Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K MULTÍ VÍT inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. Dagleg neysla byggir upp og stuðlar að hreysti og góðri heilsu. HELLISHEIÐARVIRKJUN var formlega gangsett á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Virkjunin framleiðir nú 90 megavött af raf- magni en stefnt er að því að upp úr árinu 2010 framleiði virkjunin rúm- lega 300 megavött. Til samanburðar nota Reykvíkingar um 200 mega- vött nú. Einnig er stefnt að því að virkjunin anni eftirspurn höf- uðborgarsvæðisins eftir heitu vatni fram á þriðja áratug aldarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, gang- settu virkjunina í sameiningu en forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að virkjunin væri góður vitn- isburður um umhverfisvæna nýt- ingu auðlinda. Guðlaugur Þór Þórð- arson sagði að mikilvægt væri að tekist hefði að samtvinna aðalmark- mið virkjunarinnar, að útvega borg- arbúum ódýra orku sem einnig væri vistvæn. Þetta endurspeglaðist í þeirri staðreynd að allir stjórn- málaflokkar hefðu verið sammála um gerð virkjunarinnar, nokkuð sem væri sjaldgæft þegar um orku- öflun væri rætt. Guðlaugur benti einnig á að Ís- lendingar væru í forystu í heim- inum þegar kæmi að nýtingu jarð- varma. Mikilvægt væri að viðhalda þeirri stöðu og aukin áhersla á rannsóknir og þróun væri lyk- ilatriðið í því sambandi. Nefndi hann að þróun auðlindanýtingar á Hellisheiði hefði skapað vettvang til merkrar tilraunar í umhverf- ismálum en vísindafólk Orkuveit- unnar hefur í samstarfi við erlenda vísindamenn reynt að þróa tækni til að vinna koltvíoxíð úr andrúmsloft- inu og dæla því niður í jörðina þar sem það steingerist og veldur ekki gróðurhúsaáhrifum. Stefnt að því að virkjunin framleiði 300 megavött Framkvæmdir við Hellisheið- arvirkjun hafa gengið vel en þær hófust í mars á síðasta ári. Á laug- ardaginn voru tvær 45 megavatta aflvélar gangsettar en þær hafa verið keyrðar í tilraunaskyni und- anfarnar vikur. Þrátt fyrir að hér sé einungis um fyrsta áfanga virkj- unarinnar að ræða er fram- kvæmdum lokið við það sem kalla má kjarna hennar, þ.e. miðbygg- ingu, stjórnbyggingu, þjón- ustubyggingar, skiljustöðvar, meg- inveituæðar, vegakerfi og önnur helstu mannvirki. Stefnt er að því að heildar raforkuvinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar verði um 303 megavött og er gert ráð fyrir að þeirri framleiðslugetu verði náð á tímabilinu 2010 til 12. Vinnslugetan verður þá sambærileg Búrfells- virkjun en einnig má nefna að Kárahnjúkavirkjun mun framleiða 690 megavött þegar hún kemst í gagnið. Raforkunotkun Reykvík- inga allra er hins vegar um 200 megavött. Orkuveita Reykjavíkur reisir og rekur Hellisheiðarvirkjun og segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, að til að byrja með muni öll framleiðsla virkjunarinnar fara til nýstækkaðs álvers Norðuráls á Grundartanga. Á næsta ári er gert ráð fyrir að lág- þrýstivél verði gangsett við virkj- unina sem mun afla 33 megavatta af rafmagni sem Guðmundur segir að muni fara á almennan raf- orkumarkað í Reykjavík. Guðmundur segir að árið 2008 verði tvær nýjar aflvélar, sambæri- legar þeim sem verið var að gang- setja um helgina, settar í gang og loks muni tvær til viðbótar verða teknar í gagnið á árabilinu 2010 til 2012. Stóriðja mun notast við meiri- hluta framleiðslu Hellisheiðarvirkj- unar árið 2008 eða um 130 mega- vött en hinn almenni raforkumarkaður mun nota á milli 70 til 80 megavött. Auk raforku mun Hellisheið- arvirkjun í framtíðinni framleiða heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið en Guðmundur segir að þær áætl- anir muni að einhverju leyti haldast í hendur við stækkun þess og eft- irspurn borgarbúa eftir heitu vatni. Orka þess hitaveituvatns sem Reykvíkingar nota nú er um 900 megavött en áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur gera ráð fyrir að Hellisheiðarvirkjun muni fullkláruð framleiða um 400 megavött af varmamorku. Stefnt er að því að ár- ið 2009 muni virkjunin skila 133 megavöttum af varmaorku og 400 megavöttum um árið 2018 og anni eftirspurn eftir heitu vatni á höf- uðborgarsvæðinu til 2025. Sá áfangi að um helgina var sett í gang 90 megavatta raforkuframleiðsla er því einungis einn af mörgum við gerð virkjunarinnar en hún mun full- kláruð skila um 300 megavöttum af rafmagni og 400 megavöttum af varmaorku. Í ljósi þess hversu framkvæmdirnar vegna grunn- aðstöðunnar eru umfangsmiklar er þó um nokkurn áfanga að ræða. Orkan gjörnýtt Virkjunin er svipuð og Nesja- vallavirkjun í tæknilegri uppbygg- ingu en er þó tæknilega fullkomnari og ný gerð aflvéla er notuð sem tekur minna rými en áður hefur þekkst hér á landi. Lágþrýstings- vélin sem tekin verður í notkun á næsta ári er einnig nokkur tækni- nýjung en með henni má nýta betur orkuna sem eftir er þegar gufan sem notuð er til að knýja hinar hefðbundnu aflvélar hefur verið skilin frá. „Við munum nýta bor- holuvökvann sem eftir er þegar bú- ið er að skilja gufuna frá og nota hann síðan aftur í lágþrýstingsvél- inni og að lokum til að framleiða heitt vatn. Þannig nýtum við betur það sem borað hefur verið eftir,“ segir Guðmundur. Hann bendir einnig á að bortæknin sem notuð var við gerð virkjunarinnar sé um margt sérstök. Í stað þess að bora lóðrétt niður á mörgum stöðum á Hellisheiðinni hafi verið stefnubor- að út frá svæðum sem áður hafi verið raskað af mannavöldum. Al- gengt er á Íslandi að bora á ská niður í jörðina en Guðmundur segir að þetta sé í fyrsta skipti sem það sé gert með svo markvissum hætti og jafn oft frá sömu borsvæðunum. Með þessum hætti hafi mátt lág- marka jarðrask. Þá er jarðhitavatn- inu öllu skilað aftur niður í jarð- hitasvæðið með niðurdælingu á vökvanum en ekki leitt í lón. Kostnaður vegna Hellisheið- arvirkjunar til þessa, þ.e.a.s. fyrsta áfanga virkjunarinnar, er í kringum 15 milljarðar króna. Að sögn Guð- mundar gera áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur ráð fyrir að til og með 2009 muni fjárfesting vegna fram- kvæmdarinnar nema tæplega 50 milljörðum króna. Morgunblaðið/Ómar Varmaafl Gestum gafst tækifæri til að virða fyrir sér tækjabúnað virkjunarinnar. Tvær aflvélar voru gangsettar á laugardaginn. Hvor um sig afkastar 45 megavöttum en rafmagnið fer allt til nýstækkaðs álvers á Grundartanga. Mun stækka mjög á næstu árum Við gangsetningu Hellisheiðarvirkjunar sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að virkjunin væri góður vitnisburður um umhverfisvæna nýtingu auðlinda. Gunnar Páll Baldvinsson kynnti sér virkjunina, gerð hennar og umfang og varð margs vísari um framtíð- aráform Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. Gangsetning Guðmundur Þóroddsson, Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson gangsettu virkjunina í sameiningu. Sýnilegt Tekin var ákvörðun um að stöðvarhúsið yrði áberandi en því er ætlað að verða miðstöð fyrir ferðamenn sem vilja fræðast um jarðvarma. Gert er ráð fyrir 200 til 300 þúsund gestum á ári. Í HNOTSKURN »2005: Fyrsta skóflu-stungan tekin. » 2006: Tvær 45 megavattaaflvélar gangsettar. » 2007: Lágþrýstiaflvél semendurnýtir borholuvökv- ann tekin í gagnið. Fram- leiðslugeta 33 megavött. » 2008: Stefnt að því aðtvær 45 megavatta afl- vélar verði gangsettar. » 2010–2012: Lokaáfangiraforkuframleiðsluhluta virkjunarinnar lokið. » 2009: Varmastöð gangsettvið Hellisheiðarvirkjun – afkastar 133 megavöttum. » 2025: Stefnt að því aðvirkjunin nái að anna eft- irspurn höfuðborgarsvæðisins eftir heitu vatni til ársins 2025 og muni þá afkasta 400 mega- vöttum af varmaorku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.