Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 5
 Listsýningin Documenta var fyrst haldin í borginni Kassel í Þýskalandi árið 1955. Hugmyndina að sýn- ingunni átti Arnold Bode, en ætlun hans var að gæða sundrað menningarlíf Þýskalands eftirstríðs- áranna lífi, með því að efla tengslin við hinn alþjóðlega listheim. Sýningin var að margra mati augljóst and- svar þýskrar menningar við alræmdri sýningu nas- ista á „Úrkynjaðri list“ árið 1937.  Síðan hefur sýningin verið haldin á u.þ.b. fimm ára fresti og hverri einfaldlega verið gefið númer í stað sérstaks nafns.  Sýningin í ár er sú 12. í röðinni. Documenta er reyndar stundum köll- uð „hundrað daga sýningin“ því hún stendur yfirleitt í u.þ.b. hundrað daga; í ár frá 16. júní til 23. september.  Documenta 1 sýndi verk margra helstu áhrifamanna myndlistarinnar á þeim tíma, m.a. Picassos og Kandinskys. Sýningin sló óvænt í gegn, ekki síst vegna þess að hún sýndi og setti í samhengi verk og strauma úr ólíkum áttum sem voru dæmigerð fyrir þróun myndlistarinnar í heiminum á þeim tíma. Hana sóttu 130.000 gestir heim og í ljósi þess varð hún að fyrstu og mikilvægustu sýningu á nútímalistum sem stofn- að hefur verið til eftir síðari heimsstyrjöld.  Kostnaður við Documenta 12, sýninguna í ár, nemur um 20 milljónum evra eða 1.659.600.000 íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að sýninguna sæki um 650.000 manns á þeim hundrað dögum sem hún stendur yfir.  Sýningin er á mörgum sýningarstöðum víðs vegar um Kassel, en langstærstur hluti hennar er þó í miðborginni, í Kristalshöllinni, þar sem Aue Pavillon er, í Museum Fridericianum, Documenta Halle og Neue Gallerie. Einnig er drjúgur hluti í höllinni Wilhelmshöhe, á hæð- inni sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar.  Nýr listrænn stjórnandi er valinn á fimm ára fresti. Það er hans að hugsa form sýningarinnar upp á nýtt hverju sinni; ögra viðteknum gild- um um sýningarstjórn, sýningarrými og uppsetningu verka. Margir líta til Documenta-sýninganna sem fyrirboða þess sem koma skal, mæli- kvarða á listræna framþróun og samtímann hverju sinni – ekki síst það hvernig listamönnum tekst að koma samtíma sínum í sjónrænt sam- hengi.  Margir frægir sýningarstjórar hafa stýrt Documenta í gegnum tíð- ina. Einna frægastur þeirra er Harald Szeemann, sem einnig stýrði Feneyjatvíæringnum tvisvar í kjölfarið (1999 og 2001) auk þess að hafa áður séð um hluta tvíæringsins, Aperto-sýninguna, sem hann átti reyndar einnig hugmyndina að. Listrænir stjórnendur Documenta frá upphafi eru; Arnold Bode og Werner Haftmann 1955, 1959 og 1964, en Bode stýrði sýningunni einn 1968. Harald Szeemann árið 1972, Man- fred Schneckenburger árið 1977, Rudi Fuchs árið 1982, Manfred Schneckenburger kom aftur við sögu 1987 og síðan Jan Hoet 1992. Eina konan sem verið hefur listrænn stjórnandi í Kassel, Catherine David, stýrði Documenta árið 1997, og loks var Okwui Enwezor við stjórnvölinn árið 2002.  Ýmsir heimsfrægir listamenn hafi verið „uppgötvaðir“ á Documenta- sýningum, m.a. þeir Jeff Wall sem var á sýningunni 1982, Richard Serra árið 1977 og Luc Tuymans árið 2002, eftir því sem fram kemur í grein Helen Chang í helgarútgáfu Wall Street Journal fyrir skemmstu. Hún bendir á að þótt ekkert sé til sölu á Documenta hafi sýningin gríð- arleg áhrif, því hver sá listamaður sem sýnt hefur á hennar vegum er litinn allt öðrum augum á eftir.  Listrænn stjórnandi Documenta í ár er Roger Beurgel. Hann fæddist í Berlín árið 1962, en hefur fram að þessu mestmegnis unnið í Vín- arborg. Sýningarstjóri er Ruth Noack. Þau tvö hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina – eru reyndar einnig í sambúð og helguðu Documenta 12 börnunum sínum tveimur. Mikið hefur verið fjallað um þau í þýskum fjölmiðlum, enda horft til þeirra sem forsprakka stefnumótunar þýsks myndlistarlífs um þessar mundir.  Eins og fram kemur á heimasíðu Documenta var markmið sýning- arinnar í ár að: „sýna list frá sem flestum svæðum í heiminum, unna í alla hugsanlega miðla. Verkin á ekki að sýna úr tengslum hvert við annað í beinni línu, heldur á að setja þau í samhengi hvert við annað“. Documenta setur í þessu samhengi fram eftirfarandi spurningar sem beint er til listamanna sem og áhorfenda: „Er mannkynið fært um að greina sameiginlegan sjóndeildarhring handan alls greinarmunar? Getur list miðlað slíkri þekkingu? Hvað á að gera, og hvað þurfum við að læra til þess að ráða við alþjóðavæðinguna, vitsmunalega og and- lega?“  Auk þess að spyrja þessara spurninga setur Documenta í ár þrjú leið- arminni í hnotskurn. Þessi leiðarminni eru í raun einskonar stefnu- yfirlýsing Rogers Beurgels, sem segir það enga tilviljun að þau séu í spurningaformi. „Þegar allt kemur til alls setjum við sýninguna saman til að komast að einhverju. Hér og þar kunna þessi leiðarminni að kall- ast á, skarast eða leysast upp [á sýningunni sjálfri] – eins og ólíkar raddir í tónverki.“ Leiðarminni Documenta 12 eru eftirfarandi: Er nútíminn fortíð okkar? Hér vísar Beurgel „til þess að nútíminn eða örlög nútímans, hafa djúpstæð áhrif á myndlistarmenn samtímans“. Hvað er sjálft lífið? Annað leiðarminnið leggur samkvæmt Beurgel áherslu á það „hversu brothætt og afhjúpuð tilvistin er“. Þriðja leiðarminnið, Hvað er hægt að gera?, vísar til menntunar og miðlunar hennar. Til þess „hvernig listamenn mennta sig fyrir tilstilli forms og efnis; hvernig áhorfendur mennta sig með fagurfræðilegri upplifun“. Documenta 12 Listrænn stjórnandi, Roger Beurgel, ásamt sýningarstjór- anum og lífsförunaut Ruth Noack. http://www.documenta12.de/ Saga Documenta Hann gerir virðingarverða tilraun til að draga saman list úr öllum heims- ins hornum. Í þeirri tilraun leitar hann ekki einungis fanga í samtím- anum heldur einnig sögunni. Þannig er á Documenta horft til klassískrar myndlistar og könnuð merki um framandleika eða exótísk áhrif, sem Beurgel notar síðan til að tengja þessi eldri verk nýjum verkum. Með þessum hætti næst fram ákveðið sagnfræðilegt samhengi sem hægt er að rekja í gegnum alla sýninguna. Ný aðferðafræði sem hljómar þó einum of kunnuglega Þau Beurgel og Noack horfa til þess að list er yfirleitt þróuð í samhengi við ákveðna hugmyndafræði eða „isma“. Í staðinn fyrir að skilgreina listina á þeim nótum þá nýta þau sér listasöguna til að varpa ljósi á það sem þau hafa valið að sýna – draga sjálfa listasöguna fram í listum sam- tímans, eða mynda brú á milli tíma- bila í listasögunni. Þessi hugmynd er í samræmi við viðleitni þeirra til að mynda tengsl við rýmin sem sýn- ingin er í, því auðvitað búa rýmin líka yfir sögu – meira að segja það sem er uppblásið og tákn framtíð- arinnar. Hugmyndin er ekki afleit í sjálfu sér. Hún er augljóst andsvar við því sem Robert Storr, sýningarstjóri Feneyjatvíæringsins, leggur upp með í ár, en hann sagði í ávarpi sínu þar að „þó þar sé horft fram á við, þá sé ekki litið til baka“. Öfugt við Storr horfa Beurgel og Noack meðvitað til baka, ekki síst til að afhjúpa að alþjóðavæðing er ekki nýtt fyrirbrigði. Að þeirra mati má merkja alþjóðavæðingu allt frá þeim tíma er mennirnir tóku að ferðast, því auðvelt er að rekja áhrif eins menningarheims á annan í gegnum listasöguna. Þannig vísa þau til áhrifa austrænnar menningar í gömlum málverkum, þar sem þekk- ing þess tíma er þau voru unnin á af- hjúpast í bakgrunninum – í pers- neskum teppum, kínversku silkiveggfóðri, o.s.frv. Þegar þessum verkum er teflt saman við áþekka sjónræna reynslu úr samtímanum, svo sem verk Danica Dakic, El Do- rado frá þessu ári, kemur í ljós ákeð- ið pólitískt og efnahagslegt sam- hengi. Í safninu Wilhelmshöhe er þessi leið áberandi, þar sem Breugel og Noack stilla samtímaverkum upp innan um gömlu, klassísku safneign- ina. Viðlíka tilraun til afhjúpunar má einnig finna í verkum þar sem neysluvara úr vestrænum samtíma er sett í annað samhengi – til að mynda í götumynd frá Kína. Í verki Lu Hao, Chang’an street frá síðasta ári hverfur listamaðurinn til hefð- bundinnar, raunsæislegrar drátt- hefðar þar sem götumynd einnar götu í Peking er skráð með fornum hætti. Útkoman er sláandi, kín- verskar padógur í bland við McDo- nalds-veitingastaði og fornir trjá- garðar undir hraðbrautum sem í huga flestra ættu frekar heima í Los Angeles en Peking. Róttækasta verkið af þessu tagi er þó án efa Terraced Rice Field Art Projekt Kassel, eftir Sakarin Krue- On. Þar er ráðist á sjálfa Wilhems- höhe – Arnarhól þeirra Kasselbúa – og honum breytt í hrísgrjónaakra á stöllum. Í verkinu er þúsaldargömul landbúnaðarhefð, undirstaða lífsvið- urværis almúgans í heilli heimsálfu, notuð til að umbylta hæð sem fram að þessu hefur verið táknræn fyrir þá aðalshefð er mótaði vestræna ný- lendustefnu fyrri alda. Undir minn- ismerki borgarinnar, gamalli höll sem þar trónir í hefðbundnum hall- argarði, sitja nú hrísgrjónin í vatni á stöllum – fullkomlega framandlegir þrátt fyrir kunnugleikann við fæðu- tegundina. Þarna er nýlendustefn- unni snúið á hvolf og menningarlegt myndmál nýtt til hins ýtrasta. Gallinn við þessa leið að hug- myndafræði samtímans kemur þó berlega í ljós þegar farið er að skoða sýningarnar á Documenta. Ein- stökum verkum listamanna er til að mynda dreift á hina ólíklegustu staði í sýningunni og engin leið að gera sér grein fyrir þeim í samhengi – sem höfundarverki einstaklinga. Margir hafa því gagnrýnt Beurgel og Noack harðlega fyrir að- ferðafræði sína á þeim forsendum að þau sýni listamönnunum ekki til- hlýðilega virðingu. Þau hafi einfald- lega fórnað listrænni framvindu, einkennum og sérstöðu einstakling- anna til þess að færa sönnur á sína eigin söguskoðun. Hlutur kvenna áberandi og vonandi til marks um ný viðmið í listheiminum Þótt mjög auðvelt sé að sjá stóra galla á tilraun Beurgels til að gera samtímanum skil þá verður að hrósa honum fyrir hversu hlutur kvenna á Documenta 12 er stór. Greinarhöf- undur minnist þess t.d. ekki að hafa séð jafnhátt hlutfall kvenkyns lista- manna á nokkurri stórsýningu fram að þessu. Verkum Mary Kelly, bandarískrar listakonu sem á list- rænar rætur sínar að rekja til kvennabaráttu sjöunda áratugarins, var til að mynda gert mjög hátt und- ir höfði. Hún beitir því persónulega/ kvenlega til að afhjúpa samfélags- gerðina í verkum sem nánast und- antekningalaust vísa til femínisma eða þjóðfélagslegra álitamála á borð við stríðsrekstur. Það er því ekki nóg með að til Kassel hafi verið kallaðir listamenn víðsvegar að, „utan“ hins „miðlæga“ vestræna heims, heldur einnig af þeim menningarlega „jaðri“ sem konur hafa verið taldar tilheyra. Þótt Beurgel og Noack hafi auðvitað sínar hugmyndir um hvers vegna þau kusu að fara þessa leið er hún óneitanlega gömul í hugmynda- fræðilegum skilningi – reyndar ein grundvallarforsenda póstmódern- ískrar uppstokkunar sjötta og sjö- unda áratugarins. Þegar svo mörgum listamönnum af „jaðri“ alþjóðlega listheimsins er ýtt inn á þá miðju sem Documenta sýning óhjákvæmilega er þá er ljóst að eðli málsins samkvæmt er hlutfall þegar „heimsþekktra stórstjarna“ óvenjulega lágt (þótt slíkt sé auðvit- að afstætt og fari einungis eftir því hvort maður tilheyrir miðjunni eður ei). Það er ekki víst að þeim Beurgel og Noack takist að skapa einhverjar nýjar „stórstjörnur“ á Documenta 12. En ef svo kynni að fara er bara að vona að þær muni blika skært á sínum „jaðri“ og gæða hinn al- þjóðlega listheim meira umburð- arlyndi í garð þeirra sem staðið hafa utan meginstefnu vestrænna sam- tímalista undanfarna áratugi. hugrekki? sína á þeim forsendum að þau sýni listamönnunum ekki tilhlýðilega sérstöðu einstaklinganna til þess að færa sönnur á sína eigin söguskoðun á gólfinu. Hrísgrjónaakurinn Viðsnúningur sjónrænnar og pólistískrar hefðar í Kasselborg. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.