Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 22
                                               !       "    !  # $"%  "#  &  $  % % '      '(&)   % %$'   & %* Daglegtlíf ágúst T öluvert er um skipulagða dagskrá um verslunarmannahelgina. Að minnsta kosti 14 skipulagðar há tíðir hafa verið auglýstar ásamt fjölda annarra smærri hátíða og sam- koma víða um land. Sem fyrr eru það Vestmannaeyjar, Akureyri og Neskaupstaður sem eru með stærstu hátíðirnar og hafa þær tvær síðustu fest sig í sessi undanfarin ár á meðan Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið áfangastaður tugþúsunda Íslendinga í yfir hundrað ár. Athygli vekur að í ár, sem og nokkur fyrri ár, er það fjölskyldan sem er í fyrirrúmi hjá móts- höldurum og er lítið gert út á útihátíðir þar sem skemmtun ungs fólks er í fyrirrúmi, fyrir utan tónleika Sigur Rósar í Ásbyrgi á föstudagskvöld. Búist við vætu víðast hvar Útlit er fyrir að veðrið verði með skásta móti á Norðausturlandi að sögn Hrafns Guðmunds- sonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, en búist er við lægðagangi og rigningu yfir öllu landinu. Hrafn sagði að lægðin myndi koma yfir landið í hádeginu í dag og myndi byrja að rigna á vestur- og suðvesturhorni landsins. Víðast hvar verður úrkoma á landinu en skásta veðriðverður á Norðausturlandi. Hrafn sagði einnig að þegar skil fara yfir um helgina gæti hvesst duglega og benti hann fólki á að festa tjöld sín vel, sérstaklega í Vestmannaeyjum. Um hitastig sagði Hrafn hitann munu ná um 20 stigum þar sem veðrið yrði best, á Norðaust- urlandi. Einnig er hægt að fylgjast með veðrinu á mbl.is. Aukin umferðargæsla Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið að hert umferðareftirlit yrði við þjóðvegi landsins um helgina. Skipulagt hefur verið eftirlit víða um land þar sem bætast við tíu lögreglubílar. Jón sagði að hið aukna eftirlit myndi birtast í mörgum formum: „Það verður hraðaeftirlit og sérstakt eftirlit verður með ölvunarakstri. Í þeim tilvikum verður fjöldi manns stöðvaður til að kanna ástand og verður það viðbót frá því í fyrra,“ og má bú- ast við miklu og góðu eftirliti um landið. Jón sagði að umferðin gæti orðið mjög þung á föstudag og mánudag og taldi að best væri að fara af stað utan þessa tíma til að létta á umferðinni og vildi hann beina því til ökumanna að halda jöfnum hraða innan löglegra marka og benti hann á að það skilaði mestum afköstum og umferðin gengi betur fyrir sig og öruggar, en mikill hraðakstur og framúrakstur tefur og hindrar eðlilega umferð og stóreykur slysahættu. Fjölskyldan í fyrirrúmi Morgunblaðið/Eggert Stuðmenn ásamt Birgittu Haukdal koma fram á nokkrum stöðum um helgina.  VERSLUNARMANNAHELGIN | Mikið úrval útihátíða Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson | siggip@mbl.is ÞAÐ verður Neistaflug yfir Neskaupstað um verslunarmannahelgina, enda verður mikið um dýrðir í Norðfirði þegar Neistaflugshátíðin verður haldin í 14. skiptið. Páll Óskar, Í svörtum fötum, Skítamórall, Bjarni Tryggva ásamt BRJÁN, Out loud, Dich- milch, Darkness grows, Ofvirkni, Dvergarnir og Harmonikkufélag Norðfjarðar munu sjá um að skemmta hátíðargestum á kvöldin auk Queen sýningar en á daginn munu Gunni og Felix, Bárður og Birta, Hans dans og Hilda, Palla pera og Guffi banani, Benedikt búálfur, Tóti tannálfur og Sölvar súri ásamt munu skemmta yngri kynslóðinni yfir daginn. Ásamt fjölmörgum skemmtiatriðum verður keppt í Barðneshlaupi, dorgveiði, Neistaflugs- golfmót verður haldið auk firmakeppni í fót- bolta ásamt því að hjólreiðakeppnin Tour de Norðfjörður verður haldin. Leiktæki verða fyrir börnin og kajakleiga fyrir börn á öllum aldri. Enginn aðgangseyrir er inn á svæðið og er frítt á tjaldsvæði. Neistaflug í Neskaupstað í 14. skipti TENGLAR ................................................................... www.neistaflug.is FJÖLSKYLDUFJÖR verður á Úlfljótsvatni þó að ekki verði um formlega hátíð að ræða. Að venju verður Útilífsmiðstöð skáta opin al- menningi um helgina og benda mótshaldarar barnafjölskyldum sérstaklega á möguleikana sem staðurinn býður upp á, en börnum leiðist ekki á Úlfljótsvatni að sögn. Á svæðinu er skemmtilegt vatnasafarí þar sem börnin gösla í vatnaþrautabraut, bátaleiga með m.a. hjólabátum, kanóum, árabátum og kajökum er á svæðinu, klifurturninn verður reglulega opinn, golf- og minigolf brautir verða opnar, ýmsar þrautabrautir, aðstaða til boltaleikja, hoppukastalar, kassabílar auk þess sem hægt verður að renna fyrir fisk í vatninu. Frá svæðinu eru skemmtilegar gönguleið- ir, stórt útigrill er á öllum tjaldflötum og dög- unum lýkur með varðeldi að hætti skáta. Enginn aðgangseyrir er á svæðið en greiða þarf fyrir aðgang að tjaldsvæðinu, 600 krón- ur nóttin á mann, frítt fyrir 16 ára og yngri. Tilboð verður á helgargistingu. Fjölskyldufjör að hætti skáta á Úlfljótsvatni TENGLAR ................................................................... www.ulfljotsvatn.is EKKI eru allir tilbúnir að leggja land undir fót og skrölta í bíl eða flugvél þvert yfir land- ið og sofa í röku tjaldi bara til þess eins að skemmta sér. Borgarbúum og nærsveit- ungum verður óhætt að dvelja á höfuðborg- arsvæðinu þar sem veitingastaðir verða opnir að venju auk þess sem tónlistarhátíðin Inni- púkinn verður haldin fimmta árið í röð. Há- tíðin mun fara fram á Nasa og mun fjöldi inn- lendra sem erlendra hljómsveita koma fram. Þar ber hæst Television, Throwing Muses, Mugison, Ampop, Jeff Who, Speaker Bite Me, Solex, Jomi Massage, Jakobínarína, Mammút, Ghostigital, Jan Mayen, Hermigervill, Eberg ásamt fjölda annarra. Hátíðin mun fara fram á Nasa eins og áður segir og verður hægt að kaupa miða á öll kvöldin fyrir 5.900 krónur en aðgangseyrir fyrir stakt kvöld er 2.600. Innipúkar í höfuðborginni TENGLAR ................................................................... www.innipukinn.is MÖGULEIKARNIR á því að komast á sjens í Álfaborg um verslunarmannahelgina hljóta að vera gríðarlegir ef marka má nafn hátíðarinnar Álfaborgarsjens sem haldin verður á Borg- arfirði eystra. Vel hefur verið vandað við gerð dagskrár- innar og mun fjöldi skemmtikrafta og tónlistar- manna koma fram ásamt fjölbreyttum afþrey- ingaratriðum. Verður meðal annars keppt í Neshlaupi, fiskisúpuhádegi verður haldið, keppt verður í knattspyrnu á Hensonmótinu, Steinn Ármann fer með börnin í ævintýraför, útimarkaður verður á laugardeginum, hestaleiga verður fyr- ir börnin, elstu menn minnast rommsumarsins mikla þegar rommtunnurnar ráku. Á meðal tónlistarmanna og hljómsveita munu meðal annars Hundur í óskilum, Gunni Tryggva og Herdís Ármannsdóttir, Danshljómsveit Frið- jóns og KK koma fram um helgina. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina en greiða þarf fyrir aðgang að tjaldstæði. Álfaborgarsjens á Borgarfirði eystra FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Ein með öllu verður í sjötta skiptið á Akureyri í ár og að sögn há- tíðarhaldara hefur hátíðin fest sig í sessi sem langstærsta hátíðin um verslunarmannahelg- ina. Dagskráin er mjög vegleg að þessu sinni. Það eru Vinir Akureyrar sem standa fyrir há- tíðinni, en það er áhugamannafélag um að efla straum fólks til Akureyrar. Á meðal skemmtikrafta sem koma munu fram á hátíðinni eru Sálin hans Jóns míns, Skímó, Greifarnir, Land & Synir, Eurobandið, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Sent, Ína Idol og hljómsveit og Apollo. Haldnir verða unglingadansleikir í KA heimilinu þar sem Páll Óskar og Land & synir munu koma fram auk þess sem vegleg dagskrá verður fyrir börn. Þar munu meðal annars koma fram Tóti tannálfur og Jósafat manna- hrellir, Guffi banani og Palla pera og fleiri. Auk skipulagðrar dagskrár verður hægt að fara í Tívolí UK og Go Kart auk annarrar af- þreyingar. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina eða fyrir skipulagða dagskrá. Ein með öllu á Akureyri TENGLAR ................................................................... www.akureyri.is ÞAÐ verður fjölskyldu-flugkoma á Múlakoti um helgina en þetta er í 22. skiptið sem hátíð- in er haldin og er það Félag íslenskra einka- flugmanna sem hefur veg og vanda af hátíð- inni. Flugvöllurinn í Múlakoti er sunnan við þjóðveginn í Fljótshlíð (F-261) og er hátíðin ætluð flugmönnum, flugáhugamönnum í öll- um tegundum flugs ásamt fjölskyldum þeirra. Engin sérstök dagskrá verður á hátíðinni en ljóst er að fjöldi flugmanna og flugvéla verður á svæðinu og má búast við því að ein- hverjir flugmenn muni sýna listir sínar ef að- stæður leyfa. Keppt verður í TM lend- ingakeppninni á laugardaginn. Flugmenn geta lent vélum sínum á flug- vellinum og geymt þær á afgirtum stæðum á vellinum. Veitingasala verður einnig á svæð- inu þar sem hægt verður að kaupa ýmsar léttar veitingar. Flugmenn sem hyggjast fljúga á svæðið eru hvattir til að kynna sér umferðarreglur á Múlakoti en þær er að finna á vef Flugfrétta. Flugmenn og áhugamenn um flug í Múlakoti TENGLAR ................................................................... www.flugfrettir.is HARMONIKKUUNNENDUR hvaðanæva af landinu munu safnast saman um helgina í Ár- nesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en það er Harmonikkufélag Reykjavíkur sem stendur fyr- ir mótinu og er þetta í fjórða skiptið sem hún er haldin. Að sjálfsögðu verður harmonikkan í öndvegi í Árnesi, með tilheyrandi söng og dansi. Margir af bestu harmonikkuleikurum lands- ins munu koma fram um helgina m.a. Bragi Hlíðberg, Reynir Jónasson, Einar Guðmundsson og hljómsveit félagsins. Laugardags- og sunnu- dagskvöld munu dansleikir verða haldnir kl. 22 og munu hljómsveitir á vegum félagsins leika fyrir dansi fram á nótt. Í Árnesi er glæsileg aðstaða fyrir samkomur, stórt samkomuhús, góð tjaldaðstaða, sundlaug og verslun eru á svæðinu. Einnig verður mark- aður og harmonikkusýning starfrækt um helgina. Nú er lag hjá harm- onikkuunnendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.