Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 31 MENNING hann ásamt kór frá Kasakstan opna Europa Cantat í ár á sér- stökum hátíðartónleikum á setn- ingarkvöldi mótsins, þar sem hann flytur Vorkvæði um Ísland eftir Jón Nordal, og taka þátt í tveimur vinnustofum á hátíðinni, sem lýkur með tónleikum. Í annarri vinnustofunni er sjónum beint að rússneskum þjóðlögum í útsetningum Shosta- kovits, en hún er sérstaklega hald- in til að fagna þeim 100 árum sem liðin eru frá fæðingu tónskáldsins í haust. HAMRAHLÍÐARKÓRINN hélt í gær á æskukóramótið Europa Cantat, sem nú er haldið í 16. sinn, að þessu sinni í Mainz í Þýska- landi með yfir 3.000 þátttakendum. Þetta er í 9. sinn sem kórinn sækir þessa stóru hátíð heim, en hann fór fyrst á hátíðina fyrir 30 árum. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Syngur á setningarhátíðinni Hamrahlíðarkórnum hafa verið falin nokkur viðamikil verkefni á kóramótinu að þessu sinni. Mun Hitt verkefnið er flutningur á Sálmasinfóníu Stravinskys sem Hamrahlíðarkórinn var valinn til að flytja ásamt tveimur öðrum úr- valsæskukórum frá Evrópu; Robert Schumann-kórnum frá Mið-Evrópu og hinum virta Æsku- kór Noregs. Að auki mun kórinn halda fjölda tónleika með eigin efnisskrá, þar sem íslensk kórtónlist og íslensk þjóðlög eru í forgrunni. Tónlist | Hamrahlíðarkórinn tekur þátt í kóramótinu Europa Cantat um þessar mundir Flytur Sálmasinfóníuna Morgunblaðið/Golli Hamrahlíðarkórinn skipa sextíu ungmenni á aldrinum 17-25 ára. www.europacantat.org SPUNI er nokkuð sem fáir „klass- ískir“ tónlistarmenn hafa hlotið þjálf- un í. Það eru helst organistar sem geta leikið af fingrum fram og hafa nokkur dæmi um það heyrst í Hall- grímskirkju í gegnum tíðina. Nú síð- ast var það kona frá Frakklandi sem heitir því langa nafni Sophie- Veronique Cauchefer-Choplin, en hún hefur unnið til verðlauna í spuna. Á tónleikunum, er haldnir voru á sunnudagskvöldið, var organistanum afhent íslenskt þjóðlag, sem texti eft- ir Hallgrím Pétursson hefur verið sunginn við. Cauchefer-Choplin hafði ekki séð lagið áður (eftir því sem ég best veit) en það breytti engu; lagið umbreyttist í meðförum hennar og varð að stórfenglegri sinfóníu sem unaður var að hlýða á. Það var eins og ævintýri um fátækan bóndason sem heldur út í heim, berst við dreka og forynjur, og vinnur kóngsdótturina og hálft konungsríkið að lokum. Gam- an væri að heyra Cauchefer-Choplin spinna við fleiri íslensk þjóðlög. Fyrir utan spunann samanstóð dagskráin af verkum eftir ýmis tón- skáld. Sérstaklega verður að nefna sálmaforleik BWV 686 eftir Bach, en það er ákaflega þykk tónlist með sex röddum. Dettur mér þá í hug skop- mynd sem ég sá einu sinni af Franz Liszt með sex hendur að spila á las- burða flygil. Einhvern veginn þannig var tónlistin eftir Bach, hún var svo þétt og efnismikil að það var eins og organistinn væri kónguló! Reyndar fékk Cauchefer-Choplin lánaða aðra hönd flettarans, Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista, í stað þess að „dobbla“ eina rödd org- elsins, en þannig urðu litbrigði tón- smíðarinnar fleiri en ella. Útkoman var verulega skemmtileg. Einkennandi fyrir leikstíl Cauche- fer-Choplin er skýrleiki sem maður heyrir oft hjá frönskum píanóleikur- um. Nákvæmnin og öryggið var aðdáunarvert í öllum verkum dag- skrárinnar, þar á meðal hinni stór- brotnu sónötu nr. 2 í c-moll eftir Mendelssohn. Stígandin í róman- tískri túlkuninni var auk þess afar markviss og grípandi. Tónsmíðar eftir Bédard, Pierné, Mulet og fleiri voru líka hver annarri magnaðri; styrkleikajafnvægið á milli ólíkra radda var úthugsað og radd- valið stílhreint og sannfærandi. Ótrú- leg fótafimin vakti sérstaka aðdáun mína, en hún var þvílík að þegar mest gekk á var eins og organistinn væri að dansa fjörugan steppdans. Efnisskráin var þó ekki eintóm flugeldasýning; hin innhverfa Medi- tation eftir Duruflé var t.d. einstak- lega hrífandi, blæbrigðarík og falleg. Óneitanlega voru þetta frábærir tón- leikar; megi Cauchefer-Choplin koma hingað fljótt aftur. Margar hendur organistans TÓNLIST Hallgrímskirkja Sophie-Veronique Cauchefer-Choplin flutti tónlist eftir Bach, Mendelssohn, Pierné, Mulet og Duruflé. Sunnudagur 23. júlí. Orgeltónleikar Jónas Sen                        !                                   G L Æ S I L E G S Ý N I N G 28. - 30. júlí um helgina milli kl. 12 og 17 Gengið inn um aðalinngang Á sýningunni verða einnig til sýnis: Mercedes Bens CLS 500 Mercedes Bens SLK 280 Mercedes Bens ML 350 Mercedes Bens S550 Master er komin með þessa frábæru bíla í sölu og munum af því tilefni halda sölusýningu dagana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.