Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Við komum hér helst umhverja helgi ef við getumog eins erum við hérmeira og minna allt sum- arfríið okkar,“ segir Hrafnhildur Jóhannsdóttir eða Habbó eins og hún er kölluð en þau búa á Sel- fossi. Við sitjum á veröndinni við hliðina á hjólhýsinu þeirra, aðeins farið að draga fyrir sólu og kula eftirmiðdagsins lögst að. Íslensku jarðarberin einu og sönnu frá Silf- urtúni á Flúðum í fallegri skál á borðinu og súkkulaði til að dýfa þeim ofan í. Draumaheimur Við „götuna“ þeirra standa fjög- ur önnur hjólhýsi og svipað er að segja um götuna fyrir neðan. Við þessar hjólhýsagötur eru íbúar sem flestir hverjir eru búnir að ferðast meira og minna um landið allt, vilja ekki setja alla sína fjár- muni og tíma í sumarhús en vilja gjarnan njóta morgunkyrrðar Flúða, sitja á veröndinni sinni, spila á spil, lesa blöðin eða gera bara ekki neitt eins og Ólafur Bachmann eða Óli kemst að orði. „Við spilum mikið á spil, leysum krossgátur, dyttum að hjólhýsinu og veröndinni, heimsækjum ná- grannana, förum í gönguferðir og sund og njótum þess að það er ekkert sem truflar, ekkert sem bíð- ur, ekkert áreiti “ segir Óli. „Draumaheimur,“ bætir Habbó við „og hér höfum við kynnst fullt af góðu fólki sem er alveg í sama gír og við í þessum draumaheimi okk- ar. Ef á þarf að halda, skjótumst við heim, setjum í vél, kaupum það sem ekki fæst hér og drífum okkur svo hið fyrsta hingað aftur. Veðrið skiptir ekki nokkru máli því ef það er sól, njótum við þess eins og kostur er, en ef það er rigning þá sitjum við bara inni og spilum,“ segir húsfreyjan á Stóra-Kroppi. Vinir og vandamenn eru duglegir að koma við, dvelja með þeim yfir helgi eða bara einhverja daga. Gestkvæmt á sumrin „Við höfum stundum ekki hug- mynd um hvaða dagur er, enda skiptir það ekki nokkru máli,“ seg- ir Óli hlæjandi. Óli heldur dagbók og skráir viðburði og gestagang. Þau hafa vanið komur sínar að Flúðum frá því sumarið 2002 en það sumar komu 117 gestir. „Það finnst öllum gott að komast svona út úr áreiti og bara njóta þess að hanga og gera ekki neitt og við höfum óskaplega gaman af því að fá gesti,“ segir stuðboltinn Óli. Um verslunarmannahelgina er alltaf mikið um að vera „því við reynum að ná upp þjóðhátíð- arstemmningu hérna,“ segir Habbó en hún er frá Vest- mannaeyjum og þar bjuggu þau í 10 ár. „Þá borðum við að sjálf- sögðu lunda og stórfjölskyldan safnast hér öll saman.“ Það er mikið sungið og spilað á Stóra-Kroppi en Óli spilar í Log- um, þeirri margfrægu hljómsveit frá Vestmannaeyjum og er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Mána sem gerði garðinn frægan hér á árum áður og er reyndar enn að þegar svo ber við. „Gítarinn er mikið sleginn hér og mikið sungið enda meira og minna allir í fjöl- skyldunni í tónlist,“ segir Óli. Í þeim töluðu orðum birtast Dísa, systir Habbóar og Helgi, en hann spilar einnig í hljómsveitinni Logum. “Allt klárt fyrir giggið í kvöld,“ segir Óli en Logar eru ein- mitt að fara að spila á Útlaganum um kvöldið og öruggt að ferða- menn jafnt sem heimamenn munu njóta þess að dilla sér við dunandi tóna þeirra Logamanna. Með hlátrasköll frá Stóra- Kroppi og gleði í hjartanu yfirgef- ur blaðamaður þennan drauma- heim og skilur nú betur ástæðu þess að fólk tekur sig upp um hverja helgi og dvelur í fellihýsi, tjaldvögnum eða hjólhýsum, sama hvernig viðrar og enn sama hvort eitthvað sé um að vera annað en bara að vera til.  ÁHUGAMÁL | Hrafnhildur Jóhannsdóttir og Ólafur Bachmann eyða stórum hluta sumarsins á Flúðum Höfum ekki hugmynd um hvaða dagur er Þau eru eins og vorboðinn ljúfi, Hrafnhildur Jóhannsdóttir og Ólafur Bachmann sem birtast í maí á tjaldsvæðinu á Flúðum og draga frá gardín- urnar í hjólhýsinu sínu, Stóra-Kroppi, sem staðið hefur og beðið eftir þeim yfir veturinn. Anna Kristjana Ásmundsdóttir þáði hjá þeim kaffisopa. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Götulíf við eina hjólhýsagötuna á Flúðum Þau Ólafur og Hrafnhildur flagga gjarnan á Stóra Kroppi þegar tilefni gefst í logninu á Flúðum Ljósmynd /Anna Ásmundardóttir Alltaf gaman að fá gesti. Talið frá vinstri; Dísa systir Hrafnhildar, Ólafur, Helgi og Hrafnhildur. Lundi að hætti Habbó og Óla 2–3 reyktir lundar á mann flatkökur að vild mikið smjör nýjar soðnar kartöflur Lundinn steyttur úr hnefa, mikið af smjöri á flatkökurnar og nauðsynlegt að hafa nýjar soðnar íslenskar kartöflur með! Borðað með mestu lyst og söng inn á milli! 16.000 Vika í Bretlandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is *Verð miðað við gengi 1. mars 2006. * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá Spennandi vikuferð til borgarinnar sem var höfuðborg Rússlands og telst án efa miðstöð menningar og lista. Margir telja borgina eina þá fallegustu í heimi. Flogið í beinu flugi með Icelandair. Fararstjóri ferðarinnar er maður með reynslu, en Pétur Óli hefur búið árum saman í borginni og þekkir því hvern krók og kima. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir um borgina og nágrennið. Reynt er að kynnast sögu og menningu á sem fjölbreyttastan hátt, bæði með því að skoða merka staði og borða góðan mat. Hér gefst að sjálfsögðu einnig tími til að slappa aðeins af og versla. Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Haust 1 St. Pétursborg s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 27. september – 4. október Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r Verð: 124.900 kr. Mikið innifalið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.