Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Sálmur eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Lag: Hvað boðar nýárs blessuð sól 1. Í fjárhús jötu fæddur lá, sem frelsar oss, er syndir þjá, með iðrun vorri – eigi síst, og eins í trú hann náðar víst. 2. Hin stærsta saga sú er manns, er sögðu í byrjun vottar hans. Svo fyrir öldum áður spáð, er auðséð – marki því var náð. 3. Vort Testamenti gamla gaf, oss glögga forsögn honum af. Í fjárhúsi kom fyrst á storð, með fjögur þessi spádómsorð: 4. Sjá, Friðar- hann er höfðingi, og Hetju Guð vor leysingi. Það Undraráðgjafari kann, vor Eilífðar er faðir hann. 5. Vart boðar nú svo nokkurn mann sem Nýja Testamentið hann. Vel þúsund sinnum sagður er, hann sá er nafnið Jesús ber. 6. Um ótal ,,hvað svo“ enginn veit, en öruggt samt Krists fyrirheit. Vel undirbúin ertu hér, í auðmýkt, trú svo: ,,Fylg þú mér.“ 7. Í Jerúsalem saman þar, þeim sendur Andinn helgi var al fyrstu vottum Frelsarans sem fjöldi manns varð kirkja hans. 8. Tvö þúsund ára’ er orðinn hann, sem á vér trúum Guð – og – mann. Um tímans ævi og eilífð manns, vér erum tryggð Guðs kærleik hans. Skýringar Í 3. og 4. erindi ljóðsins er vitnað í spádóm eins af stærstu spámönnum Gamla testa- mentisins. Það er Jesaja, fæddur 765 fyrir Krists burð. Í spádómum sínum um komu Messíasar segir hann meðal annars þetta: Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. (Jes. 9.6b) Ættum vér í dag að nafngreina Jesú Krist, eins og vér höfum lært að þekkja lífsferil hans og ævistarf, gætum vér trauðla fundið betri orð til þess að lýsa honum. Frumheimildin um tilvist Jesú og lærisveina hans er Páll postuli, ekki aðeins sem einn rammasti andstæðingur hans, heldur við afturhvarfið sem vottur hans og boðberi með lærisveinum hans. Páll postuli hefur í afstöðu sinni til hins sögulega Jesú einstakt gildi. Hann skrifar fyrstu rit Nýja testamentisins, sem eru elstu bréf hans, um miðja fyrstu öld og til staða sem hann hefur áður heimsótt. Í för með honum er aðstoð- armaður hans. Það er Lúkas læknir og sagnaritari, maðurinn sem skrifar bæði guð- spjall sitt og Postulasöguna til vinar síns Þeofílusar, og gerir í upphafi þannig grein fyrir máli sínu: Margir hafa tekið sér fyrir hendur að rekja sögu þeirra viðburða, er gjörst hafa meðal vor, samkvæmt því, sem oss hafa flutt þeir menn, er frá öndverðu voru sjónarvottar og þjónar orðsins. Nú hef ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi og réð því einnig af að rita samfellda sögu fyrir þig, göfugi Þeofílus, svo að þú megir ganga úr skugga um sannindi þeirra frásagna, sem þú hefur fræðst um. (Lk.1.1-4). Hver sá er les þessa upplýsandi orðsendingu um hin mestu sannindi, getur sett sig í spor Þeofílusar og móttekið fróðleik Lúkasar. Þar skiptir annar móttakandi eða tíma- lengdin alls engu máli. Algert samasemmerki er þar milli Þeofílusar og þín. Þetta upplýsir meira en nokkurt ártal. Það ríkti fleiri en einn útreikningur tímans um þessar mundir. Vér búum við hið svokallaða gregoríska tímatal, kennt við Gregor páfa 13. Þó að Lúkas nefni ekki ártal í frásögu sinni um fæðinguna, þá lætur hann fylgja tvær viðmiðanir, er Ágústus keisari boðaði fyrstu almennu skrásetningu sína og var orsök þess að Jósep og María fóru til Betlehem, og einnig það að þá var Kyreneus landstjóri á Sýrlandi, en það hefur Lúkasi þótt nægileg tímasetning eins og á stóð. Árið 1582 var tekið upp það tímatal sem nú ríkir, kennt við fyrrgreindan páfa og er viðhaft í hinum vestræna heimi Síðar þegar tekið var viðmið þeirra atburða sem Lúkas gefur upp varðandi fæðingu Jesú og þeir bornir saman við útreikning fæðingarársins kom í ljós að Jesús er fæddur fjórum til sjö árum áður en ártalið eftir Krists burð gefur til kynna. Þetta kann einhverjum að finnast heldur óþægilegt tilfinningamál og er það reyndar. En eigi er við neinn að sakast. Þetta hefur gerst um vora bestu menn sem nú eru á hvers manns vörum. Í íslenskum æviskrám er t.d. sagt um sjálft Passíusálmaskáldið, séra Hallgrím Pétursson, að hann sé fæddur „…um 1614“ og er þó fæðing hans miklu nær nútímanum en Jesú, sem Stephan G. Stephanson orti um í kvæði er hann kallaði Eloi lama Sabaktani (Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig). Þar segir skáldið um fæðingu Jesú ,,að dag og ártal enginn reit“. Hér er nefnir hann sem vænta má líka að eigi er vitað um (fæðingar)daginn. Hinir fornu rómversku og andlegu leiðtogar kunnu ráð við því. Þeir héldu sína sólhvarfahátíð í tengslum við að dag tekur að lengja eftir vetr- arsólhvörf. Sá hátíðisdagur var 25. desember. Og hvað lá þá beinna við en að gera hann að fæðingardeginum. Og þess heldur þar sem hér var um dag að ræða fyrir hann sem nefndist Ljós heimsins. Þessi viðmiðun Rómverja að fornu og nýju nær ekki síður til vor á ysta hjara ver- aldar, og þá er ekki úr vegi að vitnað sé aftur í Jesaja og nú í 9.2. Sú þjóð sem í myrkir gengur sér mikið ljós, Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós. Hugmyndin að yfirskrift ljóðsins: Mesta sagan í heimssögunni, er að nokkru leyti sótt til bandaríska skáldsins Fulton Ousler (1893-1952). Vinsælustu bók sína nefnir hann The greatest story ever told. (þ.e. Mesta sagan sem sögð hefur verið). En ritverk þetta byggir hann á frásögunni um Jesú. Þess skal að lokum getið að nákvæmlega er nafnið Jesús nefnt 1.031 sinni í Nýja testamentinu. Í 7. erindi sem greinir frá stofnun kirkjunnar i Jerúsalem á hvítasunnu- dag er talað um fjöldann sem bættist við lærisveinahópinn. Lúkas segir frá því í lok annars kafla Postulasögunnar að sá fjöldi hafi verið um 3.000 manns. Kristin kirkja varð til ákveðinn dag (tíu dögum eftir uppstigningu Jesú) og hún er ekki síður til í dag: – farið boðleið út um allar jarðir. Líttu þér nær, kæri lesandi, þar sem sóknarkirkja þín er. Hér gildir nákvæmlega hið sama og um fagnaðarerindið – orðið – kenninguna, en vegna þess varð og er kirkjan til orðin. Upphaflega merkti kirkjan fólk, þ.e.a.s. þeir sem eru Drottins, þeir sem leggja við hlustir, eða hafa það fyrir augunum – og þó eru tvær þúsaldir síðan það lagði af stað. Langur tími – segjum það, en ekki þegar hann er liðinn, og fyrir augum Guðs. Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær þegar hann er liðinn. (DS 90.4.) Í þessu himinljósi megum vér líta á átrúnað vorn, eins og hann hafi gerst fyrir tveim- ur dögum. Er það ekki dásamlegt! Hallelúja. Allir sem í dag hafa hlotið þá náð að eiga Jesú, nú tveggja þúsalda, geta sett sig í spor hins framsýna sjáanda frá fyrstu öld í Hebreabréfinu: Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldur. (Hebr.13.8.) Þannig kemur frá báðum áttum tímatalsins sami vitnisburður um hjálpræðisverk frelsarans. Megi svo verða í æ ríkara mæli og allar stundir og um eilífð. Amen. Mesta saga heimssögunnar Jesús tveggja þúsalda og kirkja hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.