Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 60
Heitast 7 °C | Kaldast 1 °C SV-átt 10–18 m/s og skúrir eða él, rigning suðaustanlands en þurrt að kalla norð- austantil. »8 FÖSTUDAGUR 23. MARS 82. DAGUR ÁRSINS 2007 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Veldu létt og mundu eftir ostinum! Fetaðu létta leið »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Græn í gegn  Nýr stjórnmálaflokkur, Íslands- hreyfingin – lifandi land, var kynntur í gær. Flokkurinn, sem mun bjóða fram í öllum kjördæmum, leggur ríka áherslu á umhverfismál. »6 Með sautján þingmenn  Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær sautján þingmenn kjörna á Al- þingi samkvæmt nýrri könnun Capa- cent Gallup. »4 Sprenging nærri Ban  Hlé var gert á blaðamannafundi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, Ban Ki-moon, þegar sprengja sprakk um 40 metrum frá fund- arstaðnum í gærdag. »16 Vilja ekki einkarekstur  Mikill meirihluti landsmanna vill að hið opinbera komi fyrst og fremst að rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva og jafnframt að hið opinbera leggi meira fé til heilbrigðisþjónust- unnar en nú er gert. »Forsíða og 4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Flensuhremmingar Staksteinar: Sakleysinginn Forystugreinar: Íslandshreyfingin | Einkaframkvæmd, val og velferð UMRÆÐAN» Hvað er umhverfisvernd Fossbúinn kveður Veist að dómara Hjálp til sjálfshjálpar Breyttur og bættur Land Cruiser Slappað af í Subaru Nýr Fiat 500 BÍLAR» 1  !7"(  /  ",  ! 8  # ""$"  "  0  0 0 0  0 0  0  0 0 0 0 0 0 0 0 . 9 5 (  0  0 0 0  0 0 0 :;<<=>? (@A><?B8(CDB: 9=B=:=:;<<=>? :EB(9"9>FB= B;>(9"9>FB= (GB(9"9>FB= (6?((B$"3>=B9? H=C=B(9@"HAB (:> A6>= 8AB8?(6,(?@=<= Þorvaldur Þor- steinsson spjallar um nýtt leikrit sitt, Lífið – notkunar- reglur, sem LA frumsýnir. »50 LEIKLIST» Ævintýri Þorvalds KVIKMYNDIR» The Illusionist gerist í Vínarborg. »55 Tíu fjölbreyttar hljómsveitir taka þátt í seinasta und- anúrslitakvöldi Mús- íktilrauna sem fer fram í kvöld. »56 TÓNLIST» Undanúrslit- um lýkur TÓNLIST» Ólöf Arnalds fær fjórar stjörnur. »57 SKÓLAR» Kosningar í MR. »53 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Neyddur til að kyssa Jolie 2. Ómar form. og Margrét varaform. 3. Átu og drukku fyrir 18 milljónir 4. Eiður Smári orðaður við Man. Un. Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is TÖKUR á nýrri heimildarmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðriksson- ar hefjast í komandi mánuði. Er um að ræða fyrstu heimildarmyndina sem Friðrik leikstýrir í yfir tuttugu ár, eða frá því hann sendi frá sér Rokk í Reykjavík (1982) og Kúreka norðursins (1984). Vinnuheiti myndarinnar er Hul- unni svipt af einhverfu. Eins og titill- inn ber með sér fjallar hún um ein- hverfu og leggja aðstandendur mikla áherslu á að allt einhverfurófið verði skoðað, þ.e. frá alvarlega þroska- hömluðu fólki til einstaklinga sem teljast jafnvel ofurgreindir og aðlag- ast ágætlega daglegu lífi. Alþjóðleg mynd Að sögn Friðriks er um mjög metn- aðarfullt verkefni að ræða. „Þetta hefur verið í vinnslu í eina níu mánuði og mikið verið lagt í rann- sóknarvinnu.“ Hann kveður myndina alþjóðlega í þeim skilningi að hún sé hugsuð fyrir alþjóðlegan markað en einnig sæki hún efni víða um lönd. „Við könnum ástandið í málefnum einhverfra t.d. í Bandaríkjunum, þar sem margt jákvætt er í gangi, og eins í fátækari löndum eins og Kúbu og Tansaníu. Svo heimsækjum við einnig England og Danmörku en í Kaup- mannahöfn er merkilegt fyrirtæki sem hefur eingöngu einhverft starfs- fólk.“ Leikstjórinn segist hafa komið að verkefninu með takmarkaðan skiln- ing á viðfangsefninu, eins og hver annar. „En það kom mér rosalega margt á óvart og ekki síst hvað er í rauninni lítið gert hérlendis miðað við þá möguleika sem eru fyrir hendi.“ Saknar heimildarmyndanna „Eins og með allt í sambandi við einhverfu þá eru það foreldrarnir sem starta hlutunum,“ segir Friðrik en verkefnið er runnið undan rifjum Margrétar Dagmarar Ericsdóttur, móður tíu ára einhverfs drengs. Handritið skrifa hins vegar Vilborg Einarsdóttir og John Purdie. En hefur Friðrik ekki saknað þess að gera heimildarmyndir í öll þessi ár? „Jú, og ég ætla að fara að gera meira af því.“ Friðrik Þór er með heimildar- mynd í smíðum  Sú fyrsta úr smiðju leikstjórans í rúm tuttugu ár  Er um einhverft fólk og aðstæður þess hér og víðar VÍSA þurfti út úr Loftkastalanum í gærkvöldi keppendum og áhorfendum á undanúrslitakvöldi Músíktilrauna sem þar fór fram. Fyrri undanúrslitavið- ureign Gettu betur átti að fara fram á sama tíma í Verinu, upptökustúdíói Loftkastalans, en í ljós kom að með þessar tvær viðureignir í húsinu var fjöldi fólks kominn upp fyrir leyfileg mörk. Slökkviliðið meinaði áhorfendum Gettu betur inngöngu og varð því niðurstaðan sú að gera klukkutíma hlé á Músíktilraunum meðan bein útsending á spurningakeppninni fór fram. Keppendum og áhorfendum tilraunanna var smalað upp í rútu og ekið í Hitt húsið sem skaut yfir þá skjólshúsi í biðinni. Rafn Rafnsson, eigandi BaseCamp, sem rekur Loftkastalann, segist harma þennan atburð en misskilningur um leyfilegan fjölda í húsinu hafi valdið hon- um. Ekki var komið í ljós í gærkvöldi hvað gert yrði í kvöld þegar lokaund- anúrslitakvöld Músíktilrauna á að fara fram í leikhúsinu á meðan seinni við- ureign í undanúrslitum Gettu betur er í beinni útsendingu úr Verinu. | 52 Ljósmynd/Billi Músíktilraunir og Gettu betur rákust á SMALAÐ UPP Í RÚTU GRÉTAR Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður hollenska félagsins AZ Alkmaar, kom í gær færandi hendi í Rjóðrið í Kópavogi, hvíldarheimili fyrir langveik börn. Grétar Rafn varð 25 ára í janúar en afþakkaði allar gjafir af því tilefni og kaus frekar að láta gott af sér leiða. Hann er á landinu þessa dagana vegna væntanlegs landsleiks við Spánverja á Mallorku í næstu viku og notaði tækifærið til að færa Rjóðrinu ýmsar gjafir. »Íþróttir Grétar Rafn færði gjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.