Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÆKNAR OG LYFJAFYRIRTÆKI Það er orðið tímabært og nauð-synlegt að læknar skeri á öllhagsmunatengsl við lyfjafyrir- tæki. Fyrst og fremst fyrir þá sjálfa. Á undanförnum árum hafa verið vaxandi umræður um hagsmuna- tengsl lækna og lyfjafyrirtækja. Fyrst og fremst vegna einhvers kon- ar fræðslufunda sem lyfjafyrirtækin efna til fyrir lækna til þess að kynna þeim ný lyf. Umbúnaður þessarar fræðslustarfsemi lyfjafyrirtækjanna er hins vegar með þeim hætti að þar er um annað og meira að ræða en fræðsluna eina. Í Morgunblaðinu í gær var t.d. skýrt frá því að Geðlæknafélag Ís- lands hygðist efna til jólafundar í „samvinnu við“ lyfjafyrirtækið Eli Lilly. Læknar verða að átta sig á því, að þessi hagsmunatengsl vekja spurn- ingar hjá sjúklingum þeirra, alvar- legar spurningar um, hvort í ein- hverjum tilvikum sé verið að halda lyfjum að sjúklingum af öðrum ástæðum en tilefni er til. Og þótt læknarnir séu áreiðanlega alsaklaus- ir í þeim efnum er það mjög erfitt fyr- ir þá sjálfa að standa frammi fyrir slíkum grunsemdum vegna einhvers konar samvinnu þeirra við lyfjafyr- irtæki. Þess vegna eiga læknarnir að skera á þessi tengsl að fullu og öllu. Vilji lyfjafyrirtækin halda uppi fræðslu- starfsemi vegna nýrra lyfja geta þau auðveldlega gert það án þess að bjóða læknum til útlanda í því skyni með því sem tilheyrir. Lyfjafyrirtækin geta sett upp slíka kynningu hér án þess umbúnaðar, sem vakið hefur of mikið umtal hin seinni ár. Það er engin ástæða fyrir læknana að kalla yfir sig gagnrýni af þessum toga. Þeir geta haldið sína jólafundi án þess að lyfjafyrirtæki komi við sögu og þeir geta kynnt sér ný lyf án þess að það sé gert með þeim kostn- aðarsama hætti, sem lyfjafyrirtækin hafa beitt sér fyrir. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að félagið og samtök framleiðenda frumlyfja á Ís- landi hefðu gert með sér samkomulag um að virða sameiginlega yfirlýsingu fastanefndar evrópskra lækna fyrir hönd læknastéttarinnar og Samtaka lyfjaiðnaðarins í Evrópu. Samkvæmt þeirri yfirlýsingu mega lyfjafyrir- tækin standa fyrir og styrkja lækna- fundi en slíkir fundir verða að hafa skýrt fræðsluinnihald. Sigurbjörn sagði jafnframt: „Það kemur ekki til greina að hagsmuna- aðilar kosti félagsleg fundarhöld.“ Er ekki nokkuð ljóst að jólafundur Geðlæknafélags Íslands stenzt ekki þær kröfur, sem þarna er vísað til? Hitt er svo annað mál, að það er spurning hvort nægilega langt er gengið í því samkomulagi evrópskra lyfjafyrirtækja og evrópskra lækna, sem hér er vísað til. Samkvæmt orðanna hljóðan er ljóst að lyfjafyrir- tækin hafa býsna mikið svigrúm gagnvart læknunum. VIÐRÆÐUR UM VARNIR ÍSLANDS Skyndilega er komin mikil hreyfingá viðræður um varnarmál Ís- lands. Á fundum með Valgerði Sverr- isdóttur utanríkisráðherra tóku ut- anríkisráðherrar og embættismenn frá Danmörku, Noregi, Kanada og Bretlandi vel í tvíhliða viðræður við Íslendinga á næstunni. Viðræður við Norðmenn munu hefjast fyrir jól eins og þegar hafði verið ákveðið og fyrsti fundurinn með Dönum verður vænt- anlega einnig í þessum mánuði. Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bret- lands, kvaðst hafa hug á að koma til Íslands í janúar eða febrúar, en engin tímasetning er komin á viðræður við Kanadamenn. Eins og Geir H. Haarde forsætis- ráðherra sagði í ræðu sinni á fund- inum í Ríga er það áhyggjuefni að eft- ir brottför varnarliðsins sé Ísland eina ríkið innan NATO þar sem ekk- ert eftirlit sé í lofti eða viðbúnaður á friðartímum. Þetta skipti bæði Ísland og bandalagið allt máli því að eins og framkvæmdastjóri NATO hefði sagt í öðru samhengi væri loftrými banda- lagsríkjanna ein heild. Geir lýsti ánægju með samkomulagið við Bandaríkjamenn um varnir á hættu- tímum, en sagði að eftir stæði þörfin fyrir eftirlit og viðbúnað á friðartím- um. Sagði Geir jafnframt að Íslend- ingar myndu taka málið upp í fasta- ráði NATO. Það er því ljóst að nú verða örygg- ismál Íslands bæði tekin upp í tví- hliða viðmælum við nokkur grannríki Íslendinga og á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins. Eins og kom fram í Morgunblaðinu um liðna helgi hafa embættismenn innan NATO gert ráð fyrir því að Íslendingar tækju málið upp á vettvangi bandalagsins og einnig yrði það gert sjálfkrafa í reglubundinni endurskoðun loftvarn- armála. Umfjöllun um þessi mál er því komin í eðlilegan farveg. Það er hins vegar ekki ljóst hver niðurstaða þessara viðræðna verður. Hitt verður aftur á móti að teljast víst að Íslend- ingar munu verða að leggja sitt af mörkum til eigin varna. „Auðvitað getum við ekki lengur ætlast til þess, eins og við höfum gert áratugum saman, að aðrir standi straum af öll- um okkar vörnum,“ sagði forsætis- ráðherra í samtali við Ólaf Stephen- sen aðstoðarritstjóra í Morgun- blaðinu í gær. „Það er ekki eðlileg krafa lengur og þess vegna erum við tilbúin að verja í þessi mál heilmikl- um peningum.“ Þegar Bandaríkjamenn fóru frá Ís- landi með varnarliðið skapaðist tómarúm. Það verður ekki fyllt að kostnaðarlausu. Það er eðlilegt að Ís- lendingar leggi sitt af mörkum til eig- in varna. Það er einnig eðlilegt að Ís- lendingar leggi til heildarinnar. Öryggi Íslands og annarra aðildar- ríkja NATO verður ekki aðeins tryggt heima fyrir, það verður einnig tryggt á fjarlægum slóðum. Viðræður um öryggi Íslands eru komnar á skrið og þær munu einnig kalla á umræður um framlag Íslands, bæði til eigin varna og varna heildarinnar. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Íslendingar og Jakútar getalært mikið hvorir af öðr-um, segir Egor Spiridono-vich Shishigin, for- stöðumaður Þjóðminjasafns Jakútíu, sem er hérað í Síberíu sem tilheyrir Rússlandi. Hann segir að Jakútar sjái mikil tæki- færi í samstarfi við Íslendinga. Shishigin kom hingað til lands að beiðni yfirvalda í Jakútíu í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að kynnast íslenskri menningu og eiga fundi með for- stöðumanni íslenska Þjóðminja- safnsins. Hins vegar kom hann hingað til lands til þess að veita Kjuregej Alexandra Argunova viðurkenningu fyrir ötult starf í þágu samskipta Íslands og Jakútíu. Shishigin fundaði með Mar- gréti Hallgrímsdóttur þjóðminja- að sig á því hversu margt Jak og Ísland eiga sameiginlegt. Bæði séu harðbýl lönd á nor urslóðum sem búi við erfiða ve áttu. Þjóðirnar séu báðar fá- mennar, Jakútar eru um 420 þúsund talsins og dreifast um gríðarstórt landflæmi, eða um milljónir ferkílómetra, sem er þrjátíu sinnum stærra landsvæ en Ísland. verði í vikunni og ræddu þau um mögulegt samstarf sinna safna. Í samtali við Morgunblaðið segir Shishigin að hann hafi m.a. lagt til að söfnin skiptust á sýningum, í Þjóðminjasafni Íslands yrði haldin sýning tengd jakútska hestinum og í staðinn myndi Þjóðminjasafn Íslands senda sýn- ingu tengda landinu til Jakútíu. Bauð þjóðminjaverði í heimsókn Til að liðka fyrir slíku sam- komulagi bauð Shishigin Mar- gréti í heimsókn til Jakútíu næsta sumar, þar sem hann segist von- ast til að skrifað verði undir samninga um sýningar. Shishigin segir að áhugi Jakúta á Íslandi eigi rætur að rekja til einnar manneskju, Kjuregej Alexöndru Argunovu, sem flutti hingað til lands frá Jakútíu fyrir fjórum áratugum. Eftir að hún hafi sest hér að hafi Ísland kom- ist á kortið í Jakútíu og menn átt- Ræddu samstarf milli Kjuregej Alexandra Argunova fékk viðurkenningu fyrir ötult starf í þágu samskipta Íslands og Jakútíu Handverksfólk Egor Spirido minjasafns Jakútíu, segir Jak Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is F ram til ársins 2003 var lögfræði við Háskóla Íslands kennd í fimm ára samfelldu námi sem lauk með emb- ættisprófi í lögfræði. Það ár var náminu skipt í þriggja ára grunnn- nám sem lýkur með BA-gráðu og tveggja ára nám sem lýkur með meistaraprófi, þ.e. mag. jur. gráðu. Jafnframt hefur und- anfarin ár verið boðið upp á al- þjóðlegt meistaranám í þjóðarétti og umhverfisrétti. Til þessa hefur meistaranámið verið almennt í þeirri merkingu að nemendur gátu valið sér val- greinar eftir áhugasviði en ekki hefur verið boðið upp á skilgreind áherslusvið, ef frá er talið al- þjóðlega meistaranámið. Þetta breytist næsta haust en þá munu nemendur sem hafa lokið BA- gráðu í lögfræði, geta valið um að taka námskeið á einhverri af tíu áherslusviðum til meistaraprófs. Skilyrði er að nemendur taki a.m.k. 30 einingar á einhverju þessara sviða en alls er námið 60 einingar. Að öðru leyti geta þeir valið sér námsgreinar eftir áhuga og hvernig þær falla að þeirra sér- hæfingu. Páll Hreinsson, deildarforseti lagadeildar HÍ, segir að með því að bjóða upp á þessi tíu áherslu- svið sé nemendum gefinn kostur á að auka sérhæfingu sína. Íslenskt samfélag verði sífellt flóknara og atvinnulífið kalli eftir sérhæfingu á flestum ef ekki öllum sviðum. Þar að auki sé mikilvægt fyrir nemendur að hafa í huga að eftir því sem lögfræðingum fjölgi því mikilvægari verði sérhæfingin. „Menn spyrja ekki um lögfræð- inga með almenna þekkingu held- ur spyrja þeir um hvernig þeir hafi sérhæft sig,“ segir Páll. Hvergi geti nemendur sérhæft sig betur en í lagadeild HÍ. Gjörbylting á tíu árum Um aðdragandann að þessum breytingum á meistaranáminu segir Páll að árið 1995 hafi gagn- gerar breytingar hafist í lagadeild, bæði hvað varðar innihald náms- ins sem og kennsluaðferðir. „Ég held að það hafi orðið gjörbylting á lagadeildinni á tíu árum og þetta er ein varðan á langri leið,“ segir hann. Á árunum fyrir 1995 hafi deildin að nokkru leyti setið eftir vegna fjárskorts sem hafi orðið til þess að breytingar áttu sér ekki stað í allnokkur ár. Samkeppni milli lög- fræðideilda sem hófst árið 2001 hafi síðan flýtt fyrir þróun sem þegar var hafin innan deild- arinnar. Páll minnir á að árið 2003 hafi miklar breytingar orðið í laga- deildinni þegar náminu var skipt í BA-nám og meistaranám en það var gert í samræmi við Bologna- yfirlýsinguna um nám á há- skólastigi. Í grunnnáminu sé lö mikil áhersla á kjarnagreinar l fræðinnar, s.s. aðferðafræði, lö skýringar og réttarheimildir se og önnur grunnfög sem þeir æt að stunda lögfræði verði að kun til hlítar. Þetta mikla og kröfu- harða BA-nám myndi grunninn sérhæfingu og rannsóknarteng meistaranámi. Óvissa ef ekki er rannsaka Einn þeirra sem sat í undirb ingsnefnd vegna breytinganna Róbert R. Spanó, nýskipaður p fessor við lagadeildina. Hann s að sérhæfingin í meistaranámi muni ekki eingöngu koma nem endum til góða heldur sé þess einnig vænst að hún gefi kenn- urum kost á að sinna rannsókn á sínu sérsviði betur. Það verði an til þess að aukið framboð ve á námsefni. Aðspurður hvort b þurfi við starfsmönnum vegna þessara breytinga segir Róber deildin þurfi á fleiri starfsmönn að halda til að sinna kennslu. S mikilli kennsluskyldu hlaðið á h skólakennara hljóti það að bitn rannsóknum viðkomandi. Róbert bendir á að helsti sty ur og sérstaða lagadeildar HÍ s að fastráðnir, akademískir star menn sinni að langmestu leyti kennslu í grunnáminu en í öðru Boðið verður upp á tíu ný áherslusvið í meistaranámi vi Sérhæfing sífellt m Morgunblaðið/ÞÖK Breytingar Prófessorarnir Róbert R. Spanó og Páll Hreinsson, for seti lagadeildar HÍ, segja kröfur aukast um sérhæfingu lögfræðing Næsta haust hefst kennsla á tíu nýjum áherslusviðum til meistaraprófs í laga- deild Háskóla Ís- lands. Kennsla við deildina hefur gjör- breyst sl. 10 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.