Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGIN SAMSTARFSSAMNINGUR hefur verið undirritaður milli Lindaskóla í Kópavogi, fyrirtækjanna Norvik hf, Ránarborgar hf og bæjarsjóðs Kópavogs, um 17 milljóna króna fjármagn til viðbótarkennslu við skólann. Um er að ræða þróunar- verkefni í 1.–4. bekk sem nær til árs- ins 2009 en fjármagnið á að renna í kennslu í ensku og samþættingu íþrótta- og útikennslu. Í tilkynningu frá Lindaskóla segir að markmiðið sé að við upphaf skólaársins 2009– 2010 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika í 1.–4. bekk. „Í Lindaskóla höfum við orðið vör við þann vilja fjölmargra foreldra og kennara að enskukennsla yngri nemenda verði að veruleika sem fyrst og höfum við brugðist við því,“ segir skólinn. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, undirritaði samninginn ásamt skólayfirvöldum og forsvars- mönnunum fyrirtækjanna tveggja. Hann segir að samskonar verkefni sé í gangi í Kópavogsskóla en þar hafi einkafyrirtæki stutt átak í ákveðnum kennslugreinum sem hófst í haust. „Ég held að þetta sé mjög af hinu góða,“ segir Gunnar um samstarfssamninga sem þessa. Fyr- irtæki leggi til peninga og fylgist með þróun verkefnanna. „Þetta er af hinu góða“ „Ég tel mikilvægt að fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna okkar, eins þau taka í auknum mæli þátt í stuðningi við íþróttastarf, menningu, listir og svo framvegis,“ segir Gunn- ar. Þetta sé af hinu góða þegar um átaksverkefni ræði. Gunnar segir að bærinn leggi til um þriðjung þess fjár sem rennur til verkefnisins en afgangurinn komi frá skólanum og fyrirtækjunum. Gunnar bendir á að skólarnir í bænum séu með sjálfstæðan fjárhag og hafi tekið upp á því á eigin spýtur að óska eftir fjárframlögum einka- fyrirtækja. Hann vonist til þess að slík verkefni fari í gang í fleiri skól- um í framtíðinni. „Menn hafa mikinn metnað og reyna að auka mennt- unina og hækka þjónustustigið í skólunum,“ segir hann. Fyrirtækin taki þátt í menntun barnanna Morgunblaðið/ÞÖK Samningur Þorsteinn Vilhelmsson og Guðmundur H. Jónsson, fulltrúar Ránarborgar og Norvik, Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, við undirritunina í fyrradag. Í HNOTSKURN » Með samningnum færLindaskóli 17 milljón króna framlag til viðbót- arkennslu við skólann. » Peningana á að nota tilkennslu í ensku og í íþrótta- og útikennslu. »Sams konar verkefni er ígangi í Kópavogsskóla að því er fram kom hjá bæj- arstjóra Kópavogs DAGBLÖÐ eru um 27% alls sorps í heimilistunnum á höfuðborg- arsvæðinu. Um 63% dagblaða fara í almennt sorp og um 37% er skilað á grenndar- og endur- vinnslustöðvar. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála á um- hverfissviði Reykjavíkurborgar, segir að sorphirða Reykjavík- urborgar safni um 27.000 tonnum af blönduðu heimilissorpi á ári og þar af séu um 7.300 tonn af dag- blöðum. Guðmundur segir að árið 2001 hafi dagblöð verið um 12% al- menns sorps, um 16% 2005 og um 23% í fyrra. Hann segir að aukin blaðaprentun sé helsta ástæða þessarar miklu aukningar og nefnir líka auglýsingafjölpóst og dagskrárblöð. Hann segir að Danir skili um 50% dagblaða á grenndar- og endurvinnslu- stöðvar og þar sem dagblöðum sé safnað við heimili megi ná 85– 90% árangri. Það sé hins vegar dýrari kostur fyrir neytandann. Staðsetning grenndargáma í Reykjavík hefur verið endur- skoðuð og stöðunum fækkað nið- ur í 54. Guðmundur segir að hug- myndin sé að hafa grenndargámana alfarið á landi borgarinnar svo ekki þurfi að færa þá í tíma og ótíma en brögð hafi verið að því að lóðarhafar hafi ekki viljað hafa gámana á lóðum sínum vegna þess að þeir taki bílastæðarými. Morgunblaðið/Ásdís Endurvinnsla Aðeins 37% dagblaða koma í grenndar- og endurvinnslu- stöðvar en um 7.300 tonn af þeim eru í árlegu heimilissorpi Reykvíkinga. Um 7.300 tonn af dag- blöðum í heimilissorpi Í TILEFNI af 120 ára afmæli Landsbankans á þessu ári ákváðu útibú bankans á Austurlandi að færa leikskólunum í sínum byggðarlögum 29 bækur hverjum frá Eddu útgáfu í leikskólabókasöfnin. Til að aðstoða við afhendingu bókanna kom Sproti, talsmaður barnaþjónustu Lands- bankans, í heimsókn austur og var með í för á leikskólana og var mikil ánægja meðal barnanna að fá að hitta hann. Farið var í leikskóla Fjarðabyggð- ar, Seyðisfjarðar, Vopnafjarðar og flesta leikskóla á Héraði.    FJARÐABYGGÐ mun verja 25 milljónum króna til að bæta aðstöðu og tækjakost golfklúbbanna á Eski- firði og Norðfirði. Samningar eru gerðir til fimm ára og fær hvor klúbbur 12,5 milljónir og Fjarða- byggð leggur til land og húsnæði fyrir starfsemi klúbbanna endur- gjaldslaust. Sproti gaf leikskóla- börnum bækur LANDIÐ Egilsstaðir | Það snarkaði glaðleg- ur eldur undir ketilkaffinu í skóg- ræktarstöðinni Barra á Egilsstöðum fyrr í vikunni. Þá var gestum og gangandi boðið að koma í hús og lit- ast um eftir jólatré úr furu eða greni og jólagreinum af greni og lin- difuru, um leið og sjóðheitt kaffið var sopið með nýsteiktri bananal- ummu. Þær höfðu bakað tveir lag- hentir starfsmenn Skógræktarinnar á Hallormsstað frá Costa Rica. Á boðstólum voru einnig mynd- arlegir trjákyndlar úr Hallorms- staðarskógi til útinota um hátíðarn- ar, en þeir virtust slá alveg hreint í gegn hjá kaupendum. Líka var á söluborðum trjávara frá Eik á Mið- húsum og prjónles fyrir þá sem þótti kælan of nöpur. Skúli Björnsson, framkvæmda- stjóri Barra, var sjálfur við að skenkja ketilkaffið af stökum mynd- arskap og hafði í liði með sér Þor- stein Pétursson Maack. Skúli varð leyndardómsfullur mjög þegar spurt var út í bruggun á kaffinu en sagði að þrjár laganir þyrfti hið minnsta til að kaffið væri ekta. Mikill handagangur var í öskjunni í jólatréssölunni og lögðu margir leið sína í skemmtilega stemninguna hjá skógarmönnunum í Barra. Skógarbændur selja afurðir Barri var nú í fyrsta skipti að selja jólatré og voru þau öll merkt þeim jörðum þar sem þau voru ræktuð. Trén eru seld í umboðssölu og markar þetta í rauninni þáttaskil í þá veru að skógarbændur á Fljóts- dalshéraði eru nú í fyrsta sinn að markaðssetja afurðir sínar beint. Vonir eru bundnar við að þróa megi afurðir skógarbænda og markaðs- setja þær af myndarskap á næstu misserum. Skógræktarstöðin Barri hf. var stofnuð haustið 1990 og hefur síðan þá verið einn stærsti framleiðandi skógarplantna á Íslandi. Meðal við- skiptavina Barra eru Héraðsskógar, Norðurlandsskógar, Landgræðslu- skógar og Austurlandsskógar en auk þess hafa verið framleiddar plöntur fyrir önnur stór skógrækt- arverkefni. Barri framleiðir einnig plöntur fyrir almennan markað. Upprunamerkt jólatré á boðstólum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Yljandi Gestir slógu ekki hendinni móti snarpheitu ketilkaffinu hjá Barra meðan þeir voru að svipast um eftir heppilegu jólatré í stofuna heima. Ketilkaffi og grænar greinar hjá skóg- armönnum í Barra Í HNOTSKURN » Skógræktarstöðin Barri áFljótsdalshéraði tekur jólatré í umboðssölu frá skóg- ræktarbændum á svæðinu og selur almenningi. »Trén eru hvert og eittmerkt þeirri jörð þar sem þau uxu. »Vonir eru bundnar við aðþetta sé upphafið að mjög aukinni markaðssetningu af- urða skógarbænda. Stöðvarfjörður | Slökkvilið var kall- að út skömmu eftir miðnætti í fyrri- nótt vegna hugsanlegs elds í frysti- húsinu á Stöðvarfirði. Lögregla og sjúkrabifreið komu einnig á stað- inn. Eldur var enginn heldur rauk mjög úr feitispotti sem gleymst hafði að slökkva undir kvöldið áð- ur. Í honum eru m.a. steiktar fiski- bollur. Ekkert tjón varð í frystihús- inu og vinnsla hélt áfram í gær eins og ekkert hefði í skorist. Morgunblaðið/Albert Kemp Ekki tjón í frystihúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.