Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri.“ Þetta er heiti bókar, sem ég rakst á fyrir skömmu, en ummælin munu höfð eftir Madeleine Albright, fyrstu konunni sem varð utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Bókin er eftir tvær sænskar konur, hinn þekkta skáldsagnahöfund og blaðamann Lizu Marklund og Lottu Snickare, ráðgjafa í stjórn- un. Í bókinni rekja Liza og Lotta hvernig komið er öðruvísi fram við konur en karla allt frá frum- bernsku, hvernig kynferðið vinnur gegn konum frá upphafi og þær nefna fjölmörg dæmi úr eigin lífi og annarra. Allar konur ættu að geta sett sig í spor þeirra, enda er þetta enginn nýr sannleikur, þótt bráðnauðsynlegt sé að hafa hann ávallt í huga. Þær taka dæmi af ýmsum rann- sóknum, til dæmis hvernig fólk kemur fram við kornabörn eftir ætluðu kyni þeirra. Börnin voru ýmist klædd í bleika eða ljósbláa samfestinga, óháð kyni, og svo var fylgst með viðbrögðum fólks. Og það féll allt í sömu gryfjuna, mælti blíðróma gæluorð við bleiku börnin, reyndi að róa þau og fá þau til að liggja kyrr, helst sofna. Bleiku börnin fengu mjúka dúkku til að halda á í fanginu. Bláu börn- in voru hins vegar hvött til að hjala og sprikla, fólk talaði við þau af ákefð og hárri röddu, tók þau upp og hampaði þeim. Og rétti þeim hringlu eða hrossabrest til að slá í og hrista. Mér sýnist sem þessi hegðun sé ekki bundin við viðbrögð fólks við smábörnum. Fullorðnar konur eiga helst að vera kyrrar, best að þær fljóti bara sofandi gegnum líf- ið, á meðan strákarnir hjala, sprikla og hafa hátt. Í formála bókarinnar segja þær Liza og Lotta: „Það er farið með konur sem annars flokks verur í Svíþjóð í dag. Við höfum verri möguleika en karlar á nær öllum sviðum. Sá sem heldur öðru fram lýgur. Þrátt fyrir gott gengi í kvenna- baráttunni lendum við alls staðar í því að þurfa að hlusta á bull um jafnréttið í þjóðfélagi okkar: Að konur hafi sömu möguleika og karlar og það sé bara undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. Ungar konur og eldri karlar fá sér í lagi mikið rými í fjölmiðlum þeg- ar þau láta í ljós þessa vanþekk- ingu sína. Þetta snýst nefnilega um van- þekkingu. Fólk sem ekki er búið að ná því að konur eru lægra sett- ar í þjóðfélaginu en karlar hefur ekki lesið sér almennilega til. Það talar án þess að hafa fast land undir fótum og rannsóknir sýna annað. Það þarf bara að kynna sér þær.“ Þótt höfundarnir tveir séu sænskir og fjalli um sænskt þjóð- félag, gæti bókin allt eins verið rituð um íslenskt þjóðfélag. Lakari staða kvenna en karla hefur lengi verið mér hugleikin, en tvennt vakti mig sérstaklega til umhugsunar um hana nýlega. Annars vegar var það ráðning í stöðu rektors Háskólans í Reykja- vík. Áður en arftaki Guðfinnu S. Bjarnadóttur var kynntur voru miklar vangaveltur um hver hreppti hnossið. Ég heyrði eldri mann segja eitthvað á þá leið, að það „þyrfti ekki endilega“ að ráða konu, því nú væri kona rektor við Háskóla Íslands. Í orðum hans lá að þar með hefðu konur fengið kvótann sinn. Þegar ég benti á að enn væri staðan nú ekki sú að konur hefðu með einhverjum hætti sölsað undir sig allar stöður sem fengur væri í var hann fljótur að draga þetta til baka. Því auð- vitað tók hann rökum, honum var bara eðlislægt að líta öðruvísi á málin. Svo var tilkynnt að Svafa Grön- feldt hefði fengið stöðuna. „Nú, önnur kona?“ voru fyrstu við- brögð margra. Á einni bloggsíð- unni sá ég mann velta því fyrir sér, hvort þarna væri að myndast hefð. Hefð? Að kona taki við starfi af konu? Öfugt við gömlu hefðina, þar sem karl tók ávallt við af karli? Eru menn kannski farnir að óttast að þetta valdi einhverjum usla? Guð láti gott á vita. Mig grunar reyndar að Svafa hafi ekki fengið starfið af því að nú séu uppi einhverjir nýir straumar í ráðningum. Ég hef ekki heyrt nokkurn mann halda því fram að þessi lektor við HÍ til margra ára og fyrrverandi aðstoð- arforstjóri Actavis sé ekki vel að starfinu kominn. Megi henni farn- ast sem allra best. „Óheppilega inngripið“ sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á að hafa gerst sekur um fyrir prófkjör flokksins á dögunum vakti mig líka til umhugsunar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerðist svo gróf, að mati sumra karla og áreiðanlega einhverra kvenna, að minna sérstaklega á að konur þyrftu að fá braut- argengi í prófkjörum. Hún mun vera þeirrar skoðunar að flokk- urinn þurfi að geta boðið fram sterka liðsheild, sem endurspegli ákveðna breidd, bæði út frá lands- hlutum en ekki síður út frá kynj- um. Ja, svei! Getur það mögulega verið hlutverk varaformanns stjórnmálaflokks að velta fyrir sér hvernig sá flokkur setur saman framboðslista? Sumir myndu nú ætla það. Ég fæ alla vega ekki skilið hvernig þetta getur verið óheppilegt inngrip varaformanns- ins og konunnar Þorgerðar Katr- ínar, sem hefur áreiðanlega tekið eftir því hversu skarðan hlut kon- ur hafa borið frá borði í próf- kjörum flokks hennar. Það skiptir engu máli, þótt reynt sé að fegra niðurstöður með því að benda á að konur hafi fengið 5 af 12 sæt- um, eins og gert var í Reykjavík, þegar 3 af þessum 5 lendu í þrem- ur neðstu sætunum. Ber Þorgerði Katrínu ekki skylda til að benda flokksmönnum á að velja svo á lista að þeir endurspegli þjóðfé- lagið, þjóðfélag karla og kvenna? Þar að auki veit hún áreið- anlega, að það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri. Staður í helvíti … » Getur það mögulega verið hlutverk varafor-manns stjórnmálaflokks að velta fyrir sér hvernig sá flokkur setur saman framboðslista? Sumir myndu nú ætla það. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir NOKKRAR umræður urðu á Al- þingi fyrir stuttu um endurbætur á Akureyrarflugvelli. Vegna sér- kennilegs málflutnings nokkurra þingmanna Norðausturkjördæmis tel ég nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir stöðu málsins. Akureyrarflugvöllur hefur um áratuga skeið þjónað Norðlendingum og öðrum lands- mönnum sem mik- ilvægur flugvöllur í innanlandsflugi ásamt því að vera einn af varaflugvöllum í milli- landaflugi. Er það ekki óeðlilegt þegar við höf- um í huga þær rætur sem íslensk flugsaga á í Eyjafirði. Flugvöllurinn og búnaður hans hafa uppfyllt nauðsynlegar ör- yggiskröfur og aðstaða flugfarþega og starfsmanna flugrekenda hefur sífellt farið batnandi. Á síðari árum hafa verið gerðar til- raunir til millilandaflugs frá Ak- ureyri sem hafa fært mönnum mik- ilvæga reynslu. Skilyrði hafa smám saman verið að skapast fyrir beinum flugferðum milli Akureyrar og ein- stakra borga í Evrópu. Reynslan, sem fengist hefur, sýnir að rétt er að taka ákveðnari skref í þessari teng- ingu Akureyrarflugvallar við útlönd. Undirbúningur er hafinn Til að svo megi verða þarf að leggja í nokkra fjárfestingu af hálfu samgönguyfirvalda. Ráðast þarf í umbætur sem snerta ýmis flug- tæknileg atriði og flugöryggi sem stuðlað geta að því að flugvöllurinn nýtist vel sumar sem vetur við erfið flugskilyrði eins og iðulega verða á okkar norðlægu slóðum. Undirbún- ingur þess er hafinn fyrir nokkru og er rétt að vekja athygli á því að sam- gönguráðuneytið, Flugmálastjórn Íslands og forráðamenn Akureyr- arflugvallar, með Sigurð Her- mannsson, umdæmisstjóra Flug- málastjórnar á Akureyri, í broddi fylkingar, hafa alla tíð lagt sig fram um að völlurinn væri jafnan búinn í samræmi við ýtrustu kröfur. Skipta má umbótum, sem ráðast þarf í á Akureyrarflugvelli, í tvennt. Annars vegar eru aðgerðir sem þeg- ar eru hafnar og unnar verða á næstu mánuðum. Þegar er byrjað að þétta net aðflugsljósa vegna aðflugs að vellinum úr suðri. Um leið er verið að undirbúa uppsetningu nýs stefnu- vita á Oddeyri sem þjónar aðflugi að vell- inum úr suðri. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki á fyrri hluta næsta árs og er kostnaður kringum 50 milljónir króna. Þá liggur fyrir að endurnýja þarf mjög bráðlega aðflugsratsjá vegna blindaðflugs sem gæti kostað kringum 250 milljónir króna. Jafnframt er nú beð- ið eftir niðurstöðu á svokölluðu áhættumati sem erlendir flugsérfræðingar vinna nú að og von er á í byrjun desember. Gert er ráð fyrir að með þeim ráð- stöfunum, sem að framan greinir og öðrum ákveðnum viðbótarráðstöf- unum, verði unnt að heimila blind- aðflug inn á Akureyrarflugvöll við lægri skýjahæð en nú er. Um leið verða flugmenn að uppfylla ákveðin skilyrði Flugmálastjórnar vegna að- flugs við þessar aðstæður. Er ekki við öðru að búast en að flugrekendur, sem stunda reglulegt flug um Ak- ureyrarflugvöll, muni sjá um að þjálfun og hæfni sinna manna stand- ist þær kröfur. Hins vegar þarf að ráðast í enn umfangsmeiri aðgerðir á Akureyr- arflugvelli sem er lenging flugbraut- arinnar. Lenging eykur nýtingarmöguleika Lengri flugbraut eykur möguleika á betri nýtingu í millilandaflugi þeg- ar þotur eru annars vegar. Við brott- för frá Akureyri til Evrópu er hent- ugast að þotur geti nýtt alla burðargetu sína og tekið nægilegt eldsneyti án þess að þurfa að milli- lenda. Í dag er þetta að mestu unnt þegar flugtak er til norðurs út Eyja- fjörðinn. Þurfi að stefna inn fjörðinn í flugtaki eru fjöllin ákveðin hindrun og takmarka burðargetu sumra millilandaþotna. Verði flugbraut lengd er unnt að ná meiri flugtaks- hraða sem eykur leyfilega burð- argetu flugvélanna. Lausleg kostn- aðaráætlun um lenginguna hljóðar uppá um 500 milljónir króna að með- talinni lengingu á endaörygg- issvæðum úr 60 metrum í 150 á hvor- um enda sem er óháð lengingunni. Þessi framkvæmd er ekki á gildandi samgönguáætlun sem Alþingi sam- þykkti. Lengri flugbraut mun auka rekstraröryggi allra flugrekenda um Akureyrarflugvöll til innanlands- flugs og millilandaflugs. Jafnframt geta millilandaflugvélar, sem hafa áfangastað í Keflavík, nýtt Akureyr- arflugvöll sem varavöll í flugáætl- unum sínum. Í dag er Egilsstaða- flugvöllur oftar fyrsti kostur og síðan Akureyri og flugvellir í Skot- landi. Í lokin er líka rétt að nefna að bæta þarf aðstöðu fyrir farþega, til dæmis með stækkun flugstöðvar, vegna aukinnar umferðar milli- landafarþega. Sömuleiðis þarf að stækka núverandi flughlað og gera ráð fyrir betri aðstöðu vegna tækni- legrar þjónustu við vélarnar. Með þessu verður framtíð Akureyr- arflugvallar enn betur tryggð í þágu íbúa og atvinnulífs, ekki síst ferða- þjónustu. Ég tel brýnt að unnið verði að þessum umbótum á Akureyr- arflugvelli á sem skemmstum tíma, en fjárframlög, sem Alþingi ákveður, ráða að sjálfsögðu framkvæmda- hraða í þessu stóra verkefni. Það þekkja þingmenn vel og ekki verður allt gert á sama tíma. Að lokum vil ég vekja athygli á því að Akureyr- arflugvöllur á mikið undir því að inn- anlandsflugið eflist áfram. Forsenda þess er að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík. Akureyrarflugvöllur verði varanleg tenging við útlönd Sturla Böðvarsson skrifar um framtíð Akureyrarflugvallar » Lengri flugbrautmun auka rekstr- aröryggi allra flugrek- enda um Akureyr- arflugvöll til innanlandsflugs og millilandaflugs. Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. ÉG LAS í Fréttablaðinu að stjórnvöld eru loksins sammála landsmönnum í einu máli: Það voru mistök að styðja innrásina í Írak. Strax í janúar 2003 voru að minnsta kosti 78% landsmanna andvíg því að Ísland færi á lista „staðfastra þjóða“. Þetta var m.a. niðurstaða Gallup- könnunar en samt tóku stjórnvöld þá ákvörðun að hlusta ekki á sína eigin þjóð. Formaður Framsókn- arflokksins, Jón Sig- urðsson, segir nú að stuðningurinn hafi verið rangur eða mis- tök, og að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um málefni Íraks hafi verið byggðar „á röng- um upplýsingum“. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Drífa Hjart- ardóttir, tók í sama streng þegar hún sagði að menn hefðu „tekið ákvörðun út frá þeim stað- reyndum sem þá lágu fyrir“. Mín skoðun er sú að hvort upp- lýsingar voru rangar eða réttar skiptir ekki höfuðmáli – það var samt ólýðræðislegt að fara gegn vilja þjóðarinnar með því að styðja stríðið. Það er mesta „staðreyndin“ í málinu, og var hunsað eins og það skipti ekki máli. Þetta mál undir- strikar hversu brýnt það er að Ísland framfylgi sjálfstæðri utanríkisstefnu. Ís- land getur alveg skrifað undir, eða neitað að skrifa und- ir, samninga við önn- ur lönd sem snúast um viðskipti, um- hverfismál og líka varnarmál. Það eina sem Ísland þarf virkilega að varast er að vera haldið fast inni í „allt eða ekkert“-samn- ingum þar sem önnur ríkisstjórn, hvort sem það eru Bandaríkin eða ESB, ræður för. Önnur lexía úr Íraksmálinu er að varnarframtíð Íslands þarf að vera í höndum þjóðarinnar sjálfr- ar. Það er þjóðin sjálf sem ræður hvaðan varnarþjónusta kemur, hvernig hún er uppbyggð og hvort hún á yfirleitt að vera til staðar frá öðrum ríkjum. Það get- ur verið að friðsöm þjóð eins og Íslendingar ákveði nú að við þurf- um ekki bein tengsl við erlenda herþjónustu. En það er brýnt að þjóðin, og ekki leynihópur innan ríkisstjórnar, taki þessa ákvörð- un. Að lokum er mikilvægt að muna að friðsöm og hlutlaus þjóð er miklu öruggari en styrjald- aglöð lönd, og Ísland er ein frið- samlegasta þjóð heims. Sjálfstæð utanríkisstefna, sem er í höndum íslensku þjóðarinnar, mun gera okkur miklu öruggari en hvaða varnarsamningur sem er. Tímabær sjálfstæð utanríkisstefna Paul F. Nikolov fjallar um utan- ríkismál og stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið »… friðsöm og hlut-laus þjóð er miklu öruggari en styrjald- aglöð lönd, og Ísland er ein friðsamlegasta þjóð heims. Paul F. Nikolov Höfundur er frambjóðandi í forvali VG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.