Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 45 Nú er móðir mín látin, hún var ein af hvunndagshetjum þessa lands. Kallið kom frekar óvænt, en sjálf- sagt ert þú hvíldinni fegin. Þú gekkst vongóð í gegnum lífið, þótt á móti hafi blásið. Alla tíð stóðst þú með mér og studdir mig. Móðir mín lifði tímana tvenna, hún fæddist í Bolungarvík 1915 og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Í þá tíma byrjuðu allir sem vettlingi gátu valdið að vinna þegar vinnu var að fá, sem var einna helst á sumrin við að þurrka saltfiskinn. Móðir hennar missti snemma sjón og hjálp- aði móðir mín henni við heimilis- störfin sem voru margvísleg. Þá var eldað við mó og kol, skólp borið til sjávar, þvegið á bretti og vatn sótt langar leiðir í þvottinn. Árið 1939 eignaðist hún soninn Jóhannes með Alberti Magnússyni. Þau slitu fljótt samvistum og fluttist hann suður áð- ur en ég fæddist. Hún hélt heimili með foreldrum sínum, þar til faðir hennar lést. Að skólagöngu minni lokinni fluttumst við suður ásamt Steina móðurbróður mínum. Réð hún sig sem ráðskona hjá eldri manni og fékk Steini leigt herbergi þar. Við vorum þar í nokkur ár, eða þar til maðurinn veiktist og fór á Karítas Guðjónsdóttir ✝ Karítas Guð-jónsdóttir fædd- ist í Bolungarvík hinn 24. júní 1915. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi hinn 28. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Kristjánsdóttir ætt- uð úr Múlasveit í Austur-Barða- strandarsýslu og Guðjón Jensson frá Dýrafirði. Þau bjuggu allan sinn búskap í Bol- ungarvík. Systkini Karítasar eru öll látin, en þau voru Böðvar, Elísabet, Guðrún, Steinþór, Ás- geir og Kristján. Sonur Karítasar er Jóhannes Albertsson, f. 17. ágúst 1939, kona hans er Jósefína Hafsteins- dóttir. Útför Karítasar verður gerð frá Aðventkirkjunni við Ingólfs- stræti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. spítala. Næstu árin leigði hún með Steina bróður sínum þangað til þeim var sagt upp húsnæðinu. Flosnaði litla fjölskyldan þá upp og þurftum við að búa hvort á sínum staðnum í u.þ.b. þrjú ár því erfitt var að fá húsnæði á þessum ár- um, en fengum loks leigð tvö herbergi með eldhúsaðgangi og fluttist ég til hennar þangað. Móðir mín braust í gegnum lífð með elju og dugnaði, á hrakhólum með húsnæði. Hún starfaði meðal annars í Verkamannaskýlinu gamla og Ísbirninum. Upp úr 1970 leigðu hún og Elísabet systir hennar sam- an, þar af síðustu 18 árin á Norður- brún 1. Elísabet lést árið 1999. Á Norðurbrúninni tók móðir mín virk- an þátt í félagslífinu og vann meðal annars til fjölda verðlauna með liði sínu í boccia. Þú stóðst þig ávallt vel í þínu lífi og kvartaðir ekki. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Jóhannes. Í dag kveð ég þessa vænu konu og trúsystur eftir að hafa þekkt hana vel fjöld ára. Hún lét hvorki mikið yf- ir sér né tranaði sér fram. Var hæg- lát, fremur hlédræg, mikill mannvin- ur, trúuð, kirkjurækin, trygglynd og vanaföst. Átti til dæmis jafnan sitt ákveðna sæti í kirkjunni. Væri hún fótafær var sæti hennar aldrei autt. Ákveðin var hún þó og vissi vel viti sínu, hjálpsöm alltaf, hjarthlý og gestrisin. Aldrei heyrði ég hana leggja nokkrum illt til, fremur bera í bæti- fláka, væri á einhvern hallað. Enda bar aldrei skugga á samskipti okkar öll þessi ár. Hennar verður saknað í kirkjunni. En nú er hún farin. Ég kveð hana með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Kæru ættingjar og ástvinir. Við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sólveig og Jón Hjörleifur. Ég var ekki hár í loftinu, 3–4 ára gamall, á dagheimili farinn að segja hetjusögur af þessum stórmerkilega afa mínum þannig að meira að segja fóstrurnar slógust í hóp áheyrenda með hinum krökkunum sem biðu spennt á hverjum mánudegi eftir að heyra af ævintýrum okkar afa helgina á undan. En ég vildi frá blautu barnsbeini helst alltaf vera með afa í sveitinni og tók því illa að fara í bæinn. Frá því ég man eftir mér hefurðu alltaf verið til staðar, lærifaðir, leið- beinandi og kjölfesta í lífsins ólgusjó. Eitthvað sem var og ekki breyttist ár frá ári. Hve lánsamur ég var að eiga þig að en minningarnar lifa áfram um ókomna tíð. Frá því ég man eftir mér allar helgar öll sumur fram á menntaskólaár og til síðasta dags var ávallt gott að koma heim á þennan fasta punkt sem alltaf hefur verið í tilveru minni. Heimili afa og ömmu að Hrauni. Minningabrotin um góðar samverustundir spretta upp í huganum. Sofandi smápjakkur í gamla Land Rovernum í farþega- sætinu hjá afa seint að kvöldi í miðjum heyskap að raka saman. Seinna ekki mikið hærri í loftinu að læra að keyra sama bíl undir leið- sögn afa. Maulandi saltað selspik og súrsaða selshreifa, allt sem afi gerði það vildi ég gera. Ég elti hann eins og heimalningur, hann var fyrir- myndin mín, sá sem ég vildi vera. Með bumbu, að keyra traktor, aka Land Rover (og skera beygjurnar til að spara bensínið), lesa straumvatn og náttúru, veiða á flugu og í net, skjóta af byssu, reykja pípu og hlusta á óperur. Ég á eiginlega bara pípuna eftir, bumban fer vaxandi. Ekki var ég hár í loftinu þegar ég var tekinn með á anda- og gæsaveiðar þar sem ég í fyrstu gegndi hlutverki augna og eyrna þess gamla og ekki síst „skothunds“. Enn man ég eftir því hve stoltur ég var þegar afi út- hlutaði mér 2 skotum og byssu. Og mér bent á að í Krókatúninu væru gæsir og hve sár ég varð þegar „dauða“ gæsin flaug á brott eftir að ég hafði bæði skotið hana og snúið oftsinnis úr hálsliðnum, gæsin náðist reyndar að lokum og afi sótti mont- inn en hundblautan lærlinginn. Ég drakk í mig fróðleik sagnamannsins sem ávallt gaf sér tíma, tíma til að deila víðtækri þekkingu sinni. Sögur Gamla testamentisins, Grettis sterka og Egils ódæla, Óðins og Þórs, gamanmál úr æsku hans eða annar hagnýtur fróðleikur. Hann hafði þá náðargáfu að fanga athygli, fræða og miðla þekkingu. Frjálsræð- ið sem hann veitti í sveitinni var mik- ið, við máttum ganga í verkfæri og efni í austurbænum, smíða okkur leikföng, eða það sem okkur hugnað- ist. Við þurftum bara að ganga frá eftir okkur. Hann var tilbúin að prófa nýjar aðferðir, bæði við veiðar og ekki síst bústörfin. Nýjar stilling- ar á heyvinnuvélum eftir torskiljan- legum notendahandbókum. Já, hann gafst ekki upp á að prófa. Það eru nú ekki margir yfir nírætt sem leggja í að kaupa sína fyrstu tölvu og nota hana í ofanálag. Hve oft hef ég ekki velt fyrir mér í hinu daglega lífi hver kenndi mér hitt og þetta. Hvort sem það var að leggja net eða hnýta hnúta. Þú skilur meira eftir en ég á nokkru sinni eftir að gera mér grein fyrir en þegar ég er farin að kenna börnum mínum eitthvað sem þú kenndir mér forðum er minningunni haldið á lofti. Elsku afi, minn góði vinur og læri- faðir, ég þakka fyrir mörg góð og ánægjuleg ár, það verður sannarlega tómlegri tilveran án þín þótt leiðir skilji að sinni. En ekkert tekur í Ólafur Þorláksson ✝ Ólafur Þorláks-son fæddist á Hrauni í Ölfusi 18. febrúar 1913. Hann lést 23. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Þorlákskirkju í Þor- lákshöfn 2. desem- ber. burtu þær góðu minn- ingar sem ég á um þig. Sigurður Tómas. Jæja, elsku Óli minn, þá ert þú kom- inn á þann stað sem við töluðum oft um. Mikil var sú gæfa þeg- ar ég kynntist þér og þinni fjölskyldu. Er ég kom að Hrauni 1960 að leita að vinnu sem kaupakona var ég nú bara krakki með tveggja ára stúlku með í farteskinu og var mér strax tekið sem fjöl- skyldumeðlimi og komið fram við mig jafnt og aðra. Svo má ekki gleyma stelpunum þínum, þær þurftu oft að taka við mínu verki sem móðir og fannst þér ég ekki standa mig í því stykki, þú lést mig vita það alveg eins og þú værir að tala við þín- ar eigin dætur. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar stundirnar sem við áttum saman, en þú gast hlustað á mig í tíma og ótíma og sagðir alveg hvað þér fannst um hlutina og ekki var ég allt- af sátt, en í dag sé ég að það var mik- ið til í því sem þú sagðir. Aftur segi ég takk fyrir að vera mér sem faðir og dóttur minni afi. Ég sendi Helgu, dætrum þínum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þín vinkona Lillý. Undirrituð og tvíburasystir mín, komum fyrst að Hrauni í Ölfusi um tveggja ára aldurinn, en til sumar- dvalar hjá Óla og Helgu, 9 ára. Það var alltaf jafn spennandi fyrir okkur að koma austur og hitta þar allt fólk- ið á þessu fjölmenna tvíbýli, Hrauni í Ölfusi. Aldrei minnist ég þess að Óli segði styggðaryrði við okkur krakk- ana eða skammaði okkur. Þarna dvöldum við í góðu yfirlæti á sumrin og í öðrum fríum til 15 ára aldurs. Ófáir hvolparnir, sem við höfðum með heim og glöddu ungar sálir. Ólafi búnaðist vel og var hann með kýr þar til fyrir fáum árum og sá um fjósið alla tíð. Hann hafði líka gaman af ræktun trjáa og annars gróðurs. Einnig ritaði hann greinar í blöð og tímarit til síðasta dags. Hann tók tölvuna, þetta ómissandi nútíma- tæki, í þjónustu sína og ritaði grein- ar sínar í hana. Þegar ég hafði eign- ast börn sjálf, voru þau ávallt jafn velkomin og við systurnar og for- eldrar okkar höfðu verið. Eiga þau margar góðar minningar frá heim- sóknum til þeirra og dvalar í litla sumarhúsinu, sem foreldrar mínir reistu sér í Hraunslandi við Ölfus- ána. Alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn til Óla og Helgu og sama fannst eiginmanni mínum og áttu þeir oft skemmtilegar samræður um hin ýmsu málefni. Hann hafði á orði að Óli hefði lítið sem ekkert breyst allan þann tíma, sem þeir þekktust. Oft höfum við hjónin rætt um það hversu ern þau Óli og Helga eru, þrátt fyrir háan aldur. Tvíburasystir mín, Anna Marie, sem búsett er á Sikiley, hefur oft á orði, þegar við heyrumst, gömlu góðu tímana hjá Óla og Helgu. Alltaf var farið í heimsókn að Hrauni, þeg- ar að hún hefur komið til landsins og er hugur hennar nú hjá Helgu og af- komendum hennar. Börnin mín og systur minnar, sem hingað hafa komið, minnast Óla með hlýhug og votta Helgu og öðrum aðstandend- um dýpstu samúð og þakka fyrir all- ar skemmtilegu stundirnar, sama gerir eiginmaður minn, sem staddur er við vinnu sína á sjó. Edda María Guðbjörnsdóttir. Hann Ólafur Þorláksson bóndi á Hrauni í Ölfusi, vinur minn, er lát- inn, háaldraður. Þó svo að það sé lífs- ins gangur að menn komi og fari, þá er það alltaf þannig einhvern veginn að maður er aldrei viðbúinn þegar andlátsfregnin berst og vinur fellur frá. Það hríslast um mann harmur og söknuður. Ég hitti Óla síðast í nóv- ember og ekki fannst mér þá, að það væri fararsnið á honum. Alltaf urðu fagnaðarfundir þegar við hittumst og aldrei skorti okkur umræðuefni. Óli fylgdist mjög vel með þjóðmálum og þeirri umræðu sem var á dagskrá í fjölmiðlum á hverjum tíma. Við komum okkur fyrir í eldhúskróknum á Hrauni, en þar hafði okkur liðið vel í mörg ár og þessi mikli öðlingur og Helga eiginkona hans tekið á móti mér og vinum gegnum árin. Ég kynntist Óla bónda árið 1971 og var það fyrir milligöngu ömmu minnar, Ástríðar Andrésdóttur, sem vann hjá Tobba í kjötbúðinni Borg en þar höfðu þeir bræður lagt upp lax í mörg ár. Ég var aðeins 14 ára gamall og hafði ekki hugmynd um hvað biði mín sem vinnumaður hjá Óla bónda en fljótlega rann upp fyrir mér að ég var dottinn í lukkupottinn, því á Hrauni var tvíbýli og á hinum bænum var bróðir Óla, Karl og áttu þeir bræður eiginkonur, sem voru systur. Þeir bræður áttu myndarleg- an hóp barna sem sum hver voru á aldur við mig og ennþá heima. Á þessum árum stunduðu þeir bræður veiðar á laxi í net og var oft spenn- andi fyrir ungling eins og mig frá Reykjavík, að fá að fara með út á ána og vitja netalagna. Hraunslandið var áður en brúin kom yfir ósa Ölfusár mikil náttúruparadís og naut ég þess og fékk ég að stunda fuglaveiðar í flóanum niður af Hrauni í mörg ár. Ég og Óli fylgdumst vel með hvor öðrum þó að árin æddu frá okkur, og urðu 35 fram að andláti vinar míns. Ég kom ótal sinnum í heimsókn, og alltaf var tekið á móti mér og mínum vinum eins og höfðingjar væru á ferð. Óli var hafsjór af fróðleik, og ekki lá Óli á liði sínu að svala forvitni minni um sögu fyrri alda, og kannski sérstaklega nábýlið við Kaldaðar- nesflugvöll. Ég fékk að heyra að í upphafi 18. aldar hefði danskt her- skip strandað á Hraunsskeiði, sem var gríðarstórt, með 190 manna áhöfn. Alveg fram til ársins 1950 sagði Óli mér að nokkrar fallbyssur hefðu sést í fjörunni í landi Hrauns á stórstraumsfjöru. Eitt af því for- vitnilegasta sem Óli sagði mér frá var þegar Bandaríkjamenn hertóku þýskan kafbát á Atlantshafi og sigldu honum áleiðis til Bandaríkj- anna, en skelltu honum uppí fjöruna á Hrauni, árið 1944, trúlega til við- gerða, og er ekki ólíklegt að þarna hafi Bandaríkjamenn náð nýjustu Enigma-dulmálsvél Þjóðverja. Þetta var kafbáturinn U-505. Minningarn- ar um Óla vin minn hrannast upp og það er af svo mörgu skemmtilegu að taka að manni er vandi á höndum. Hér læt ég staðar numið og þakka þér Óli, kæri vinur, fyrir frábærar samverustundir síðustu 35 árin og óskar þér góðrar ferðar í þína hinstu för. Að lokum sendi ég, fjölskylda mín og vinir, innilega samúðarkveðju til Helgu, eiginkonu Óla vinar míns, og dætra hans. Hjörleifur M. Jónsson.                   Hljóð ég höfði drúpi, heyrði ég andlátsfregn. Gata löng er gengin, góður horfinn þegn. Átti hjartaylinn öllu er vinnur bót. Andans blóm sem uxu upp af visku rót. Páll G. Guðjónsson ✝ Páll G. Guð-jónsson, fyrr- verandi kaup- maður, fæddist í Hellukoti á Vatns- leysuströnd 8. jan- úar 1918. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 31. október síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 6. nóvem- ber. Margir tengdu tryggðir traustar við þinn rann. Mundu arineldinn er þar jafnan brann. Gott var eldri og yngri að eiga við þig tal. Vakti von og gleði vist í þínum sal. Raktir aldrei raunir, ræddir lítt um sár er þú hlaust um ævi, eða runnin tár. Allt var yfirunnið, áfanga var náð. Trú á tilgang lífsins trú á drottins náð (Elín Vigfúsdóttir frá Laxamýri) Svavari, Skúlínu og allri fjölskyldu Páls frænda míns sendi ég sam- úðarkveðjur. Hulda Guðmundsdóttir (Pálssonar). Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.