Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 19 ERLENT jólapakkinn! ÍS L E N S K A /S IA .I S /D A S 35 13 8 11 /0 6 Aðrir möguleikar á aðalvinningum í desember: 14. des. er 2 millj. eða 4 millj. á tvöfaldan 21. des. er 3 millj. eða 6 millj. á tvöfaldan 29. des. er 2 millj. eða 4 millj. á tvöfaldan Það er því til mikils að vinna fyrir aðeins þúsund krónur. Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 Kauptu miða í DAS, á þúsund kall, fyrir 7. des. Þú gætir unnið harðasta jólapakkann í ár. Hummer H3 + 5 milljónir í skottinu ef þú átt tvöfaldan miða! Harðasti Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÚSSAR ættu að efna til eigin rannsóknar á dauða njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítv- ínenkos, í London fyrir skömmu, sagði aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands í gær. Ráðherrann, Vla- dímír Kolesníkov, benti í viðtali við blaðið Kommersant á að Lítvínenko hefði haft bæði rússneskan og breskan ríkisborgararétt og „okkar eigin öryggisstofnanir ættu ekki að hundsa það sem gerst hefur“. „Við ættum að taka ákvörðum um vinnureglur og framkvæma okkar eigin, margþætta og hlutlæga rann- sókn … og starfa með öryggisstofn- unum í öðrum löndum, þ.á m. Bret- landi,“ sagði Kolesníkov. Breskir rannsóknarmenn frá lög- reglunni eru nú í Moskvu og reyna að finna þar vísbendingar í Lítv- ínenko-málinu. Óljóst er hve sam- vinnufús rússnesk stjórnvöld verða, þannig hefur ríkissaksóknarinn, Júrí Tsjajka, sagt að ekki komi til mála að grunaðir Rússar verði framseldir til að réttað verði yfir þeim í Bretlandi. Deilur hafa verið árum saman milli stjórnvalda í Moskvu og London vegna þeirrar ákvörðunar hinna síðarnefndu að framselja ekki auðkýfinginn Borís Berezovskí til Rússlands þar sem hann er sakaður um fjársvik. Einn- ig neita Bretar að framselja einn af leiðtogum uppreisnar Tétséna, Ak- hmed Zakajev. Mál Lítvínenkos hefur ekki orðið til að bæta samskipti Rússa við Breta en þess má geta að leiðtogar bæði Þjóðverja og Frakka hvetja einnig Rússa ákaft til að leggja öll spil á borðið og eiga fullt samstarf við bresku lögreglumennina. Pútín vildi að Bretar þögguðu niður í Lítvínenko Lítvínenko var harður gagnrýn- andi Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta og stjórnar hans og fullyrti í skriflegri yfirlýsingu, skömmu fyrir dauða sinn, að forsetinn hefði látið leyniþjónustumenn sína eitra fyrir sér. Segir breska blaðið The Sunday Times að Pútín hafi tjáð Bretum reiði sína yfir því að Lítv- ínenko skyldi leyft að tjá sig með þessum hætti síðustu dagana sem hann lifði. Segir Margaret Beckett utanríkisráðherra að Rússar virðist hafa misskilið málið: njósnarinn hafi ekki verið í varðhaldi heldur undir eftirliti á sjúkrahúsinu. Þess vegna hafi ekki verið lagalega kleift að hefta tjáningarfrelsi hans. Lítvínenko hafði meðal annars aflað gagna um morðið á blaðakon- unni Önnu Polítkofskaju sem hafði stundað rannsóknir á Tétsníustr- íðinu. Einnig sagðist Lítvínenko hafa undir höndum upplýsingar sem hann taldi sýna að leyniþjón- ustumenn hefðu skipulagt sprengju- tilræði í rússneskum íbúð- arblokkum árið 1999. Hundruð óbreyttra borgara létu lífið en hermdarverkamönnum Tétséna var kennt um og árásirnar m.a. notaðar sem átylla til að hefja á ný hernað gegn Tétsníu. Munu Pútín og menn hans hafa talið að sigursælt stríð myndi styrkja stöðu hans meðal al- mennings en hann var þá orðinn forsætisráðherra Rússlands og stefndi á forsetastólinn. Nefna má að auki að á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, er sagt að Lítvínenko hafi á sínum tíma gefið í skyn að rússneska leyniþjónustan, FSB, sem er arftaki KGB, sovésku leynilögreglunnar, hafi beinlínis þjálfað næstæðsta mann al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, Egyptann Ayman al-Zawahiri, í Dagestan í sunnanverðu Rússlandi á árunum fyrir árásirnar á Bandaríkin 2001. Dularfullur háskólanemi á launaskrá – en nafn fjarlægt Norska blaðið Aftenposten rann- sakaði feril rússneskrar konu sem í viðtali við breska blaðið Observer sagði að hún hefði verið vinur Lítv- ínenkos og hann hefði sagt sér að hann hygðist nota viðkvæmar upp- lýsingar sem hann hefði komist yfir til að kúga fé út úr ráðamönnum í Kreml. Aftenposten uppgötvaði að um- rædd kona, Júlía Svetlítsnaja, sem sagðist vera nemandi við háskóla í London, var enn á launaskrá sem yfirmaður almannatengsla hjá rúss- nesku fjárfestingarfyrirtæki. Nafn hennar var fjarlægt af netsíðu fyr- irtækisins eftir að blaðamenn Aft- enposten höfðu hringt í forstjóra þess sem mikið fát virtist koma á þegar hann var spurður um málið. Rússar leggi öll spil á borðið Vladímír Pútín Alexander Lítvínenko JOSEPH Kabila sver embættiseið forseta Kongó við athöfn í forseta- höllinni í Kinshasa, höfuðborg landsins. Kabila er fyrsti lýðræð- islega kjörni forseti Kongó og von- ast er til að valdataka hans marki tímamót í sögu landsins. Áætlað er að um þrjár milljónir manna hafi dáið í Kongó af völdum stríðsins þar á árunum 1998–2003, farsótta og hungursneyðar. Kabila er 35 ára og yngsti þjóð- höfðingi Afríku. Hann var fyrst gerður að forseta árið 2001 eftir að faðir hans, Laurent Kabila, var ráð- inn af dögum.AP Kabila sver forsetaeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.