Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 7 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Ein kunnasta óperusöngkona síð-ustu aldar, Beverly Sills, lést á mánudag 78 ára. Það er varla ofsög- um sagt að hún hafi verið eftirlæti óperuvina í Ameríku; hún var ekki einungis ein flottasta kólorat- úrsöngkona síns tíma, heldur var líka margt í lífi hennar sem stuðl- aði að því að gera hana að þeirri stjörnu sem hún varð. Hún var fjög- urra ára þegar hún kom fyrst fram, og þá undir nafninu Bubbles. Hún dansaði, steppaði og söng. Níu ára hóf hún söngnám hjá Estelle Liebling sem hafði kennt hinni sögufrægu Amelitu Galli- Curci. Sextán ára var Beverly Sills farin að syngja með farandóperu- flokkum um öll Bandaríkin og tutt- ugu og fimm ára var hún ráðin til New York City-óperunnar, þar sem hún var strax elskuð og dáð. Beverly Sills giftist kunn- um blaðamanni, Peter Greenough, og gekk þremur dætrum hans í móðurstað. Sam- an eignuðust þau líka börn, þar á meðal dótturina Muffy, sem reyndist heyrn- arlaus. Sills var orðin fertug þegar hún debúteraði í Evrópu; sló í gegn á La Scala, og það var loks þá sem virðulegu Metropo- litan-óperunni þóknaðist að bjóða henni að syngja þar. Beverly Sills var tíður gestur á sjónvarpsskjánum og kom oft fram í þáttum, meðal annars Johnny Carson Show, Prúðuleikurunum og gamanþáttum Danny Kaye og Carol Burnett. Eftir að glæstum söngerli hennar lauk tók hún sjálf að sér að sjá um spjallþátt í amerísku sjónvarpi. Ferill hennar var engan veginn bundinn við óp- erusviðið, þótt þar hafi hún unn- ið sína stærstu sigra. Árið 1979 varð hún stjórn- andi New York City Opera, og vann afrek í að leita uppi unga, óreynda söngv- ara og gefa þeim verðskulduð tækifæri, auk þess sem hún þótti sýna dirfsku í verkefnavali. Þá lækkaði hún miðaverð umtals- vert. Með þessum aðgerðum náði hún fram aukinni aðsókn, og NYCO fékk viðurnefnið „Almenn- ingsóperan“, meðan Metropolitan- óperan þótti alltaf draga taum hinna íhaldssamari og efnameiri. Fyrir stjórnunarafrek sín var hún eftirsótt, og árið 1994 varð hún stjórnarformaður Lincoln Center, og gegndi því starfi í átta ár. Eftir það varð hún stjórnarformaður Met- ropolitan-óperunnar, og var jafn- farsæl þar.    Loks kom að því að blásið var tilleiks í Tsjaíkovskí-keppninni í Moskvu – mestu tónlistarkeppni samtímans. Keppnin er haldin á fjögurra ára fresti, en var frestað í fyrra af óupplýstum ástæðum. Að- eins tvisvar áður hefur það gerst í sögu keppninnar, að enginn fékk pí- anóverðlaunin eftirsóttu – enginn var nógu góður. 202 ungir tónlist- armenn tóku þátt í keppninni í ár, flestir frá ríkjum Sovétsins gamla og Asíulöndum. Japönsk stúlka, Ma- yuko Kamio, hreppti fiðluverðlaun- in, og Rússinn Sergei Antonov fékk sellóverðlaunin, þrátt fyrir að hafa þurft að spila annan konsert en hann ráðgerði, vegna þess að hljómsveitin kvaðst vera búin að „gleyma“ því sem hann ætlaði að spila. Söng- verðlaunin hreppti sópransöng- konan Albina Shagimuratova, sem þykir efni í mikla stjörnu. TÓNLIST Sills minnst á Frægðarstéttinni. Beverly Sills Sills sem Lucia di Lammermoor Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Það er kannski fulllangt gengið að kalla Donvan Vliet furðufugl, en hann stendurvissulega undir því að vera sagður sér-vitringur, í það minnsta ef litið er til þess sem eftir hann liggur, því hans bestu verk, sem eru jafnframt með því besta sem kom út á sjöunda og áttunda áratugnum, eru eiginlega engu lík; ótrúleg samsuða af blúsuðu súru rokki og magnaðri fram- úrstefnu, nánast óskiljanlegri á köflum. Gott dæmi um það er meistaraverkið Trout Mask Replica og svo sú skífa sem hér er gerð að umtalsefni, Shiny Beast (Bat Chain Puller). Don Glen Vliet, sem breytti nafni sínu í Don van Vliet og gaf út undir listamannsheitinu Captain Beefheart, var samherji og samstarfsmaður Franks Zappas um hríð sem var yfirleitt til góðs. Hann var verðandi myndlistarmaður, og þótti efni- legur í meira lagi, þegar hann kynntist Zappa og ákvað að verða tónlistarmaður. Hann kenndi sér sjálfur á saxófón og munnhörpu sem voru hans helstu hljóðfæri upp frá því. Töfrasveit sína, The Magic Band, stofnaði hann 1964. Beefheart átti í sífelldum útistöðum við útgáfu- fyrirtæki sín, enda áttu ýmsir erfitt með að skilja hvað hann var að gera, ekki síst þeir sem ætluðu að græða á því. Hann hætti því í tónlistinni hvað eftir annað eftir að hafa lent í útistöðum við útgefendur og það var ekki fyrr en honum var gefinn laus taum- urinn að hann sýndi hvað í honum bjó með Trout Mask Replica. Enn héldu vandræði hans áfram, hljómsveit- arfélagar hans gengu úr skaftinu og hættu og enn stóðu útgefendur honum fyrir þrifum. Trout Mask Replica kom út 1969 og þó hann hafi gefið út nokkra skífur á næstu árum má segja að hann hafi ekki hrokkið almennilega í gang aftur fyrr en 1978 þegar Shiny Beast (Bat Chain Puller) kom út. Líkt og með önnur verk Beefhearts er erfitt að lýsa því sem fram fer á skífunni. Víst er það ein- hverskonar blús, en menn þurfa að hlusta nokkuð oft til að átta sig á hvað er á seyði, ná skiptingunum og tilbrigðunum og ekki síst ná að skilja hvert hann er að fara í textunum, sem er býsna snúið og iðulega ómögulegt. Hvað á hann til að mynda við í snilld- arlaginu Tropical Hot Dog Night: „Tropical Hot Dog Night/Like Two Flamingos in a Fruit Fight“? Á eftir Shiny Beast (Bat Chain Puller) komu tvær fínar plötur, en 1982 hætti Beefheart alveg að fást við tónlist vegna alvarlegra veikinda. Síðan hef- ur lítið til hans spurst, en áhrifin má finna víða þó menn geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvaðan þau koma. Einhverskonar blús POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com T ónlistarunnendur geta í dag notið tónlistar hvar og hvenær sem er, og þeir eru ekki bundnir við plötu vikunnar heldur geta þeir haft allt plötusafnið sitt með sér í einum fisléttum spilastokki (eða tón- hlöðu, eða ípóða eða hvað við eigum að kalla „flakkara“ af þessu tagi upp á okkar ylhýra). Dýr hljómflutningstæki eða aðgangur að raf- magni og hátölurum eru algjört aukaatriði – hver getur nú valið sér eigin hljóðrás við loftið í Sistínsku kapellunni, undirstrikað framandleika frumskógarins; nú eða bara stytt sér stundir meðan beðið er eftir strætó. Enn fremur er margfalt auðveldara að nálg- ast tónlist héðan og þaðan úr heiminum en var fyrir fáeinum árum. Netið er ótæmandi brunnur „löglegra“ MP3-skráa með sveitum sem eru að reyna að koma sér á framfæri og „ólöglegra“ skráa með tónlistarmönnum sem hafa þegar náð nokkrum árangri. Sértu áhugamaður um georgískt indírokk eða gvatemalskan svartmálm þá ættirðu að geta haft upp á hvoru tveggja gegnum Netið meðan áhuginn hefði líklegast kostað þig fínkembingu á reykmettuðum plötu- búðum í evrópskri stórborg eða ferð til heima- landsins fyrir ekki svo löngu. Stafræn eftirlíking Stafræna undrið hefur þó sínar neikvæðu hlið- ar. Hljómgæði stafrænna skráa sem eru hent- ugar til niðurhals eru oft bagaleg, og í nær öll- um tilfellum verri en á geisladisknum eða vínylplötunni sem er fáanleg (eða illfáanleg) í næstu verslun. Þetta er vegna þess að skrár í fullum gæðum eru enn of stórar fyrir þá band- vídd sem flestir hafa yfir að ráða, svo ekki sé talað um áhrifin sem rándýr umframbæti hafa á símreikninginn. Stafrænar skrár skortir einnig einn uppá- haldseiginleika þessa greinarhöfundar, og þann sem hann telur einna mikilvægastan, næstum jafnan tónlistinni sjálfri: efnislega tilveru. Skrár eru ekki áþreifanlegar – þær eru ekki í strang- asta skilningi orðsins. Þær lykta til að mynda ekki, þær hafa enga áferð, á þeim eru engar myndir né texti; maður verður ansi ringlaður ætli maður sér að rýna í bókstafina sem staf- ræn yfirfærslan hefur í för með sér. Geisladiskar líktu eftir þessu efnislega formi – þeim fylgdi bæklingur með myndum og texta og diskurinn sjálfur varð að vera til staðar svo unnt væri að leika tónlistina. En á þeim er í grunninn sami ágalli og á hljóðskránum: Þeir líkja aðeins eftir hljóði, þeir eru ekki hljóðið. Stafrænt hljóð tekur nokkrar stikkprufur úr hverri hljóðbylgju og dregur síðan svo þá álykt- un að fyrst hljóðbylgjan sé svona hér og svona þar, þá hljóti hún að vera eitthvað á þessa vegu þar á milli. Hljóðið á geisladiskum tekur að vísu stikkprufu af þessu tagi 44.100 sinnum á sek- úndu, og með nýrri tegundum geisladiska er það gert allt að 96.000 sinnum á sekúndu – en í grunninn breytir það engu, stafrænan gerir ein- ungis tilraun til að nálgast hljóðið án þess að geta nokkurn tímann verið viss um að end- urskapa það nákvæmlega. Eðlisfræðileg eftirmynd Á vínylplötum má hins vegar heyra (og sjá, og snerta, og bragða og lykta af) hljóðið sjálft. Vín- yllinn er eðlisfræðileg eftirmynd hljóðsins eins og það kom inn í vinnuborð upptökustjórans, þeirra tóna sem hljómsveitin lék. Hátalararnir í stofunni endurskapa þá röskun á loftsameindum sem átti sér stað inni í hljóðverinu nokkrum dögum, mánuðum, árum eða áratugum fyrr – ekkert sirkabát neitt. 44.100 er kannski há tala, en hverri sekúndu má deila niður í hið óend- anlega, og óendanleikinn að rúmum fjörutíu og fjórum þúsundum frádregnum er enn hærri tala; tala sem segir til um fjölda þeirra augna- blika sem skortir í eftirmynd geisladisksins. Vitanlega er málið þó ekki alveg svona ein- falt, sérstaklega í nútímanum. Flestar plötur eru teknar upp með stafrænum upptökubúnaði sem endurskapar boð hljóðnemanna aldrei full- komlega og því hefur umtalsverð síun átt sér stað þegar vínylplatan er að lokum pressuð. Þar koma heildaráhrifin, eða skynjunin, eða áran, við sögu. Vínylplötur eru stærri, þyngri og allt í allt eigulegri en geisladiskar eða tölvuskrár. Þær endast lengur, eru iðulega fallegri, og þrátt fyrir allt saman þá eru þær í einum skiln- ingi hljóðið sjálft, eins og skýrt er frá hér að of- an. Yfir þeim hvílir einhver helgi, einhver stemmning; það er unaðslegt að draga plötu úr umslagi, passa sig að ata hana ekki út í ein- hverju, blása af henni rykið og leggja svo eyrun við nálina eftir að hún er farin að feta sig inn eftir plötunni og heyra hvernig hljóðið verður til án nokkurrar mögnunar, eins og flytjend- urnir séu enn að leika tónlist sína á öðrum stað, á öðrum tíma. Dauði geisladisksins Sumir myndu kalla þetta snobb – en ég er langt í frá einn á báti. Staðreyndin er sú að sala á vínylplötum er að aukast, og þvert á það sem margir halda koma langflestar plötur (sem koma á annað borð út í sæmilegu upplagi) út á vínyl. Sjálfur keypti ég mér nýjar plötur (í fyllstu merkingu orðsins) með Arcade Fire, Art Brut, Justice, Jóhönnu Newsom og mörgum fleirum í síðustu viku, þótt ég hafi að vísu þurft að leita út fyrir landsteinana. Vínyleintökin geymi ég heima inni í skáp – með hreina sam- visku því listamaðurinn, útgefandinn og plötu- verslunin fengu borgað, hljómgæðin eru sem best verður á kosið, öll umgjörð er á stórum, fallegum fleti, þau eru hljóðeðlisfræðilegar eft- irmyndir o.s.frv. – en á leiðinni í vinnuna hlusta ég á sömu plötur gegnum spilastokkinn. Umræddum plötum þurfti ég að vísu að hala niður eftir krókaleiðum en það færist í vöxt að útgefendur láti ókeypis (og „löglegt“) niðurhal fylgja vínylplötum sínum. Þannig er komið til móts við þá sem vilja njóta þægindanna sem fylgja stafrænunni í bland við ótvíræða kosti vínylsins. Geisladiskurinn var ekkert nema millibilsástand í illa hönnuðu plasthulstri – nú er kominn tími til að hlaða diskunum inn á tón- hlöðuna og dusta rykið af vínylnum á meðan. Vonandi verða allir útgefendur jafnfljótir að taka við sér og þeir sem láta stafrænu skrárnar fylgja við vínylkaup. Þegar svo er komið er bara að vona að íslenskar plötuverslanir fari að panta meiri vínyl. Megi geisladiskarnir rykfalla Tónlist á stafrænu formi verður sífellt útbreidd- ari eftir því sem svonefndum spilastokkum fjölg- ar. Hins vegar hefur stafsetningin haft óvænt áhrif í för með sér – sala á vínylplötum er, þvert á það sem margir halda, að aukast. Plötur „Yfir þeim hvílir einhver helgi, einhver stemmning; það er unaðslegt að draga plötu úr um- slagi, passa sig að ata hana ekki út í einhverju, blása af henni rykið og leggja svo eyrun við nálina...“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.