Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2006 35 menning EITTHVAÐ er um það að leikhús- áhugafólk og menningarvitar furði sig á verkefnavali Leikfélags Reykja- víkur þetta leikárið. Það er að sönnu óvanalegt að jafn hátt hlutfall fyr- irhugaðra sýninga séu verk sem áður hafa sést hér á fjölum án þess að vera óumdeild klassík. En þetta þarf vita- skuld ekki að tákna ófrumleika eða listrænan kveifarskap. Og sjálfum þykir mér sérlega lofsvert þegar ís- lensk verk eru tekin til alvarlegrar endurskoðunar og bíð spenntur eftir því að sjá hvernig tíminn hefur leikið Dag vonar og söngleikinn Gretti, og ekki síður hvaða tökum nýtt fólk tek- ur þessi verk sem bæði þóttu spenn- andi á sinni tíð. Sama má segja um Amadeus, sem fór mikla sigurför um heiminn árin eftir frumsýninguna í London 1979. Peter Shaffer var þá þegar mikils- metinn og gríðarvinsæll höfundur, sem hafði sérhæft sig í að koma alvar- legu og oft næsta heimspekilegu efni fyrir í alþýðlegum sviðsbúningi sem sótti jöfnum höndum í smiðju hins vel smíðaða stofuleikrits og epíska leik- hússins hans Brechts. Shaffer málar á stóra striga, spyr stórra spurninga um stöðu mannsins í heiminum, um trúarþörfina, snilligáfuna en þó eink- um um þögn Guðs. Og hann kemur efni sínu til skila með spennandi sög- um, skýrri framsetningu og án þess að fela sig bak við torræðni eða til- raunamennsku. Framúrskarandi handverksmaður, kannski meira hrað- en djúpskreiður. Amadeus er skýrt dæmi um list Shaffers. Gamlar kjaftasögur um að- draganda að dauða Mozarts verða honum innblástur í verk um hinn skyldurækna miðlungsmann Salieri, sem þarf að bregðast við því áfalli sem snilligáfan sem býr í hinum óverðuga unglingi verður honum. Hvernig getur Guð gengið framhjá sínum dyggðuga þjóni og snert í hans stað jafn óuppdreginn og orðljótan náunga og Wolfgang þennan, sem aukinheldur umgengst snilligáfu sína eins og sjálfsagðan hlut? Svar Salieris er að rifta þeim sáttmála sem hann taldi sig hafa við almættið og helga sig því að leggja stein í götu Mozarts, og verða þannig óbeinn valdur að ótímabærum dauða hans. Fánýtt að sjálfsögðu, þar sem tónlistin lifir en sú sem Salieri setti saman gleymdist. Það verður að segjast eins og er að Amadeus hefur ekki elst vel. Vera má að þar spili inn í ósanngjarn en óum- flýjanlegur samanburður við kvik- myndaútgáfuna, en verkið virkar þunglamalegt og óþarflega langt. Þá er innbyggð þverstæða í form- hugmynd verksins sem tekst a.m.k. ekki að leysa farsællega í þessari sýn- ingu. Salieri er bæði aðalpersóna verksins, sá sem upplifir atburði þess og mótast af þeim, og jafnframt sögu- maður sem segir frá þessum sömu at- burðum í endurliti með tilheyrandi fjarlægð frá þeim. Hilmir Snær Guðnason nær sterk- ari tökum á sögumanninum en leik- persónunni í þessari uppfærslu, og sýningin rís hæst í flutningi hans á mögnuðu eintalinu þar sem Salieri segir Guði stríð á hendur fyrir svik hans við þjón sinn. Í blábyrjun heyrði ég reyndar ekki betur en það eimdi örlítið eftir af þýska hreimnum úr Ég er mín eigin kona í máli Hilmis, en það hvarf nú fljótt sem betur fer. Hins vegar þótti mér grunntúlkunin á persónunni, lögnin, ekki vera nógu hugsuð. Salieri er hér frá byrjun lýst sem frekar grunnhyggnum og hé- gómlegum manni, ekki því dygg- ðatrölli sem umhverfist í andstæðu sína. Dæmi: Þegar Salieri afræður að neyða Konstönsu konu Mozarts til að ljá sér blíðu sína var ekki annað að sjá á lögn senunnar en þar færi alvanur flagari, sem hann á ekki að vera. Mér þykir sem Stefán Baldursson hefði átt að gefa aðalleikaranum sínum færi á meira ferðalagi en hér er boðið upp á. Tveir nýliðar fást við hin stóru hlutverkin tvö. Víðir Guðmundsson gerir margt fallega í hlutverki Moz- arts, sérstaklega í síðari hlutanum þegar halla tekur undan fæti heilsu- fars- og fjárhagslega. Frá fyrstu tíð hefur það reynst leikurum sem glíma við þetta hlutverk erfitt að sannfæra leikhúsgesti um að þessi óþekkt- arormur með smábarnahúmorinn sé höfundur tónlistarinnar óviðjafn- anlegu, en það tekst Víði. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvort stífnin í hreyfingum hans framanaf var hluti af persónusköpuninni eða stafaði af óöryggi, en hvort heldur sem er þá var mér truflun af henni. Birgitta Birgisdóttir þótti mér sannfærandi Konstansa, með sterka nærveru og fallega innlifun. Sam- leikur þessara þriggja var heilt yfir prýðilegur. Ellert A. Ingimundarson gerði hreinræktaða skopfígúru úr keis- aranum, og ekkert nema gott um það að segja. Hirðmennirnir allir voru líka fremur skrípalegir, og það var einna helst Theodór Júlíusson í hlut- verki hins hjartagóða og þolinmóða frímúrara Van Swieten sem náði að skapa fullgilda persónu. Leikmynd Þórunnar S. Þorgríms- dóttur er þénug fyrir þetta flókna verk sem gerist á ótal stöðum þar sem hver senan flæðir inn í aðra, og staðsetningar og flæði sýningarinnar er myndrænt og kraftmikið hjá Stef- áni. Um áferð, litaskala og efnisval í leikmynd er ég ekki eins viss, hún minnti að þessu leyti stundum óþyrmilega á sviðsmynd úr Evr- óvisjón-forkeppni um miðjan níunda áratuginn. Búningar eru klassískir, en heldur þótti mér hinn frómi guðs- maður Salieri vera mikill sund- urgerðarmaður hér. Amadeus er ekki snilldarverk, hvorki leikritið sjálft né þessi upp- færsla. En það er þrátt fyrir allt for- vitnileg saga sem fjallar um mik- ilvæga hluti á aðgengilegan hátt, sögð af flinku fólki með öllum leikhúsmeð- ulunum. Ég er ekki viss um að leik- ritið hafi verðskuldað þessa endur- skoðun, en vitaskuld var aðeins ein leið fær til að ganga úr skugga um það. Verndardýrlingur meðalmennskunnar LEIKLIST Borgarleikhúsið – Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Peter Shaffer, þýðing: Val- garður Egilsson og Katrín Fjeldsted. Leikstjóri: Stefán Baldursson, leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, bún- ingar: Helga I. Stefánsdóttir, lýsing: Hall- dór Örn Óskarson, hljóð: Ólafur Örn Thor- oddsen, leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Leikendur: Birgitta Birgisdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir, Orri Huginn Ágústsson, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Theódór Júlíusson ogVíðir Guðmundsson. Borgarleikhúsinu 21. október 2006. AMADEUS Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Ómar Amadeus Shaffer málar á stóra striga, spyr stórra spurninga um stöðu mannsins í heiminum, um trúarþörfina, snilligáfuna en þó einkum um þögn Guðs. AÐ FAGNA hausti gæti virzt í meira lagi ófýlupokalegt og jafnvel andíslenzkt. Samt var það yfirskrift tónleika hins sex ára gamla Óp- erukórs Hafnarfjarðar í menning- armiðstöð bæjarins á miðvikudags- kvöld og raunar orð að sönnu, því sönggleði hins 53 manna kórs reyndist næsta smitandi. Og þó að fæstir söngfélaga væru lengur í þeim unglambaflokki sem nú þykir meðal frumatriða í ríkjandi æsku- dýrkun, og jafnvægi kynja þaðan af síður skárra en algengt er í dag með blönduðum kórum (t.d. aðeins 8 tenórar á móti 24 í sópran, er framkallaði stundum heyranlegan rembing í minnihlutanum), þá bætti téð sönggleði, ásamt kraftmiklum og safaríkum samhljómi, talsvert úr skák. Af hefðbundinni rómantískri dag- skrá að vera var lagavalið fjölbreytt og átti Jón Ásgeirsson flest atriði innlenda hlutans – Hjá lygnri móðu, Fyrirlátið mér úr Galdra-Lofti og valsinn Blómarósir. Fyrsta lag kvöldsins, Tveir fuglar e. Sigvalda Snæ Kaldalóns, virtist eiga svolítið sammerkt með brezkum dæg- urlögum Seinni heimsstyrjaldar en bar þó að mínu viti af Höfðingja smiðjunnar Björgvins Þ. Valdi- marssonar, þó að perla Karls O. Runólfssonar, Í fjarlægð, risi lang- hæst úr þeim þrenningi þrátt fyrir heldur sykraða kórundirsöngs- útgáfu. Einsöngvarar voru allir innan raða kórfélaga og skein þar bjartast sendivænn barýton Kjartans Ólafs- sonar (Í fjarlægð). Helga Magn- úsdóttir (Hjá lygnri móðu) og Björn Björnsson (Höfðingi smiðjunnar) stóðu sig einnig prýðilega og ekki sízt þær Jóhanna Ósk Valsdóttir og Margrét Grétarsdóttir í Bát- söngsdúett Offenbachs úr Ævintýr- um Hoffmanns. Hins vegar virtist Jóhann Kristjánsson full snemma á ferð með kóreinsöngsfrumraun sína í Vín borg minna drauma, enda röddin of óskóluð að svo komnu. Ítalskar óperur og þýzkar óper- ettur voru í forgrunni að íslenzka hlutanum loknum, fyrst með óþarft sjaldheyrða kvennakórnum O Pastorelle úr Giordano Chéniers. Patria oppressa! úr Macbeth Verdis var fremur þunglamalegur, en aftur á móti sópaði hressilega að Gli ar- redi festivi úr Nabucco. Syrpan úr Meyjarskemmu Schuberts í útsetn- ingu Þuríðar Pálsdóttur var sann- kallaður úrvalsblómavöndur, og Dónárvals J. Strauss skorti aðeins hin erkitýpísku framhægu <fi- >accelerandi<fn> til að ná ekta Vínarsveiflu. Prentdagskrá lauk með fýrugum Inngöngumars úr Sí- gaunabaróninum, og auðvitað linnti fyrst uppklappslátum eftir Húrra- kórinn úr Czardasfurstynjunni og stappvænan Radetzky-marsinn við að vanda traustan undirleik Peters Máté. Smitandi haust- fagnaður TÓNLIST Hafnarborg - Kórtónleikar Stjórnandi: Elín Ósk Óskarsdóttir. Peter Máté píanó. Miðvikudaginn 18. október kl. 20. Haustfagnaður Óperukórs Hafnarfjarðar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.