Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %             &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Staksteinar 67 Viðhorf 36 Veður 8 Bréf 40 Úr verinu 19 Minningar 42/50 Viðskipti 18 Myndasögur 60 Erlent 20/21 Dagbók 61 Höfuðborgin 24 Víkverji 62 Akureyri 24 Staður og stund 64/65 Suðurnes 25 Leikhús 58 Menning 22 Bíó 62/65 Daglegt líf 26/31 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 36/41 Veður 8 * * * Innlent  Margrét Sverrisdóttir hefur verið rekin úr starfi sem framkvæmda- stjóri þingflokks Frjálslynda flokks- ins og gert að hætta störfum 1. mars nk. Segist hún ekki vera í vafa um að uppsögnin eigi rætur að rekja til þess að hún hafi mótmælt rasískum hugmyndum Jóns Magnússonar og ætlar hún að leggja málið fyrir mið- stjórn flokksins. Margrét hyggst bjóða sig fram til þingsetu fyrir flokkinn á næsta ári. » Forsíða  Reykjavíkurborg hyggst láta skipuleggja 110 hektara atvinnu- svæði í Hólmsheiði við Suðurlands- veg. Verður byrjað að úthluta þar lóðum síðla árs 2007 eða í ársbyrjun 2008. Fyrirhugað svæði er á fjar- svæði B vegna vatnsverndar en Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs, segir að ekki þurfi að breyta aðalskipulagi vegna málsins. Nóg sé að fá samþykki um- hverfisráðs. » Baksíða  Ekki stendur til að auka tekjur ríkissjóðs af gjöldum á áfengi við þá kerfisbreytingu sem verður þegar virðisaukaskattur á áfengi og bjór lækkar í 7% en vínandagjald hækkar á móti, að sögn Árna Mathiesen fjár- málaráðherra. Frumvarp um breyt- ingarnar hefur verið lagt fram á Al- þingi. » Baksíða  Flugumferðarstjórar sóttu að- eins um 29 af 87 stöðum sem í boði voru hjá Flugstoðum ohf. Fyr- irtækið segist munu leitast við að tryggja flugumferðarstjórum sam- bærileg lífeyrisréttindi og þeir njóta nú. » 4 Erlent  Læknar Jegors Gajdars, fyrrver- andi forsætisráðherra Rússlands, segja að hann hafi veikst vegna eitr- unar og gefa í skyn að hún hafi verið af mannavöldum. Miklar vangavelt- ur eru Rússlandi um samsæri og að mál Gajdars tengist morðunum á fyrrverandi, rússneskum leyniþjón- ustumanni, Alexander Lítvínenko, í London í liðinni viku og blaðakon- unni Önnu Polítkovskaju. » Forsíða  George W. Bush Bandaríkja- forseti átti í gær fund í Jórdaníu með forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki. Fullvissaði Bush ráð- herrann um að Bandaríkjamenn myndu ekki kalla herliðið heim fyrr en „verkefni þeirra er lokið“. Bush lagði fast að Maliki að láta leysa upp vopnaðar sveitir sjíta-klerksins Muqtada al-Sadrs. » 20  Yfirmaður hers Fidjí-eyja hótaði í gær að steypa stjórn landsins yrði hún ekki við kröfum hans, m.a um að hætta við umdeild lagafrumvörp. » 21 föstudagur 1. 12. 2006 bílar mbl.isbílar Ný útgáfa af atvinnubíl frá Mercedes Benz sveigjanlegri en forverinn » 5 NÝR PAJERO ÖFLUGUR LOFTBÓLUDEKK ERU LEIÐ TIL AÐ MINNKA SVIFRYK >> 2 LAUSAGANGUR, GÍRKASSI OG DULARFULLIR SMELLIR >> 4                         Los Angeles. AP. | Neytendur munu ekki taka upp að nýju samband sitt við bensíndrekana, jafnvel þótt elds- neytisverð lækki að nýju. Þetta var niðurstaða Steve Wilhite, stjórnanda Bandaríkjadeildar bílaframleiðand- ans Hyundai, ı́ ávarpi á bílasýning- unni, sem var haldin í Los Angeles í þessari viku. Þessi orð virtust endurspegla þá strauma, sem greina mátti á sýning- unni og var til þess tekið að bíla- framleiðendur virtust keppast um að slá hver annan út með umhverf- isvænum bílum. Wilhite sagði að gerbreyting hefði orðið á hugsunarhætti neytenda og hún myndi verða til þess að styðja við bakið á næstu kynslóð umhverf- isvænna ökutækja, þar á meðal vetn- isbíla og lítt mengandi dísels. „Ég held að fram sé komin tilfinn- ing fyrir umhverfinu, vitund um loftslagsbreytingar,“ sagði hann. „Þær eru ekki lengur fjarlægt áhyggjuefni eða minniháttar atriði.“ Reuters Rennilegur Aston Martin V8 Vantage var sýndur í Los Angeles. Sambandinu við bensíndrekana lokið Endurblandaður Nýi hug- myndabíllinn frá Hondu var sýndur á bílasýningunni í Los Angeles. Hann ber heitið Remix. föstudagur 1. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Keflvíkingar steinlágu á heimavelli gegn Tékkunum >> 4 SVERRE Í GUMMERSBACH Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Silja komst í kynni við Devers í gegn- um fyrrverandi skólasystur í Clem- son-háskóla, Danielle Carruthers, en hún æfir undir stjórn Devers og eig- inmanns hennar. „Ég ætlaði nú bara að horfa á æf- ingu hjá Devers, svona rétt til þess að kynnast henni. Ég slapp ekki svo létt því Devers dró mig á æfingu og ég hljóp með henni. Allan tímann tal- aði hún og hvatti mig og sagði mér að hverju ég þyrfti að einbeita mér og þess háttar,“ sagði Silja í samtali við Morgunblaðíð í gær. „Þessi reynsla gaf mér mikið svo ég hef núna úr mörgum atriðum að vinna. Ég hitti Devers betur eftir jól þar sem hún ætlar að hjálpa mér með grindar- tæknina, það er ekki verra að fá hjálp frá þeirri bestu,“ sagði Silja ennfremur en hún hyggst áfram æfa undir yfirstjórn Pauls Doyles í Atl- anta eins og hún hefur gert meira og minna allt þetta ár. Doyle rekur stór- ar æfingabúðir fyrir frjálsíþrótta- menn í Atlanta og er þekktur sem einn fremsti frjálsíþróttaþjálfari Bandaríkjanna um þessar mundir. Þess má til gamans geta að hann var einkaþjálfari Guðrúnar Arnardóttur, Íslandsmethafa í 400 m grinda- hlaupi, síðasta árið fyrir ÓL í Sydney árið 2000. Æfingar hjá Devers eiga hins veg- ar að gefa nýtt sjónarhorn í grinda- hlaupi en Devers var á tíunda ára- tugnum í þrígang heimsmeistari í 100 m grindahlaupi. „Ég æfi þrjár til fjórar stundir á dag og stundum tek ég tvær æfingar á dag. Þannig að ég geri lítið annað en að æfa, sofa, borða og slappa af milli æfinga,“ segir þessa metnaðar- fulla frjálsíþróttakona sem ætlar sér að komast í fremstu röð í heiminum í 400 m grindahlaupi. „Ég fer aftur út til Bandaríkjanna eftir áramót, að loknu jólaleyfi. Þá fer ég aftur í æfingabúðir og keppi á nokkrum mótum, svo kem ég heim í febrúar og klára undirbúning minn heima fyrir Evrópumeistaramótið innanhúss í byrjun mars. Kannski skrepp ég á einhver mót í Evrópu fyrir EM. Þannig að það má segja að ég verði í ferðatösku mestan hluta ársins, flakka milli Íslands og Banda- ríkjanna – eða fram í júní, þá kem ég til Evrópu að keppa,“ segir Silja Úlf- arsdóttir, hlaupakona úr FH. Silja æfir hjá Gail Devers Morgunblaðið/Árni Torfason Í góðum málum Silja Úlfarsdóttir hlaupadrottning úr FH fær góða leiðsögn hjá nýjum þjálfara. SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, hefur undanfarna daga æft undir stjórn bandaríska ólympíu- og heimsmeistarans Gail Devers og þegið ráð varandi tækni við grinda- hlaup. Silja hefur verið á fimmtu viku við æfingar í Atlanta í Banda- ríkjunum og verður þar fram í byrj- un næstu viku að hún kemur heim. Silja heldur aftur utan eftir áramót og heldur þá áfram að æfa að hluta til undir stjórn Devers, sem var einn besti sprett- og grindahlaupari heims á síðasta áratug og vann þá m.a. til átta gullverðlauna á Ólymp- íuleikum og heimsmeistaramótum. Stefnan sett á EM innanhúss í mars HANNES Þ. Sigurðsson skoraði eitt marka danska liðsins Bröndby í gærkvöld þegar það lagði Hammarby frá Svíþjóð að velli, 3:1, í Skandinavíudeildinni í knatt- spyrnu, Royal League, á heimavelli sínum í Kaup- mannahöfn, frammi fyrir 5 þúsund áhorfendum. Með sigrinum stendur Bröndby vel að vígi í sínum riðli en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Hannes lék sinn fyrsta leik í nokkrar vikur eftir fjarveru vegna meiðsla. Hann kom Bröndby í 3:0 í upp- hafi síðari hálfleiks, fylgdi þá vel á eftir þegar markvörður sænska liðsins varði. Gunnar Þór Gunnarsson var í liði Hamm- arby en Pétur Hafliði Mar- teinsson sat á varamanna- bekknum.  Viktor Bjarki Arnarsson var í fyrsta skipti í leikmanna- hópi norska liðsins Lilleström sem vann góðan sigur á FC Köbenhavn, 1:0, í sama riðli. Viktor Bjarki varð löglegur með Lilleström í vikunni en hann kom ekki við sögu í leiknum. Hannes Þ. Sigurðsson Hannes skoraði gegn Hammarby EGGERT Magnússon til- kynnti formlega á stjórnar- fundi Knattspyrnusambands Íslands í gær að hann myndi láta af starfi formanns KSÍ á ársþingi sambandsins hinn 10. febrúar 2007. Á sama fundi tilkynnti framkvæmdastjóri sambandsins, Geir Þorsteins- son, að hann gæfi kost á sér í kjöri til formanns á árs- þinginu og er fyrstur til að gefa út slíka yfirlýsingu. Þetta var fyrsti stjórnar- fundur sambandsins um nokkurt skeið þar sem Egg- ert hefur verið upptekinn við kaup og yfirtöku á enska úr- valsdeildarfélaginu West Ham. Hann mætti ekki á fundinn í eigin persónu en tók þátt í honum gegnum síma frá London. Geir hefur verið fram- kvæmdastjóri KSÍ undanfar- in tíu ár og starfað hjá sam- bandinu frá árinu 1992. Hann var áður framkvæmdastjóri og einnig varaformaður knattspyrnudeildar KR. Geir hyggst ljúka störfum sem framkvæmdastjóri á árs- þinginu í febrúar, hvort sem hann verður kjörinn formaður eða ekki. Ekki liggur fyrir hvort um mótframboð verður að ræða en Steinar Þór Guð- geirsson sagði við Morgun- blaðið fyrir skömmu að hann hefði mikinn hug á að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Sjá viðtal við Geir á bls. 3. Eggert hættir og Geir býður sig fram „DRAUMURINN UM ATVINNUMENNSKU Í HANDKNATT- LEIK VAR ALGJÖRLEGA HORFINN HUGA MÍNUM “ >> 2 FRÁ HÖFUNDI DA VINCI LYKILSINS HRINGUR TANKADOS EFTIR DAN BROWN ÓUMDEILDUR MEISTARI HINNAR ÚTHUGSUÐU SPENNUSÖGU SELD Í MEIRA EN 1.000.0 00 EINTÖK UM ÓVEÐUR var víða um land í gær og slæmt ferðaveður. Afspyrnu vont veður var í Mýrdalnum og var björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal kölluð til hjálpar þegar þak- ið á Hótel Dyrhólaey fór að losna. Hótelið er í Mýrdalnum, um sjö km vestur af Vík. Alls fóru fjórtán liðs- menn björgunarsveitarinnar á vett- vang og tókst þeim að koma bönd- um á þakið, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýs- ingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ofsahryðjur á Steinum Á Steinum undir Eyjafjöllum er sjálfritandi veðurstöð og samkvæmt henni var þar mikið hvassviðri síð- degis í gær og sló snarpasta hviðan í 58 m/s. Þrír rafmagnsstaurar brotn- uðu við Þorvaldseyri og fór rafmagn af þar fyrir austan um tíma. Vara- rafstöð í Vík í Mýrdal var gangsett til að bæta úr rafmagnsleysinu. Sig- urjón Pálsson, bóndi á Steinum, sagði veðrið hafa verið mjög hart. „Þetta var mjög slæmt, svipað og á mánudaginn var. Það voru ofsahryðjur og ég held hann hafi verið harðari í dag en á mánudag.“ Sigurjón sagðist vel muna eftir viðlíka veðri og í gær, en það hefði þó ekki komið í nokkur ár. „Það buldi grjótið á húsunum. Ég ætlaði út um fjögur til hálffimm leytið en sneri bara við. Þá buldi grjóthríðin yfir mann,“ sagði Sig- urjón. Ekki lygndi fyrr en komið var myrkur og gat Sigurjón því ekki kannað í gær hvort óveðrið hefði valdið skemmdum á húsum og öðr- um eignum. Þó vissi hann að rúða hafði farið úr dráttarvél sem var á verkstæði hjá bróður hans. Hann vissi ekki til þess að skepnur hefðu beðið skaða af óveðrinu. Hvasst á vestanverðu landinu Í Öræfasveit fóru sterkustu hvið- ur yfir 50 m/s og hvasst var á Hvals- nesi. Þá var víða hvasst um vest- anvert landið, á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, í Staðarsveit og á Fróðárheiði. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi var mjög hvasst þar vestra, einkum á sunnanverðu nes- inu. Sterkasta vindhviðan við Hraunsmúla í Staðarsveit var um 50 m/s. Norðanmegin var líka leiðinda- veður. Ferð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs var felld niður í gær vegna óveðursins. Stórhríð var á Klettshálsi og ekk- ert ferðaveður þar að sögn lögregl- unnar á Patreksfirði. Björgunar- sveitin á Barðaströnd sótti þangað jeppa í gærkvöldi sem lent hafði í vandræðum vegna ófærðar og óveð- urs. Þá var skafrenningur á fjall- vegum á Vestfjörðum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stormur Björgunarsveitarmenn úr Víkverja í Vík búnir að festa niður þakið á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Óveður og ekkert ferðaveður víða um land Minnstu munaði að þak fyki af hóteli í Mýrdalnum og rafmagnsstaurar brotnuðu undir Eyjafjöllum Í HNOTSKURN »Nóvembermánuður endaðimeð illviðri víða um land, en veður hafa verið óvenju hörð í mánuðinum. »Sjálfvirkar veðurstöðvar íStaðarsveit, undir Eyja- fjöllum og í Öræfasveit mældu vindhviður yfir 50 m/s. »Ekkert ferðaveður var víðavegna óveðursins. M.a. féllu niður ferjuferðir yfir Breiðafjörð og akstursskilyrði voru slæm víða á fjallvegum. FRJÁLSLYNDI flokkurinn fengi 11% atkvæða ef kosið yrði til Alþing- is nú, samkvæmt könnun á fylgi flokkanna með þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 6 prósentustigum frá síðustu könn- un, en aðrir flokkar standa að mestu í stað milli kannana. Fylgi Frjálslynda flokksins mæld- ist nú 11%, og hafði það hækkað um sjö prósentustig frá síðustu könnun, sem unnin var fyrir mánuði. Sjálf- stæðisflokkurinn mældist með 43% fylgi í síðustu könnun, en mælist nú með 37%, sem þó er yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist nú með 25% fylgi og stendur í stað milli kannana, en er talsvert undir kjörfylgi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með 19% fylgi nú, en fylgið var 20% í síðustu könnun. Fram- sóknarflokkurinn stendur í stað með 8% milli kannana. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 52%, en samanlagt fylgi rík- isstjórnarflokkana er aðeins 45%. Könnunin var unnin dagana 25. október til 27. nóvember. 4.019 tóku þátt, og svarhlutfallið var 61%. Rúm- lega 18% þeirra sem tóku þátt í könnuninni tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa upp hvað þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Frjálslyndir með 11% fylgi Dregur úr fylgi við Sjálfstæðisflokkinn TÆPLEGA 24% landsmanna vita ekki hver er borgarstjóri Reykjavík- ur, eða telja að það sé einhver annar en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Tæp 44% Íslendinga eru ánægð með störf Vilhjálms sem borg- arstjóra, rétt innan við 46% eru hvorki ánægð né óánægð, og 11% sögðust óánægð með störf borg- arstjóra. Þegar aðeins er skoðað hlutfall Reykvíkinga sögðust 46% ánægð með störf Vilhjálms en 15% óánægð. Mikill munur var á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður og voru framsókn- armenn ánægðastir með borg- arstjórann. Könnun Capacent Gallup var unn- in á tímabilinu 8.–21. nóvember. Hringt var í 1.268 manns, og var svarhlutfallið 61%. Svarendur voru á aldrinum 18–75 ára af landinu öllu. 24% þekkja ekki Vilhjálm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.