Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Bandaríski kvikmyndagagnrýn-andinn Joel Siegel lést í vik- unni, 63 ára að aldri. Siegel var þekktastur fyrir mein- fyndna gangrýni sína á kvikmynd- ir en hann starf- aði í morgun- þætti ABC sjónvarpsstöðv- arinnar frá árinu 1983. „Enginn hafði eins gaman að því að fjalla um leið- inlegar bíómynd- ir,“ sagði samstarfsmaður hans, Dave Davis. Siegel útskrifaðist frá Kaliforn- íuháskóla en hafði starfað við fjöl- miðla óslitið frá árinu 1972. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli.    Kvikmyndahátíðin í New York ferfram dagana 28. september til 14. október næstkomandi. Tilkynnt hefur verið um opn- unarmynd hátíð- arinnar en sú verður nýjasta mynd leikstjór- ans Wes And- erson (The Royal Tenenbaums). Myndin nefnist The Darjeeling Limited og fjallar um þrjá bræður sem lenda í óvæntum atburðum þegar þeim er hent út úr lest á ferðalagi í Indlandi. Með hlutverk bræðranna fara þeir Owen Wilson, Adrien Brody og Jas- on Schwartzman. Það þykir jafnan mikill heiður að eiga opnunarmynd hátíða af þessu tagi en opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var mynd Stephens Frears, The Queen. Meðal þeirra mynda sem einnig verða sýndar á hátíðinni eru No Co- untry For Old Men þeirra Cohen- bræðra, 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dag- ar eftir rúmenska leikstjórann Cristian Mungiu og suður-kóreska myndin Secret Sunshine. Allar voru myndirnar sýndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu og fengu góða dóma. Mynd Mungius fékk Gullpálmann eft- irsótta á hátíðinni en aðalleikona Secret Sunshine, Do-yeon Jeon, þótti best kollega sinna á hátíðinni og fékk einnig verðlaunagrip því til staðfestingar. Það sem gerir kvikmyndahátíðina í New York frábrugðna öðrum svip- uðum er að engin verðlaun eru veitt í lok hátíðar.    Leikstjórinn Marc Foster hyggstekki sitja auðum höndum á næstunni. Foster lauk nýverið við gerð myndar eftir met- sölubókinni Flug- drekahlauparinn ætlar nú að ráð- ast í gerð myndar sem nefnist Land of Roses. Myndin bygg- ist á sannri sögu kúrdísks innflytj- anda í Bandaríkj- unum fyrir og eft- ir 11. september 2001. Sagan segir af húsmóður í hverf- inu sem maðurinn bjó í sem fær ná- grannana í lið með sér til að hrekja manninn á burt úr landi sem endar með því að maðurinn er handtekinn vegna gruns um aðild að hryðjuverk- um. Í janúar ætlar Foster svo að demba sér í leikstjórn nýjustu Bond- myndarinnar sem enn hefur ekki fengið nafn. Spurning er hvort það verði síð- asta mynd Daniels Craig sem Bond en þær fregnir hafa gengið fjöll- unum hærra að hann hyggist ekki halda áfram í hlutverki njósnara hennar hátignar. KVIKMYNDIR Joel Siegel Wes Anderson Marc Foster Björn Norðfjörð bn@hi.is Nei, lesandi góður, þessi fyrirsögn er ekkihrein og klár steypa sett fram í von umað fanga athygli þína. Þetta er nefnilegatitillinn á stórmerkilegri mynd frá árinu 1968 og skildu þá margir hvorki upp né niður í henni (ekki frekar en titlinum) og þar með taldir kvik- myndagerðarmennirnir sjálfir – að leikstjóranum William Greaves undanskildum. Enginn vildi sýna myndina og var henni komið fyrir í geymslu með öðru dóti og hefði hún líklega orðið gleymskunni að bráð hefði ekki komið til yfirlitssýning á öðrum – heldur hefðbundnari – verkum Greaves í upphafi tí- unda áratugarins. Filmunni gömlu var skellt í sýn- ingarvél og viti menn, Symbiopsychotaxiplasm take one varð fyrsta mynd sýningaraðarinnar og innan tíðar var hún orðin að lykilverki óháðu New York- senunnar – framvarðasveitar bandarískrar kvik- myndagerðar á sjöunda áratugnum. Það er ekki auðvelt að lýsa Symbiopsychotax- iplasm take one í stuttu máli en af eftirfarandi orð- um má vonandi greina um hversu sérstæða tilraun er að ræða – ekki síst þegar haft er í huga að mynd- in er orðin fjörutíu ára gömul. Greaves er staddur ásamt kvikmyndatökuliði í Central Park í New York við upptökur á senu af miðaldra pari í há- dramatísku rifrildi þar sem eiginkonan gerir því skóna að bóndinn sé samkynhneigður. Atriðið er að vísu nokkuð áhrifamikið, en það er ekki í brenni- depli heldur sjálf kvikmyndun þess. Fer því þó fjarri að hér sé um að ræða hefðbundna sjálfhverfni mynda er fjalla sjálfar um kvikmyndagerð. Fók- usinn hér er þrefaldur: senur af parinu, senur af Greaves og tökuliðinu við upptökur og loks senur af umhverfinu í heild og viðbrögðum þess við kvik- myndatökunni. Á köflum birtast á tjaldinu þrír rammar þar sem sjá má allt í senn – óneitanlega sérstæð upplifun að sjá bæði kvikmyndun atriðis og afraksturinn samtímis. Greaves virðist ekki alltaf alveg með á nótunum og bæði leikarar og meðlimir tökuliðsins taka að fyllast efasemdum um upptök- urnar. Skellt er á neyðarfundi þar sem að tökuliðið ræðir þessa undarlegu kvikmyndagerð og sitt sýn- ist hverjum. Sumir telja Greaves gersneyddan hæfileikum til kvikmyndagerðar, en aðrir telja hann nýja gerð leikstjóra. Umræður þessar voru myndaðar og færðar Greaves eftir að tökum lauk og skipa talsverðan sess í lokaútgáfu myndarinnar. Það er við hæfi að myndin skuli enda á viðskiptum tökuliðsins og drykkjumanns nokkurs og íbúa í Central Park – vinalegur árekstur umhverfis og kvikmyndatöku. Symbiopsychotaxiplasm take one kollvarpar hefðbundinni kvikmyndagerð á margvíslega vegu. Hún er án frásagnar og hringsnýst í gegnum upp- töku einnar senu. Hún gerist í óskipulögðu rými og tíma. Hún grefur undan landamærum veruleika og skáldskapar svo mjög að oft á tíðum veit áhorfand- inn ekki hvort ræður ríkjum. Voru fundir kvik- myndatökuliðsins skipulagðir eða voru þetta raun- verulegir neyðarfundir? Eru leikararnir að leika eða eru þeir að leika leikara að leika? Er Greaves óhæfur eða er hann að ýta við öðrum í tökuliðinu? Í anda 68-kynslóðarinnar hafnar Greaves einræði leikstjórans og gerir tökuliðið allt að höfundi mynd- arinnar. Engu að síður er hann heilinn á bak við myndina, og þar sem að hann er eini svarti leik- stjóri mynda í fullri lengd í Bandaríkjunum undir lok sjöunda áratugarins verður þetta sérstæða framleiðsluferli einnig að stúdíu á ólíkri stöðu svartra og hvítra vestra. Í takt við hinn þrefalda fókus myndarinnar birtist róttækni Symbiopsycho- taxiplasm take one í formi hennar, sjálfum upptök- unum og gagnrýnni samfélagssýn. Symbiopsychotaxi- plasm take one SJÓNARHORN » Filmunni gömlu var skellt í sýningarvél og viti minn, Symbiop- sychotaxiplasm take one opnaði sýningaröðina og innan tíðar var hún orðin að lykilverki óháðu New York senunnar – framvarðasveitar bandarískrar kvikmyndagerðar á sjöunda áratugnum. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is K vikmyndahátíðir eru í gangi árið um kring, en Cannes setur af stað, eða öllu heldur markar upphafið á ferli sem stendur fram á haustið á norðurhveli. Hátíðaárið byrjar á hinni ört vaxandi Sundance-hátíð, sem sinnir óháðum kvikmyndagerðarmönnum, og alþjóðlega Berlínarfestivalinu, sem fylgir í kjölfar- ið, um mánaðamótin janúar/febrúar. Veisluréttir hátíðahlaðborðanna hér heima eru að miklu leyti sóttir á stóru kvikmyndahátíðirnar, en undanfarin ár hafa íslenskir kvikmyndaunn- endur notið tveggja hátíða – önnur er kennd við landið, hin við höfuðborgina. Sú fyrrnefnda, IIFF, virðist vera að ganga í gegnum breytingaskeið. Að- ilarnir sem að henni standa, Græna ljósið, sem sér- hæfir sig í sýningum metnaðarfullra mynda, og nokkrir bíódreifingaraðilar til viðbótar, verða með „Bíódaga Græna ljóssins“ frá 15. til 29. ágúst í Regnboganum. Þar verða í raun frumsýndir um tveir tugir gangmynda sem eru sérvaldar með há- tíðarstemningu í huga og leggja undir sig kvik- myndahúsið í hálfan mánuð. Verkunum, sem koma frá flestum heimshornum, er skipt í flokka og verð- ur margt forvitnilegt að sjá, ekki síst opn- unarmyndina, Sicko, nýjustu ádeilu hins umdeilda kvikmyndagerðarmanns Michaels Moore, þar sem hann beinir spjótum sínum að bandaríska heil- brigðiskerfinu. Í heimildamyndaflokknum verður m.a. sýnd The Bridge, einstök mynd sem er árang- ur hóps kvikmyndagerðarmanna sem filmaði Gol- den Gate-brúna úr leynum allt árið 2004. Í miðnæt- urflokknum hefur verið staðfest að sýnd verður hin umdeilda No Body is Perfect, þar sem er „kafað dýpra en nokkur hefur áður gert ofan í þá undir- heima sem snúast um alls kyns öfgafulla erótíska tilraunastarfsemi“. Á hinni hefðbundnu Alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður að venju mikið og fjöl- breytt framboð á verkum frá mörgum þjóðum og í mörgum flokkum. RIFF stendur yfir dagana 27. september til 7. október, og hafa þegar margar myndir verið staðfestar. Þ. á m. er hin danska Kunsten ad græde i kor – The Art of Crying, eftir Peter Schönau Fog. Hún keppir til verðlauna í flokki bestu fyrstu eða annarra verka nýrra leik- stjóra. Myndin hefur farið sigurför um heim kvik- myndahátíða að undanförnu, allt frá Gautaborg til verðlauna Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar. Tvímælalaust verður mikill fengur í kólumbísku myndinni Satanás (’07) eftir Andreas Baiz, en því er spáð að hann feti í fótspor Alejandros Gonzalez Inarritu og verði næsta stóra nafnið í hópi leik- stjóra frá Rómönsku Ameríku. Af öðrum myndum sem hafa verið staðfestar má nefna heimildamynd- ina Crazy Love (’07) eftir Dan Klores og Fisher Stevens. Þessi ástarsaga úr víti er góður vitn- isburður um að stundum fölnar lygin við hliðina á sannleikanum: Sextán árum eftir að Linda Riss af- myndaðist í andliti eftir að Burt Pagach hellti yfir hana brennisteinssýru gengu þau í heilagt hjóna- band. Ástæðan fyrir sýrubaðinu? Hún vildi ekkert með hann hafa. Við eigum greinilega von á góðum veislum og verða þeim gerð betri skil þegar nær dregur. Nýlokið er 53. hátíðinni sem kennd er við borg- ina Taormina á Sikiley, en á þessari gamalgrónu kvikmyndahátið eru einkum sýnd verk frá Miðjarð- arhafs- og Mið-Austurlöndum. Besta myndin var valin Making off, le dernier film, eftir Túnisann Nouri Bouzid. Í myndinni, sem er hápólitísk, ræðst múslíminn Bouzid á sjálfsvígsaðgerðir trúarof- stækismanna. Sikileyingar gæta fyllsta jafnvægis því besti leikstjórinn í ár var valinn Ísraelsmað- urinn David Volach (My Father, My Lord.) Á síðustu dögum júnímánaðar hófst þekkt hátíð í hinum fornfræga heilsubæ Karlovy Vary í Tékk- landi. Íslendingar hafa komið oftar en einu sinni við 42 ára sögu hennar og er engin undantekning á því í sumar. Mýrin er í aðalkeppninni og hlaut frábær- ar viðtökur, en myndin var heimsfrumsýnd utan Ís- lands um síðustu helgi. Sömu sögu er að segja af myndum Ragnars Bragasonar, Börnum og For- eldrum, sem keppa í flokknum Another View. Fjórða íslenska myndin sem tekur þátt í hátíðinni í gamla Karlsbad er stuttmyndin Anna eftir Helenu Stefánsdóttir. Fjölmennur hópur Íslendinga er kominn á stað- inn til að kynna verkin sín, m.a. Baltasar Kormák- ur, sem er mættur til leiks í þriðja skipti. Hann kynnti Engla alheimsins árið 2000 og sat í dóm- nefnd þremur árum síðar. Opnunarmyndin á Karlovy Vary var hin banda- ríska Delirious, sem leikstjórinn Tom DiCillo mætti með á staðinn ásamt aðalleikaranum, Steve Bus- cemi. Til gamans má geta þess að þeir félagar unnu báðir við Coffee and Cigarettes, sem Jarmusch leikstýrði árið 2003. DiCillo var kvikmyndatöku- stjóri og Buscemi er minnisstæður í einu aðal- hlutverkanna. Alls verða á þriðja hundrað myndir viðraðar í Karlovy Vary, þar sem Mýrin o.fl. keppa um Krist- alhnöttinn. Verk frá gömlu austantjaldslöndunum eru áberandi, en annars koma myndirnar víða að. M.a. er „Íslandsvinurinn“ Hal Hartley með nýtt verk, gamanmyndina Fay Grim, og Danny DeVito kynnir bresk-bandaríska gamanmynd, The Good Night. Vestanhafs hefur hróður þriggja hátíða aukist með hverju árinu sem líður og eru þær kenndar við borgirnar Montreal, Toronto og New York. Montreal World Film Festival stendur frá 23. ágúst til 3. september og hefur lítið af henni frést annað en að Jon Voight verður heiðraður fyrir mik- ilvægt framlag til kvikmyndalistarinnar á löngum ferli. Svipaða sögu er að segja af Toronto Int- ernational Film Festival (6.-15. sept.), dagskráin er í burðarliðnum. New York Film Festival verður sett í 45. skipti í lok september og verður The Darjeeling Limited eftir Wes Anderson (Rushmore, The Royal Ten- nenbaums) opnunarmynd þar. Þá verður frumsýnd nýjasta mynd Coen-bræðra, No Country for Old Men, en hún er nútímavestri sem vakti litla lukku hjá Frökkum á Cannes. Höfum ekki miklar áhyggj- ur, því það gerði ekki heldur gæðamynd Cronen- bergs, A History of Violence (’05). Kræsingar á kvikmyndahátíðum Verðlaunamynd Mýrin, sem Baltasar Kormákur gerði eftir skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, fékk flest Edduverðlaun árið 2006 og aðalleikarinn, Ingvar E. Sigurðsson var verðlaunaður fyrir leik sinn. Myndin keppir nú um Kristalshnöttinn á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Á hátíðahringnum er margt í gangi og Ísland vekur eftirtekt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.