Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „MÉR fannst erfiðast að heyra baulið í þeim gripum sem urðu eftir, það var óhugnanlegt,“ sagði Vigdís Guðjónsdóttir á Húsatóftum sem ásamt móður sinni, Valgerði Auð- unsdóttur, og föður sínum, Guðjóni Vigfússyni bónda, náði með snar- ræði að bjarga sjö gripum af 40 út úr brennandi fjósinu á bænum um klukkan 6 í gærmorgun. 33 gripir drápust auk landnámshænsna sem voru í fjósinu. Slökkvilið Bruna- varna Árnessýslu fékk útkall klukk- an 06:20 og kom á staðinn skömmu síðar en þá voru öll húsin alelda og þök fallin. Fjósið og hlaðan eru gjörónýt eftir brunann en skemma sem stendur skammt frá skemmdist ekki. Ljóst er að fjárhagslegt tjón vegna brunans nemur tugum millj- óna króna og að röskun á högum bændanna á Húsatóftum I er gríð- arleg. Vaknaði við mikla bresti „Ég vaknaði við mikla bresti og mér fannst þetta vera byssuskot í fjarlægð og fór að gá að þessu og þegar ég kom niður stigann hérna blasti þetta við og reykjarmökkur stóð upp úr fjósþakinu og undan þakskegginu. Ég vakti fólkið og við fórum út að reyna að bjarga skepn- unum,“ sagði Valgerður sem fyrst varð vör við eldinn. Hún hljóp í kringum fjósið og opnaði dyr en komst ekki inn og reyndi síðan að fara inn í hlöðuna en varð frá að hverfa vegna hita. Fjósið og hlaðan urðu fljótt alelda og heimilisfólkið hafði ekki margar mínútur til að bjarga þeim sjö gripum sem náðust. Guðjón bóndi fór inn í mjólkurhúsið og náði þar þremur kúm út en réð síðan ekki við að komast lengra inn fyrir reyk og hita. Vigdís, dóttir þeirra hjóna, hljóp inn í nýrri hluta fjóssins og náði að leysa nokkra gripi áður en hún varð frá að hverfa. Gripirnir voru sparkandi og baulandi „Það var auðvitað vitleysa að reyna að fara þarna inn en maður vill bjarga því sem hægt er,“ sagði Vigdís sem vaknaði við það að móðir hennar kallaði að það væri kviknað í. Hún hljóp út á náttfötunum en þegar hún sá hvernig aðstæður voru fór hún inn aftur í önnur föt og síð- an rakleiðis út í fjós. „Það var reyk- ur alstaðar og það logaði allt nema mjólkurhúsið og pabbi fór þar inn. Ég fór beina leið inn í nýja fjósið og náði að losa þar kálf og tvær næstu kýr og fór síðan svona tíu metra inn. Gripirnir voru sparkandi og baulandi á básunum en ég losaði þá sem ég náði til og hljóp svo út aftur og vonaði að þeir kæmu á eftir mér sem þeir gerðu. Ég hugsaði um það eitt að bjarga eins mörgum og ég gæti en þurfti síðan að fara út til að anda. Það var farið að loga í gólfinu fyrir aftan kýrnar þar sem er timb- urstokkur og þegar ég sá það hljóp ég af stað út, datt en komst áfram. Ég beygði mig niður því reykurinn náði ekki alveg niður að gólfi. Þegar ég kom út var pabbi þar og við færðum olíutank frá fjósinu og áburðarpoka og í einhverju fáti greip ég skógræktarplöntur og færði þær í burtu. En það var ekk- ert hægt að gera,“ sagði Vigdís sem sýndi mikið snarræði við að bjarga gripunum og samsinnti því að það hefði hlaupið í sig keppniskraftur en hún er landskunn íþróttakona og spjótkastari. Hún sagðist síðan hafa hlaupið inn og sótt myndavélina til þess að taka myndir af brennandi húsunum. Við höldum áfram „Ég náði að leysa þrjá gripi en það varð ekki neitt ráðið við þetta. Maður hugsar um það eitt á svona stundu að bjarga gripunum,“ sagði Guðjón. Hann sagði fjósið hafa verið með 42 bása og svo pláss í lausa- göngu fyrir 30–40 gripi. 21 kvíga var úti í haga og fyrirhugað var að taka nokkra gripi í hús sem komnir voru að burði. Guðjón sagði að grip- unum sem björguðust hefði verið komið fyrir á næsta bæ. Þau hjónin Guðjón og Valgerður hafa búið á Húsatóftum síðan 1966 en Guðjón er fæddur á staðnum. Valgerður sagði það mikil átök að mæta svona aðstæðum og halda sönsum. „Maður verður að halda áfram hvað sem á dynur og við höldum áfram,“ sagði Valgerður Auðunsdóttir húsfreyja á Húsatóft- um I. Fjós og hlaða brunnu á Húsatóftum I á Skeiðum og 33 gripir drápust Heimilisfólk bjargaði sjö grip- um út úr brennandi fjósinu Ljósmynd/Vigdís Guðjónsdóttir Þegar slökkvilið Brunavarna kom á staðinn fyrir kl. sjö í gærmorgun voru öll húsin alelda og þök fallin. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vigdís Guðjónsdóttir, Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon, bænd- ur á Húsatóftum, framan við brunið fjósið. Eftir Sigurð Jónsson YFIR 20 tonn af dínamíti og 10 tonn af hráefni til sprengiefnagerðar ásamt hvellhettum voru geymd í sprengiefnageymslu Arnarfells á Kárahnjúkasvæðinu þegar skemmd- arvargar brutust inn á geymslu- svæðið aðfaranótt þriðjudags og eyðilögðu hráefnið með því að skera upp plastsekki sem innihéldu efnið. Í kjölfarið rigndi ofan í það og er efnið nú ónýtt. „Það virðist ekki vera mikil virðing borin fyrir um- hverfinu enda er ekki gott að fá þetta efni niður í jarðveginn,“ sagði Sigurbergur Konráðsson, verkstjóri Arnarfells á svæðinu. Hann segir það ljóst að það hafi verið mótmæl- endur Kárahnjúkavirkjunar sem þarna hafi verið að verki. „Við höf- um verið undir sífelldu áreiti frá þessu liði undanfarna daga og mót- mælendurnir hafa margoft verið í einhverjum skoðunarferðum hér í kring, og gefið upp ástæður, bæði tækar sem ótækar. Það koma alfarið ekki til greina neinir aðrir en þeir.“ Sprengiefnageymsla Arnarfells er um 800 fermetrar að flatarmáli og afgirt. Þar eru hvellhettur geymdar í læstum gámum en þeir lásar höfðu verið fylltir af lími þegar að var komið. Dínamítið er einnig í læstum gámum og þar voru lásarnir einnig skemmdir en hitt hráefnið er undir beru lofti í plastsekkjunum sem skornir voru í strimla. Hráefnið í sekkjunum er duftefni og getur ekki sprungið eitt og sér. Efnið er notað til blöndunar á svokölluðu ampol- efni sem síðan er notað í sprengi- efni. Segir Sigurbergur að sprengi- efnið í geymslunni hefði ekki getað sprungið jafnvel þótt hvellhetturnar hefðu verið sprengdar, enda þurfi fyrst að blanda og búa til sprengi- efnið. Sigurbergur segir augljóst að hægt hefði verið að brjótast inn í læstu gámana ef nægur brotavilji hefði verið fyrir hendi ásamt inn- brotstólum að því gefnu að skemmd- arvargarnir hefðu fengið nægan tíma. Ögrun við öryggisreglur Skemmdarvargarnir gátu komist að sprengiefnageymslunni í skjóli þoku og unnið spellvirkin án þess að vera ónáðaðir. Aðspurður um gæslu á staðnum segir Sigurbergur að henni sé þannig háttað að gæslu- menn fari að jafnaði um hið stóra svæði virkjunarinnar en undanfarna 10 daga hafi þeir verið með viðkomu í sprengiefnageymslunni á 2 stunda fresti allan sólarhringinn. Skemmdarverkin hafa verið kærð til lögreglunnar en Sigurbergur seg- ir tjónið einkum felast í eyðilegg- ingu á hráefni. „Þetta er enn og aft- ur ögrun við öryggisreglur svæðisins. Þetta lið valsar hér um eins og sjálfboðið í veislu sem ég skil alls ekki.“ Lokaðar leiðir á vinnu- svæðinu hafi þá alls ekki verið virt- ar. Sigurbergur segir að beðið hafi verið um aukna gæslu af hálfu lög- reglu en ræðir ekki opinberlega hvort fyrirtækið muni endurskoða sína eigin gæslu eða vörslur á sprengiefnunum. 20 tonn af dínamíti á svæð- inu sem brotist var inn á Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is 28 ÖKUMENN voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær og aðfaranótt mið- vikudags. Þeirra á meðal var tvítug stúlka sem ók á rúmlega 100 km hraða þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 50 km/klst. Hún á nú yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt og mánaðarlanga ökuleyfissviptingu. Að sögn lögreglu voru hinir brot- legu á ýmsum aldri, allt frá 17 ára til rúmlega sjötugs. Við eftirlit lögregl- unnar í fyrradag voru t.d. teknir tveir 17 ára piltar sem fóru alltof hratt. Annar þeirra má búast við 25 þúsund króna sekt og hinn 30 þús- und króna sekt. Sá sem á von á hærri sektinni var líka tekinn af lög- reglu í síðasta mánuði fyrir álíka hraðakstur. Þá voru þrír teknir fyrir ölvunarakstur en einn þeirra var nú tekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis öðru sinni. Tugir teknir fyrir hraðakstur í borginni FLUGMÁLASTJÓRN tókst að full- manna vaktir flugumferðarstjóra í gær og voru því engar takmarkanir á starfsemi þeirra. Að sögn Hjördís- ar Guðmundsdóttur, upplýsingafull- trúa Flugmálastjórnar, voru flug- umferðarstjórar tilbúnir til að taka vaktir í veikindaforföllum annarra starfsbræðra sinna en mikil flug- umferð var yfir landinu í gær og tókst að manna vaktina í gær frá byrjun. Telur Hjördís afar jákvætt að takast skyldi að manna vaktina en ekki er hægt að sjá fyrir hvað næsti dagur beri í skauti sér. Eins og kunnugt er hefur óánægja verið meðal flugumferðarstjóra með nýja vaktakerfið sem tekið var upp í mars sl. og hafa þeir verið mjög tregir að taka að sér aukavinnu til að leysa af veika starfsfélaga sína. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kom í fyrradag með það útspil í málinu að fá óháðan aðila til að skoða starfsumhverfi flug- umferðarstjóra og vonast hann til þess að starfsemi flugumferðarsviðs verði með eðlilegum hætti þar til út- tektin hefur farið fram. Loftur Jónsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, er þó efins um að þetta hafi nokkuð að segja þótt hann efist hins vegar ekki um að af stað sé farið af heilindum af hálfu ráðherra. „Við vitum ekki hver til- gangurinn er með þessu,“ segir hann. „Við höfum ekkert á móti út- tekt og vel getur verið að hún komi að notum síðar meir og jafnvel í þessu máli en það þarf að liggja fyrir á hvaða forsendum á að gera hana og hvað eigi að gera við niðurstöð- una. Ef hún leiðir ekki til neinna breytinga, þá erum við í sömu spor- um.“ Vaktin fullmönnuð HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur úrskurðað karlmann í gæslu- varðhald til 8. ágúst vegna rann- sóknar lögreglu á ráni í Bónus- vídeói í Hafnarfirði á mánudag. Lögreglan segir að rannsókn máls- ins sé haldið áfram en vitorðsmað- ur ræningjans hefur ekki náðst. Gæsluvarðhald vegna ráns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.