Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 33 „ÞETTA er með alstærstu flóðum sem komið hafa hérna og fólk hér hefur aldrei séð jafn stórt flóð. Það náði hámarki síðdegis og hér er bara hafsjór yfir að líta, hvert sem litið er,“ sagði Steinar Hall- dórsson, bóndi í Auðsholti 4 í Biskupstungum, sem reiknaði með að allar girðingar væru farnar. Hann kvaðst hafa verið kominn með öll sín hross á þurrt en hross á næstu bæjum lentu í sjálfheldu. Steinar sagði að vatnið hefði vaxið allan daginn í gær en um klukkan 17.30 hefði flóðið staðið í stað en fréttir voru þá af miklu vatni ofan við Gullfoss. „Þetta verða miklar skemmdir á landi og síðan geri ég ráð fyrir að við fáum mikið af drasli yfir landið eins og vant er en núna hafa heyrúllur ver- ið að berast með straumnum því vatnið hefur farið yfir svæði þar sem ekki hefur flætt áður og menn ekki verið viðbúnir slíku. Hérna niðri á mýri er vagn frá okkur, hann er tveir metrar á hæð en það sést ekki í hann og nokkuð þar frá er hesta- skjól sem er tveir og hálfur metri og það rétt sést í toppinn á því. Þetta er svona til marks um hvað vatnið er mikið hérna. Við erum vön því að lokast inni en vonum auðvitað að þetta vari ekki lengi,“ sagði Steinar Árnason, bóndi í Auðsholti, en bæ- irnir þar, átta íbúðarhús, standa allir uppi á hæð. Auðsholtsbæirnir eru umflotnir Mestu flóð sem bændur hafa séð „BLESSAÐUR vertu, þetta er ekki neitt, ég er alveg óhræddur við þetta flóð,“ sagði Guð- mundur Kristinsson, höfundur Sögu Selfoss en hann er fæddur á Selfossi á árinu 1930. Hann segir flóðin í Ölfusá oft hafa verið meiri og þetta flóð sé ekkert miðað við stærsta flóðið sem varð 1968 og er í minnum haft meðal fólks á Selfossi. „Það var flóð með miklum jakaburði, þetta voru 90 sentímetra þykkir klakar sem sátu eftir á bakkanum og meðal annars á kirkjutröpp- unum. Þá höfðu gengið frost lengi og klaka- stífla var í ánni, alveg frá ósnum upp að Ölfus- árbrú, sannkölluð íshrönn,“ sagði Guðmundur þegar hann var beðinn að meta flóðið í Ölfusá sem nú stendur yfir. Frægasta flóðið segir hann vera þegar Ölfusá lagði að velli breska heimsveldið 6. mars 1943 en þá flæddi hún yfir bakka sína við Kaldaðarnes þar sem var her- stöð. Bretarnir reyndu að sprengja klakastífl- una en það gekk ekki og þeir lögðu niður her- stöðina. „Það er sagt að Hvítá hlaupi upp á olnbog- anum við Brúnastaði og hún á það til að ein- angra bæi þegar hún kemst upp fyrir bakka sína á því svæði og þá fer hún hér niður um all- an Flóann en til þess að það gerist þurfa að vera í henni klakastíflur,“ sagði Guðmundur Kristinsson sagnaritari. „Ég er alveg óhræddur við þetta flóð“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Söguritari Guðmundur Kristinsson söguritari á bakka Ölfusár.Flóðið 1968 Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup stendur á ísjökum á tröppum Selfosskirkju eftir flóðið mikla 1968. „ÞETTA er minna en sýnist á myndum. Það flæddi aðeins inn á gólfið í lægsta húsinu, tveir til þrír sentímetrar,“ seg- ir Benedikt Valberg, bóndi og bifvélavirki í Djúpadal í Rangárþingi eystra. Bærinn er á bökkum Eystri-Rangár og flæddi hún yfir bakka sína, að gamla sláturhúsinu í Djúpadal. Benedikt segir að flóðið hafi verið svo mikið að áin hafi ekki komist undir gömlu brúna á þjóðveginum og rutt sér nýjan farveg við útihús og sláturhús á bökkunum. Hann telur að flóðið hafi náð hámarki í fyrrinótt. Þá hafi raf- magnið slegið út. Telur hann að það hafi verið vegna þess að framlengingarsnúra hafi legið niður á gólf verkstæðis hans. Flæddi að dekkjunum Benedikt hefur búið í Djúpadal í fjörutíu ár og segist hafa séð ána flæða í tvö eða þrjú skipti en aldrei sem nú. Lítið tjón varð þó af flóðinu hjá honum. Vatnið fór inn í þann hluta gömlu sláturhúsanna sem lægst stendur. Telur Benedikt að þar hafi verið tveggja til þriggja sentímetra vatn. Í húsunum eru geymd hjólhýsi og fellihýsi og fór að- eins upp á dekk einhverra þeirra en án þess að tjón yrði. Segist Benedikt hafa farið þangað inn á skóm en ekki orðið votur. Eina tjónið sem hægt er að ræða um í Djúpadal er að áin gróf sér farveg um hlaðið við útihúsin og sláturhúsin og hreinsaði burtu ofaníburðinn. Flæddi að gömlu sláturhúsunum í Djúpadal Ljósmynd/Jón Aron Óskarsson Trén standa upp úr Eystri Rangá komst ekki undir gömlu brúna og flæddi yfir bakka sína, tún og trjálund, að gömlu sláturhúsunum. „NAUTIN okkar urðu fúl sökum þess að við komumst ekki af bæ til að kaupa korn ofan í þau, en að öðru leyti eru þau örugg sem og hest- arnir okkar,“ sagði Svava Theodórs- dóttir á bænum Höfða í Bisk- upstungum sem er innlyksa í flóðvatni Hvítár. Bærinn stendur uppi á höfða eins og nafnið gefur til kynna og þangað náði ekki flóðið. Skepnurnar á bænum voru því öruggar og nær allar eignir Svövu og manns hennar, Víglundar Þor- steinssonar. Hjólhýsi sem staðsett er við svonefndan Laxaklett fór þó á kaf og flaut upp en var tjóðrað með öryggislínu svo það flaut ekki burt. Víglundur gerði tilraun til þess að nálgast hjólhýsið á dráttarvél til að setja ballest í hýsið en varð frá að hverfa vegna jakaburðar. „Það er um tveggja kílómetra kafli sem er undir vatni. Vegurinn liggur meðfram ánni, niður að svo- kölluðum Eyrum í Laugarási,“ sagði Svava. Flóðin hamla því brottför af bæ þeirra hjóna en þau hafa þó ekki miklar áhyggjur í augnablikinu þar sem þau þurfa ekki nauðsynlega að fara af bæ dagsdaglega. „Svona atburðir vekja hjá manni virðingu fyrir náttúruöflunum og örlítinn ótta um leið. Við erum í góðu vari hérna uppi á höfðanum og erum því ekki í neinni hættu. En þetta vekur mann til umhugsunar enda er á að líta eins og úthaf hérna í kringum okkur.“ Tilraunin Víglundur, bóndi á Höfða, reyndi að hjálpa upp á hjólhýsið en varð frá að hverfa vegna jakaburðar. „Eins og úthaf hérna í kringum okkur“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.