafurðir sem hafa algera sérstöðu í heiminum. Lamb er ekki bara lamb og mjólk er ekki bara mjólk. Íslenskt búfé er af stofnum sem finnast ekki annars staðar og okkur ber því skylda til að vernda og varðveita. Það er nefnilega svo að íslensku kýrnar eru einstakar og íslenska sauðféð líka. Þessir bú- fjárstofnar hafa vakið athygli víða um heim og nú greiða til dæmis kröfuharðir neytendur í Bandaríkjunum tvisv- ar til þrisvar sinnum hærra verð fyrir ís- lenskar afurðir heldur en Íslendingar sjálfir. Það er ekki létt verk að stunda landbúnað norður við heimskautsbaug. Það er heldur ekki ódýrt, hvergi í heim- inum, að framleiða matvæli á hrein- an og náttúrulegan hátt án að- skotaefna, hvað þá á Íslandi. Í dag eru neytendur um allan heim að gera auknar kröfur um gæði mat- væla og eru um leið reiðubúnir til að greiða sanngjarnt verð fyrir þannig matvæli. Maðurinn er það sem hann borðar. Hollur matur er því ein mik- ilvægasta forvörnin sem mann- skepnan býr yfir. Hvað er átt við með hollum mat og óhollum? Hvers vegna verður fólk of feitt, hvers vegna fær fólk nú í meira mæli en nokkru sinni í sögunni ofnæmi fyrir matvælum? Hver er orsök svokall- aðra nútímasjúkdóma? Verð á inn- lendum landbúnaðaafurðum er ekki það sem er að sliga heimili lands- manna. Það sjá menn ef þeir eru sanngjarnir og horfa á heildarmynd- ina og framtíðina en stjórnast ekki af augnabliks græðgi. Ísland er ekki eina þjóðin sem styður landbúnað sinn. Það gera allar hugsandi þjóðir meira og minna. Langflestar þjóðir heims beita margvíslegum aðferðum til að vernda landbúnað sinn og því meira sem þær eru efnaðri. Það er gert með verndartollum, við- skiptahömlum hvers konar og alls kyns undarlegum aðferðum sem ekki einu sinni okkur hefur dottið í hug. Við erum ekki eina þjóðin í heiminum sem gerir sér grein fyrir mikilvægi landbúnaðar síns, einnig sem þáttar í öryggi sínu. Fyrir störf sín eiga bændur miklar þakkir skild- ar, þjóðin á að slá skjaldborg um landbúnað sinn og vera stolt af hon- um. Í honum felst meðal annars sér- staða landsins. Þá má ekki gleyma því að bændur eru vörslumenn landsins alls þar sem stærstur hluti menningararfs þjóðarinnar á upp- runa sinn, þeir vinna óeigingjörn störf og hafa valið sér þann lífsstíl að búa í sveit. Ekki er það hagn- aðarvonin sem heldur þeim í sveit- inni. Á síðustu misserum hefur ný kynslóð Íslendinga aukið hróður landsins á mörgum sviðum og úti um allan heim. Það er glæsilegt að sjá hvað fjölbreytni atvinnulífsins hefur vaxið og dafnað. Þetta fólk hefur fengið tækifæri til að ferðast um heiminn og aflað sér menntunar og þekkingar. Það býr yfir dirfsku, þreki og þori til að takast á við spennandi verkefni á alþjóðavett- vangi og stendur sig vel. Heimurinn fyrir þessu fólki hefur minnkað, hann er allur eitt markaðssvæði. Þrátt fyrir það hefur langflest af út- rásarfólkinu búið sér heimili á Ís- landi. Það er auðvitað vegna þess að við eigum okkar sérstöðu sem er dýrmæt í víðtækasta skilningi þess orðs. Þetta fólk er stolt af því að bjóða erlendum vinum sínum upp á ís- lenskan mat, sem hluta af þeirri sér- stöðu sem hann býr yfir. Það er ekki í hverju landi sem fólk fær ferskan fisk dagsins í veitingahúsum. Skyr úr íslenskri mjólk fæst hvergi í veit- ingahúsum né verslunum í Evrópu en er að festa sig í sessi í Ameríku. Íslenska lambakjötið er þegar orðið þekkt fyrir sín sérstæðu gæði. Allt þetta er stór hluti af sérstöðu okkar sem okkur ber að vernda og viðhalda fyrir komandi kynslóðir og umheim- inn allan. Það er okkar hlutverk sem viljum landinu okkar það besta. Um leið og við nýtum svo náttúrulegar auðlindir okkar á sem skynsamleg- astan hátt. Bændur og sjómenn eru horn- steinar þeirrar velgengni sem landið og þjóðin býr við í dag. Það voru bændur sem ræktuðu landið sem við lifum af og sjómenn sem sköpuðu þær tekjur sem hafa svo gert Ísland að hinu stórbrotna efnahagsundri sem það nú er. Þessu megum við aldrei gleyma. Við erum öll börn náttúrunnar. Hvað sem öðru líður þá er það náttúran sem heldur í okkur lífinu, hefur veitt okkur það sem við byggjum á og verður ávallt á sínum stað hvort sem peningaseðlarnir verða fleiri eða færri. Íslensk matvæli, munaður og forréttindi þjóðarinnar Baldvin Jónsson segir byggð um landið allt í húfi ’Að halda því fram aðþau 4–6% af útgjöldum heimilanna sem fara í kaup á innlendum mat- vælum séu að sliga þau, er langsótt hugmynd … ‘ Baldvin Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri Áforms sem unnið hefur að markaðs- setningu íslenskra matvæla. Hvað Hrafnistu varðar fara end- urgreiðslur á virðisaukaskatti eftir sömu reglum og gilda fyrir opinber- ar stofnanir og eru eftirfarandi:  Vinnu ráðgjafa, þ.e. „skal end- urgreiða… og stofnunum þeirra virðisaukaskatt sem þau greiða við kaup á þjónustu verkfræð- inga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endur- skoðenda og annarra sérfræð- inga er almennt þjóna atvinnulíf- inu og lokið hafa háskólanámi eða sambærilegu langskólanámi eða starfa sannanlega á sviði fyrr- greindra aðila og veita sambæri- lega þjónustu“.  Aðkeypta ræstingu.  Snjómokstur.  Sorphreinsun. Ég get hinsvegar glatt formann Nýsis með því að hann er ekki sá eini sem sér ofsjónum yfir þessum „miklu“ skattívilnunum til handa Hrafnistu. Ekki eru stórframkvæmdir í byggingu hjúkrunarheimila, lítið um aðkeypta ræstingu og sem betur fer snjóléttir vetrarmánuðir að mestu. Og þessum skatthlunnindum vildi Hrafnista sleppa ef það leiddi til samnings milli Hrafnistu og heil- brigðisráðuneytis sama efnis og í gildi er á milli Nýsis (Sóltúns) og ráðuneytisins. Höfundur er stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og Hrafnistuheimilanna. ÉG GET ekki látið hjá líða að stinga niður penna og fjalla um bylt- inguna í Fjarðabyggð nú þegar Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri í Fjarðabyggð hefur kosið að láta af störf- um. Það má segja um þá ákvörðun hans eins og oft er sagt um íþrótta- menn að hann hættir svo sannarlega á „toppnum“. Mér er enn í fersku minni ástandið á Reyð- arfirði þegar við hjá BM Vallá ákváðum að veðja á framtíðina í Fjarðabyggð og setja upp fram- leiðslustarfsemi þar árið 2003. Á þess- um tíma var Reyðarfjörður deyjandi samfélag, fasteignir fólks voru óselj- anlegar og þar með verðlausar. Íbúar gátu því aðeins flutt á brott að þeir skildu húsin eftir og tækju skuldirnar með sér. Við þær aðstæður voru menn hættir að halda húsum sín- um við eða eins og einn starfsmaður okkar á Reyðarfirði sagði eitt sinn við mig: „Í bankanum og sparisjóðnum er hlegið að okkur ef við biðjum um lán til að lagfæra húsið okkar“ og beinlín- is spurt „hvort að við séum ekki með öllum mjalla“. Þótt ég hafi ýmsa fjör- una sopið og upplifað samdrátt og kreppu á höfuðborgarsvæðinu á langri starfsævi, hafði ég aldrei upplifað ástand sem þetta, átthagafjötr- ana sem voru fólgnir í því að fólk átti ekki lengur hið frjálsa val um að vera eða fara, þetta frelsi sem öllum hér á höfuðborg- arsvæðinu þykir sjálf- sagt og sjálfgefið. Svo kom byltingin Þegar síðan svo skipaðist að stóra ákvörðunin kom um byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði byrjuðu hlutirnir að snúast til betri vegar, í fyrstu hægt, íbúar voru varfærnir og haldnir vantrú í fyrstu. Má treysta því að þetta gangi eftir? Verður ef til vill hætt við? Á þessu svæði voru menn ekki að ganga í gegnum umræðuna í fyrsta sinn, minnugir langrar og ár- angurslausrar umræðu um kís- ilmálmverksmiðju á dögum Hjörleifs og síðar álumræðu við Norsk Hydro. Segja má að fyrst þá að skóflu- stungan var tekin í júlí 2004 kom trú- in á framtíðina, þetta var þá veruleiki, sögðu menn, já, það var málið. Bylt- ingin var byrjuð í Fjarðabyggð. Á örfáum mánuðum kviknaði sterk eftirspurn verktaka eftir lóðum undir íbúða- og atvinnuhúsnæði. Fjarða- byggð var skyndilega komin á flug. Allt iðaði af lífi og framkvæmdagleði og nú fjórum árum síðar gefur að líta byggð á mikilli framfarabraut með bjarta framtíð. Mikil fjárfesting og uppbygging sveitarfélagsins í þjónustu við íbúana hefur átt sér stað. Sundlaug og barnaskóli hafa verið stækkuð á Reyðarfirði, nýtt yfirbyggt íþrótta- hús hefur sömuleiðis risið þar. Ný sundlaug byggð á Eskifirði. Sundlaug og íþróttamannvirki á Norðfirði stækkuð og endurbyggð. Leikskólar og dagheimili verið reist svo eitthvað sé nefnt. Á Reyðarfirði rís nú ein af stærstu höfnum landsins sem valda mun bylt- ingu í vöruflutningum á Austurlandi. Í samtali sem ég átti við Tómas Sigurðsson forstjóra Farðaáls nýlega kom fram að 1.500 Íslendingar hafa sótt um framtíðarstörf hjá Fjarðaáli. Trúin á framtíðina í Fjarðabyggð heldur því áfram að vera sterk. Guðmundur Bjarnason ásamt með samstarfsmönnum sínum í Fjarða- byggð og bæjarstjórnarmenn allir hafa ástæðu til að vera stoltir af bylt- ingunni sem þeir stóðu fyrir. Þessi bylting er sannkölluð framfarabylt- ing sem hefur fært íbúum Fjarða- byggðar á ný frelsið til að velja sér búsetu. Fasteignir seljast á ný á markaðsverði sem svarar fram- leiðslukostnaði og betur. Flestir nýta frelsið til að vera um kyrrt. Munurinn er sá einn að fyrir „bylt- inguna“ var fólk í fjötrum, nú velur það heimabyggð sína af fúsum og frjálsum vilja. Svona byggðastefnu vantar á fleiri stöðum. Bæjarstjóri „byltingarinnar“ lætur af störfum Víglundur Þorsteinsson skrifar um framfarabyltingu Víglundur Þorsteinsson ’Segja má að fyrst þá aðskóflustungan var tekin í júlí 2004 kom trúin á framtíðina, þetta var þá veruleiki, sögðu menn, já, það var málið.‘ Höfundur er stjórnarformaður BM Vallár ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.