Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 29
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 29 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 USA PRO í jólapakkann Skoðið ávallt leiðbeiningar um rétta og örugga notkun er fylgja kertum Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari og varabæjarfulltrúi VG á Akureyri, ljómar af gleði þessa dagana. „Ég var með skiptinema frá Ekvador á heimili mínu fyrir nokkrum árum, nú hefur hann eignast dóttur og hvað heldurðu að blessað barnið heiti?“ sagði Dilla þegar ég hitti hana á förn- um vegi á dögunum. „Dýrleif Joaqina Valareso Kastró! Það er algjör snilld fyrir gamlan kommúnista eins og mig, og mikil sálubót, að vita til þess þegar gamli kallinn minn á Kúbu er alveg að fara, að fædd sé Dýrleif Kastró til þess að bjarga heiminum.“    Kjarnakonur heitir heimildamynd eftir Gísla Sigurgeirsson fréttamann, sem komin er út á DVD-diski. Í myndinni er fjallað um hvunndags- hetjurnar Kristínu Ólafsdóttur og Jóhönnu Þóru Jónsdóttur sem bjuggu lengst af einar í gömlu húsi í Fjörunni á Akureyri, Aðalstræti 32. Gísli Sigurgeirsson heimsótti þær ásamt kvikmyndatökumönnum með fárra ára millibili, síðast þegar báðar höfðu náð hundrað ára aldri. Sjón- varpsmynd Gísla var sýnd í Rík- issjónvarpinu fyrir um það bil ári og hlaut mjög góða dóma.    Kristín og Þóra létu aldurinn ekkert á sig fá, sáu um sig sjálfar, bökuðu brauðin og þvoðu þvotta. Önnur þeirra hafði reyndar farið á elliheim- ili, en undi þar ekki lengi, fór aftur heim í Aðalstrætið. Þær sögðu gott skap og góða hreyfingu við daglegt amstur hægja á elli kerlingu. Lengi vel dugði þeim þetta ráð, en enginn getur stöðvað tímans hjól. Kristín er látin fyrir nokkrum árum og Jó- hanna lést í haust. Þær stöllur höfðu margt til málanna að leggja, höfðu ákveðnar skoðanir og voru umfram allt skemmtilegar; það var mannbæt- andi að fá að kynnast þeim, segir Gísli Sigurgeirsson. Myndin er eingöngu seld í versl- unum Pennans-Eymundssonar við Hafnarstræti og á Glerártogi.    Bæjarstjórn Akureyrar hefur hætt við áform um að reisa stórt íþrótta- hús við Giljaskóla, en þar var gert ráð fyrir að yrði framtíðaraðstaða fyrir Fimleikafélag Akureyrar. Ástæða ákvörðunar meirihluta bæj- arstjórnar er hversu dýrt mann- virkið hefði orðið – nú er talað um hátt í milljarð króna, mun meira en upphaflega var reiknað með.    Forráðamenn fimleikafélagsins eru afar ósáttir við ákvörðun bæj- arstjórnar og hafa, í tölvupósti sem sendur hefur verið á fjölda fólks, hvatt bæjarbúa til þess að leita skýr- inga hjá bæjarfulltrúum.    Skemmtilegt félag er starfandi í Brekkuskóla. Eftirfarandi frétt var á heimasíðu skólans á dögunum: „Sparifatafélagið Finnbogi er félag nokkurra vaskra drengja í Brekku- skóla sem hefur það eitt að markmiði að mæta spariklæddir í skólann á föstudögum. Skemmtileg hugmynd sem lífgar óneitanlega upp á lífið og tilveruna í skólanum. Félagið var stofnað hinn 10. nóvember 2006 á þemadögum – nánar tiltekið á bóka- safni skólans. Þeir sem áttu hug- myndina eru þeir Brynjar, Sverrir og Daníel og eru þeir allir nemendur í 10. bekk. Í félaginu eru nú alls 13 drengir og má því segja að það fari ört vaxandi!“    Söfnin tvö í Innbænum, Minjasafnið og Iðnaðarsafnið, verða opin á milli jóla og nýárs að því er segir í tilkynn- ingu frá söfnunum. Á Minjasafninu eru tvær aðalsýn- ingar. Eyjafjörður frá öndverðu fjallar um landnám fjarðarins og þætti úr sögu hans fyrstu öldina. Áherslan er lögð á verslun á miðöld- um og trúarlíf í héraðinu frá land- námi fram yfir siðaskipti. Akureyri – bærinn við pollinn fjallar um valda hluti úr sögu bæjarins frá upphafi til nútímans. Á Iðnaðarsafninu er starf- semi um 70 fyrirtækja kynnt, en mörg þeirra eru starfrækt í dag. Á sýningunni má sjá vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, fram- leiðsluvörur, auglýsingar og sveins- stykki. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ánægð Dýrleif Skjóldal er himinlif- andi með að Dýrleif Kastró sé fædd í Ekvador til þess að bjarga heim- inum, eins og hún tekur til orða. Jóhanna Jónsdóttir Kristín Ólafsdóttir Á 90 ára afmæliFramsóknarflokksins, 16. desember, orti Hálfdan Ármann Björnsson, Hlégarði, til Hreiðars Karlssonar: Framsókn þennan fæddist dag, farsæld kom til leiðar, ávallt bætir okkar hag. Í afmælisgjöf fékk Hreiðar. Þá Ólafur Stefánsson: Gott er að mega úr góðu sæti glaður skoða farinn veg, horfa með ró á heimsins læti, og heilsa flokksins bærileg. Hallmundur Kristinsson: Heillaósk í huga ber helst til ykkar beggja, þess, sem níutíu orðinn er – einnig sextíu og tveggja. Friðrik Steingrímsson: Þjóðin góðar fréttir fær fátt er til að erfa, að Framsókn sé nú elliær og um það bil að hverfa. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum: Framsókn telst ei elliær ekkert breytt því getur. Auknum styrk hún aftur nær eflist mjög í vetur. Hreiðar Karlsson þakkaði fyrir sig: Jafnvel þó aldurs og ára gæti eftir svo langan veg. Hvorugur þykist á fallanda fæti, flokkurinn – eða ég. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Tvöfaldur afmælisdagur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.