Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is AÐ MATI Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, vara- forseta Alþýðusambands Íslands, hafa orðar mikl- ar breytingar á launamálum í samfélaginu síðustu ár. Hún telur jafnframt að skammtímahugsun og gróðahyggja ráði miklu um ákvarðanir stórra fyr- irtækja í starfsmannamálum á kostnað launþega og samfélagsins í heild. „Ég hef lengi reynt að koma þess- um hugmyndum mínum á framfæri,“ segir Ingibjörg er hún er innt eftir því hvort uppljóstranir um skatta- kónga og hálaunamenn hafi fengið hana til að varpa þessari gagnrýni fram nú. „Við höfum lengi búið í samfélagi þar sem hefur ríkt mikill jöfnuður en nú er að draga gríðar- lega í sundur með þeim lægst laun- uðu og þeim hæst launuðu,“ segir Ingibjörg og bætir við að þessar breytingar hafi orðið nánast án gagnrýni. „Hér áður fyrr höfðu hálauna- mennirnir yfirleitt stofnað sín fyrir- tæki sjálfir og unnið í sveita síns andlitis við að koma hugmyndum sínum áfram. Þeir lögðu allt sitt undir og stundum unnu þeir og stundum töpuðu þeir. Sumir náðu jafnvel að vinna sig upp aftur eftir að hafa tapað aleigunni ein- hvern tímann á lífsleiðinni. Núna eru hálauna- mennirnir oft í raun og veru launafólk sem fær mismikið útborgað en fær alltaf tryggð umtals- verð laun,“ segir Ingibjörg og bætir við að slíkt ástand skapi pirring í samfélaginu sem geri fólk ósátt með hlut sinn. „Ég tek stundum dæmi af Þorvaldi í Síld og fiski. Hann rak sín fyrirtæki og vann langan vinnudag á gólfinu í hvítum sloppi með sínu fólki. Þannig voru ríku mennirnir í gamla daga,“ segir Ingibjörg og finnst minna fara fyrir þessum manngerðum í dag, eða að kannski sé bara ekkert fjallað um þær. Hluthafar og hagsmunaaðilar En eiga þessi ofurlaun þátt í verðbólgunni sem menn óttast svo mjög í dag? „Ég veit ekki hvaða verðbólguáhrif þessi laun hafa sé það reiknað út, en sálfræðilegu áhrifin eru mikil því þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Ingibjörg og bætir við að umræðan um þessa hluti hafi í raun fyrst byrjað fyrir nokkrum árum síðan þegar menn fóru að sjá mánaðarlaunatölur skríða á annan tuginn í millj- ónum talið. Að mati Ingibjargar verða hluthafar fyrirtækj- anna að taka ákvarðanir sínar í meiri sátt við aðra hlutaðeigandi aðila. „Tilfinning mín er sú að þeir séu sífellt færri sem hafi hagsmuni sífellt fleiri í hendi sér. Það er nauðsynlegt að líta á heildarmyndina. Það eru ekki að- eins hluthafar fyrirtækja sem eiga eitthvað í húfi þegar kemur að rekstri þeirra. Það eru líka svokall- aðir hagsmunaaðilar sem eru laun- þegar, undirverktakar, birgjar, rík- isvaldið og í raun samfélagið í heild,“ segir hún. „Það er mikil umræða um allan heim um svokallaða félagslega ábyrgð fyrirtækja og fjárfesta. Ég tel að það þurfi að setja reglur um þessa ábyrgð, en að slíkar reglur þurfi að setja með þeim hætti að það verði umræða og sátt um þær.“ Hallærislegt að berjast á móti „Vandamálið í dag er hins vegar að það eru allir hræddir við að vera hallærislegir því það er flottast að allt sé frjálst og í bullandi útrás. Kannski er það nostalgía hjá mér, en mér finnst mun minni umræða fara fram um hvað sé rétt og hvað rangt heldur en var,“ segir Ingibjörg. En er ástæðulaust að óttast þá tilhneigingu fyr- irtækja að flýja flókin regluverk og setjast að þar sem mest frjálsræði ríkir? „Það liggja alltaf ein- hverjar hótanir í loftinu um að fara. Það getur líka vel verið að fyrirtæki geri það, og því er best að reglur á þessu sviði séu settar af Evrópusamband- inu. Hins vegar takmarkast heimur þeirra ekki við Evrópu og mörg þeirra leita því til Eystrasalts- ríkjanna, Indlands eða víðar þar sem síður er gætt að rétti launþega,“ segir hún. „Mér finnst spurning að hve miklu leyti sé hægt að „eiga“ fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu og ráð- stafa því án tillits til starfsfólks og annarra hags- munaaðila. Við höfum búið í fyrsta flokks sam- félagi þar sem tekið var tillit til slíkra atriða og þannig viljum við hafa það áfram. Í dag er verið að flytja töluvert af starfsemi til útlanda og af þeim sökum er mikið öryggisleysi innan margra fyr- irtækja. Eins eru margir erlendir starfsmenn á landinu og það er verið að þjarma að markaðs- launakerfinu,“ segir Ingibjörg og bendir á að mál- ið geti vissulega verið flókið. Er Ingibjörg er spurð að því hvað fleira mætti gera í baráttunni gegn þessari þróun segir hún einnig að auk reglna um samfélagslega ábyrgð mætti skerpa á reglum um eignatengsl fyrirtækja. Óeðlilegt viðhorf til kjarabaráttu Ingibjörg telur einnig að ástandið megi að hluta til rekja til þess hvernig viðskiptafræði og stjórn- un er kennd í háskólum. „Sumir háskólar á Íslandi hrósa í hástert viðskiptahugmyndum eins og þeim sem fyrirtækjakeðjan Walmart vinnur eftir. Þar er öllum starfsmönnum neitað um að vera í stétt- arfélögum og flestir ráðnir í hlutastörf til að óþarft sé að greiða tryggingar. Slíkt fyrirkomulag nálg- ast á köflum að vera þrælabúðir og þetta er nem- endum sagt að sé sniðugt. Það er verið að kenna þetta hér á landi þar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa oftar en einu sinni gert samninga sem hafa tryggt efnahagslegan stöðugleika. Við höfum eina ábyrgustu verkalýðs- hreyfingu sem fyrirfinnst en samt er sífellt verið að ala á tortryggni gagnvart henni.“ Spurð að því hvort hún telji verkalýðshreyf- inguna vera komna úr tísku segir Ingibjörg að það séu alltaf einhverjir sem haldi því fram. „Það hafa verið gerðir mjög góðir hlutir á síðustu 15–20 ár- um og hér hefur samstarf launþega og atvinnu- rekenda verið mjög gott, en að mínu mati er verið að grafa undan því starfi með þessum ofurlaun- um,“ segir hún. Tvöhundruðföld laun óhugsanleg Auk reglusetningar telur Ingibjörg að hugar- farsbreytingu þurfi til að ná sátt um málið. „Okk- ur finnst mikilvægt að tekið sé heildstætt á þessu. Fyrirtækin og ríkið bera ábyrgð og einnig fjöl- miðlar,“ segir hún og bendir á að nauðsynlegt sé fyrir fjölmiðla að taka þessa umræðu ekki út frá einni frétt í einu. „Við viljum ekki að talað sé um launin í dag, svo flutning á starfsemi á morgun og rifrildi um yfirráð innan fyrirtækja næsta dag, heldur að umræðan sé tekin heildstætt.“ Ég held að almenningi finnist þessi umræða hvorki hallærisleg né gamaldags. Það er ekkert vit í að meta einn starfsmann tvö hundruð sinnum verðmætari en annan þegar kemur að launa- greiðslum hjá fyrirtæki,“ segir Ingibjörg. „Ekki nema hann hafi fengið einkaleyfi á plasti eða eitt- hvað slíkt,“ bætir hún við og hlær. Varaforseti ASÍ vill skerpa á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja „Sífellt færri hafa hagsmuni sífellt fleiri í hendi sér“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir STJÓRN Faxaflóahafna og sveitar- stjórn sveitarfélagsins Hvalfjarðar- sveitar hafa ákveðið að beita sér fyr- ir því við forsvarsmenn Járnblendi- verksmiðjunnar að bætt verði úr þeirri reyklosun sem verið hefur frá verksmiðjunni síðastliðna mánuði. Forstjóri verksmiðjunnar segir að um skaðlausan reyk sé að ræða en unnið sé að því að leysa vandamálið. Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, segir að stjórninni hafi borist margar ábend- ingar um sjónmengun sem fylgi því þegar reykur er losaður frá Járn- blendiverksmiðjunni. Tíðni þessarar reyklosunar virðist hafa aukist upp á síðkastið og segir Björn Ingi að reykurinn sé býsna dökkur. „Við sáum ástæðu til að ræða þetta og það var samþykkt að fela hafnar- stjóra að ræða við forsvarsmenn Járnblendiverksmiðjunnar um hvernig megi bæta þetta.“ Öllum til hagsbóta að unnið verði að úrbótum Járnblendiverksmiðjan er við Grundartangahöfn sem tilheyrir Faxaflóahöfnum. Segir Björn Ingi að erfitt gæti orðið að laða að fjöl- breytta starfsemi til hafnarinnar ef ekki verði brugðist við núverandi ástandi. Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar, segir að sveitarstjórninni hafi einnig borist kvörtun vegna reyksins og ákveðið hafi verið að koma á fundi með forstjóra verksmiðjunnar vegna þessa. „Við höfum nokkrar áhyggjur af þessu eins og aðrir hér á svæðinu. Við viljum fá menn til að vinna að úr- bótum á þessu og það er náttúrlega öllum til hagsbóta, bæði Járnblendi- verksmiðjunni sjálfri og nágrönnum hennar,“ segir Hallfreður. Ingimundur Birnir, forstjóri Ís- lenska járnblendifélagsins, segir að það komi sér ekki á óvart að menn hafi áhyggjur vegna þessa og við- urkennir að reykmengunin hafi ver- ið meiri nú í ár en áður. „Við erum utan þeirra marka sem starfsleyfið veitir okkur en það hefur verið markmið hjá okkur að við séum langt innan við mörk starfsleyfis- ins.“ Engin efnamengun stafar af reyknum frá verksmiðjunni Hann segir að ráðist hafi verið í endurnýjun á klæðningum á bygg- ingum sem bæta eigi ástandið nokk- uð. Ljóst sé að endurnýja þurfi mikið af pokasíum í reykhreinsibúnaði og það verði gert nú í haust. Einnig hafi verið vandamál með rekstur eins ofns verksmiðjunnar en menn telji að búið sé að leysa það nú. „Okkur finnst mjög mikilvægt að leysa þetta vandamál því að við verðum fyrir nokkru tekjutapi vegna þess þar sem rykið í reyknum er söluvara,“ segir Ingimundur. Hann bendir sér- staklega á að engin efnamengun stafi af reyknum og hvorki mönnum, dýrum né gróðri stafi nokkur hætta af. „En auðvitað viljum við ekki valda neinni sjónmengun.“ Ljósmynd/Sigurður Bogi Mikinn og dökkan reyk hefur oft lagt frá Járnblendiverksmiðjunni. Sjónmengun verið mikil frá Grundar- tanga Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÞAÐ fylgir sumrinu að lögreglu- menn á reiðhjólum fara að sjást í höfuðborginni en Lögreglan í Reykjavík á fjögur reiðhjól sem reglulega eru notuð þegar tækifæri gefst til. Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að hjólin séu liður í sýnilegri löggæslu og lögreglan noti þau einkum við störf á útivistarsvæðum og hverfa- löggæslu. Eftir að afbrotum hafi far- ið að fjölga á svæðum sem þessum þótti rétt að nýta það úrræði sem reiðhjólin geta verið. Lögreglan vinnur einnig mikið kynningarstarf og daglega koma hópar skólabarna til Lögreglunnar í Reykjavík til að kynna sér starfsemi hennar. Í gær ræddu lögreglumenn við börn á Austurvelli frá samtök- unum Regnbogabörnum en heim- sókn þeirra til lögreglunnar er hluti af samstarfi Vinnuskólans í Reykja- vík og Öskjuhlíðarskóla. Morgunblaðið/Júlíus Hjólandi laganna verðir SKILTI, sem fyrir helgi var sett upp við veg í norðurdal Fljótsdals og gaf til kynna að vinnusvæði hæf- ist sjö kílómetrum áður en það raunverulega hefst, verður að lík- indum fært eða því breytt. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, odd- viti sveitarstjórnar Fljótsdals- hrepps, segir mönnum hafa þótt vera fulllangt gengið með tveimur merkingum við vegi vegna fram- kvæmda við stöðvarhús Kára- hnjúkavirkjunar í Fljótsdalnum. „Annars vegar hafði vinnusvæð- isskilti lent inni á heimreið og hins vegar var skiltið sem gaf til kynna lokaðan veg sem ekki er lokaður í raun. Það vantaði að sagt væri að vinnusvæðið byrjaði í raun ekki þarna, ef meiningin var að forða fólki frá því að lenda í stoppi. Sveitarstjórnin fór fram á að skiltið yrði fært að vinnusvæðinu eða því breytt þannig að skýrt yrði frá því að vinnusvæði væri framundan. „Ég held að það hafi góðfúslega átt að verða við því, þetta var kannski einhver ókunnugleiki eða hugs- unarleysi,“ segir Gunnþórunn. Skiltið verður fært eða því breytt LÖGREGLAN í Borgarnesi hand- tók í gær tvo menn við venjubundið eftirlit. Eftir að grunur vaknaði um fíkniefnabrot var leitað á mönn- unum og kom í ljós að annar þeirra hafði meðferðis fjögur grömm af ætluðu amfetamíni í veski sínu. Teknir með amfetamín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.