Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eiríkur MortenÞórðarson fæddist í Reykjavík hinn 3. nóvember 1959. Hann lést af slysförum hinn 13. mars síðastliðinn. Foreldrar Eiríks eru Erla Þorvalds- dóttir skrif- stofumaður, f. 4.9. 1942, og John Þórð- ur Waag Krist- insson sjómaður, f. 29.1. 1933, d. 9.4. 2004. Eiríkur var elstur af fjórum börnum þeirra hjóna, hin eru: 1) Oddur Þorvald- ur, f. 13.1. 1962, dætur hans eru Oddný María og Lína. 2) Anna María, f. 11.11. 1964, börn hennar eru Erla Ingibjörg og Tyler Þór. 3) Þuríður, f. 22.11. 1965, sonur hennar er Ástþór Tryggvi. Fóst- ursystir Eiríks er Stella María Guðbjörnsdóttir, börn hennar eru Gunnhildur Líf, Elísabet Birta, Kristófer Bjarmi og Róbert Dag- ur. Eiríkur giftist árið 1981 Lill Gunn Martinussen frá Noregi, þau skildu. Dóttir Eiríks og Lill Gunn er Avona María sérkennari, f. 30.7. 1980. Eiríkur hóf sambúð árið 1984 með Pálínu K. Þórarins- dóttur frá Ísafirði, f. 6.9. 1951. Foreldrar hennar voru Þór- arinn Jónsson frá Siglufirði og Eiríkur ólst upp í Breiðholtinu. 16 ára gamall fór hann á sína fyrstu vertíð til Tálknafjarðar og tveimur árum síðar bar æv- intýraþráin hann til Nýja- Sjálands og þar vann hann ýmis störf tengd sjómennsku á annað ár. Síðan lá leiðin á vertíð á Suð- ureyri. Eins og við var að búast um unga menn blundaði útþrá og ævintýramennska í Eiríki og lagði hann lagði land undir fót og flutti til Norður-Noregs árið 1979 – þar fæddist honum einkadótt- irin og þar bjó hann og starfaði þar til hann kom alkominn heim árið 1984. Fljótlega eftir heimkomuna höguðu örlögin því svo að Eiríkur kynntist eftirlifandi sambýliskonu sinni og flutti vestur á Ísafjörð, þaðan stundaði hann sjómennsku og á annan áratug sem skipstjóri á bátum í eigu vinar síns og fé- laga Kristjáns Andra Guðjóns- sonar, nú síðast Björgu Hauks ÍS. Eiríkur lærði plastbátasmíð og var mikill áhugamaður um allt sem tengdist tölvum og tölvu- tækni. Þá var Eiríkur eftirsóttur skipstjóri á sjóstangaveiðimótum og bar oft verðlaun frá borði sem aflahæsti skipstjórinn á þeim mót- um.. Útför Eiríks verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ingibjörg Sig- urgeirsdóttir frá Ísa- firði bæði látin, eig- inmaður Ingibjargar er Þorgrímur Guðnason, búsettur á Hlíf, Ísafirði. Bróð- ir Pálínu sammæðra er Sigurgeir Bjarni Árnason, f. 11.4. 1953, börn hans eru Oddgeir Már, Árni Hlöðver og Jóna Ingibjörg. Pálína var alin upp af móðurfor- eldrum sínum, Sveinsínu B. Guð- mundsdóttur og Sigurgeiri B. Halldórssyni á Ísafirði, sem bæði eru látin. Eiríkur gekk sonarsonum Pál- ínu í föðurstað, þeir eru. 1) Almar Þór, nemi við MÍ, f. 2.12. 1987. 2) Brynjar Þór, nemi við MÍ, f. 4.7. 1989. 3) Fannar Þór, nemi við GÍ, f. 4.5. 1994. Fóstursynir Eiríks, synir Pálínu eru 1) Ingi Þorgrímur Guðmunds- son f. 31.5. 1970, sambýliskona Berglind Ýr Aradóttir, dóttir þeirra er Birta Kristín, f. 8.6. 2006. 2) Óttar Gunnarsson, f. 2.4. 1976, sambýliskona Guðrún Lín- berg Guðjónsdóttir. Börn Óttars eru Nótt Þórunn, f. 28.7. 1998, Mikael Alf, f. 9.3. 2000, og Tristan Orri, f. 12.5. 2002. Elsku Eiki minn. Það er svo erfitt að koma réttum orðum á blað, enn eitt höggið skall á fjölskyldu okkar. Mikið áfall var að fá þessar válegu fréttir af þér elsku sonur, þegar syst- ur þínar Anna María og Þuríður ásamt Stellu Maríu frænku þinni komu til mín og sögðu mér frá ham- förunum. Við biðum og biðum eftir fréttum um að þú og ungi maðurinn sem með þér var á Björgu Hauks mynduð finnast á lífi, en fréttin kom að þið væruð látnir báðir, sem var erf- itt að kyngja. Núna þakka ég guði fyrir að þið fundust og að fá að sjá þig í hinsta sinn, eiga með þér stund og kveðja þig og fylgja þér síðasta spölinn. Þú varst alltaf svo góður og hjálp- samur við mömmu þína og alla sem áttu erfitt og lést alltaf sjálfan þig bíða þar til síðast, alveg sama hvað það var, þú varst alltaf til staðar. Og þín er sárt saknað af systkinum þínum, mökum og börnum þeirra, ættingjum þínum sem eru búsettir hérlendis og erlendis, Ingu systur, Bjarna og fjölskyldu þeirra í Noregi, Hönnu föðursystur þinni og Dennis í Englandi og Jónu systur og Dave í Iowa í Bandaríkjunum. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér af okkar ástkæru ættingjum sem farnir eru þennan veg. Við munum ávallt varðveita ást- kæra dóttur þína, Avonu Maríu, sem á eftir að ganga í gegnum erfiðan tíma. Guð varðveiti Pöllu og strákana þína, Fannar, Brynjar, Almar, Inga og Óttar. Mína hinstu kveðju sendi ég þér, elsku drengurinn minn. Sorgin og söknuðurinn eftir ástvini fer aldrei … við lærum bara að lifa með því. Elsku Eiki minn, ég mun geyma þig í hjarta mínu um alla tíð. Þegar lífið slokknar, þá sorgin inn skýst. Oft þá andlitið blotnar, því sorginni engin orð fá lýst. Sorgin eftir skilur í hjartanu holu, sem ekki er hægt að fylla upp í með vindgolu. Maður getur ekki verið hennar þegn en þó vill hún fylgja manni lífið út í gegn. Loks kemur gleðin, þá birtir til, svo jafnvel við dánarbeðinn, er hægt að kunna á því skil. (Aurora Borealis, 1986) Þín mamma. Síðkvöldin löng sit ég við gluggann og hugsa til þín. Stjarnanna blik lýsir af himnum niður til mín, huga mér í hverf ég til þín. (Höf. Ó.G.) Elsku Eiríkur, það er svo sárt að hugsa til þess að nú sért þú farinn frá mér. Það er margt sem ég hefði viljað gera öðruvísi, margt sem ég átti eftir að segja þér og svo ótalmargt sem við áttum eftir að gera saman. Um hugann fara ótal hugsanir frá okkar fyrstu kynnum, þar ber alltaf hæst hvað þú varst mér góður og hvað þú lagðir á þig til að hjálpa mér í gegnum tíðina með alla strákana mína. Við vorum ólík á margan hátt en bættum hvort annað upp, ég elsk- aði þig afar heitt þótt ég hafi á stund- um átt erfitt með að sýna þér það. Ég kveð þig með djúpri þökk og virðingu. Sofðu rótt ástin mín. Þín Pálína. Ég man eftir því þegar þú tókst mig með þér á sjóinn, ég var fjögurra ára. Við vorum að prófa nýja bátinn, Björgu Hauks. Við fengum okkur ís og fórum saman í Djúpið. Það var það besta og skemmtileg- asta sem við gerðum saman. Ég man líka eftir því að amma var alltaf eitthvað að kvarta við þig, pass- aðu hann. Hann hefur aldrei farið á bátinn áður. Þú svaraðir bara þannig, ekki kvarta svona mikið, hann er í góðum höndum. Og það var satt, ég var í bestu höndum sem hægt var að vera í. Ef þú gast ekki lifað af í þessu óveðri þá hefði enginn í öllum heim- inum lifað þetta af. Hefði veðrinu bara seinkað um eina klukkustund værir þú enn þá hjá mér, ömmu Almari og Brynjari. Ég elskaði þig afar, afar mikið. Þinn afastrákur, Fannar Þór. Elsku afi. Við munum sakna þín alveg ótrú- lega mikið en okkur finnst gott að eiga svona margar góðar og skemmtilegar minningar saman. Það var svo gaman að fara með þér og gefa kindunum og líka þegar við feng- um að fara með þér í smásiglingu á bátnum þínum að veiða. Við elskum þig elsku afi okkar og finnst rosalega sárt að þú sért farinn frá okkur. Við hugsum til þín alla daga og það verð- ur voðalega tómlegt að vera á Ísafirði um páskana án þín elsku afi. Við söknum þín rosa mikið og vonum að þér líði vel uppi hjá guði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Þín barnabörn, Nótt, Þórunn og Mikael. „Sigurður var sjómaður.“ Ég hrökk upp úr hugleiðingum mínum og hugsaði: Hvaðan kom Bubbi? Þetta var bara síminn hjá Eika bróður, þetta átti vel við hans kímni- gáfu og líka það að hann var mjög hreykinn af því að vera sjómaður og ekkert væl. Eiríkur Morten Þórðarson Þegar við fæðumst er líf okkar sem óskrifað blað. Aðeins eitt vitum við í upphafi, að einn dag- inn munu síðustu orðin verða rituð, lífið mun taka enda. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og sárt er að horfa á eftir ástvinum. Stórt skarð hefur nú verið rofið í fjölskylduna okkar, Stella amma hefur skrifað sín síð- ustu orð. Hún barðist hetjulega síð- astliðinn mánuð eftir bráð veikindi. Lífssaga Stellu ömmu er löng og innihaldsrík, það er því af svo mörgu að taka þegar hennar er minnst. Hún var einstök og mark- aði djúp spor í líf okkar. Fyrst kem- ur upp í hugann hve mikill fjör- kálfur hún var. Það var alltaf stutt í grínið og gleðina. Við eigum eftir að sakna stríðnissvipsins og smitandi hlátursins er hún með sínum ein- staka húmor lyfti samverustundum upp á hærra plan. Við söknuðum hennar og Guðmundar afa mikið síðastliðið gamlárskvöld er þau drógu sig í hlé en síðastliðin ár hafa þau verið hjá okkur þetta kvöld og svo sannarlega kryddað og lífgað upp á það. Það hljómar kannski öf- ugsnúið að elsta fólkið hafi verið öflugast á gamlárskvöld, en þannig Sigurveig Stella Konráðsdóttir ✝ Sigurveig StellaKonráðsdóttir fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1922. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudag- inn 13. mars sl. Útför Stellu fór fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 20. mars sl. var það bara og er lýsandi fyrir kraftinn í gömlu hjónunum á níræðisaldri. Umhyggja hennar fyrir öðru fólki var mikil og hún fylgdist vel með öllum í kring- um sig því hún vildi að öllum liði vel. Hún fylgdist vel með Óðni, áttunda langömmu- barni sínu og okkur þykir mjög vænt um að hún átti rúmt eitt ár með honum. Við munum verða dugleg að segja hon- um sögur af langömmu sinni og sýna honum myndir til að halda minningu hennar á lofti. Stella amma gat líka verið al- vörugefin þótt hún sýndi síður þá hlið á sér. Alltaf var hægt að leita ráða í viskubrunni hennar. Hún hefur upplifað þá martröð sem eng- inn óskar sér, að missa eigið barn, og markaði sá missir djúp spor í líf hennar og Guðmundar afa. Það sár grær ekki en fólk lærir að lifa með því. Vonandi sitja þau mæðgin nú saman í faðmi hvort annars. Stella amma var nútímaleg kona. Hún fylgdist vel með núinu og heimsmálunum. Hún vildi alltaf reyna nýja hluti og því var t.d. ein- staklega gaman að bjóða henni í mat og ræða heitustu málefni dags- ins yfir tilraunaréttum. Hún var sannkölluð ættmóðir sem kunni vel að njóta þess sem líf- ið gaf og staldraði aldrei lengi við það neikvæða. Það er engin kona eins og hún og hún verður okkur fyrirmynd svo lengi sem við lifum. Nú skilja því miður leiðir en minn- ing hennar lifir í hjarta og huga okkar um ókomna tíð. Elsku Guðmundur afi, við vottum þér dýpstu samúð okkar. Það er óbærilega sárt að hugsa til þess að þú hafir ekki Stellu ömmu lengur þér við hlið. Megi Guð veita þér styrk í sorg þinni og styrkja þig öll- um stundum. Ívar, Guðbjörg og Óðinn. Elsku amma Takk fyrir allar góðu minning- arnar og stundirnar sem við áttum saman. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért horfin á braut og það skilur eftir mikið tómarúm í hjarta mínu sem verður erfitt að fylla, ef það gerist þá nokkurn tímann. Fyrir mér varst þú ekki bara amma mín, heldur líka góð vinkona og við gátum spjallað mikið saman um heima og geima. Þú varst alltaf svo glöð og opin, og það var gaman að ræða málin við þig. Þú hafðir alltaf skoðun á öllum hlutum og varst ófeimin að láta þær í ljós, allt frá daglegum hlutum upp í makaval og val á nöfnum á lang- ömmubörnin þín. Frá þeim tíma sem ég var í pöss- un hjá þér í Vesturberginu á ég margar af mínum bestu æskuminn- ingum. Pabbi keyrði mig til þín snemma á morgnana og þú tókst á móti mér í bleika náttsloppnum og hvítu háhæluðu inniskónum. Ég var svo send niður til að ná í Moggann á meðan þú helltir upp á kaffi og ristaðir brauð. Svo settistu niður með Moggann, kaffið og ristaða þriggjakornabrauðið með smjöri og eplaskífum. Mogginn var lesinn spjaldanna á milli og eftir það náði ég í snyrtibudduna fyrir þig og þú málaðir þig og lakkaðir neglurnar á meðan við spjölluðum eða hlustuð- um á útvarpið. Íbúðin í Vesturberginu var full af minningum um liðna tíma og fram- andi staði þar sem hugur barnsins fékk mikla möguleika til að nota ímyndunaraflið. Voru meðal annars byggðar spilaborgir um alla íbúð, leikið með hálsmenin þín eða hlust- að á ævintýri á grammófóninum. Þú lumaðir ætíð á einhverju góð- gæti eins og afakexi, kryddköku og mini-snickers, og ef maður var heppinn var poppað. Við spiluðum einnig mikið og kenndir þú mér að vera ekki tapsár. Þó að söknuðurinn sé mikill vil ég samt fagna þinni flottu ævi sem spannar 85 ár. Þú hefur upplifað mikið, varst alltaf heilsuhraust og lífsglöð. Ég mun alltaf minnast þín. Kær kveðja Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Elsku amma. Þegar ég lít til baka er það fyrsta sem mér dettur í hug „á ég að hlusta með hægra eða vinstra eyr- anu?“ Þannig var það þegar maður kom í heimsókn, þú og afi bæði að tala í einu og það var eins gott að vera vel vakandi og fylgjast með. Oftast tókst það og þó að maður missti eina – tvær setningar eða segði já í stað nei voru allir sáttir. Síðustu fimm vikur hafa verið erfiðar, það eitt að vera í kringum þig og heyra ekki í þér var eitthvað sem ekki passaði. Þá var gott að finna hlýja hönd kreista sína, vit- andi það að þú vissir af okkur. Ég held að það hafi verið tekið vel á móti þér, nú haldið þið upp á 60 ára afmælið hans pabba saman – vá hvað það verður gaman. Ansi margt að spjalla saman um, allt það sem hefur gerst sl. 20 ár. Þið afi áttuð 60 ár að baki sem hjón, það er ekkert smá. Brúð- kaupsafmælið var 8. feb. sl. daginn eftir áfallið. Það var mér svo dýr- mætt að þið skylduð koma í brúð- kaupið okkar Jóns í sept. sl. Þó að veislan væri í sveitinni og svolítið langt að fara komst þú og ég held skemmtir þér ágætlega – við Jón stefnum á 60 árin! Síðan Gunnar Smári fæddist hafa heimsóknirnar okkar eðlilega snúist meira um hann. Það er töluvert meira fjör í honum en okkur for- eldrunum. Í einni heimsókninni í sumar kíktum við út á svalir hjá ykkur og skoðuðum útsýnið, honum líkaði vel að fá að hlaupa á stórum svölunum. En við söknuðum þín í afmælunum okkar, ég veit að stig- arnir eru ekki þeir bestu en þú ert velkomin í næstu afmæli – þú veist hvenær á að mæta. Skilaðu kveðju til pabba og gefðu honum gott knús frá mér. Elsku afi, ég og strákarnir mínir vottum þér okkar dýpstu samúð. Maður saknar ekki nema hafa elskað. Ása Dagný. Ég hef oft núna á undanförnum dögum hugsað um það hve það eru mikil forréttindi að lifa lífi eins og Stella amma hefur gert. Koma börnum sínum á legg, fylgjast með barnabörnum og barnabarnabörn- um svo fjölgandi, heilbrigðum á sál og líkama. Án þeirra mótvinda sem nú hrjá mennina. Það er ekki auð- fengið, til þess þarf manneskjan að vera lífsglöð og hlæjandi, alvitur og sjarmerandi. Það fannst mér amma vera. Þegar ég var lítill var það ætíð mikið ævintýri að heimsækja ömmu og afa. Við fórum upp stig- ann í Vesturbergi, lengst uppi í Breiðholti, ég hafði aldrei farið svona hátt í hús áður, ekki svo að ég muni, og útsýni um allt. Ég var kominn heim til afa og ömmu, til að vera í nokkra daga eða bara í kaffi og kökur. Það var alltaf svo sér- stakt að koma þar inn. Ekkert barnadót og ekkert mátti snerta inni í stofu. Jú, við máttum spila plötu. En ekki sitja nema á gólfinu og þegar við stækkuðum máttum við sitja í rauðu stólunum. Ég man
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.