Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18, lau. frá kl. 10-16 og sun. frá kl. 13-17 • Pelskápur • Rúskinnskápur • Ullarkápur • Leðurkápur • Úlpur • Ullarsjöl • Hanskar og húfur Mörkinni 6, sími 588 5518. Í jólapakkann fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna EMBÆTTISMAÐUR í japanska sjávarútvegsráðuneytinu segir eng- ar lagalegar hindranir í sambandi við það að selja hvalkjöt frá Íslandi til Japans. Hins vegar myndu Japanir þurfa að gera ýmsar ráðstafanir vegna slíks innflutnings, meðal ann- ars að koma upp genabanka til að koma í veg fyrir smygl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra seg- ir að það séu ekki stjórnvöld sem stundi hvalveiðarnar, þau gefi út leyfi til veiðanna til einkaaðila og það sé mál hvalveiðimanna hvort og hvert þeir selji afurðir sínar. „Ekkert formlegt erindi um inn- flutning hefur borizt,“ segir japanski embættismaðurinn í viðtali við fréttastofu Reuters í gær. Samtalinu við embættismanninn er skotið inn í viðtal við Valgerði sem er í opinberri heimsókn í Japan. Í viðtalinu leggur ráðherrann áherzlu á að það séu ekki stjórnvöld sem stundi hvalveiðarnar. Þau gefi aðeins út leyfi til veiðanna til einkaaðila. Það sé því mál hval- veiðimanna hvort og hvert þeir selji kjötið. Valgerður segir að hvalveið- arnar séu byggðar á vísindalegum grunni og séu hluti af stefnu stjórn- valda um sjálfbæra nýtingu hafanna. „Íslendingar eru fiskveiðiþjóð og hvalastofnarnir sem við erum að nýta eru ekki í neinni hættu. Við tök- um 0,0% af langreyðarstofninum og 0,2% af hrefnustofninum,“ segir Val- gerður m.a. við Reuters. Spurð um alþjóðleg mótmæli gegn veiðunum, segir Valgerður að mót- mælendur þurfi meiri upplýsingar. Málið sé á alltof tilfinningalegum nótum. Þá segir hún að Alþjóðahval- veiðiráðið hafi framtíðarhlutverki að gegna en verði að einskorða sig við vísindi í stað tilfinninga. Opinber heimsókn Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra til Japans hófst í gær en tilefni hennar er 50 ára afmæli stjórnmálasam- bands ríkjanna. Átti utanríkisráð- herra meðal annars hádegisverðar- fund með utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, þar sem rædd voru tví- hliða samskipti ríkjanna og mögu- leikar á gerð tvíhliða viðskiptasamn- inga, s.s. fríverslunar-, tvísköttunar- og loftferðasamninga. Fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu að einnig hafi verið ræddir sameiginlegir hagsmunir ríkjanna á sviðum alþjóðamála, umhverfismála og hvalveiða. Þá fóru ráðherrarnir yfir sameiginlegar áherslur ríkjanna varðandi endurbætur á stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna og framboð Ís- lands til setu í öryggisráði SÞ. Enn- fremur ræddu ráðherrarnir mögu- leika á auknu samstarfi Japans og Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þá átti utanríkisráðherra í gær- morgun fund með Yoshio Mochizuki, aðstoðarsamgönguráðherra Japans, þar sem m.a. var rætt hvernig fjölga mætti japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands og gerð tvíhliða loft- ferðasamnings milli ríkjanna. Engar lagalegar hindranir vegna innflutnings hvalkjöts til Japan Valgerður Sverrisdóttir ræðir við ráðherra utanríkismála og samgöngumála í Japan Í HNOTSKURN » Valgerður Sverrisdóttirutanríkisráðherra er stödd í Japan í opinberri heimsókn í tilefni af 50 ára afmæli stjórn- málasambands ríkjanna. » Í gær fundaði hún með utanríkisráðherra Japans um tvíhliða samskipti og sameiginlega hagsmuni ríkjanna. » Meðal þess sem var til um-ræðu voru hvalveiðimál.Ráðherrar Valgerður Sverrisdóttir fundaði með japönskum ráðherrum ígær, þar á meðal Yoshio Mochizuki aðstoðarsamgönguráðherra. LÖGREGLAN í Keflavík hefur sleppt úr haldi tveim mönnum sem grunaðir eru um alvarlega líkams- árás á mánudagskvöld með því að hafa ráðist inn á mann í íbúð hans við Kirkjuveg og misþyrmt honum. Maðurinn var einsamall í íbúðinni þegar ráðist var inn og árásar- menn úðuðu á hann táragasi og veittu honum skurðáverka á lík- ama. Honum var komið undir læknishendur á slysadeild en meintir árásarmenn voru hand- teknir í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Við yf- irheyrslur lögreglu hafa þeir neit- að allri aðild að málinu en hafa réttarstöðu sakborninga við rann- sókn málsins. Ekki var talin ástæða til að krefjast gæsluvarð- halds yfir þeim en rannsókn heldur áfram. Hinir grunuðu hafa komið við sögu lögreglunnar áður vegna ýmissa mála. Ekki er ljóst hver til- gangur árásarinnar var. Fleiri hafa ekki verið handteknir. Grunaðir í árásarmáli en neita sök HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur viðurkennt bótaskyldu Landspít- ala – háskólasjúkrahús vegna líkams- tjóns sem sjúkraliði varð fyrir er hann var að færa sjúkling úr hjólastól yfir í venjulegan stól í endurhæfing- arstöð spítalans í Kópavogi árið 1998. Á deildinni voru 12 lamaðir og ósjálf- bjarga sjúklingar og var sjúkraliðinn ásamt starfsfélaga sínum að færa sjúklinginn sem var spastískur og sló til sjúkraliðans. Tókst honum ekki að setja sjúklinginn í stólinn en þess í stað rann sjúklingurinn úr höndum sjúkraliðans sem fékk slink á bakið við að reyna að forða honum frá því að detta á gólfið. Í dómi segir að enda þótt mikil áhersla sé lögð á það af hálfu stjórn- enda að starfsfólk noti hjálpartæki við umönnum sjúklinga þyki dómi að það hafi samt sem áður verið liðið og látið óátalið að starfsfólk beitti eigin líkamskröftum við að lyfta sjúkling- um. Ekki raunhæft að sækja hjálpartæki á aðrar deildir Fram kom við réttarhöldin að nýt- ing hjálpartækja væri háð skipulagn- ingu vinnu á sjúkradeildum. Ekki þótti dóminum sýnt fram á að það af hálfu spítalans að vinna á deildinni hefði verið skipulögð með þeim hætti að við umönnun sjúklinganna hefði í öllum tilvikum verið unnt að nota hjálpartæki. Ekki lá heldur fyrir að sjúkraliðinn hefði haft með skipulagningu vinnu á deildinni að gera. Þá var heldur ekki sýnt fram á að það hefði verið raun- hæfur kostur að sækja hjálpartæki á aðrar deildir enda mætti gera ráð fyrir að slík tæki hefðu verið í fullri notkun þar. Ákvæðum reglna frá 1994 sem gilda á vinnustöðum sem lög frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum var að mati dómsins ekki fullnægt af hálfu spítalans og mátti því rekja slysið til þess að skort hefði viðeigandi hjálpartæki. Taldist Landspítalinn því bera skaðabóta- ábyrgð. Einungis var þó deilt um bótaskyldu. Málið dæmdi Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari. Steingrímur Þor- móðsson hrl. flutti málið fyrir sjúkra- liðann og Sigurður Gísli Gíslason hdl. fyrir stefnda. Landspítalinn bóta- skyldur vegna slyss Sjúkraliði fékk slink á bakið við umönnunarstörf sín NÝR styrktarsjóður, Þórsteins- sjóður, var stofnaður við Háskóla Íslands í gær. Sjóðurinn er stofn- aður af Blindravinafélagi Íslands og er stofnfé hans 30 milljónir króna, sem Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, tók við. Tilkoma sjóðsins breytir stórkostlega möguleikum blindra og sjónskertra til þess að helga sig háskólanámi en í dag eru sjö blindir og sjónskertir nemendur sem njóta úrræða við Háskóla Ís- lands, að því er segir í tilkynningu. Þórsteinssjóður er til minningar um Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélags Íslands, sem var fyrsti vísir að félagi til hjálpar fötl- uðum á Íslandi. Auk þess að styrkja blinda og sjónskerta til náms er sjóðnum ætlað að efla rannsóknir á öllum fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn og afleiðingum hennar, og ýta þannig undir tækifæri blindra og sjónskertra til að auðga og efla líf sitt. Þórsteinn, sem fæddur var 1900, helgaði líf sitt blindum og sjón- skertum á Íslandi á 20. öld án þess að taka nokkru sinni laun fyrir. Bætir möguleika blindra nemenda Morgunblaðið/Ásdís Undirritun Elín Pálsdóttir, stjórnarmaður í Blindravinafélaginu, Helga Eysteinsdóttir, formaður félagsins, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samninginn um stofnun styrktarsjóðsins í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.