Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 47 menning HUGMYNDIN um að kaupamyndlist er fjarlæg í hugamargra, ekki af því að fólk vilji ekki eiga eða gefa myndlist heldur vegna þess að það telur sig ekki hafa vit á henni og hefur áhyggjur af að gera sig að fífli fyrir framan þá sem kunna að vita betur. Flestir segjast ekkert vit hafa á myndlist um leið og þeir viðurkenna að þeir viti hvernig myndir falla þeim í geð. Eigið innsæi og smekkur er vissulega það eina sem fólk ætti að láta stjórna sér ef það vill kaupa myndlist en hins vegar þroskast smekkur manna eftir því sem þeir skoða meiri myndlist. Fyrir áhuga- sama byrjendur er tilvalið að fara á sýningar í söfnum og galleríum, leggja á minnið nöfn þeirra lista- manna sem þeir hrífast af og spyrj- ast fyrir.    Myndlist er afstætt hugtak aðþví leyti að innan þess eru á boðstólum verk í mjög mismunandi gæðaflokkum og sá sem er byrjandi í myndlistarkaupum þarf að geta gert greinarmun á ódýrri sölulist og vandaðri verkum. Listiðnaður og handverk eru oft sett undir hatt myndlistar en í öllum þessum flokk- um má finna mismunandi gæði og mismunandi verð. Myndlistarkaup- andinn finnur helst fyrir óöryggi gagnvart því hvort viðkomandi verk sé of dýrt því enginn vill kaupa á yf- irverði. Þetta óöryggi, sérstaklega hvað varðar dýrari myndlist, er eðlilegt og ekki síst hér heima á Ís- landi þar sem verðmyndunarkerfi myndlistarinnar er ekki þróað.    Algengt er að sýningarsalir eðagallerí sem alla jafna standa að einkasýningum árið um kring velji að hafa samsýningu listamanna í rými sínu fyrir jólin. Þá gefst tæki- færi til að velja saman verk, setja upp yfirlit yfir listamenn staðarins og höfða til fleiri kaupenda. Fyrir þessi jól hefur ekki mikið borið á þessu en undirrituð heimsótti Tur- pentine gallerí og Anima gallerí sem bæði eru til húsa í Ingólfsstræti ásamt Sal íslenskrar grafíkur á Tryggvagötu.    Turpentine gallerí er langstærstaf þessum stöðum og verkin á sýningunni eru valin af Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi. Titill sýn- ingarinnar vísar til hins fallega og óhætt er að segja að þar megi finna fjölda verka eftir þekkta og miðl- ungsþekkta listamenn. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera vönduð og híbýlavæn án þess að gefið sé eftir í þeim listræna metnaði sem galleríið hefur markað sér. Andrúmsloftið í Turpentine er afslappað og viðmót eiganda eða starfsmanna alþýðlegt og faglegt í senn. Enginn ætti að vera feiminn við að spyrja um listamennina eða verkin á þeim stað. Turpentine sel- ur aðallega málverk en á þessari sýningu eru einnig á boðstólum frumleg textílverk, smáskúlptúrar og vatnslitamyndir.    Anima gallerí, sem er á ská ámóti Turpentine, hefur til sýn- is málverk eftir þrjá myndlist- armenn, Jón Óskar, Kristin Má Pálmason og Bjarna Sigurbjörns- son. Áhugavert er að sjá hversu vel risastór málverkin koma út í ekki stærra rými, galleríið er ekki stærra en hefðbundin stofa á ís- lensku heimili og flygillinn sem ávallt stendur úti á gólfi gefur rým- inu heimilislegan blæ. Vegna stærð- ar verkanna á þessari sýningu og samsvarandi verðlagningar er ekki líklegt að hinn hversdagslegi borg- ari sé í kauphugleiðingum en við- mótið í galleríinu er vingjarnlegt og auðvelt að nálgast allar upplýs- ingar. Ef maður heillast af verkum sem eru langt yfir kaupgetu manns sakar aldrei að spyrja um hvort við- komandi listamaður eigi verk í minni skala eða eða í ódýrari miðli.    Í Sal íslenskrar grafíkur er sam-sýning á nokkrum fjölda af myndum eftir félagsmenn. Þar má sjá vatnslitamyndir, olíumálverk og grafíkverk. Mikill munur er á þess- ari sýningu og hinum tveimur, ann- ars vegar vegna þess að hér er eng- inn sýningarstjóri sem velur verkin, hins vegar vegna þess að verkin eru í allt öðrum verðflokki. Þegar lista- menn koma saman í einn sal eins og hér, hver með sitt eða sín verk, verður oft ósamræmi, sérstaklega hvað varðar verðlagningu. Litlar vatnslitamyndir og grafíkverk eru eðlilega verðlögð mun lægra en stærri málverk en hér spilar líka inn í að margir listamannanna eru lítt þekktir. Viðmótið í Sal íslenskrar grafíkur er ávallt vingjarnlegt og á sýningunni má gera virkilega (óþarflega) góð kaup á nokkrum myndum eftir vel þekkta listamenn þótt innan um megi sjá verk á yf- irgengilegu yfirverði.    Eðlilegt er að leita ráða varðandikaup á dýrum verkum, gera verðsamanburð við önnur verk sem kunna að vera á markaðnum eftir sama listamann. Ef listasöfnin eiga verk eftir ákveðna listamenn gefur það vísbendingu um ákveðið mat á ákveðnum tíma og skoðast sem meðmæli. Ódýrari verk þarfnast ekki slíkra rannsókna því hvort sem er um þekktan eða óþekktan lista- mann að ræða er eðlilegt að láta það eftir sér að kaupa verk sem maður hrífst af eins og maður kaupir aðra vöru. Myndlist í jólapakkann Morgunblaðið/Árni Sæberg Mynlist Þessir gestir á sýningu í Gallerí Humri voru áhugasamir að skoða myndlist fyrir síðustu jól. AF LISTUM Þóra Þórisdóttir » Fyrir áhugasamabyrjendur er tilvalið að fara á sýningar í söfnum og galleríum, leggja á minnið nöfn þeirra listamanna sem þeir hrífast af og spyrj- ast fyrir. ÁRLEGU jólatónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands fóru fram í kvikmyndahúsinu við Hagatorg á laugardag kl. 14 og 17 og var svo til uppselt á þeim fyrri. Burtséð frá táningum var mikið af ungu fólki, allt að því kornungu að fylgdi stundum nokkur truflun, enda ekki við öðru að búast af reifabörnum við slíkar aðstæður. Hefðin ku farin að segja til sín á jólatónleikum með nokkrum föstum liðum, og skilst manni að upphafs- atriðið, Jólaforleikur Leroys And- ersons (1908–75), sé einn þeirra. Anderson er kunnastur fyrir létt- klassísku hljómskálalög sín frá 2. þriðjungi 20. aldar. Mörg þeirra standa enn meðal slitþolnustu skemmtiverka allra tíma eins og Synkóperaða klukkan (kennistef Í vikulokin í RÚV), Ritvélin og Blue Tango. Þar eð Anderson starfaði hér á stríðsárunum ber aðeins að harma að góðir menn skyldu aldrei hafa vakið athygli hans á íslenzkum þjóðlögum, því hann var frábær út- setjari eins og sást á jólalagasyrp- unni (Joy to the world, Skreytum hús, God rest ye merry gentlemen, Good king Wenceslas, Hark the herald angels sing, Heims um ból, Bjölluhljóm & Come all ye faithful, svo talin séu í flutningsröð). Hinn aðeins 15 ára gamli einleik- ari Hulda Jónsdóttir lék ekki 1. þátt úr Fiðlukonsert Mendelssohns eins og boðað var í vetrardagskrá heldur Konsertpólónesu Wieni- awskis. Breytingin var óútskýrð, en kannski spöruðust við hana ein- hverjar mínútur þó sízt væri pólska virtúósastykkið auðveldara viðfangs fyrir sólistann. Samt var ekki að heyra að Hulda hefði ýkja mikið fyrir því, og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar á næstu árum. Næst var bandarísk jólalaga- syrpa í prýðilegri útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar er Gra- dualekór Langholtskirkju söng á ís- lenzku. Lögin voru fæst kynnt frek- ar en í Jólaforleiknum, en þau voru Let It Snow, Winter Wonderland, Jingle Bells og Sleigh Ride And- ersons. Fengu stúlkurnar 40 þar víða að þenja sveifluna og tókst þeim glimrandi upp í smellandi samtaka uppmögnuðum söng er náði góðu jafnvægi við hljómsveit- ina. Hnotubrjótur Tsjajkovskíjs er glæstasta jólaævintýri sígildra tón- bókmennta og lék SÍ sex þætti úr ballettnum. Maður hélt það fyr- irfram ómögulegt, en samt tókst að skapa örlítinn danspall á sviði Há- skólabíós milli hægri og vinstri hljómsveitarvængja. Að loknum sprangandi Marsinum og Dansi sykurplómuálfanna stigu þar fjórir ungir dansarar úr Listdansskóla Ís- lands þrjá dansa. Kínversku dans- meyjarnar tvær sóttu greinilega innblástur í sveppadans Fantasíu Disneys, en piltarnir í Trepaknum síður í rússneskar hækjuspyrnur en í Schuhplattler Austurríkismanna. Munúðarfulli Arabadansinn var hins vegar eingöngu leikinn og kom skýringin í ljós í síðasta dansatrið- inu, Snjókornavalsinum, þar sem dansararnir birtust í nýjum alhvít- um búningum. Þeir höfðu s.s. ekki haft tíma til að skipta um ham. Allt um það settu þessi stuttu atriði lit- ríkan hátíðarsvip á tónleikana, og drógu sízt úr heiðtærar vókalísur kórsins í valsinum. Tvö lög komu þarnæst eftir Jór- unni Viðar. Jól var heldur hæg- gengt og svolítið þreytulega flutt, en Það á að gefa börnum brauð tókst aftur á móti með ágætum. Loks sungu allir viðstaddir með hljómsveitinni Heims um ból. SÍ var alfarið í toppformi þetta síðdegi og sá hvergi högg á vatni undir þjálli stjórn Bernharðs Wilk- inson. Margrét Örnólfsdóttir kynnti hvert atriði og fórst það vel úr hendi. Sinfónísk jólaævintýri Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Háskólabíó Verk og verkhlutar eftir Leroy Anderson, Wieniawski, Tsjaikovskíj o.fl. Hulda Jóns- dóttir fiðla, Gradualekór Langholtskirkju (kórstjóri: Jón Stefánsson), dansarar úr Listdansskóla Íslands (danshöfundur: Sigrún Guðmundsdóttir) og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bern- harður Wilkinson. Kynnir: Margrét Örn- ólfsdóttir. Laugardaginn 16. desember kl. 14. Sinfóníutónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.