Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LJÓST er að borgaryfirvöld og borg- arbúar hafa fengið nóg af eyðingar- mætti sjávar á gönguleiðinni um Ána- naust. Þessa dagana hefur allt lagst á eitt með að brjóta niður mannvirki þar um slóðir, þar með talinn sjáv- arvarnargarð og göngustíg. Þari, grjót og sjór hafa gengið yfir varn- argarðinn og langt út á götu í hvassri suðvestanáttinni að undanförnu. Í of- análag hefur sjávarstaða verið há og loks hefur mikið lágþrýstisvæði verið yfir landinu. Við þessar aðstæður má varnargarðurinn sín lítils og því fór sem fór í vikunni. Stórt rof er í mal- bikuðum stígnum og einnig stórsér á varnargarðinum. Borgarstarfsmenn voru skipaðir á sérstaka veðurvakt í gærkvöldi þegar búist var við enn einu óveðursskotinu. Nú hefur 20 milljóna króna fjár- veiting fengist til úrbóta á svæðinu á þessu ári og vinnur Almenna verk- fræðistofan að tillögum að sterkari varnargarði. Tillögurnar munu á næstunni berast borgarkerfinu þar sem þær verða ræddar nánar. Í fram- haldi af því er gert ráð fyrir að hefjast handa, að sögn Höskuldar Tryggva- sonar, deildarstjóra hjá fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Í millitíðinni verður farið í bráðabirgða- lagfæringu á mannvirkjunum. Þegar varanlegar lagfæringar hefj- ast á þessu ári verður sjónum fyrst beint að varnargarðinum við Ána- naust þar sem þörfin er langbrýnust. Síðan verður haldið áfram með úr- bætur meðfram Eiðsgranda. Hösk- uldur segir að einnig verði unnið á svæðunum á næsta og þarnæsta ári. Í sem stystu máli má segja að varnar- garðurinn verður hækkaður, en á það má benda að á sínum tíma var hæðin á varnargarðinum miðuð við að hann spillti ekki sjávarútsýni vegfarenda. Ljóst er að þeim gæðum þarf að fórna að einhverju leyti en þess ber að geta að ekki liggur fyrir hversu mikið ná- kvæmlega á að hækka garðinn. Þó má fullyrða að vegfarendur missa útsýni til hafs þegar þeir aka þarna framhjá í framtíðinni. Höskuldur bendir á að mjög erfitt hafi reynst að halda göngustígnum meðfram sjávarsíðunni í viðunandi horfi vegna sífelldra skemmda af völdum sjávargangs og af því tilefni hafi margar athugasemdir borist frá borgarbúum. Varnargarðurinn við Ánanaust er af svipaðri hæð og aðrir sjávarvarnagarðar meðfram Sæbraut og þar hefur hæðin reynst nægileg. Sérstakar aðstæður við Ánanaust hafa hins vegar reynst garðinum of- viða. Morgunblaðið/Júlíus Sjávarrót Brimið sópaði í burtu sjóvarnargarðinum og göngustígnum, sem var fyrir ofan hann. 20 milljónir í varnar- garð við Ánanaust Borgaryfirvöld hyggjast hlaða nýjan og hærri varnargarð Í HNOTSKURN »Núverandi sjávarvarn-argarður við Ánanaust má sín lítils gegn náttúruöflunum og þolir ekki álagið þegar saman fara há sjávarstaða, lágur loftþrýstingur og suð- vestanáttir. »Annars staðar við strand-lengjuna í Reykjavík eru álíka háir varnargarðar, t.d. við Sæbraut, en þar hefur reynslan verið betri enda minna álag þar en við Ána- naust. ALLT stefnir í að marsmánuður verði með þeim úrkomumestu á Suð- vesturlandi í áratugi. Loftþrýst- ingur er jafnframt með allra minnsta móti og er mánuðurinn nú í fjórða lægsta sæti, en kemst líklega ekki neðar á listann þar sem spáð er nokkuð hækkandi þrýstingi á næst- unni. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, var úrkomu- summa þessa marsmánaðar í gær 91,4 mm en frá 1920 hefur fjórtán sinnum áður mælst meiri úrkoma fyrstu 22 dagana í marsmánuði, síð- ast 1996 þegar úrkoman var 92,4 mm. Trausti bendir á að mikilli úr- komu er spáð öðru hvoru næstu daga þannig að ekki er útilokað að mars komist í „toppslaginn“ á úr- komuskalanum. Töluvert er hins vegar í að met verði slegin því árið 1953 var úrkomusumman fyrstu 22 dagana í mars 136,2 mm. Úrkomu- meðaltalið í mars í Reykjavík er 89 mm. Á höfuðborgarsvæðinu í dag er gert ráð fyrir suðvestanátt, 8–13 metrum á sekúndu, skúrum eða élj- um og 1 til 4 stiga hita. Suðaust- anlands má búast við rigningu fram eftir degi en úrkomulítið verður norðaustan til og fer veður kólnandi. Mars í toppslagnum yfir úrkomumestu mánuði KONAN sem lést í bílslysinu á Suð- urlandsvegi við Kotströnd á mið- vikudag hét Lísa Skaftadóttir, til heimilis á Engja- vegi 32 á Selfossi. Lísa fæddist 17. janúar 1964. Hún lætur eftir sig eig- inmann, fimm börn og eitt barnabarn. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglunni á Selfossi og eru öll hugsanleg vitni sem eru til frásagnar um aðdraganda þess beðin að gefa sig fram. Leitt hefur verið í ljós að Lísa heit- in var með bílbelti er jeppi hennar lenti af einhverjum orsökum á öfug- um vegarhelmingi og rakst á flutn- ingabíl sem kom á móti. Ökumaður flutningabílsins var ekki með belti og kastaðist út um framrúðuna en slas- aðist lítið. Lést í bílslysinu Lísa Skaftadóttir BANASLYS á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss hafa ítrekað átt sér stað á undanförunum árum og hafa að minnsta kosti þrjú bana- slys orðið þar síðastliðin þrjú ár að meðtöldu slysinu sem átti sér stað á miðvikudag. Sævar Helgi Jónsson, sérfræðing- ur hjá Rannsóknanefnd umferðar- slysa, fór á slysstað til að afla gagna fyrir rannsókn RNU og segir um- ferðarþungann á þessum vegarkafla það mikinn að mikil hætta sé á fram- anákeyrslu ef það hendir ökumann af einhverjum orsökum að lenda á röngum vegarhelmingi, en það var einmitt það sem gerðist á miðviku- daginn. „Við höfum ályktað um Suður- landsveginn og það kemur fram í öll- um skýrslum RNU um slys á þess- um vegi, að nefndin telji rétt að aðskilja akstursstefnur á jafnum- ferðarmiklum vegum og þessum,“ bendir hann á. Segir hann engan vafa leika á því að banaslysið end- urspegli mjög brýna þörf á vegaúr- bótum á Suðurlandsveginum. Lögreglan á Selfossi óskar áfram eftir hugsanlegum vitnum að að- draganda slyssins. Ítrekuð banaslys á vegarkaflanum                 Frábært tilboð til Costa del Sol í 13 nátta páskaferð 5.-18. apríl. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað yfir páskahátíðina. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Costa del Sol um páskana, eins af okkar allra vinsælustu áfangastöðum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol um páskana 5. apríl frá kr. 54.990 Síðustu sætin - 13 nátta páskaferð Verð kr. 54.990 - -13 nætur Netverð á mann, m.v. 2 - 4 í herbergi/stúdíó/íbúð í 13 nætur. Munið Mastercard ferðaávísunina Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað öllum tilboðum í inn- flutning á kjöti, en innflutningur- inn er tilkominn vegna samnings við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ástæðan er sú að mörg tilboð voru svo há. Dæmi voru um að fyrirtæki byðust til að flytja inn kjúklingabringur á yfir þúsund krónur kílóið, en al- mennir tollar á þessar vörur eru rúmlega 600 kr./kg. Samningurinn við ESB kveður á um að heimilt verði að flytja um 900 tonn af landbúnaðarvörum án tolla. Margir vilja flytja inn og því var innflytjendum gert að skila inn tilboðum í tollkvótann. Guðmundur Helgason, ráðuneyt- isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sagði um niðurstöður útboðsins að innflutningur á þessum nótum væri marklaus þar sem tilgangur samn- ingsins hefði verið að greiða fyrir innflutningi á lágum tollum. Mörg tilboðin sem bárust hefðu verið langt umfram þessa almennu tolla. Hann sagði að svo virtist sem sum- ir innflytjendur hefðu ekki áttað sig á því að búið væri að lækka al- menna tolla um 40%. Hugsanlega væri hægt að kenna landbúnaðar- ráðuneytinu um að hafa ekki kynnt þessar breytingar nægilega vel. A.m.k. væri ljóst að viðbrögð markaðarins væru ekki eðlileg. Guðmundur sagði að landbúnað- arráðuneytið myndi á næstu dög- um efna til nýs útboðs. Áður yrði hins vegar leitast við að upplýsa innflytjendur um þá lækkun sem orðið hefði á tollum. Hann sagðist því vonast eftir „eðlilegum við- brögðum frá markaðinum“ í kjöl- farið. Greiða 100 milljónir fyrir osta-, pylsu- og kjötkvóta Landbúnarráðuneytið tók hins vegar tilboðum í innflutning á 100 tonnum af ostum, 50 tonnum af pylsum og 50 tonnum af unnum kjötvörum. Meðalverð á kvóta fyrir osta og pylsur var nálægt 400 krónum á kíló. Verð á kvótum vegna innflutnings á unnum kjöt- vörum var hins vegar um 790 krón- ur á kíló. Samtals greiða innflytj- endur tæplega 100 milljónir fyrir að fá að flytja inn þessar landbún- arvörur. Aðföng og MS flytja inn mest af ostum, en SS flytur mest inn af pylsum. Lyst, sem rekur McDonalds, flytur inn mest af kjöt- vörum. Öllum tilboðum í kjötkvóta hafnað Dæmi um að verulega hærra verð sé boðið en sem nemur almennum tollum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.