Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 16
Bjart er yfir kauptúninu Þórshöfn sem nú tilheyrir Langanesbyggð enda þótt aflasamdráttur hafi verið í loðnuveiðum á þessu ári en á þær veiðar stólar burðarásinn í atvinnulífinu, Hraðfrystistöð Þórshafnar. Fólki hefur ekki fækkað á Þórshöfn eins og í mörgum nálægum byggðum og uppbyggingarhugur í fólki. Morgunblaðið komst hins vegar að því að íbúarnir eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi í vegamálum. S agan segir að á mitt Langanes hafi hamar goðsins Þórs verið settur og höfn héraðsins nefnd eftir honum, Þórshöfn. Þórs- höfn stendur við austanverðan Lónafjörð, innsta hluta Þistilfjarðar, við dálitla vík. Þar er frá náttúrunnar hendi allgóð bátalending og hlé fyrir norðan- og norðaustanátt, sem er aðalhafáttin á þessum slóðum. Þykir bæjarstæðið fara vel í landslaginu og útsýni er mikið yfir Þistilfjarðarflóann, sveit- irnar, heiðalöndin, Þistilfjarð- arfjöllin og Langanesfjöllin. Kaup- túnið Þórshöfn var byggt í landi Syðra-Lóns. Þar hefur lífið alla tíð snúist að verulegu leyti um sjávar- útveg. Þórshafnarhreppur sameinaðist Skeggjastaðahreppi (Bakkafirði) í sumar. Björn Ingimarsson, sveit- arstjóri hins nýja sveitarfélags, Langanesbyggðar, segir ástandið á Þórshöfn nokkuð gott. „Að vísu hef- ur aflasamdráttur í loðnuveiðum sett strik í reikninginn varðandi rekstur Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar á þessu ári og því síðasta en það eru bara eðlilegar sveiflur sem menn þurfa að lifa við. Við höfum sem betur fer getað mætt þessu og fyrir vikið hefur atvinnuleysi ekki látið á sér kræla. Raunar þvert á móti, það hefur frekar vantað fólk til starfa.“ Björn segir frumkvæði áberandi hjá fólki á Þórshöfn, ekki síst ungu fólki. „Hér er fólk að fikra sig áfram í rekstri og þjónustu sem er mjög jákvætt. Nefni ég þar veit- ingarekstur og svo fyrirtækið Silki- prent og fána sem fjölskylda á Þórs- höfn keypti í fyrra og flutti frá Reykjavík til Þórshafnar. Þá er að fara af stað úti á Langanesi spæn- isvinnsla sem ungur maður, Ágúst Marinó Ágústsson, stendur fyrir. Þetta fólk horfir til lengri tíma. Upplifði maður ekki þetta hefði maður sjálfsagt meiri áhyggjur af málunum.“ Þjónustustigið tiltölulega hátt Björn segir að Þórshöfn hafi lent uppi á skeri með verslunarrekstur er Lónið lagði upp laupana fyrr á þessu ári. „Það hefur hins vegar ræst vel úr því enda mun stærri og öflugri verslun komin í staðinn, Samkaup.“ Þjónustustigið er tiltölulega hátt fyrir svona lítinn stað, að mati Björns. „Við höfum fjárfest í íþróttamannvirkjum og öðru og höf- um verið gagnrýndir töluvert fyrir það. Við svörum því hins vegar til að með þessu séum við að vinna for- varnastarf og ég er viss um að við höfum losnað við ýmsan vanda með því að gera þetta. Leikskólapláss eru næg og við höfum fjárfest í þjónustu fyrir aldraða með viðbygg- ingu við hjúkrunar- og dvalarheim- ilið. Þannig að staðan er ágæt.“ Björn segir samgöngur líka í góðu lagi en flogið er alla virka daga vikunnar til Þórshafnar og tveir flutningsaðilar koma daglega land- leiðina. „Okkar aðalvandamál er að það vantar iðnmenntað fólk. Það er t.d. vandræðaástand varðandi rafvirkj- un.“ Björn viðurkennir að skoðanir séu skiptar um sameiningu sveitar- félaganna, einkum Bakkafjarð- armegin. „Eins og gengur heyrir maður mest í fólkinu sem var á móti. Það tekur a.m.k. eitt til tvö ár að sameina svona sveitarfélög í eina samfélagsheild og það er heljarverk að vinna. En við erum reiðubúin að vinna það verk.“ Þegar horft er til framtíðar kveðst Björn vera bjartsýnn. „Með- an öflugt fólk er til staðar er ekki hægt annað en vera bjartsýnn. Auð- vitað höfum við orðið fyrir skakka- föllum gegnum tíðina og eigum eftir að verða það aftur. En við erum undir það búin. Það er fyrir öllu að tala ekki úr sér kjarkinn.“ Gott og duglegt fólk Brynhildur Halldórsdóttir hefur búið á býlinu Syðra-Lóni frá árinu 1958 en kauptúnið Þórshöfn var ein- mitt byggt í landi Syðra-Lóns. Hún segir mikla uppbyggingu hafa átt sér stað frá þeim tíma og fólki fjölg- að verulega. „Það voru innan við 300 íbúar þegar ég flutti hingað.“ Nú búa á Þórshöfn 420 manns. Rafmagnið kom ekki í Syðra-Lón fyrr en hálfu öðru ári eftir að Bryn- hildur kom þangað. „Það breytti óskaplega miklu. Annars var vatns- skorturinn lengst af erfiðastur en það eru ekki nema svona tíu ár síð- an þau mál komust í almennilegt lag. Svo hefur tíðarfarið líka breyst. Það er mun snjóléttara en áður, einkum síðustu tíu árin.“ Brynhildur segir gott og duglegt fólk búa á Þórshöfn og andrúms- loftið prýðilegt. „Reksturinn á hrað- frystihúsinu hefur að vísu verið erf- iður enda brestur í loðnu og síld en ég er sannfærð um að menn hafi það af með forsjálni og dugnaði. Vonandi kemur síldin aftur enda þótt það verði aldrei eins og það var. Það er erfiðara að selja afurð- irnar núna.“ Hún segir smábátaútgerð líka hafa dregist saman. „Ég man þá tíð að trillukarlar fóru á vertíð og kon- urnar urðu eftir með börnin. Þetta þekkist ekki lengur.“ Brynhildur segir þjónustu góða á Þórshöfn og ekki yfir mörgu að kvarta. Henni finnst þó þurfa betra gsm-símsamband. „Það er svo mikið öryggisatriði.“ Svo eru það samgöngumálin. „Flugsamgöngur eru í góðu lagi. Ég get gengið út á flugvöll sem ég kalla raunar „Brynhildarflugvöll,“ segir hún og hlær. „Það er verra með vegina. Ég vona að ég eigi eftir að ferðast yfir Öxarfjarðarheiði á mal- biki. Áratugum saman hef ég farið þessa sömu moldartroðninga. Það sést ekki í bílinn fyrir aur þegar maður stígur út úr honum í fína kjólnum sínum – með riðu.“ Hraðfrystistöð Þórshafnar er Morgunblaðið/RAX „Fyrir öllu að tala ekki úr sér kjarkinn“ Þórshöfn Texti | Orri Páll Ormarsson Myndir | Ragnar Axelsson 16 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.