Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 51 Mazda 323, '92 árgerð, ek. 196 þús. km, skoðaður '07, rosalega vel með farinn, í toppstandi og lít- ur vel út. Tilvalinn skólabíll! Upp- lýsingar í síma 697 9915.JEPPADAGAR! Nýjir 2006 bílar allt að 30% undir listaverði. T.d. Honda Pilot nýr lúxusjeppi sem hefur rakað inn verðlaunum fyrir sparneytni og búnað og sem gefur Landcruiser VX diesel harða samkeppni. Láttu okkur leiðbeina þér með bestu bílakaupin. Frábær tilboð í gangi. Útvegum nýja og nýlega bíla frá öllum helstu framleiðend- um. Íslensk Ábyrgð fylgir. Bílalán. Sími þjónustuvers 552 2000 og netspjall við sölumenn á www.islandus.com Jeep Grand Cherokee Limited árg. 2002, ekinn 52 þús. km. Í toppstandi, áhv. 1,9 m. Uppl. í s. 846 8614 eða bjarni@venue.is Galant V6 árg. '98, 163 hö., til sölu. Til sölu Galant 2500cc V6 árg. '98, sjálfsk., rafmagn í öllu, sk. '07, CD/MP3, cruise control, álfelgur, lítur vel út. Tilboð 785 þ. Uppl. í s. 866 6803. VW Golf GL árg. '95, ek. 115 þús. km. 5 d. GL 1400, vínr., bein- skiptur (5 g), samlæsingar, vökva- stýri, ný tímar. ,nýr geymir og nýtt púst. Sk. '07. Ásett verð 230.000 kr. Símar 821 3228 og 699 0803. VW Bora 1600 árg. 2002. Ek. 50 þ. km, beinskiptur, útvarp & CD. Reglubundið viðhald hjá um- boðsaðila. 16" heilsársdekk. Fal- legur reyklaus bíll í toppstandi. Verð 900 þús. staðgreitt. Uppl. í síma 820 5289. Tjaldvagnar Tjaldvagn fæst gefins! Snyrti- legur eldri tjaldvagn í góðu standi fæst gefins gegn því að vera sótt- ur á laugardag. Svara frá og með kl. 10 laug. S. 860 6316 Jóhann. Plymouth Breeze árg. 1996 Ekinn aðeins 116.000 km. Nýlega skoðaður, í góðu standi. Verð 290.000. Uppl. í síma 895 3040. Patrol árg. 1993, 44”, læstur fram- an/aftan, lógír, 6,2 dísel, sjálfsk. Uppl. 846 8614/bjarni@venue.is Nissan Almera GTI '97. Lúga, geisli, 17" á nýjum dekkjum og 15" felgur, þokuljós, kraftpúst, skoð- aður '07, 142 hö., nýmálaður hel- rauður. Ek. 134.000. Staðgreiðslu- tilboð óskast eða skipti ath. á 250 f krossara eða stærri fólksbíl. Sími 896 2992. Bílar Kerrur Flottar kerrur með loki Tvær ryk- og vatnsheldar úr léttu 12 mm PVC-efni. Mál 140x120x50. Hafa verið notaðar sem útilegu- kerrur. Verð 100 þús. stk. Upplýs- ingar gefur Jóhann, 898 4883. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Fréttir í tölvupósti STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2.569) hefur um margt átt sérstakt mót í A-flokki opna tékkneska mótsins sem lýkur í Pardubice í dag, laugardaginn 29. júlí 2006. Hann hefur stýrt hvítu mönn- unum í fjórum skákum og þeim hefur öllum lokið með jafntefli en með svörtu hefur hann unnið allar sínar þrjár skákir. Þetta er óvenjulegt, ekki síst í ljósi þess að hann hefur teflt við mun stigalægri andstæðinga þar sem sá stigahæsti hefur haft 2.499 stig en sá stigalægsti 2.319 stig. Meðalstig andstæðinga hans er 2.421 stig svo að stigalega kemur hann út á sléttu. Með sína fimm vinninga af sjö mögulegum er Hannes einum vinn- ingi frá tveimur efstu mönnum, tékk- neska ofurstórmeistaranum David Navara (2.719) og pólska alþjóðlega meistaranum Grzeorz Gajewsky (2.504) en á hæla þeim koma 14 skák- menn með 5½ vinning. Hannes er í 17.–52. sæti af 406 keppendum og með góðum endaspretti gæti hann náð mjög góðu sæti á þessu öfluga móti þar sem á meðal keppenda eru 49 stórmeistarar. Kvennastórmeistarinn Lenka Ptácníková (2.193) byrjaði mótið mjög vel en hefur í síðustu umferðum gefið eftir enda hafa andstæðingar hennar ekki verið af verri endanum. Hún hefur þrjá vinninga og er í 243.– 312. sæti en meðalstig andstæðinga hennar að loknum sjö umferðum voru 2.368. Haldi hún vel á spöðunum í síðustu tveimur umferðunum gæti hún náð að hækka sig umtalsvert á stigum. Eiginmaður Lenku, Egypt- inn Omar Salama (2.174), hefur 2½ vinning og samsvarar árangur hans 2.215 stigum. Feðgarnir Sigurður Ei- ríksson og Tómas Veigar Sigurðsson taka einnig þátt í skákhátíðinni í Pardubice og taka þeir þátt í B- flokki. Gengi feðganna hefur verið misjafnt en Tómas hefur ritað nokkra pistla um mótið á Skákhorn skákmanna á netinu. Af þeim skákum sem birtar hafa verið á netinu þá tefldi Lenka áhuga- verðustu skákina af þeim sem tengj- ast Íslandi og taka þátt í Pardubice. Sú skák fór fram í þriðju umferð þar sem hin lettneska skákkona Laura Rogule (2.342) mætti örlögum sínum í snarpri sóknarskák. Hvítt: Lenka Ptácníková (2.193) Svart: Laura Rogule (2.342) 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5 Rd4 4. Bc4 Rf6 5. Rf3 e6 6. 0–0 d5? 7. exd5 exd5 8. He1+ Be7 Þessi skák hefur án efa komið upp áður í kappskák en óvíst er hvort næsti leikur hvíts sé þekktur enda ekki á hverjum degi sem riddara er fórnað í níunda leik. 9. Rxd5! Rxd5 10. Rxd4 cxd4 11. Dh5! Út á þetta gekk mannsfórnin þar sem hvítur hótar nú riddaranum á d5 og ef svartur valdar hann með 11. … Be6 þá kemur 12. Hxe6 og ef ridd- arinn víkur undan drepur hvítur f7- peðið með drottningu. Svartur reyndi að leysa vandamál stöðunnar með öðrum hætti en það gekk ekki heldur upp. 11. … g5 12. d3 a6 Það hefði verið hægt að reyna að leika 12. … b5 en því hefði verið svar- að með 13. Bxb5+ og ef svartur léki 13. … Kf8 kæmi 14. Bxg5. 13. Bxg5 0–0 Svartur hefur vonast til að erfið- leikar sínir væru nú að baki en það er nú öðru nær. 14. Hxe7! Rxe7 15. Bf6 Svartur er nú algjörlega varnar- laus þar eð annaðhvort verður hann mát eða tapar drottningunni. Hann kaus síðari kostinn en það lengdi ein- göngu skákina um tíu leiki. 15. … Rg6 16. Bxd8 Hxd8 17. f4 Be6 18. f5 Bxc4 19. dxc4 Rf8 20. Dg5+ Kh8 21. Df6+ Kg8 22. Hd1 Hac8 23. Hd3 Rd7 24. Dxd4 f6 25. Dd5+ Kh8 26. Df7 og svartur gafst upp. Sá sorglegi atburður átti sér stað á mótinu í Pardubice að ung og efnileg ensk skákkona, Jessie Gilbert, lést eftir að hafa fallið niður um margar hæðir. Óvíst er hver tildrög atviksins eru en Jessie var ein- göngu 19 ára og af mörgum talin efnileg- asta skákkona Eng- lendinga. Nánar er fjallað um atvikið og hana á heimasíðu Chessbase, www.chessbase.com, en vefslóð heimasíðu mótsins er http:// www.czechopen.net. Hjörvar og Ingvar standa sig best í Kaupmannahöfn Þegar sjö umferðum af níu er lokið á Politiken Cup-mótinu í Kaup- mannahöfn hafa Hjörvar Steinn Grétarsson (2.130) og Ingvar Ás- björnsson flesta vinninga af þeim Ís- lendingum sem taka þátt. Þeir fé- lagar hafa fjóra vinninga en Hafsteinn Ágústsson (1.945) hefur 3½ vinning. Bjarni Sæmundsson (1.845) hefur þrjá vinninga, Daði Óm- arsson 2½ vinning, Lárus H. Bjarna- son 2 vinninga og John Ontiveros (1.560) 1½ vinning. Alls eru 260 kepp- endur á mótinu og þar af níu stór- meistarar þar sem Nigel Short (2.676) er stigahæstur. Bretinn sterki er þó ekki efstur á mótinu með sína fimm vinninga þar sem stór- meistararnir Vadim Malakhatko (2.594) frá Úkraínu og Lars Karlsson (2.506) frá Svíþjóð eru efstir með 5½ vinning ásamt hinum danska FIDE- meistara Allan Stig Rasmussen (2.353). Gengi hins síðastnefnda kem- ur mikið á óvart en hann hefur m.a. lagt sænska stórmeistarann Stellan Brynell (2.497) að velli og indverska undrabarnið Parimarjan Negi (2.480). Nánari upplýsingar um mót- ið er að finna á heimasíðu þess, http:// www.politikencup.dk/. Slakt gengi í Kesckemét Degi Arngrímssyni (2.327) og Guð- mundi Kjartanssyni (2.291) gekk ekki sem skyldi á alþjóðlegu móti í Kesckemét í Ungverjalandi sem lauk fyrir skömmu. Um tíu manna lokað mót var að ræða þar sem meðalstig keppenda voru 2.239 stig. Dagur fékk helming vinninga, 4½, en Guð- mundur fékk þriðjung vinninga eða þrjá. Báðir tapa umtalsverðu af skák- stigum en nánari upplýsingar um röð keppenda liggja ekki fyrir enda var ekki til heimasíða fyrir mótið. Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is SKÁK Pardubice í Tékklandi OPNA TÉKKNESKA MÓTIÐ 2006 21.–29. júlí 2006 Hannes Hlífar og Lenka Ptácníková standa í ströngu í Pardubice í Tékklandi. Hannes nálgast toppinn FRÉTTIR BÆJARHÁTÍÐIN „Á góðri stund í Grundarfirði“, sem nú er haldin í níunda sinn, hófst í gær. Grundar- fjörður er nú fagurlega skreyttur og tilbúinn fyrir hátíðarhöldin. Íbú- ar hafa keppst við að skreyta sameiginlega sitt hverfi, en bænum er sem fyrr skipt upp í fjögur hverfi með ákveðnum lit. Framundan er síðan viðburðarík helgi sem nær hápunkti í skrúð- göngu hverfanna niður á hafnar- svæðið þar sem fram fer skemmti- dagskrá. Veðrið virðist ætla að leika við Grundfirðinga og gesti þeirra um þessa helgi, en fjölmarg- ir gestir voru komnir á fimmtu- dagskvöld. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, grundarfjordur.is, en auk tíma- settra viðburða hefur verið starf- rækt Útvarp Grundarfjörður frá því á mánudag á tíðninni 104,7. Há- tíðinni lýkur á sunnudag með hátíð- arkaffi í samkomuhúsi Grundar- fjarðar í tilefni af 40 ára vígslu- afmæli Grundarfjarðarkirkju. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Sameiginleg skreyting hverfanna gulu, rauðu, grænu og bláu í miðbænum þar sem skrúðgöngurnar sameinast og halda síðan niður á hafnarsvæðið. Á góðri stund á bæjar- hátíð í Grundarfirði Á BÓKA- og byggðasafni Norð- ur-Þingeyinga hefur verið opnuð sýningin Þjóðbúningar kvenna en hún verður opin fram til 20. ágúst næstkomandi Sýningin er helguð íslenskum þjóðbúningum kvenna og fylgihlutum í eigu safnsins. Aðalsérkenni Bóka- og byggðasafns N-Þingeyinga, er óvenjulega fjölbreytt safn hand- verks, t.d. útsaumur, vefnaður, brúðarbúningar frá 19. öld, verk- færi og útskurður. Einnig er í safninu stórt ljósmyndasafn frá bæjum og íbúum héraðsins. Þá er á safninu merkt safn nor- rænna bóka, auk bókasafns Helga frá Leirhöfn. Byggðasafnið er opið yfir sum- armánuðina, frá kl. 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Þjóðbúningar á sýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.