Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 28
daglegt líf 28 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalifornísk vín hafa átt und-ir högg að sækja hér álandi undanfarin ár. Fyr-ir tíu árum eða svo voru bandarísku vínin mjög áberandi: Beringer, Kendall-Jackson, Mon- davi, Sterling, Gallo og mun fleiri framleiðendur áttu vín meðal þeirra sem Íslendingar sóttust hvað mest eftir. En svo gerðist eitthvað og skyndi- lega fjaraði hratt undan vinsældum kalifornísku vínanna. Engin ein skýring er á þessu og þessi þróun virðist fyrst og fremst bundin við Ís- land en er ekki dæmigerð fyrir vin- sældir Kaliforníuvínanna almennt. Að hluta til má rekja þessa þróun til aðstæðna á markaði. Gengisþróun var þessum vínum mjög óhagstæð þegar dollarinn rauk upp úr öllu valdi upp úr aldamótum og sömu- leiðis hefur verðþróun bandarískra vína almennt ekki verið jafnhagstæð og t.d. verðþróun ástralskra vína og Chilevína. Bandaríski markaðurinn er sterk- ur, vínneysla hefur vaxið ört og þar fæst ágætt verð fyrir innlenda fram- leiðslu. Vínfyrirtækin hafa því ekki þurft að lækka verð niður úr öllu valdi til að eiga möguleika á útflutn- ingsmarkaði. Að hluta til má rekja skýringuna til þess að sum þeirra vínfyrirtækja, sem voru leiðandi á mark- aðnum hér, gengu í gegn- um erfið tímabil og má nefna t.d. Mondavi í því sambandi. Gæðin voru einfaldlega ekki lengur það sem þau voru þegar framleiðslan var aukin verulega á vinsælum teg- undum (sama vandamál hefur einnig hrjáð ástr- alska framleiðendur en þó ekki valdið þeim sömu bú- sifjum hér). Sömuleiðis held ég að skort hafi á að betri vín frá Kaliforníu hafi sést hér – hugsanlega vegna þess hversu dýr þau eru. Það vantaði því vín til að draga vagninn, annars vegar ódýr vín sem völtuðu yfir samkeppnina í gæðum (líkt og Chile hefur gert) og hins vegar toppvín sem sýna að vínin geta keppt við bestu vín Evrópu (aft- ur eru mun fleiri slík vín frá t.d. Chile á mark- aðnum). Vissulega hafa nokkur góð Kaliforníuvín á ágætu verði ratað hingað og má nefna J. Lohr og Clay Station í því sam- bandi. Kaliforníuvínin sem hafa t.d. verið að mala Bordeaux-vínin í frægum smökkunum hafa hins vegar ekki ver- ið aðgengileg íslenskum neytendum. Það er þó ekki eins og ekkert sé í boði og til dæmis hafa vínin frá Gallo verið hér á mark- aðnum um árabil en Gallo er hvorki meira né minna en stærsta vínfyr- irtæki í heimi. Á dögunum kom Cal Dennison, yf- irvíngerðarmaður fyrirtækisins, í heimsókn til Íslands og hélt hann m.a. fyrirlestur og smökkun á Nor- dica síðastliðinn föstudag. Dennison fór vítt og breitt um sviðið og kom m.a. inn á nokkra athyglisverða punkta, m.a. þá gagnrýni sem Kali- forníuvínin fá stundum á sig fyrir að vera of áfeng. Ekki er óalgengt að vín frá Kaliforníu séu 14–15% að styrkleika (sama á raunar við um fleiri ríki s.s. Ástralíu). Sumir telja þetta vera tísku en Dennison rakti hvernig veðurfar í Kaliforníu gerir að verkum að oft haldist bragð- þroski þrúgna í hendur við syk- urmagn (sem ræður áfengismagni). Víngerðarmaðurinn standi því frammi fyrir því að til að fá rétta bragðþroskann verði hann (og síðan neytendur) að kyngja því áfengi sem fylgir sykurmagninu. Framleiðslulína Gallo er mjög stór og á smökkuninni voru kynnt nokkur ný vín sem hér munu bætast við flóruna á næstunni. Meðal ann- ars ágætur Sauvignon Blanc undir heitinu Dancing Bull og vín í línu sem kallast Napa Valley sem virðast vera á mjög góðu verði miðað vín frá þeim slóðum. Sjálfur hef ég ætíð verið hrifn- astur af Sonoma Valley vínum Gallo og það var því gaman að endurnýja kynnin við Frei Ranch og Barelli Creek vínin sem ég hef ekki séð á markaðnum um nokkurt skeið. Þau munu nú komin hingað á nýjan leik og var Barelli Creek Cabernet Sau- vignon 2001 einstaklega vel heppnað eintak. Vonandi eigum við eftir að sjá Kaliforníuvínin leika sóknarleik hér á markaðnum á ný. Þau standa vel undir því. sts@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Gullnar veigar Ýmis áhugaverð ný vín bætast við flóruna á næstunni. Víngerðarmaðurinn Cal Dennison kynnti ný vín á Nordica. Fyrir nokkrum árum hröpuðu kalifornísk vín hratt í vinsældum hjá ís- lenskum neytendum. Steingrímur Sigurgeirs- son telur að sú staða kunni að breytast. Kalifornía í sókn á nýjan leik? Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Cheryl Redmond kallar ekkiallt ömmu sína þegar kem-ur að stórum verkefnum.Eða kannski kallar hún einmitt allt ömmu sína, ef út í það er farið, því hún stendur nú í ströngu við að kortleggja ættboga sinn – ömmur, afa og skyldfólk – á Íslandi og í Norður-Ameríku. Cheryl, sem er píanókennari í Pittsburgh, blæs til ættarmóts hér á landi í sumar, þar sem fræðilega gætu mætt 1.700 manns, en í það minnsta nokkurra hundraða er vænst. „Frá því ég var lítil stelpa vissi ég að rætur mínar væru á Íslandi. Og mér fannst ég af þeim sökum ein- stök, því það voru fáir [Vestur]- Íslendingar í bænum mínum. Það jók á tilfinninguna að ég er mjög lík föð- urfólkinu mínu í útliti,“ segir Cheryl, en langamma hennar hét Kristín Árnadóttir og var dóttir Árna Þor- valdssonar, stórbónda á Innra- Hólmi. Það eru afkomendur Árna sem Cheryl færir nú til bókar og boð- ar á ættarmót, og endurtekur þar með leikinn frá árinu 1987 er hún gaf út bókina Meiðastaðaætt, hátt í 300 blaðsíðna ættartré, og skipulagði ættarmót í sögulegu blíðviðri í Ölveri undir hlíðum Hafnarfjalls. Mótið nú verður haldið 7. júlí í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi, en rétt utan við bæinn stendur einmitt Innri-Hólmur. „Síðast spáðum við að 200 manns kæmu en þeir urðu 500,“ segir Cheryl, „þannig að nú er erfitt að segja fyrir um fjöldann. Núlifandi afkomendur Árna eru 86% fleiri en þá!“ „Ég er enn að safna efni í bókina og hef fengið ættingjana til þess að yfirfara sínar greinar ættartrésins, svo allt sé sem nákvæmast. Ég hef þegið ómetanlega hjálp frá Íslenskri erfðagreiningu, þeir létu mig hafa lista yfir afkomendurna, og einnig hjálpaði ORG ættfræðiþjónusta til, en það sem ég held að sé sérstakt er að í bókinni verða ættir og afdrif Vestur-Íslendinganna líka rakin. Það er held ég ekki vaninn í íslenskum ættfræðigrunnum,“ segir Cheryl, sem sjálf er ekki menntuð í ættfræði en drifin áfram af óbilandi áhuga. Sjálfsmynd kom í leitirnar „Við pabbi töluðum alltaf um það, þegar ég var lítil, að við myndum fara til Íslands og leita uppi ættingja okk- ar. Svo varð aldrei neitt úr því fyrr en við systkinin gáfum foreldrum okkar Íslandsferð í 40 ára brúðkaupsferð. Þegar þau héldu af stað, árið 1984, ákvað ég að slást í för.“ Allar götur síðan hefur íslenska rótin verið eitt af áhugamálum Che- ryl og Íslandsferðirnar eru orðnar 14 talsins. „Þegar ég kom til Íslands í fyrsta sinn fann ég samstundis sterk tengsl við fólkið sem ég hitti. Og það kveikti óslökkvandi þorsta eftir frek- ari vitneskju um lífið sem Kristín og Stefán [eiginmaður hennar] yfirgáfu, þegar þau fluttu vestur. Á Íslandi hef ég í raun fundið sjálfsmynd mína og mér finnst frábært þegar ég geng þar niður götu og fólk tekur mig „í misgripum“ fyrir Íslending, stoppar og spyr mig einhvers á íslensku,“ segir Cheryl, en íslenska var ekki töl- uð í uppvextinum og er henni því ekki töm. „Ég er bæði af frönskum, þýskum og íslenskum uppruna, en hjarta mitt er samt 100% íslenskt. Ég hef ekki fundið hjá mér sömu þörf fyrir að leita uppruna míns ann- ars staðar – og þó bjuggum við Jim maðurinn minn í Þýskalandi í fjögur ár.“ Sendið myndir, takk Cheryl hvetur alla ættingja sína til þess að láta sjá sig á ættarmótinu, en ekki síst hefur hún áhuga á ljós- myndum í bókina góðu. „Við ætlum nefnilega að láta geisladisk fylgja, að þessu sinni, og þar er alveg svaka- lega mikið pláss fyrir myndefni – miklu meira en í bókinni. Þess vegna bið ég alla vinsamlegast að senda mér fjölskyldumyndir og ekki hika neitt, því plássið er rúmt. Bókin er senn á leið í framleiðslu, svo fólk þarf helst að hafa hraðar hendur.“ Bent er á heimasíðuna cherylredmond- .com, þar sem hægt er að komast í samband við Cheryl og eiginmann hennar Jim, sem er ritstjóri bók- arinnar Meira um Meiðastaðaætt. Hjartað er 100% íslenskt Cheryl Redmond Hvetur alla ættingja sína til þess að láta sjá sig á ættarmótinu og hefur einnig áhuga á að fá frá þeim ljósmyndir í bókina sem hún ætlar að gefa út um Meiðastaðaættina. Við pabbi töluðum alltaf um það, þegar ég var lítil, að við myndum fara til Íslands og leita uppi ættingja okkar. vín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.