Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 29
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 29 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 USA PRO í jólapakkann Skoðið ávallt leiðbeiningar um rétta og örugga notkun er fylgja kertum Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari og varabæjarfulltrúi VG á Akureyri, ljómar af gleði þessa dagana. „Ég var með skiptinema frá Ekvador á heimili mínu fyrir nokkrum árum, nú hefur hann eignast dóttur og hvað heldurðu að blessað barnið heiti?“ sagði Dilla þegar ég hitti hana á förn- um vegi á dögunum. „Dýrleif Joaqina Valareso Kastró! Það er algjör snilld fyrir gamlan kommúnista eins og mig, og mikil sálubót, að vita til þess þegar gamli kallinn minn á Kúbu er alveg að fara, að fædd sé Dýrleif Kastró til þess að bjarga heiminum.“    Kjarnakonur heitir heimildamynd eftir Gísla Sigurgeirsson fréttamann, sem komin er út á DVD-diski. Í myndinni er fjallað um hvunndags- hetjurnar Kristínu Ólafsdóttur og Jóhönnu Þóru Jónsdóttur sem bjuggu lengst af einar í gömlu húsi í Fjörunni á Akureyri, Aðalstræti 32. Gísli Sigurgeirsson heimsótti þær ásamt kvikmyndatökumönnum með fárra ára millibili, síðast þegar báðar höfðu náð hundrað ára aldri. Sjón- varpsmynd Gísla var sýnd í Rík- issjónvarpinu fyrir um það bil ári og hlaut mjög góða dóma.    Kristín og Þóra létu aldurinn ekkert á sig fá, sáu um sig sjálfar, bökuðu brauðin og þvoðu þvotta. Önnur þeirra hafði reyndar farið á elliheim- ili, en undi þar ekki lengi, fór aftur heim í Aðalstrætið. Þær sögðu gott skap og góða hreyfingu við daglegt amstur hægja á elli kerlingu. Lengi vel dugði þeim þetta ráð, en enginn getur stöðvað tímans hjól. Kristín er látin fyrir nokkrum árum og Jó- hanna lést í haust. Þær stöllur höfðu margt til málanna að leggja, höfðu ákveðnar skoðanir og voru umfram allt skemmtilegar; það var mannbæt- andi að fá að kynnast þeim, segir Gísli Sigurgeirsson. Myndin er eingöngu seld í versl- unum Pennans-Eymundssonar við Hafnarstræti og á Glerártogi.    Bæjarstjórn Akureyrar hefur hætt við áform um að reisa stórt íþrótta- hús við Giljaskóla, en þar var gert ráð fyrir að yrði framtíðaraðstaða fyrir Fimleikafélag Akureyrar. Ástæða ákvörðunar meirihluta bæj- arstjórnar er hversu dýrt mann- virkið hefði orðið – nú er talað um hátt í milljarð króna, mun meira en upphaflega var reiknað með.    Forráðamenn fimleikafélagsins eru afar ósáttir við ákvörðun bæj- arstjórnar og hafa, í tölvupósti sem sendur hefur verið á fjölda fólks, hvatt bæjarbúa til þess að leita skýr- inga hjá bæjarfulltrúum.    Skemmtilegt félag er starfandi í Brekkuskóla. Eftirfarandi frétt var á heimasíðu skólans á dögunum: „Sparifatafélagið Finnbogi er félag nokkurra vaskra drengja í Brekku- skóla sem hefur það eitt að markmiði að mæta spariklæddir í skólann á föstudögum. Skemmtileg hugmynd sem lífgar óneitanlega upp á lífið og tilveruna í skólanum. Félagið var stofnað hinn 10. nóvember 2006 á þemadögum – nánar tiltekið á bóka- safni skólans. Þeir sem áttu hug- myndina eru þeir Brynjar, Sverrir og Daníel og eru þeir allir nemendur í 10. bekk. Í félaginu eru nú alls 13 drengir og má því segja að það fari ört vaxandi!“    Söfnin tvö í Innbænum, Minjasafnið og Iðnaðarsafnið, verða opin á milli jóla og nýárs að því er segir í tilkynn- ingu frá söfnunum. Á Minjasafninu eru tvær aðalsýn- ingar. Eyjafjörður frá öndverðu fjallar um landnám fjarðarins og þætti úr sögu hans fyrstu öldina. Áherslan er lögð á verslun á miðöld- um og trúarlíf í héraðinu frá land- námi fram yfir siðaskipti. Akureyri – bærinn við pollinn fjallar um valda hluti úr sögu bæjarins frá upphafi til nútímans. Á Iðnaðarsafninu er starf- semi um 70 fyrirtækja kynnt, en mörg þeirra eru starfrækt í dag. Á sýningunni má sjá vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, fram- leiðsluvörur, auglýsingar og sveins- stykki. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ánægð Dýrleif Skjóldal er himinlif- andi með að Dýrleif Kastró sé fædd í Ekvador til þess að bjarga heim- inum, eins og hún tekur til orða. Jóhanna Jónsdóttir Kristín Ólafsdóttir Á 90 ára afmæliFramsóknarflokksins, 16. desember, orti Hálfdan Ármann Björnsson, Hlégarði, til Hreiðars Karlssonar: Framsókn þennan fæddist dag, farsæld kom til leiðar, ávallt bætir okkar hag. Í afmælisgjöf fékk Hreiðar. Þá Ólafur Stefánsson: Gott er að mega úr góðu sæti glaður skoða farinn veg, horfa með ró á heimsins læti, og heilsa flokksins bærileg. Hallmundur Kristinsson: Heillaósk í huga ber helst til ykkar beggja, þess, sem níutíu orðinn er – einnig sextíu og tveggja. Friðrik Steingrímsson: Þjóðin góðar fréttir fær fátt er til að erfa, að Framsókn sé nú elliær og um það bil að hverfa. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum: Framsókn telst ei elliær ekkert breytt því getur. Auknum styrk hún aftur nær eflist mjög í vetur. Hreiðar Karlsson þakkaði fyrir sig: Jafnvel þó aldurs og ára gæti eftir svo langan veg. Hvorugur þykist á fallanda fæti, flokkurinn – eða ég. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Tvöfaldur afmælisdagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.