Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 288. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is AF HERKÆNSKU FULLORÐIÐ FÓLK UM ALLAN HEIM LEIKUR SÉR AF ÁHUGA MEÐ HEIMAGERÐ MÓDEL >> 18 FLUGAN FLÖGRAÐ Á MILLI MENNINGARVIÐBURÐA HITTI MANN OG ANNAN >> 32 Dubai. AFP. | Mohammad múllah Omar, æðsti leiðtogi talibana í Afganistan, hótar að draga Hamid Karzai, forseta landsins, fyrir íslamskan rétt, ásamt því sem hann varar við hrinu ofbeldisaðgerða í landinu. Þetta kemur fram í skilaboðum eignuðum Omar til afgönsku þjóðarinnar sem birt voru á íslamskri vefsíðu í gær. „Þetta er fimmta árið í röð sem Afganist- an, okkar ástkæra land, er undir nýlendu- stjórn krossfaranna,“ er haft eftir Omar. „Í þetta sinn óskum við þér einnig til hamingju með ósigur og flótta krossfaranna […] Þeir nota alla miðla til að bera út lygar sínar […] En ég er viss um að þeir verða sigraðir líkt og Rússar og bandamenn þeirra,“ er einnig haft eftir talibanaleiðtoganum og þannig vísað til brotthvarfs Rússa frá Afganistan í lok níunda áratugarins, eftir hernám þeirra á árunum 1979 til 1989. Omar hótar hrinu árása í Afganistan Eftir Andra Karl andri@mbl.is HVALVEIÐAR í atvinnuskyni hóf- ust formlega aftur eftir 20 ára hlé þegar fyrsta langreyðurin af þeim níu, sem heimilt er að veiða, var dregin á land við mikinn fögnuð við- staddra á tíunda tímanum í gær- morgun. Á sama tíma gagnrýndi umhverfisráðherra Ástralíu veið- arnar harðlega og sagði þær ögrun við alþjóðasamfélagið. „Þetta hefur gengið eins og menn hafi verið að þessu stanslaust í ára- tugi. Þeir hafa engu gleymt,“ sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., eftir að búið var að draga hval- inn á land. Talið er að um tuttugu tonn af kjöti fáist af langreyðinni en það mun ekki teljast hæft fyrir íslensk- an markað og verður eflaust flutt út til Japans. Hvalur 9 hélt aftur til veiða um miðjan dag í gær og sagði Kristján bátinn verða á miðunum í birtingu. Hann segir veiðar halda áfram á meðan veður leyfir og ein- hver hvalur finnst. Ian Campbell, umhverfisráð- herra Ástralíu, gagnrýndi Íslend- inga harðlega í gær og sagði þjóðina sýna umheiminum fyrirlitningu með því að hefja hvalveiðar í at- vinnuskyni að nýju. Campbell sagði ekki hægt að taka Ísland alvarlega hvað varðaði umhverfismál héðan í frá og velti vöngum yfir því hvort Ísland gæti verið hluti af alþjóða- samfélaginu. „Það er greinilegt að þessi maður veit ekki neitt í sinn haus þegar hann talar um hvalveiðar,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra um gagnrýnina og reiknar hann ekki með að svara henni formlega. Ráðherra segir liggja fyrir að veiðar Íslendinga séu óralangt innan allra reglna um sjálfbærar veiðar. Fleiri gagnrýnisraddir heyrðust í gær, Alþjóðlegu dýraverndunar- samtökin segja Íslendinga ekki að- eins hafa blóðgað hreinan sjóinn í kringum landið heldur einnig al- þjóðlegt orðspor sitt og grænfrið- ungar fordæmdu veiðarnar. John Frizell, sérfræðingur þeirra í hvala- málum, sagði engar ákvarðanir þó hafa verið teknar um mótmælaað- gerðir. Fjallað var um veiðarnar í öllum helstu fjölmiðlum erlendis. „Þeir hafa engu gleymt“  Fjöldi fólks lagði leið sína í Hvalfjörð og fagnaði komu Hvals 9  Umhverfisráðherra Ástralíu segir Íslendinga ögra alþjóðasamfélaginu Morgunblaðið/RAX Dreginn upp Mikill áhugi var fyrir komu hvalveiðiskipsins Hvals 9 og ekki síður þeirri upplifun að sjá langreyðina skorna á planinu í Hvalstöðinni.  Stundin sem ég | Miðopna ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher gaf ekkert eftir í síðustu keppni sinni í formúlu 1 í Brasilíu í gær. Kom „Schumi“ fjórði í mark eftir að hafa sýnt gamalkunnugt keppn- isskap sitt á rauða Ferrari-fáknum eftir erf- iða byrjun. Frammistaðan nægði þó ekki Schumacher, sem er af mörgum talinn einn mesti íþróttamaður sögunnar, því helsti keppinautur hans og hugsanlegur arftaki, Spánverjinn Fernando Alonso, tryggði sér annan heimsmeistaratitil ökuþóra í röð með því að koma annar í mark. | Íþróttir Reuters Hrærður Schumacher með heiðursbikar sem knattgoðið Pele afhenti honum í gær. „Schumi“ með gamla takta FIMMTÍU ár eru í dag liðin frá uppreisninni í Ung- verjalandi sem Sovétmenn brutu á bak aftur með her- valdi. Fjöldi þjóðarleiðtoga verður viðstaddur minning- arathöfn um uppreisnina í Búdapest í dag, þeirra á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Blóðbaðið í Búdapest þótti til marks um þá stefnu stjórnvalda í Kreml að bæla niður allt andóf í lepp- ríkjum sínum, svo ægivald þeirra yrði tryggt. Um 2.800 manns voru drepnir þegar sovéskir skriðdrekar héldu inn í Búdapest og síðar voru nokkrir helstu leiðtogar uppreisnarstjórnarinnar teknir af lífi. Barátta Ung- verja og fórnarlund vakti víða aðdáun og virðingu. Athafnirnar í dag fara fram í skugga mikillar ólgu í ungverskum stjórnmálum. | 13 AP Tíminn líður Ungur drengur gengur hjá þar sem tveir götuleikarar sitja íklæddir búningum Rauða hersins í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gær. Hálf öld frá upp- reisn Ungverja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.