Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ATHYGLINNI hefur verið beint að matarverði sem sérstöku vanda- máli. Á dögunum kom út skýrsla sem formaður nefndar nokkurrar tók saman, en nefndin hafði fengið það hlutverk að skoða helstu ástæður „hás matvælaverðs á Ís- landi og gera tillögur um að færa mat- vælaverð nær því sem gengur og gerist í ná- grannaríkjunum“ eins og segir í inngang- inum. Undanfarna mánuði hafa stjórnvöld keppst við að draga úr þensl- unni í þjóðfélaginu og einkum horft til þess að minnka einkaneysl- una með því að hækka raunvexti af skuldum heimilanna. Vaxtahækkunin og lækkun láns- hlutfalls íbúðalána hækkar mán- aðarlegu útgjöldin og minnkar þannig ráðstöfunartekjurnar. Það skýtur skökku við að boða nú tillögur til þess að auka ráðstöf- unartekjurnar aftur með því að lækka opinberar álögur á matvæli og drykkjarvörur. Skilaboðin sem almenningur les út úr þessu eru að framundan er nýtt svigrúm til neyslu sem hlýtur að vinna gegn efnahagslegum áhrifum vaxta- hækkunarinnar. Varla er það sér- stakt keppikefli stjórnvalda að færa útgjöld heimilanna frá matvælum til fjár- magnskostnaðar. Hagnaður viðskipta- bankanna var á síð- asta ári um 117 millj- arðar króna og þarf einhverju við hann að bæta? Það er svo annað mál að vissulega er matvælaverðið hátt, en hafa verður í huga að verð á markaði ræðst af kaupgetunni fremur en framleiðslukostnaði. Þótt hið opinbera lækki skatta og gjöld af matvælum og jafnvel opni fyrir innflutning í auknum mæli er engin vissa fyrir því að það leiði til lækkunar á verði til neytenda í sama mæli. Í markaðshagkerfinu er keppikefli seljandans að hagnast sem mest en ekki að selja á lágu verði. Eðlilegt er að miða við verðlag í löndum með sambærilegan kaup- mátt. Matvælaverð hérlendis er sama og í Noregi, um 11% hærra en í Danmörku og um 26–27% hærra en í Svíþjóð og Finnlandi. Þetta þarf að hafa í huga þegar sett eru markmið um verðlag á matvælum hérlendis. Tillögurnar í skýrslunni eru um afnám vörugjalds, niðurfellingu til- tekinna tolla og lækkun virð- isaukaskatts og er áætlað að þær lækki matvöruverð um 7,5% eða um 50 þúsund krónur á ári hjá með- alheimili. Staðreyndin er sú að hlut- ur matvöru í útgjöldum heimilanna hefur farið minnkandi mörg und- anfarin ár og samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands er hann nú 14,4%. Aðrir liðir svo sem hús- næði, hiti og rafmagn og ferðir og flutningar eru miklu hærri og fer hartnær þrisvar sinnum hærri fjár- hæð árlega til þeirra þarfa en mat- væla. Þótt ég vilji ekki gera lítið úr því að auka ráðstöfunartekjur með- alfjölskyldu um 4.000 kr. á mánuði, sem tillögurnar fela í sér, þá verð- ur að benda á að fjármagnskostn- aður hefur miklu meiri áhrif á fjár- hag heimilanna. Skuldir þeirra hafa vaxið um ríflega 300 milljarða króna á aðeins tveimur árum og voru um síðustu áramót tæplega 1.100 milljarðar króna. Hækkun raunvaxta íbúðalána að undanförnu um tæplega 1% kostar sitt. Sem dæmi má nefna að kostn- aður við 15,9 m.kr. lán hækkaði úr 16,7 m.kr. í 20,1 m.kr. við hækkun vaxta úr 4,15% í 4,85%. Hækkun er um 3,4 milljónir króna eða um 20%. Mánaðarlegar greiðslur hækkuðu um rúmar 7.000 krónur á hverjum mánuði næstu 40 árin. Síðan hafa vextirnir hækkað enn frekar. Ofan á þessa miklu hækkun vaxta undanfarna mánuði bætist að raunvextir á Íslandi eru sér- staklega háir í alþjóðlegum sam- anburði. „Dýrast að taka húsnæð- islán á Íslandi“ var fyrirsögn á frétt í Morgunblaðinu 17. nóv- ember í fyrra og lýsti niðurstöðu skýrslu sem neytendasamtökin létu vinna í samvinnu við neytenda- samtök í 9 öðrum Evrópuríkjum. „Vextir hér eru þeir hæstu á því svæði sem könnunin nær til. Raun- vextir eru að jafnaði frá 2 og upp í tæplega 5 prósentustigum hærri en í hinum Evrópulöndunum. Að auki er kostnaður við greiðslu afborg- ana mun hærri og uppgreiðslugjald er yfirleitt hærra“ segir í fréttinni og er vitnað beint í tilkynningu Neytendasamtakanna. Kostnaður heimilanna af háu verði lánsfjár á Íslandi er miklu meiri en af matarverðinu. Ætla má að umfram fjármagnskostnaðurinn sé um 200–500 þúsund krónur á hverju ári fyrir hvert heimili að meðaltali miðað við tölur um heild- arskuldsetningu íslensku heim- ilanna. Það er miklu meira hags- munamál fyrir almenning að taka fjármálamarkaðinn í gegn og lækka kostnað neytenda af við- skiptum við hann. Hvenær mun forsætisráðherra skipa nefnd um helstu orsakaþætti fyrir háum fjármagnskostnaði á Ís- landi og óska eftir tillögum um leiðir til þess að lækka hann? Fjár- magnskostnaðurinn er stóra málið. Aðalsteinn Valdimarsson á Strandseljum yrkir svo um vega- málin: Mjóir vegir þykja þrautir og því er aldrei nóg að gert hjer að leggja breiðar brautir beina leið – þið vitið hvert. Fjármagnskostnaðurinn er stóra málið Kristinn H. Gunnarsson skrifar um fjármagnskostnað ’Það er miklu meirahagsmunamál fyrir al- menning að taka fjár- málamarkaðinn í gegn og lækka kostnað neytenda af viðskiptum við hann.‘ Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Í JÚNÍMÁNUÐI sl. gáfu Samtök atvinnulífsins út rit um heilbrigðan einkarekstur í íslenskri heilbrigð- isþjónustu. Rit þetta er um margt áhugavert en ljóst og leynt er kast- ljósinu beint að arðsemiskröfu í heil- brigðisþjónustunni hvar fjármála- og stór- eignamenn vilja nú komast að og segja „nú getum við“. Í upphafi viðtals við Stefán Þórarinsson, stjórnarformann Nýs- is, sem sér um rekstur Sóltúns, segir hann: „Það eru tækifæri til umbóta nánast alls staðar í íslenskri heil- brigðisþjónustu með auknum einkarekstri.“ Og stjórnarformaður Nýsis er spurður „en hversvegna að nýta einkarekstur frekar en opinberan rekstur? Hvaða gagn má hafa að einkaaðilum við veitingu opinberrar þjónustu?“ Í fyrsta lagi er það rekstrarhugsunin sem þeir búa yfir, þ.e. að horfa á mál- in sem rekstur með tekjum og gjöld- um en ekki eingöngu sem þjón- ustuveitingu. Eitthvert ráð sem enga ábyrgð ber Í fyrrnefndu viðtali fer stjórn- arformaður Nýsis ekki leynt með óbeit sína á sjálfseign- arstofnunum sem veita þjónustu við aldraða og sveitarstjórnarmenn fá það einnig óþvegið. Því sameiginlega þvælast þessir aðilar fyrir há- leitum markmiðum arðsemissjónarmiða Nýsis hvar markaðs- sjónarmiðum skal beint að fjölgandi öldruðum Íslendingum. Lítið læt- ur stjórnarformaður Nýsis yfir Sjó- mannadagsráði og seg- ir í viðtalinu: „Sjálf- eignarstofnanaformið byggði á því að öflugir einstaklingar bundust samtökum hér fyrr á árum til að bregðast við vanmætti samfélagsins til að leysa mál eins og öldrunarþjón- ustu. Dæmi um þetta er Sjó- mannadagsráð sem kom á fót Hrafn- istu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Nú er þetta orðin mjög umfangsmikil starfsemi en í höndum einhvers ráðs sem enga ábyrgð ber. Vandséð er að þar sé í raun gætt fyllsta lýðræðis og uppbygging starf- seminnar uppfylli skilyrði um gegn- sæjan rekstur. Að minnsta kosti virðast menn geta stýrt þessu ráði áratugum saman án þess að keppt sé við þá um starfið.“ „Eitthvert ráð“ sem á og rekur Hrafnistuheimilin Sjómannadagsráð var stofnað 1937 af öllum stéttarfélögum sjó- manna í Reykjavík og Hafnarfirði og stóðu að fyrstu Sjómannadagshá- tíðahöldum 1938. Árið 1939 var ákveðið að eitt meginmarkmiða væri að byggja vist- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða sjómenn. 1957 er starf- semi Hrafnistu í Reykjavík hafin, en starfsemi Hrafnistu í Hafnarfirði 1977. Sjómannadagsráð er skipað 34 fulltrúum sem stéttarfélög sjómanna kjósa í samræmi við lög Sjó- mannadagsráðs og á aðalfundi sem haldinn er í apríl–maí ár hvert er kosið í 5 manna stjórn til þriggja ára. Fjárhagsleg staða stéttarfélaganna eða fulltrúa þeirra ráða engu um at- kvæðavægi fyrrnefndra 34 fulltrúa, hver þeirra fer með 1 atkvæði. Nokkuð auðséð lýðræði sem vandséð er hjá stjórnarformanni Nýsis, kannski vegna peningalegrar glýju í augum. Hvort starfsemi Hrafnistuheim- ilanna og Sjómannadagsráðs uppfylli skilyrði um gegnsæjan rekstur dreg- ur formaður Nýsis í efa. Honum er velkomið að koma í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík og skoða end- urskoðunarskýrslu Pricewaterhouse Coopers um rekstur Hrafnistuheim- ilanna vegna rekstrarársins 2005 sem send var til Ríkisendurskoðunar 28. júní sl. Væntanlega Stefán, munt þú sýna mér gagnsæjan ársreikning Sóltúna vegna rekstrarársins 2005? En hvað ertu að fara þegar þú efast um gagn- sæjan rekstrarreikning Hrafnistu- heimilanna og segir í viðtalinu að þú hafir unnið hjá því opinbera og unnið að úttektum á mörgum opinberum stofnunum? Standa sjálfseignarstofnanir í vegi fyrir heilbrigðum markaði? Víða kemur formaður Nýsis við og segir: „Þessi vanmáttur sem ég kalla svo hér á árum áður leiddi til þess að til viðbótar við greiðslur frá hinu op- inbera fyrir þjónustu við aldraða var farið að gefa alls konar undanþágur frá opinberum gjöldum og skyldum til að létta til með rekstrinum auk þess sem veitt var leyfi til að reka happdrætti og fá styrki úr alls konar sjóðum til starfseminnar. Slíkar und- anþágur, styrkir og sporslur fást að sjálfsögðu ekki fyrir hlutafélög og því standa sjálfseignarstofnanirnar eins og þær eru nú í vegi fyrir að hér myndist heilbrigður markaður í öldr- unarþjónustu sem mikil þörf er á.“ Rekstur sjálfseignarstofnana á lít- ið skylt við einkarekstur að mati Stefáns. „Þetta er enginn einka- rekstur – þetta er í raun klík- urekstur. Ríkið hefur ekki einu sinni samninga við þessa aðila og ríkið fylgir því ekkert eftir hvernig fjár- munir þess eru notaðir. Það einfald- lega greiðir á hvern haus og svo búið. Það er engin eftirfylgni, engir eft- irlitsaðilar, það kemur engin reglu- leg skýrsla um það hvernig peningar ríkisins eru notaðir. Þessum aðilum er bara borgað fyrir þetta og svo bú- ið spil.“ Ómerkilegum fullyrðingum stjórnenda Sóltúns svarað Guðmundur Hallvarðsson svarar stjórnendum Sóltúns ’Því sameiginlega þvælastþessir aðilar fyrir háleitum markmiðum arðsemis- sjónarmiða Nýsis hvar markaðssjónarmiðum skal beint að fjölgandi öldruðum Íslendingum.‘ Guðmundur Hallvarðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.