Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 43 Sjáðu hvernig raunveruleikinn lítur út í sjónvarpi Hugsaðu stórt og sjáðu skýrt með HITACHI 42PD9700 42” HD ready plasma sjónvarpi. P IP A R • S ÍA • 6 0 4 3 7 • Upplausn 1024 x 1080 punktar. Yfir 1000 línur! • 68,6 milljarðar lita. Nýr 1080 punkta myndkubbur gerir myndina ótrúlega skarpa og góða. • 2 x HDMI / 3 x scart / Component / USB / tengi fyrir bassa og SD minniskortalesari. • Uppfyllir öll skilyrði til að vera HD ready og gott betur. • Rafdrifinn snúningsfótur. Glæsileg hönnun. Verð kr. 479.995 Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is www.raunveruleikasjonvarp.is HITACHI fæst hjá söluaðilum um land allt Fyrrum blaðafulltrúi Sir PaulMcCartney hefur komið tón- listarmanninum til hjálpar og segir að ásakanir Heather Mills séu illkvittnar lygar. Blaðafulltrúinn Geoff Baker starfaði fyrir Bítilinn í meira en 15 ár en McCartney rak hann úr starfi þegar það varð ljóst að Baker og Mills áttu ekki skap saman. „Ég starfaði fyrir hann á því tíma- bili sem hún heldur því fram að at- burðirnir hafi gerst. Ég sver við líf sonar míns að ég sá McCartney aldrei leggja hendur á Mills. Ásak- anir hennar eru ótrúlegar og til- komnar af illkvittni hennar í garð McCartneys.“ Í skilnaðarpappírum Mills sem láku til fjölmiðla kemur fram að árið 2002 þegar McCartney var á tónleikaferðalagi hafi hann gripið um háls Mills og ýtt henni yfir lítið borð. „Ef Paul greip í Mills þá er öruggt að ég hefði heyrt af því. Það voru 198 manns á þessu tón- leikaferðalagi og svona lagað hefði borist á milli allra eins og eldur um sinu.“ Spurður út í það atvik að McCartney hefði meinað Mills um að gefa dóttur þeirra brjóst, sagði Geoff að það gæti ekki passað:„ Hvað á hún eiginlega við? Það er ekki Paul líkt. Það er engin leið að hann myndi láta slíkt út úr sér. Þetta er sami maðurinn og ól upp þrjú börn með Lindu (fyrri eig- inkonu McCartneys). Breski leikarinn Daniel Radcliffesem er hvað þekktastur fyrir að leika töfradrenginn Harry Pot- ter mun stíga á leiksvið í London á næsta ári þegar verðlaunaleikritið Equus eftir Peter Shaffer verður sett upp. Að því er fram kemur í Newsweek tímaritinu krefst hlut- verkið meðal annars að hann komi fram nakinn. Í viðtali við tímaritið viðurkenndi Radcliffe að sumpart langaði hann til að rugla í þeirri ímynd af honum sem almenningur væri vanur. „Leikritið er mjög átakanlegt og krefst mikils af leik- urunum og ef mér tekst að komast klakklaust frá því – sem við vitum ekki enn hvort gerist – þá vildi ég að fólk hægði á sér og spyrði sig, „Ef til vill getur hann gert eitthvað ann- að en að leika Harry Pott- er.“ Í Equus mun Radcliffe leika ungan ráðvilltan strák sem ber kynferðislegar hvatir til hesta. Radcliffe var uppgötvaður fyrir sjö árum þegar hann mætti í áheyrn- arprufu fyrir hlutverki Harrys Potter. Bandarískileikarinn Nicolas Cage hefur sett heimili sitt í Bel-Air hverf- inu í Los Angel- es á sölu. Sölu- verð hússins er 35 milljónir Bandaríkjadala en það mun vera fimm sinnum hærra verð en hann greiddi fyrir húsið árið 1998. Húsið, eða réttara sagt höllin, sem er byggð í svonefndum Tudor-stíl, mun vera rúmlega 3.300 fermetrar að flatarmáli en þá eru talin með tvö gestahús. Á meðal þess sem má finna innandyra er leikherbergi, 50 metra sundlaug, leikhús, sýning- arherbergi og sérhannaður vínkjall- ari. Fyrri eigendur hússins eru með- al annarra leikarinn og söngvarinn Dean Martin og breski söngvarinn Tom Jones bjó þar í rúm 20 ár. Fast- eignaverð í Bel Air-hverfinu hefur hækkað um 90% á síðustu átta árum. Faðir malavíska drengsins sempoppdívan Madonna hyggst ættleiða, sagði í viðtali við Reuters- fréttastofuna að hann hefði aldrei ætlað sér að veita Madonnu leyfi til ættleiðingar, heldur aðeins leyfi um að hún æli hann upp. Faðirinn sem heitir Yoh- ane Banda sagði að Ma- donna hefði spurt sig hvort hann vildi að hún tæki strákinn að sér en ekki að hún gerði drenginn að sínum. Þykja þessi ummæli föðurins stinga í stúf við fyrri yfirlýsingar hans en hann sendi mannréttindasamtökum sem ætluðu að lögsækja Madonnu vegna ættleiðingarinnar, tóninn í síðustu viku. „Hefðu þeir sagt okkur að Ma- donna ætlaði sér að ættleiða son minn og gera hann að hennar eigin syni hefðum við ekki samþykkt það. Þá hefði það verið betra ef dreng- urinn hefði fengið að vera áfram á munaðarleysingjahælinu þar sem gat fætt hann.“ Reuters Fólk folk@mbl.is Reuters Frændi breska rokkarans PetesDohertys segir að Pete og ofur- fyrirsætan Kate Moss eigi von á barni,. Frá þessu greindi breska blaðið Sunday Mirror í gær. Segist frændinn tvisvar hafa rætt málið við Pete, sem hafi staðfest að Kate sé barnshafandi. Hún hafi farið í ómskoðun er hafi leitt í ljós að allt gangi að óskum. „Þau eru bæði himinlifandi og Pete virtist mjög spenntur,“ sagði frændinn, Phil Michels. Síðar í vik- unni ætli þau að greina opinberlega frá þessu. Sögusagnir hafa gengið í breskum fjölmiðlum um að Pete og Kate ætli að ganga í hjónaband. Kate er 32 ára og á fjögurra ára dóttur, Lilu Grace. Pete er 27 ára og á þriggja ára dótt- ur, Estile.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.