Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 15 ERLENT St. Pétursborg. AFP. | Rússneska dag- blaðið Izvestia fullyrti í gær, að verð- mæti listmunanna sem hefur verið stolið úr Hermitage safninu í St. Pét- ursborg væri 100 milljónir Banda- ríkjadala, eða sem svarar um 7,2 milljörðum króna. Upphaflega viður- kenndu starfsmenn Hermitage að listmunum fyrir fimm milljónir dala hefði verið stolið en blaðið segir þjófnaðinn mun alvarlegri og um- fangsmeiri en áður var talið. „Verðmæti hlutanna á opnum markaði er að minnsta kosti tuttugu- föld sú upphæð,“ segir í Izvestia um upphaflegt mat starfsmanna safns- ins. Blaðamenn Izvestia hittu sér- fræðinga að máli og sýndu þeim lista yfir munina sem er saknað og byggir matið á þeirra svörum. Meðal mun- anna eru tugir helgimynda í gull- og silfurrömmum, auk skartgripa og úra. Blaðið hefur eftir starfsmönnum á safninu, að þeim hafi verið bannað að tjá sig um þjófnaðinn eða eiga á hættu að verða reknir. Þá hefur Míkhaíl Pjotrovskí, yfirmaður safns- ins, skellt skuldinni á starfsmenn og fullyrt að þjófnaðurinn, sem átti sér stað á nokkrum árum, hefði ekki tek- ist án aðstoðar þeirra. Stofnað af Katrínu miklu Hermitage listasafnið er það stærsta í heimi og var stofnað af Katrínu miklu árið 1764 með kaup- um á málverkum úr safni Johann Ernest Gotzkowski. Listaverkaeign þess, sem er dreifð um nokkur hundruð herbergi, er sögð ómetan- leg. Þar má finna verk eftir helstu meistara myndlistarinnar, þeirra á meðal Michelangelo, Leonardo da Vinci, Rembrandt og Picasso. Stálu listmunum fyrir 7,2 milljarða króna AP Gestir í stórbrotnum aðalinngangi Vetrarhallarinnar, helstu byggingar Hermitage-safnsins, í St. Pétursborg. Belgrad. AP. | Læknar í Serbíu náðu fyrr í vikunni í átta nagla, hníf, penna, skrúfu, skeið, þvottaklemmu og fleiri smærri hluti úr maga manns. „Við áttum ekki orð,“ sagði dr. Maja Gulan, sem tók þátt í aðgerðinni sem gerð var í bænum Uzice, 120 km frá Belgrad. „Við höfum áður séð fólk sem hefur gleypt hluti en ekki svona marga,“ bætti hún við. Læknarnir sögðu að líffæri mannsins hefðu ekki hlotið skaða af og að hann væri að jafna sig eftir aðgerðina. Það var áhyggjufullur ættingi mannsins sem hafði samband við sjúkrahús eftir að hafa séð hann gleypa hluti. Með nagla, hníf og penna í maganum Los Angeles. AFP, AP. | Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt stjórnvöld á Vesturlöndum til að endurskoða stefnu sína í barátt- unni við öfgasamtök í heiminum. Blair segir að í þeirri baráttu þurfi að leggja jafnmikla áherslu á „mild- ar“ aðferðir og hernaðarmáttinn. Blair hvatti til þess að myndað yrði „bandalag hófsemi“ í baráttunni við ofstæki sem breiddist út um Mið- Austurlönd og víðar. Blair sagði í ræðu á ráðstefnu um alþjóðamál í Los Angeles í fyrradag að hann vonaðist til þess að átökum Ísraelshers og Hizbollah-hreyfing- arinnar í Líbanon lyki á næstu dög- um. Um leið og það gerðist þyrftu Vesturveldin að taka stefnu sína til gagngerrar endurskoðunar. „Rök mín eru þessi: Við fáum ekki sigur í orrustunni við þessa hnatt- rænu öfgastefnu nema við sigrum á sviði gildanna ekki síður en valdbeit- ingar, nema við sýnum að við séum óhlutdræg, sanngjörn og réttlát þeg- ar við höfum þessi gildi í frammi í heiminum.“ „Orrusta sem við verðum að vinna“ Blair bætti við að mildari aðferðir – ásamt þeim hernaði sem þegar hefur verið hafinn – væru nauðsyn- legar til að berjast gegn öfgastefn- unni sem breiddist út um Mið- Austurlönd. „Rök mín eru þau að það er ekki hægt að vinna þetta stríð með hefðbundnum hætti. Við sigrum ekki nema við endur- metum aðferðir okkar, nema við blásum nýju lífi í stefnu okkar í heimsmálunum í víðara samhengi, baráttunni gegn fátækt og loftslags- breytingum og fyrir auknum við- skiptum, og hvað snertir Mið- Austurlönd, beitum öllum viljakrafti okkar til að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Og þetta er orr- ustu sem við verðum að vinna.“ Blair sagði að hernaðurinn í Írak og Afganistan hefði ekki snúist um að skipta um stjórn, heldur gildi. Hann áréttaði stuðning sinn við stefnu George W. Bush Bandaríkja- forseta í málefnum þessara tveggja landa og sagði að ákvörðunin um hernaðinn eftir hryðjuverkin 11. september 2001 hefði verið tekin með það að leiðarljósi að vernda Bandaríkin og Bretland. „Við hefð- um einfaldlega getað valið öryggið sem vígvöll, en gerðum það ekki. Við völdum gildin. Við sögðum að við vildum ekki aðra talibanastjórn eða aðra útgáfu af Saddam. Við gerðum okkur grein fyrir því … að það er ekki hægt að sigrast á ofstækisfullri hugmyndafræði með því einu að fangelsa eða drepa leiðtogana; við þurfum að sigrast á hugmyndum þeirra.“ Blair lét í ljós stuðning við Ísraela í baráttunni við Hizbollah-hreyfing- una sem hann sagði hafa átt upp- tökin að átökunum með því að ögra Ísraelum. „Markmiðið með þessari ögrun, sem kom átökunum af stað, var skýrt. Það var að valda glund- roða, sundrung og blóðsúthellingum í því skyni að kalla fram hefnd Ísr- aela, sem myndu æsa upp araba og múslíma, ekki gegn þeim sem áttu upptökin, heldur þeim sem svöruðu árásinni.“ Blair kvaðst aldrei vilja stofna ör- yggishagsmunum Ísraela í hættu en hvatti þá til að friðmælast við Palest- ínumenn. Nauðsynlegt væri að bæta aðstæður Palestínumanna og sýna öfgamönnum fram á að hægt væri að koma á friði í þessum heimshluta. Tony Blair hvetur til „bandalags hófsemi“ gegn ofstækisöflum Leggur til gagngera endurskoðun á baráttu Vesturlanda við öfgasamtök Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.