Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Fundarboð Aðalfundur FISK-Seafood hf. vegna rekstrar- ársins 1. september 2005 til 31. ágúst 2006 verður haldinn miðvikudaginn 27. desember 2006 kl. 14.00. Fundarstaður: Eyrarvegur 18, Sauðárkróki. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Önnur mál: Ársreikningur ásamt skýrslu stjórnar liggur frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofum félagsins í Grundarfirði, Skagaströnd og Sauðárkróki. Stjórn FISK Seafood hf. Aðalfundur Matsveinafélags Íslands Fundarefni 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sameiningarmál. 3. Skipulagsbreyting. 4. Stjórnarkjör og önnur mál. Matsveinafélag Íslands, trúnaðarmannaráð. Jólamót BH og Spari- sjóðs Hafnarfjarðar Jólamót Bridsfélags Hafnarfjarð- ar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst kl. 17. Spilað að Flatahrauni 3 Hafn- arfirði (Hraunsel). Glæsileg verðlaun að venju. Upplýsingar og skráning í símum 899-7590 (Hafþór), 565-3050 (Erla) og 555-1921 (Atli). Bridsfélag Selfoss og nágrenn- is Keppni hófst í jólaeinmenningn- um fimmtudagskvöldið 14. desem- ber sl. Mótið tekur tvö kvöld, og 24 spilarar taka þátt. Efstu spilarar eftir fyrra kvöldið eru: Sigurður Magnússon 27 Hörður Thorarensen 23 Þröstur Árnason 18 Ólafur Steinason 13 Össur Friðgeirsson 13 Anton Hartmannsson 11 Grímur Magnússon 11 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ bsel. Mótinu lýkur 21. desember og síðan verður jólafrí til 4. janúar en þá verður spilaður eins kvölds tví- menningur. Bridsfélagið vill óska spilurum sínum, fjölskyldum þeirra og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Bridsdeild FEB í Reykjavík Síðasta tvímenningskeppni ársins var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, mánud.18.12. Spilað var á 12 borð- um. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 249 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 245 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 244 Gísli Víglundss. – Oliver Kristóferss. 235 Árangur A-V Einar Einarss. – Magnús Jónsson 245 Jón Lárusson – Þröstur Sveinsson 242 Halla Ólafsdóttir – Hilmar Valdimarss. 238 Guðbjörn Axelss. – Gunnar Jónsson 238 Næsti spiladagur er fimmtud. 4. jan. 2007. Hvað ungur nemur gamall temur Borgfirðingar tóku sinn síðasta slag á þessu ári mánudaginn 18. desember. Óvenjulega lítil mæting var þetta kvöld eða einungis 8 pör. „Hvað ungur nemur gamall temur“ átti ágætlega við þetta kvöld því það voru sá elsti og sá yngsti sem höfðu góðan sigur. Steini á Hömr- um hefur lengi verið lykilmaður í starfsemi félagsins, óhræddur við að leiða nýliða fyrstu skrefin á spilakvöldum auk þess sem hann hefur kennt á námskeiðum. Nú leiddi hann Fjölni í Deildartungu til sigurs en hann er 14 ára. Sannur heiðursmaður Steini. Keppnin var jöfn og spennandi og munaði ekki nema 9 stigum á fyrsta og sjöunda pari. Úrslit urðu annars sem hér segir: Þorsteinn Pétursson – Fjölnir Jónsson 93 Guðjón Karlsson – Guðm. Arason 91 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 89 Á nýju ári hefja Borgfirðingar leik á Bridshátíð Vesturlands sem haldinn verður fyrstu helgina í jan- úar á Hótel Borgarnesi. Bridsfélag Borgarfjarðar óskar félögum sínum og velunnurum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar og vonar að sem flestir sjái ástæðu til að grípa í spil með hækkandi sól. Hangikjötstvímenningur á Akureyri Síðasta þriðjudag fyrir jól keppt- ust félagar B.A. við að vinna sér inn KEA-hangikjöt í eins kvölds tvímenningi en afar mjótt var á munum í toppbaráttunni. 3. sætið varð að láta sér lynda magál en ekki er það þó mikið síðra: Sigfús Aðalsteinss. – Stefán Sveinbjss. 37 Ævar Ármannss. – Árni Bjarnas. 35 Frímann Stefánss. – Reynir Helgas. 33 Valmar Valjoets – Þórir Aðalsteinss. 32 Soffía Guðmundsd. – Magnús Magnúss. 26 Sunnudaginn 17. des. fór svo: Una Sveinsd. – Pétur Guðjónsson 13 Frímann Stefánsson – Reynir Helgason 9 Sveinbj. Sigurðsson – Gissur Gissurarson 1 Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 27. nóvember hófst síðan 3ja kvölda hraðsveitakeppni þar sem raðað er saman í sveit efsta og neðsta pari úr tvímenn- ingnum, næst efsta og næst neðsta pari og áfram. Spilað var með bón- usfyrirkomulagi. Síðasta kvöld hraðsveitarkeppninnar var spilað mánudaginn 11. desember. Framan af móti létu „Bónusmenn“ öllum ill- um látum og voru erfiðir viðureign- ar eins og þeim er lagið. Síðasta kvöldið urðu þeir þó að gefa eftir þar sem sveit Þorsteins Jóhanns- sonar tók risaskor og náði þannig fyrsta sætinu á síðustu metrunum. Úrslit urðu þessi.: Sveit Þorsteins Jóhannssonar 1494 stig. Með Þorsteini spiluðu Sigurður Jón Gunn- arsson, Anton og Bogi Sigurbjörnssynir Sveit Jóns Korts Ólafssonar 1443 stig. Spilarar með Jóni Kort voru Kristófer Ólafsson, Birgir Björnsson og Þorsteinn Jóhannesson. Sveit Önnu Láru Hertervig 1426 stig. Spilarar með Önnu Láru voru Kristrún Halldórsdóttir, Friðfinnur Hauksson og Hreinn Magnússon. Nú er bronsstigabaráttan komin á fullt og barist um hvert stig sem aldrei fyrr. Staða efstu spilara er nú þessi: Guðlaug Márusdóttir 103 Ólafur Jónsson 103 Anton Sigurbjörnsson 81 Bogi Sigurbjörnsson 81 Friðfinnur Hauksson 79 Hreinn Magnússon 79 Minningarmót í Siglufirði Miðvikudaginn 27. desember verður spilað árlegt minningarmót um Benedikt Sigurjónsson, fyrrum félaga, sem féll frá fyrir aldur fram. Spilaður verður tvímenningur „Barometer“, samkvæmt venju, og hefst spilamennskan kl. 19.30. Spilastaður er Bíósalurinn. Boðið verður upp á ljúfar veitingar sam- kvæmt venju. Stjórn Bridsfélags Siglufjarðar óskar öllum bridgespilurum og fjöl- skyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfuríks komandi spilaárs. Fjöldi jólasveina á ferð hjá BR Fjöldinn allur af jólasveinum mætti til leiks í jólasveinatvímenn- ing BR. Dregin voru út ótal verð- laun og flestir jólasveinarnir fóru með eitthvert góðgæti til fjalla. Hörð barátta var um efstu sæti en að lokum stóðu Guðmundur Bald- ursson og Kristinn Þórisson uppi sem jólasveinar kvöldsins. Guðm. Baldurss. - Kristinn Þórisson 57,7% Sveinn . Eiríkss. - Hrannar Erlingss. 57,4% Kristinn Kristins.-Halldór Svanbergs. 56,7% Guðrún Jóhannesd.-Arng. Jónsd. 56,5% Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðarson 56,2% Minningarmót Harðar Þórðarsonar Minningarmót Harðar Þórðar- sonar, jólamót BR og SPRON fer fram 30. desember í Síðumúla 37. Hefst kl. 11:00. Hægt er að skrá sig á heimasíðu BR, bridge.is/br og einnig á skrif- stofu BSÍ í síma 587-9360. Vissara að skrá sig tímanlega því þátttaka er takmörkuð við 56 pör. Minnt er á Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 9.–21.janúar. Sjá nán- ar á bridge.is/br. Stjórn BR óskar spilurum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.isNÁTTÚRUVAKTIN stendur fyrir dagskrá í Hallgrímskirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. desember kl. 20. Yfirskriftin er Ljós í myrkri, Tónlist og hugvekjur við vetrarsól- stöður til stuðnings íslenskri nátt- úru. Heiðursgestir kvöldsins eru Vigdís Finnbogadóttir og Ómar Ragnarsson. Tónlist flytja m.a. Ellen Krist- jánsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Megas og Súkkat, Bryndís Halla Gylfadóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Laufey Sig- urðardóttir, Elísabet Waage, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Þórunn Lár- usdóttir, Hulda Björk Garðarsdótt- ir og Jóhann Friðgeir Valdimars- son. Hugvekjur og ljóð flytja Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Pétur Gunnarsson rithöfundur, séra Birgir Ásgeirsson, Þórunn Valdi- marsdóttir sagnfræðingur og Guð- rún Ásmundsdóttir leikkona. Í fréttatilkynningu hvetur Náttúru- vaktin alla náttúruunnendur til að koma og njóta hugvekjunnar í Hall- grímskirkju. Aðgangseyrir er enginn en tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn. Hugvekja Náttúruvakt- arinnar í Hallgrímskirkju SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafn- arfjarðar fagnaði nýlega 60 ára af- mæli sínu og í tilefni af því færði Fjarðarkaupafjölskyldan því góða gjöf. Um er að ræða skilti með nafni félagsins og gróðrarstöðvarinnar Þallar. Stendur það við innganginn að gróðrarstöðinni í Höfðaskógi. Yst til vinstri á myndinni er Hólm- fríður Finnbogadóttir, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags- ins, en síðan þau Sveinn, Rósa, Ingibjörg Gísladóttir, Sigurbergur Sveinsson og Gísli með dætur sínar, Kamillu og Magdalenu. Þess má geta, að Sigurður Einarsson, arki- tekt í Batteríinu, teiknaði skiltið en Halldór Þórólfsson sá um smíðina. Höfðingleg gjöf Ljósmynd/Árni Þórólfsson ÚRSLIT voru kunngjörð sl. sunnu- dag í Grafarvogskirkju í sam- keppni milli grunnskóla Graf- arvogs um besta piparkökumódelið af Grafarvogs- kirkju. Sex piparkökumódel bárust í keppnina frá jafn mörgum skólum. Öll voru þau afar vel gerð, segir í fréttatilkynningu. Í dómnefnd sátu þau Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), formaður, Stefán Sand- holt, bakarameistari og Kristín Vigfúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi sóknarnefndar. Engjaskóli sigraði. Nemendur ákváðu að verðlaunin, kr. 75.000 myndu renna til Einstakra barna – stuðningsfélags langveikra barna með alvarlega sjúkdóma. Fulltrúi félagsins tók við gjafabréfi úr hendi unglinganna. Önnur verð- laun hlaut Korpuskóli og þriðju Víkurskóli. Edda útgáfa færði öll- um þátttakendum og kennurum þeirra bók að gjöf. Nemendur Engjaskóla styrkja Ein- stök börn Sigurvegarar Þeir sem unnu piparkökuhúsið frá Engjaskóla voru: Arnar Óli Björnsson, Harpa Lind Guðnadóttir, Harpa María Jörgensen, Heiðar Oddur Orrason, Kjartan Ernir Kjartansson, Pálmi Pálmason, Ragnheiður Guðbrandsdóttir, Sigurður Borgþór Magnússon, Sigtryggur Hauksson, Símon Haukur Guðmundsson, Þórður Helgi Halldórsson. Leiðbeinendur voru Einar Birgir Hauksson, smíðakennari, og Guðrún Jónsdóttir, heim- ilisfræðikennari. Á myndina vantar Arnar Frey og Hörpu Maríu. Verðlaunahúsið Piparkökuhús Engjaskóla sem var í 1. sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.