Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is EINS OG við mátti búast var líf í tuskunum – og í þetta sinn í bókstaflegri merkingu – þegar hinir síungu meðlimir Sumargleðinnar mát- uðu í fyrsta sinn nýja og sérsniðna galla. Með íslenska fánann á ermunum og skjaldarmerkið við hjartastað eru gallarnir einstaklega þjóð- legir og hafði Magnús Ólafsson það á orði að sér liði bara eins og í landsliðinu, sem má til sanns vegar færa enda Sumargleðin skipuð óopinberu landsliði íslenskra skemmtikrafta. Ragga Bjarna virtist ekki líða eins vel í múnderingunni enda alræmdur snyrtipinni sem er óvanur að spóka sig í íþróttafatnaði á almannafæri. Til málamiðlunar sagði hann þó að þetta væri voða fínt og uppskar hlátur fé- laga sinna fyrir vikið. Hemmi var hins vegar hinn stoltasti þar sem hann útskýrði hlæjandi að gallarnir yrðu vígðir í Galtalæk, en Sum- argleðin hyggst koma þar saman um versl- unarmannahelgina og skemmta í fyrsta sinn í tuttugu ár. Morgunblaðið/Golli Líf í tuskunum hjá Sumargleðinni EIGENDUR sumarhúsa í Dag- verðarnesi í Skorradal hafa kann- að möguleika á því að flytja sum- arhús sín af svæðinu þegar 20 ára leigusamningur þeirra rennur út á næstu árum, vegna þess sem þeir kalla afarkosti nýrra landeig- enda. Landeigendur hafna alfarið ásökunum um að þeir setji af- arkosti. Rösklega 100 bústaðir eru á jörðinni í Dagverðarnesi, sem er í eigu einkahlutafélagsins Dagverðarness. Dagverðarnes ehf. skipti ný- lega um eigendur og segja sumar- húsaeigendur sem Morgunblaðið hefur rætt við að nýir eigendur vilji selja sumarhúsaeigendum lóðir sem nú séu leigulóðir, og að þeir hafi gefið sterklega í skyn að leigusamningar verði ekki fram- lengdir. Segja þeir verðið langt yfir markaðsverði, en verðið sem sett er á lóðirnar er 925 krónur á hvern fermetra. Á lóðum sem standa við vatnið bætast svo 600 krónur við fermetraverðið og verð á venjulegri lóð er því komið upp í 3,8 milljónir króna. Landeigendur hafa hugmyndir um afar hátt lóðaverð og á lóðum við vatnið jafngildir það um 15 milljónum króna á hektara, sem er margfalt markaðsverð, að sögn Runólfs Gunnlaugssonar, löggilts fasteignasala og eiganda sumar- húss á svæðinu. „Það er alveg sama hvar maður ber niður, þetta verð er langt, langt frá raunveru- leikanum, því sem er að gerast á markaðinum. Það myndi ekki nokkur maður kaupa á þessu verði ef hann væri ekki kúgaður til þess, eins og verið er að reyna hérna,“ segir Runólfur. Arngrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri og einn nýrra eigenda Dagverðarness ehf., hafnar því algerlega að lóðirnar séu seldar langt yfir markaðs- verði. Hann segir enga afarkosti setta, sumarhúsaeigendum sé gert kleift að kaupa lóðirnar en engu hafi verið hótað og engin ákvörðun tekin um að endurnýja ekki leigusamninga. Hann segir málið unnið í samvinnu við stjórn Félags sumarhúsaeigenda í Dag- verðarnesi. Sumarhúsaeigendur í Dagverðarnesi kanna möguleika á flutningi bústaða Uppsett lóðaverð landeig- enda langt frá markaðsverði  Kanna möguleika | 11 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is EINUM stærsta laxi sumarsins var landað í Laxá í Aðaldal í gær. Það var Björn Jó- hannesson sem náði, eftir rúmlega hálf- tíma baráttu, að landa laxinum sem vó tæp 24 pund, eða tæp 12 kíló. Laxinn er sá þyngsti sem veiddur hefur verið í ánni í sumar og telja menn að hér sé um að ræða þann stærsta lax sem veiddur hefur verið á landinu það sem af er sumri. Laxinn beit á hjá Birni þar sem hann var við veiðar við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal og segir Björn að hann hafi ekki kynnst öðrum eins átök- um í laxveiðum áður. Hann naut dyggrar aðstoðar Péturs Péturssonar veiðileið- sögumanns sem að sögn Björns gerði gæfumuninn. Veður var eins og best verð- ur á kosið en skýin skriðu frá sólinni skömmu eftir að laxinum stóra var náð á land. Björn notaði fluguna Svarta snældu og 12,5 feta langa stöng. 24 punda laxi var landað í Laxá í Aðaldal ÞÓNOKKUÐ verður um skipulögð hátíða- höld um verslunarmannahelgina, en að minnsta kosti 14 hátíðir verða víða um landið. Mikil áhersla er lögð á að koma til móts við fjölskyldufólk og eru nánast eng- ar hátíðir sem eingöngu eiga að höfða til ungs fólks, og hafa slíkar hátíðir verið á undanhaldi undanfarin ár. Búast má við að allt að 100 þúsund manns verði á faraldsfæti um helgina og að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, verður umferð- areftirlit stóraukið um helgina og verða tíu auka lögreglubílar við eftirlit á þjóð- vegum landsins. Búast má við mildu veðri víðast hvar, með smávætu, þó aðallega á vestur- og suðvesturhorni landsins. | Daglegt líf 100 þúsund manns á faralds- fæti um helgina Morgunblaðið/Margrét Þóra HUGMYNDIR um sameiginlegt forval og kosningabaráttu til Alþing- is í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur auk Suðvesturkjördæmis eru langt komnar í mótun innan raða Vinstri grænna. Enn á þó eftir að bera þær undir almenna flokks- menn. „Við höfum verið að vinna út frá þessum hugmyndum og erum að setja saman reglur um forval, að beiðni svæðisfélaganna,“ segir Svan- hildur Kaaber, fyrrum varaformaður flokksins. Hún fer fyrir starfshópi sem skipaður var til að skoða hug- mynd um sameiginlegt forval. Al- mennt þótti forval flokksmanna í þessum kjördæmum heppnast vel fyrir síðustu sveitarstjórnarkosning- ar. Litið er svo á að á höfuðborg- arsvæðinu séu landamæri milli kjör- dæma í raun lítil og því tilvalið að líta á þau sem eitt svæði. Kjósandi velji þrjá í fyrsta sæti „Í reglunum er gert ráð fyrir að litið sé á þessi þrjú kjördæmi sem eitt. Þetta er ný hugsun og mér finnst hún mjög spennandi,“ segir Svanhildur. Forval færi þannig fram að hver kjósandi veldi þrjá í fyrsta sæti, þrjá í annað sæti o.s.frv. og svo yrði raðað upp á lista í hverju kjör- dæmi með hliðsjón af úrslitum, án þess að horft yrði til þess sérstak- lega hvar á höfuðborgarsvæðinu frambjóðandi býr. „Þegar hópurinn skilar af sér verður hugmyndin að vonum kynnt og rædd í viðkomandi kjördæmum og tekin afstaða.“ Svan- hildur bætir við að þeir flokksmenn sem af hugmyndinni hafi heyrt virð- ist almennt mjög jákvæðir. Hún mun upphaflega hafa verið viðruð á lands- fundi í haust. Tillaga starfshópsins um þessar nýju reglur verður vænt- anlega send formönnum kjördæmis- ráða eftir helgina. „Það þarf auðvitað umræðu og undirbúning,“ segir Svanhildur. Ekki er á hreinu hvenær forval myndi fara fram en hún segir það sína persónulegu skoðun að best væri að það gerðist vel fyrir jól. Þrjú kjördæmi höfuð- borgarsvæðis verði eitt Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is SÍÐDEGIS í gær voru fjórar konur úr hópi mótmælenda Kára- hnjúkavirkjunar handteknar og færðar á lögreglustöðina á Egils- stöðum til yfirheyrslu. Þær höfðu farið inn á vinnusvæðið og ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu. Þetta eru fyrstu handtökurnar vegna mót- mæla við Kárahnjúka í sumar. Mótmælendur, sem dvalist höfðu í búðum við Snæfell, hafa fært búðir sínar að Lindum á bökkum Jökulsár á Brú. Nýju búðirnar eru í göngu- færi við virkjunarsvæðið sjálft og þar dveljast eftir því sem næst verð- ur komist um 50-60 manns. Mótmæl- endurnir segjast ekki hafa farið í sprengiefnageymslur hjá Arnarfelli á mánudagskvöld, þá hafi þeir verið yfir í Snæfelli. Þeir bera af sér öll skemmdarverk og aðrar sakir um glæpsamlega hegðun. Þá segja þeir lögregluna ætla að svelta þá inni með tálmum á veginum inn í Lindir og aftra því að vistum og vatni verði komið til þeirra. Lögreglan segir að hvorki liggi fyrir leyfi landeiganda né heilbrigð- isyfirvalda fyrir nýju tjaldbúðunum, sem eru í landi Valþjófsstaðar og því í eigu prestssetrasjóðs. Settir hafi verið upp tálmar á veginum þangað þar sem um sé að ræða vinnusvæði. Lögregla hefur tilkynnt mótmæl- endum að þeir verði að koma sér burt en ekki aðhafst í því skyni enn. Fjórir mót- mælendur handteknir Ljósmynd/Gunnar G. Lögregla ræðir við mótmælendur. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.