Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 30
daglegt líf 30 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Leiksýning Brynju Bene-diktsdóttur, Ferðir Guð-ríðar, hefur farið sigurförum heiminn og fetað í fót- spor hinnar víðförlu Guðríðar Þor- bjarnardóttur sem leikritið er byggt á og raunar ferðast víðar en hún. Leikritið hefur verið sýnt í ell- efu Evrópulöndum, víða í Banda- ríkjunum og Kanada, á Filipps- eyjum í Asíu og nú í haust fór hópur Brynju til Kólumbíu í Suður- Ameríku á alþjóðlega leiklistarhátíð og þótti svo einstök upplifun að leikstjórinn er á því að fara þangað aftur. Verkið skrifaði Brynja á ensku árið 1997 en var fyrst sýnt 1998 í Dublin á Írlandi og hlaut strax af- skaplega góðar viðtökur, í Irish In- dependant mátti lesa að þetta væri „sýning sem allir yrðu að sjá“. Átta leikkonur hafa farið með hlutverk Guðríðar og nú er Brynja að vinna verkið upp á nýtt á íslensku og munu Íslendingar fyrst fá að sjá það flutt á móðurmálinu í upphafi næsta árs. Hún nýtur þar liðstyrks hinnar fjölhæfu leikkonu Valdísar Arnardóttur sem hefur þegar getið sér gott orð fyrir túlkun á þýsku og ensku útgáfunni. „Við lékum fyrir fullu húsi í hálf- an mánuð í Dublin og þetta var að- allega leikhúsfólk sem mætti. Á sýningum okkar í Kanada í mörgum borgum og bæjum komu áhorf- endur sem voru margir hverjir vel að sér um Ísland og sumir að kynna sér sögu forfeðra sinna – og var hálfgerð nostalgía í gangi. Í Nuuk á Grænlandi lékum við á ensku fyrir framhaldsskólanemendur og há- skólafólk en Grænlendingar vildu að sýningin hefði tvískipt hlutverk: annars vegar að þjálfa nemendur í ensku og hins vegar hnykkja á sögu þeirra, um Grænlendinga og Íslend- inga í fornöld. Í fyrra sýndum við svo verkið á þýsku í nokkrum borg- um í Þýskalandi við góðar und- irtektir,“ rifjar Brynja upp, „og til Kólumbíu vildi ég komast aftur. 700 manns sóttu eina sýninguna og var það almenningur sem skildi lítið í ensku. Það var svo ánægjulegt að sjá að fólkið meðtók alveg sýn- inguna því hún er mjög myndræn, það fylgdist með öllu án þess að skilja tungumálið. Því fannst þessi sýning koma sér mikið við vegna tengsla hennar við landkönnuðinn Kólumbus sem landið er nefnt eftir þrátt fyrir að hann hefði aldrei komið þangað.“ Borgin Santa Marta var útnefnd samkvæmt nýjum lögum leiklist- arborg Kólumbíu á þessari al- þjóðlegu leiklistarhátíð og leikhóp- urinn frá Íslandi talinn eiga stærstan þátt í þeim heiðri sem eina leikhúsið frá Evrópu en enginn ann- ar leikhópur þaðan hafði fyrr treyst sér að heimsækja Kólumbíu vegna þess óorðs sem fer af landinu um dráp og gíslatöku á útlendingum. „Þjóðin er að hreinsa sig af þessari ímynd en leikhópurinn var settur undir vernd hersins. Mikil fátækt og atvinnuleysi hrjáir almenning en eiturlyfjabarónar og óþjóðalýður í þeirra þjónustu ríkja í fjöllunum. Við urðum aldrei vör við áreiti en kynntumst vel þessu lífsglaða og gestrisna fólki og dönsuðum með því um götur. Menningin lifir í dansinum og fjörugri músíkinni hvað sem á dynur,“ lýsir Brynja. Höfðar til allra „Af allri þessari reynslu sé ég að leiksýningin virkar alls staðar, hverjir sem áhorfendur eru, þetta er ekki landkynning heldur hreint og klárt leikhús. Sem höfundur og leikstjóri hef ég svo mikil forrétt- indi að geta fylgst með viðbrögðum óskaplega ólíks fólks. Ég tek sjálf alltaf þátt í sýningum, t.d. í sam- bandi við hljóð eða ljós. Hingað til hef ég ekki selt sýningarréttinn á verkinu, kannski vegna þess að leikstjórnin spilar geysilegt hlut- verk í útkomunni.“ Mikill fjöldi hef- ur séð Ferðir Guðríðar annaðhvort í Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22 í Reykjavík eða á erlendri grund. Ferðin heldur áfram. Brynja og Erlingur Gíslason, eiginmaður hennar, og Seylan ehf. ætla að vinna heimildarmynd um Ferðir Guðríðar á næsta ári og er hún hugsuð sem eins konar fléttusaga þar sem lífs- og ferðasaga Guðríðar í sýningunni fléttast inn í ferðalög leikhópsins sjálfs vegna sýning- arinnar. „Það er áríðandi að halda áfram ferðalaginu þótt ég vildi gjarnan hætta en við erum farin að fara á svo fjarlægar slóðir að það er orðið erfitt að fjármagna þetta. En eiginlega neyðist ég til að halda áfram til að geta unnið myndina og þá hefði ég viljað dreifa leikkon- unum á löndin, þar nýt ég krafta leikkvenna eins og hinnar ensku Caroline Dalton sem býr hérna og er að leika í Best í heimi í Iðnó. Hún fer til Tasmaníu með mér ef við þiggjum boð þangað. Það yrði lengsta ferðalag Guðríðar til þessa.“ Sólveig Simha sem lék Guðríði í París á eftir að sýna fyrir frönsku- mælandi fólk í Kanada og eins er í farvatninu að æfa Eddu Mac Kenz- ie, íslenska leikkonu búsetta í Tor- onto, fyrir sýningar þar. Gott leikhús kynnir sig sjálft „Við ætlum til Pakistans, músl- imalands, og þar verður sérstakt að sýna þetta verk um kristna for- móður okkar Íslendinga í sátt við heiðið umhverfi sitt. Ástandið í heiminum hefur svo lítið breyst frá tímum Guðríðar, hremmingar fólks eru ekkert ósvipaðar þeim sem hún gekk í gegnum, baráttan við nátt- úruöflin, pestir og hungur, erjur milli kynþátta og trúarbragða, svo dæmi séu nefnd. Í verkinu er hún sættir manna og velur friðinn,“ seg- ir leikstjórinn Brynja. Velgengni sýningarinnar er sér- stök í ljósi þess að hún hefur aldrei haft neinn umboðsmann, valið er úr boðum sem berast frá þeim sem hafa séð sýninguna hér heima eða erlendis. „Ef ég myndi leggja mig í líma við að koma Ferðum Guðríðar á framfæri þá myndi sýningin aldr- ei stoppa.“ Lifandi dæmi þess að gott leikhús kynnir sig sjálft. Undir vernd hersins í Kólumbíu Ferðir Guðríðar í leik- stjórn Brynju Benedikts- dóttur hafa farið vítt og breitt um heiminn rétt eins og kvenhetjan Guð- ríður Þorbjarnardóttir. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir hlýddi á ferðasögu Brynju. Leikhópurinn Björn Gunnlaugsson, Ingvar Þórisson, Erlingur Gíslason, Brynja Benediktsdóttir og Valdís Arnar- dóttir (sitjandi) á leið til Santa Marta í Kólumbíu, Suður-Ameríku, á alþjóðlega leiklistarhátíð, með leiktjöld og kvikmyndavélar í tveimur kistum. Þau komust ekki á leiðarenda fyrr en eftir 40 klukkutíma.                     !       " # $    %  &    '  !    ()* + ,- '. /  0   1  % 2 3    4 +25   675+    7   * "  *     "  $    # 8    - -  9 2 !"    +  5 *    #- 3     thuridur@mbl.is BEINT bak í 90 gráða vinkli frá sitjanda er ekki æskileg stelling við skrifborðið, samkvæmt rann- sóknum sem skoskir og kanadískir vísindamenn hafa gert og Aften- posten greinir frá. Vísindamennirnir notuðu nýja tækni við að taka myndir af hrygg- súlu 22 manneskna. Skoðaðar voru þrjár mismunandi setstellingar þeirra. Í fyrsta lagi hölluðu þær sér fram við skrifborðið, í öðru lagi sátu þær með bakið í 90 gráðu vinkli og loks hölluðu þær sér aft- ur í um það bil 135 gráður. Á með- an rannsökuðu vísindamennirnir álagið á hryggsúluna og bakvöðv- ana. Niðurstaðan var sú að 90 gráða stellingin hafði mesta álagið í för með sér en hryggurinn hvíld- ist mest við að honum væri hallað aftur. Er bent á að í þeirri stell- ingu fái hryggurinn á sig form sem komist einna næst S-laginu sem honum er eðlilegt þegar stað- ið er. Best að halla aftur AP Setið Beinu baki í 90 gráðu vinkli fylgir mesta álagið. heilsa Davíð Hjálmar Haraldsson orti áárlegum laufabrauðsdegi stór-fjölskyldunnar: Allan daginn önnum kafinn var, iðjusamur hérna gat ég setið og laufabrauðið lostafagurt skar. Leiftursnöggt að kveldi það var etið. Hálfdan Ármann Björnsson Hlégarði tekur undir með Davíð Hjálmari: Maðurinn yrkir á við tvo, – andsvar lítið stoðar –, laufabrauð úr leirnum svo lipur sker og hnoðar. Kristján Bersi Ólafsson hefur ólíkan smekk og skrifar: „Ég er ekki að norð- an heldur að vestan og kynntist ekki laufabrauði fyrr en á fullorðinsárum, og þótti það þá, satt að segja, heldur bragðdaufar kræsingar. Um langt skeið hef ég að vísu þurft að narta í laufa- brauð á jólunum vegna mægða og ann- arra tengsla við Norðlendinga, en ég háma það ekki í mig.“ Hann yrkir: Lítið ég er fyrir laufabrauð; lít á það sem platkökur. En mér finnst ég hafa eignast auð ef ég kemst í flatkökur. Af laufabrauði og flatkökum pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ KRUMPAÐ andlitið í speglinum ætti að kæta okkur því hrukk- urnar eru hluti af varnarkerfi okkar gegn krabbameini. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum danskra samtaka sem berjast gegn sjúkdómnum og Berlingske Tidende greinir frá. Af og til fer eitthvað úrskeiðis í einni af mörgum milljörðum frumna líkamans. Þá kemur varnarkerfi hans að góðum not- um. Stundum drepur það hina skemmdu frumu strax en í öðrum tilfellum er fruman send á eins konar hvíldarheimili, sem kemur í veg fyrir að hún breytist í krabbameinsfrumu. „Við það verður fruman skyndilega gömul á skömmum tíma og liggur svo árum skiptir án þess að hún bregðist við einu né neinu í lík- amanum. Að lokum deyr hún,“ segir Torben Falck Ørntoft, pró- fessor við sjúkrahúsið í Skejby. Þó að fruma sé send í hvíld kemur engin önnur í hennar stað og það skilur eftir ákveðin spor. Þetta leiðir til þess að húð manna lendir í erfiðleikum með að end- urnýja sig og hrukkur myndast. Af sömu ástæðu gróa sár hægar eftir því sem fólk eldist. „Ef öldrunin væri ekki til stað- ar myndu frumurnar þróast yfir í krabbameinsfrumur en þær ein- kennast einmitt af því að fjölga sér hratt. Ef einhver uppgötvaði aðferð til að halda húð og líkama ungum væri hætta á að þar með yrði fótunum kippt undan varn- arkerfi líkamans og hætta á krabbameini myndi aukast. Þannig að valið stæði milli krabbameins og aldurs,“ bætir Ørntoft við. Öldrun hamlar gegn krabbameini Reuters Elli Hrukkur eru af hinu góða. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. Sími 0045 3297 5530 • Gsm 0045 2848 8905 • www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.