Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Þeir sem þekkja konur UPPHRÓPUN Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com Þ orskurinn hefur greinilega of- næmi fyrir samsteypustjórnum krata og sjalla. Vart var Viðeyj- arstjórnin sest í sína stóla 1991 er þorskurinn flúði undan rann- sóknarskipum Hafrannsókna- stofnunar, faldi sig í gjótum og álum og beið á meðan óvinurinn slæddi djúpin, svo enn ein „svört skýrslan“ leit dagsins ljós með tillögum um „stórfellda skerðingu aflaheimilda“. Á þeim tíma átti að skrúfa þorskkvótann niður í 190.000 tonn fyrir árið ’92/’93 og svo enn neðar árið eftir, alveg niður í 175.000 tonn, erlendir sérfræðingar vildu sjá 150.000 tonn. Þessar til- lögur voru uppistaðan í pólitískum gúrkuslag sumarsins 1992. Núverandi ritstjóri Frétta- blaðsins, Þorsteinn Pálsson, barðist eins og ljón til að fá því framgengt að allir hags- munaaðilar fiskveiðiflotans yrðu hunsaðir og loksins látið á það reyna að hlusta á Hafró og ekkert múður. Davíð Oddsson, nú seðlabanka- stjóri, Friðrik Sophusson, nú forstjóri Lands- virkjunar, og Jón Baldvin Hannibalsson, nú frí- þenkjari, voru hins vegar á andstæðri skoðun og rifust við Þorstein bæði opinberlega og inn- an stjórnar. Davíð og Friðrik sögðu að það yrðu engar „sértækar aðgerðir“ til að hjálpa þeim sem ættu um sárt að binda vegna kvóta- skerðingar, ríkissjóður hefði ekki borð fyrir báru. Jón Baldvin sagði, líkt og talsmenn Frjálslynda flokksins nú, að engin vísindaleg rök styddu að vöxtur í framtíðinni yrði vegna skerðingar í nútíðinni, sambandið þarna á milli væri ósannað. Hinn fælni þorskur hafði um þessar mundir ýmis ráð til að hræða útvegsbændur við Norð- ur-Atlantshaf. Hann gufaði til dæmis algerlega upp á Miklabanka svo Kanadamenn lokuðu sjoppunni og hafa ekki opnað hana síðan nema rétt á stórhátíðum. Því var haldið fram um þetta leyti að þorskveiðistofn Færeyinga væri hruninn, meira að segja skitin 100.000 tonn þóttu of mikið þar. Hvergi var þorsk að sjá nema náttúrlega í hinni merkilegu Smugu. Guðbergur Bergsson ritaði á þessum tíma að þar ætti sér stað „útrás“ (og hann notaði þetta hugtak í fullnægingarlegum skilningi en ekki efnahagshernaðarlegum) íslenska sjómanns- ins. Ráðagóðir skipverjar skiptu á viskíflöskum og sjókortum við rússneska sjómenn sem um þetta leyti fjölmenntu hér í hafnir á ryðkláfum sínum og keyptu gamlar Lödur í gríð og erg. Síðan héldu menn af stað norður í myrkvað ballarhaf kvótalausir með öllu og lágu úti eins og víkingar mánuðum saman í djöfulganginum og ránortu sem mest þeir máttu í fullkomnu ósætti við alþjóðasamfélagið. Íslendingar fóru í alvöru samkeppni um yfirráðin yfir Norður- Íshafi við Norðmenn og Rússa, samkeppni sem þeir standa í enn í dag og virðist opinber utan- ríkisstefna okkar ef marka má yfirlýsingar ISG í kjölfar Noregsheimsóknar nýverið. Við þurft- um hráefni fyrir sjávarútveginn og tókum þann kostinn líkt og aðrar þjóðir sem þarfnast auð- linda að taka slaginn við aðrar auðlindaþjóðir. Á meðan þorskurinn faldi sig á Miklabanka og duldist Færeyingum náði Hafró því í gegn að minnka þorskveiðikvótann enn fiskveiðiárið ’93/’94. Í öllu fárinu nú yfir lækkun kvótans nið- ur í 130.000 tonn gleymist að í þrjú ár samfleytt um miðjan tíunda áratuginn voru aflaheimildir þorsks ekki nema 155.000 tonn. Þetta var jafn- framt erfiður tími. Lausafé var mjög af skorn- um skammti í samfélaginu sem leiddi til þess að margur athafnasamur maðurinn missti allt sitt og atvinnuskorturinn var tilfinnanlegur, ég man eftir að hafa í ársbyrjun 1993 sótt um eitt aumt lagerstarf hjá ávaxtaheildsölu ásamt 400 öðrum. Í fjölmiðlum var atvinnuleysið fram- reiknað, ef 4000 manns fóru árlega út á at- vinnumarkaðinn og ef 4000 manns til viðbótar vantaði starf, þá vantaði 8000 störf árlega og engin ný störf voru í augnsýn. Þetta leit ekki vel út. Vestfirðingar heimtuðu að sleppa við kvóta- skerðingu því þeir væru sérstakir um leið og þeir kröfðust þess á fá frjálsar hendur við fjöldaslátrun á hvölum, þeim ógurlegu ófreskj- um sem sífellt sitja á því lúabragði að borða líf- verur hafsins. Þeir mótmæltu því líka að það vantaði fisk á miðin, það væri allt vaðandi í þorski – „maður skilur bara ekki hvað þessir háu herrar suður í henni Reykjavík eru að hugsa“. Helst ætti að veiða 280.000 tonn, ef ekki 300.000. Svo var talað um „sértækar að- gerðir“. „Hrun blasir við á Vestfjörðum“ – var ein fyrirsögn þessa tíma. „Stóráfall fyrir byggðarlögin við sjávarsíðuna“ – þannig hljóð- ar önnur. Það mætti birta allar fréttir sumars- ins 1992 óbreyttar núna nema hvað skipta þyrfti út nöfnum ritstjóra Fréttablaðsins, seðlabankastjóra, forstjóra Landsvirkjunar og fríþenkjarans fyrir nýtt og ferskt fólk. En lærðum við eitthvað af þessu? Jú, við lærðum að sjávarútvegurinn er ótraustur, óá- reiðanlegur og hverfull atvinnuvegur. Verið getur að hann gufi upp einn daginn og beri aldrei aftur sitt barr. Það varð viðhorfsbreyt- ing í íslensku þjóðfélagi. Við áttuðum okkur á að ef þetta samfélag á að verða eitthvað á næstu öldum verðum við að kveðja sjávar- útveginn og horfa annað. Fiskisagan „En lærðum við eitthvað af þessu?“ spyr greinarhöfundur. „Jú, við lærðum að sjávarútvegurinn er ótraustur, óáreiðanlegur og hverfull atvinnuvegur. Verið getur að hann gufi upp einn daginn og beri aldrei aftur sitt barr. “ Þorskur »Ráðagóðir skipverjar skiptu á viskíflöskum og sjókortum við rússneska sjó- menn sem um þetta leyti fjöl- menntu hér í hafnir á ryð- kláfum sínum og keyptu gamlar Lödur í gríð og erg. Síðan héldu menn af stað norður í myrkvað ballarhaf kvótalausir með öllu og lágu úti eins og víkingar mánuðum saman í djöfulganginum og ránortu sem mest þeir máttu í fullkomnu ósætti við alþjóðasamfélagið. FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Önnu Björk Einarsdóttur abe3@hi.is ! Hermann Stefánsson gagn- rýndi fyrir stuttu Nýhil hópinn sem hefur víst aldrei litið á sig sem hóp heldur safn ólíkra ein- staklinga. Engu að síður hafa birst skrif í nafni hópsins og sumir Nýhilir hafa gefið út yfir- lýsingar um fyrirbærið svo ef til vill er ekki úr vegi að fjalla um Nýhil sem hóp. Sjálfur tilheyrir Hermann ekki hópum eða kynslóðum einfaldlega vegna þess að hann trúir ekki á tilvist þeirra en út frá skrifum hans hefur sprottið rit- deila sem er jafnillskiljanleg og hún er tilgangslaus. Hermann, bókmenntafræðingur og skáld, gegnir nokkuð sérstakri stöðu í íslensku menningarlífi. Hann er einn af fastapennum Lesbókarinnar auk þess að vera sjálfkrýndur aðalbloggari landsins og nokkurs konar bloggpabbi, hann trónir efst í virðingarstiganum, allir linka á hann en hann linkar ekki á neinn. Ef HS kommentar á bloggið þitt, þá get- ur þú verið viss um að aðrir eðalblogg- arar lesi það. Ef Hermann skrifar um þig, hvort sem það er neikvætt eða já- kvætt, þá þýðir það einfaldlega að verk þín og nafn eru rædd. Og eins og við vit- um öll er það víst það sem skiptir mestu máli í dag, að vera í umræðunni. Því er ekki að undra að kona ein hafi glaðst yfir bloggfærslu sem Hermann birti fyrir stuttu þar sem hann hrósaði kyni hennar og sagði að stelpur væru einfaldlega skemmtilegri, beittari og graðari í skrifum sínum en strákar. Hann tók dæmi af nokkrum mjög ólíkum höfundum og setti saman í hópinn grað- ar stelpur, þar á meðal var ég sjálf. Þótt Hermann hafi fjarlægt færsluna af blogginu sínu er enn hægt er að nálgast hana á bloggsíðu konunnar og þar má einnig finna aukaefni frá sjálfum Her- manni í kommentakerfinu (www.thor- dis.blogspot.com/). Í Stefnuljósum eftir Hermann Stef- ánsson er kafli sem fjallar um viðtal við aðalsögupersónuna, skáldið Guðjón, þar sem hann segir: „Ég þekki konur“. Hel- ena, kona Guðjóns áttar sig á heims- kunni sem felst í yfirlýsingunni og spyr hvort hann „sé frá sér“. Guðjón sér ekk- ert athugavert við það að þekkja konur og eðli þeirra og líkir þeim að lokum við kýr því auðvitað sé hægt að þekkja, ræða og skoða konur eins og hægt sé að þekkja, ræða og skoða kýr eða þresti ef út í það er farið. Af hverju ættu menn ekki að tala um kvenþekkjara eins og mannþekkjara? Og nú hefur Hermann sjálfur stigið fram og segist þekkja konur. Stelpur er víst betri en strákar í Nýhil, stelpurnar eru að gera það gott, Nýhilir eru búnir að vera. Stelpur eru til og í þann flokk má setja alls kyns persónur, flokka, skil- greina og eyrnamerkja. En kynslóðir eru ekki til, Hermann trúir ekki á slíkt. Hermann tilheyrir ekki kynslóð, hann er ekki einn af leðurbuxnabókmennta- fræðiskáldaklíkunni, Bjartsklíkunni eða svartklædduklíkunni. Kynslóðir eru bull, uppspuni, það segir einn ákveðinn Spán- verji, sem Hermann vitnar til en hefur ekki fyrir að útskýra hvað hafi lagt til málanna. Og já, það er alveg satt. Kyn- slóðir eru ekki til, þær eru tilbúningur og það er óheyrilega vont að vera settur í eina slíka, dreginn í dilka og eyrna- merktur. En kyn er ekki heldur til, það er uppspuni og það er lygi og það sagði frægur Frakki, miklu frægari en Spán- verjinn og ég tek ekki mark á neinum sem þykist þekkja konur en hefur ekki lesið Frakkann fræga. Hermann, þú skalt ekki þykjast þekkja konur því kon- an er ekki til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.