Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni BreiðfjörðGuðjónsson fæddist í Ytri- Drápuhlíð í Helga- fellssveit 4. júlí 1919. Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 13. mars síðastliðinn. Foreldrar Árna voru þau Jónína Þorbjörg Árnadótt- ir, f. á Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi 23. mars 1891, d. 7. júní 1980, og Guð- jón Jóhannsson, f. á Skildi í Helgafellssveit 4. júní 1886, d. 5. okt. 1973. Systkini Árna eru Berta, f. 1914, d. 2003, Gunnar, f. 1915, Anna, f. 1917, d. 1986, og Kristrún, f. 1924. Árni ólst upp á Hofsstöðum í Helga- fellssveit en flutti til Reykjavíkur um 1940. Í Reykjavík vann hann sem verkamaður í mörg ár. Nokkur ár vann hann í Hreðavatns- skála og síðustu 35 árin í Hveragerði, á Hótel Ljósbrá og við Gróðrarstöðina Grímsstaði. Árni kvæntist ekki en átti stóran frændgarð auk systkina sem hann hélt ætíð góðu sambandi við. Árni verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Væntumþykja, hlýja og þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til frænda. Ég þekki ekki annað en að hann sé hluti af lífi mínu og tilveru, þar af leiðandi eðlilegt að ég hugsi til baka um allt það sem hann gerði fyrir mig. Hjá honum var ég fallegasta barnið og fríðust af öllum fríðustum í heimi. Hann sagði oft: „Mikið er hún Dagga mín falleg.“ Og þegar hann sagði það leið mér líka eins og mið- depli alheimsins og gerði allt til að gleðja hann. Ég man eftir mér á fimmta árinu sitjandi við eldhús- borðið, angan af kaffi og tóbaksreyk liggur í loftinu, mér líður svo vel því ég veit að frændi er að elda hafra- graut fyrir mig, ég er svo örugg hjá honum. Önnur minning, við tvö að fara í bæjarferð, ég er uppáklædd í blúndukjól og lakkskóm, veðrið ynd- islegt og sólin skín. Það var svo gaman að fara á flakk með frænda, ég fann hvað ég var honum mikils virði, sérstaklega þegar við mættum einhverjum sem hann þekkti. Þá montaði hann sig af mér og ég end- aði jafnvel á því að kalla hann pabba. Í einni ferðinni var keypt dúkka og hún skírð Árný og mitt fyrsta barn fékk nafn frænda. Að eðlisfari var Árni dulur og flíkaði ekki tilfinningum, en með fólkinu sínu leið honum vel, var hrókur alls fagnaðar og vildi allt vita um okkur. Frændi fylgdist vel með öllu, undi hann sér tímunum saman í bíltúrum, vildi sjá hitt og þetta, fann alltaf upp á einhverju nýju til að skoða. Árni var skemmtilega ýtinn ef hann vildi fá sitt fram og byrjaði strax und- irbúning þess. Undirbúningurinn fór þannig fram að hann lét líta svo út að hann vildi endilega bjóða mér eitthvað og fá á þann hátt ósk sína uppfyllta. Mér er minnisstætt þegar hann langaði út í Heiðmörk, þá byrj- aði hann á því að tala um hvað það gæti verið gaman fyrir mig og börn- in að fara þangað og ekki þarf að spyrja að leikslokum, við tvö sitjandi úti í Heiðmörk með nesti. Ferðalög áttu vel við hann, þá naut hann sín vel, hann var mikið náttúrubarn og þegar keyrt var fram hjá bæjar- stæðum horfði hann alltaf eftir um- gengni og væri hún ekki nógu góð að hans mati tók hann svo til orða: „Þeir eru duglegir við að punta landið hér á þessum bæ.“ Árni var snyrtimenni og til er saga sem lýsir því hversu illa hann þoldi slæma um- gengni. Þegar hann vann á Hreða- vatni kom þar að maður sem henti sígarettustubbum á hlaðið, þá fauk í frænda, hann tíndi upp stubbana og henti þeim inn í bílinn með þeim orðum að hann gæti tekið þetta með í bæinn. Návist Árna var góð og hann kom sér alls staðar vel, hann hafði þann eiginleika að geta látið fólk hlæja þegar hann var í stuði. Þá bjó hann til sögur af sjálfum sér og ef maður fór að efast um sannleiks- gildi þeirra svaraði hann alltaf: „Þetta er sko ekki lygimál.“ Ef þetta svar kom fyrir vissum við að sann- leikurinn var ekki í fyrirrúmi. Ver- aldleg gæði voru ekki númer eitt hjá frænda, hann safnaði ekki sjóðum en var samt ríkur af góðvild og göf- uglyndi, skuldaði aldrei neinum neitt, ekkert var keypt nema hann ætti fyrir því, betra að vera fátækur frjáls en ríkur þræll, það var hans mottó. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Árni frændi minn er dáinn. Skrít- ið en varanlegt, hann var jú orðinn 87 ára. Þegar ég sit hérna og reyni að hnoða einhverju saman sé ég hann sitja fyrir framan mig með sinn yndislega kímna svip og hrista hausinn yfir frænku, hann vildi enga væmni. Hann var engum líkur, sérvitur sögumaður sem var öllum góður en samt ekki allra. Hans mottó var ekki að safna veraldlegum auðæfum, það skipti hann engu máli, ef hann átti mat og sígarettur var hann góður. Ekki skemmdi fyrir að fara í bíltúr og gefa krökkunum sælgæti. Að hafa Árna í Karfavoginum hjá okkur var yndislegt, hann alltaf vaknaður á undan öllum og eldaði hafragraut handa okkur fyrir skól- ann, fór með okkur að kaupa eitt- hvað fallegt og aldrei man ég eftir að hann hafi skammað okkur. Hann þusaði kannski eitthvað í barminn ef við vorum mjög slæm en svo var það búið. Hann lá ekki ofan í hlutunum, það sem var búið þurfti ekki að ræða meira. Hann dæmdi engan mann og gerði gott úr öllu og ef það var tor- sótt setti hann á svið leikþátt og allt endaði í hlátri, mikið á ég eftir að sakna hans. Sveitin hans fyrir vestan var hon- um alltaf ofarlega í huga, hann varð að fara vestur á hverju sumri til Gunnars, bróður síns, og hans fólks og honum leið einstaklega vel þar. Ég bið góðan Guð að blessa frænda minn og taka á móti honum. Anna. Það er margt sem kemur upp í hugann við andlát Árna frænda. Árni var ömmubróðir minn en alltaf fannst mér hann samt meira í afa- hlutverkinu gagnvart mér og systk- inum mínum. Árni var alinn upp á Hofsstöðum í Helgafellssveit og sagði hann mér ótal sögur úr æsk- unni. Þær voru margar alveg magn- aðar, t.d. þegar hann skrifaði nafnið sitt á skautum eða þá stóð á stýri og hnakk á hjólinu sínu í gegnum Hólminn svo að bæjarbúar horfðu agndofa á. Frændi var nefnilega gæddur þeim hæfileika að geta fært í stílinn, en þess sáust merki þegar hann byrjaði að ranghvolfa augun- um í frásögnum. Reyndi ég þá að- eins að draga úr hjá þeim gamla en hann bætti jafnharðan í og tókst á enn meira flug. Mikið ofboðslega gat maður oft hlegið að honum í þessum ham og átt skemmtilegar stundir. Árni lifði kannski svolítið óvenjulegu lífi, andstætt við það sem gerist í dag. Hann lagði ekkert upp úr ver- aldlegu drasli eins og hann kallaði það, skuldaði heldur engum neitt og heiðarlegri mann er erfitt að finna. Árni vann við garðyrkju í Hvera- gerði, bjó þar en átti sitt annað heimili hjá foreldrum mínum. Ég man hve gott var að hafa hann á heimilinu hjá okkur því Árni hafði svo góða nærveru. Árni var mörgum kostum gæddur en hafði þann veik- leika að þurfa að vökva sálartetrið hressilega af og til. Oft var sláttur á Árni Breiðfjörð Guðjónsson ✝ Elva Hólm Þor-leifsdóttir, fyrr- um kaupkona og húsmóðir í Kefla- vík, fæddist á Siglufirði 10. apríl 1936. Hún andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum 6. mars síðastliðinn. Foreldrar Elvu vori hjónin Þorleif- ur Hólm múr- arameistari, f. á Siglufirði 26. maí 1910, d. á Siglufirði 18. apríl 1986, og Jóhanna Sesselja Jónsdóttir hús- móðir, f. á Hauganesi við Eyja- fjörð 26. mars 1905, d. á Siglu- firði 7. júní 1989. Elva var næstelst 6 systkina. Elstur er Hafsteinn, f. 3. feb. 1935. Kona hans er Helga Jónsdóttir, f. 10. des. 1933, búsett á Siglufirði, þau eiga 3 börn á lífi. Sverrir, f. 23. feb. 1942, d. 19. apríl 1942 á Siglufirði. Kristinn Jón, f. 2. júlí 1943, kona hans er Margrét Guð- mundsdóttir, f. 1. mars 1946, bú- 16. mars 1958. Búsett í Banda- ríkjunum. Börn hennar eru: Sverrir Auðunsson, f. 1. okt. 1975, búsettur í Keflavík, Garðar Auðunsson, f. 16. feb. 1979, og Sonja Carlson, f. 5. júlí 1984, bú- sett í Bandaríkjunum. 2) Ella Sesselja, f. í Keflavík 31. des. 1959, maður hennar er John D. Wanros. Börn hennar eru: Elva Hólm Hreinsdóttir, f. 14. sept. 1978, Sandra Stefani Leitsch, f. 23. jan. 1986, og Isabel Sif Leitsch, f. 19. sept. 1991. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. 3) Þor- steinn, f. í Keflavík 5. okt. 1961, kona hans er Magnea Inga Magn- úsdóttir, f. 13. des. 1963. Börn þeirra eru: Magnús Sverrir, f. 22. sept. 1982, Þorsteinn, f. 24. des. 1988, og Jenný, f. 19. sept. 1991. Þau eru búsett í Keflavík. 4) Sverrir Jón, f. 21.des. 1963, d. 2. júní 1979. Langömmubörnin eru sjö. Elva ólst upp hjá foreldrum sínum á Hvanneyrarbraut 17 á Siglufirði eða þar til hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Siglufjarðar 17 ára gömul, þá fluttist hún til Keflavíkur í at- vinnuleit. Útför Elvu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hólmbergskirkjugarði í Keflavík. sett á Akureyri, þau eiga þrjú börn. Þyrí Sigríður, f. 21. apríl 1946, d. 21. okt. 1977 í Hafn- arfirði. Maður henn- ar var Már Jónsson, f. 5. des. 1940, bú- settur í Hafnarfirði. Óskírð, f. 8. sept. 1947, d. 8. sept. 1947. Hinn 15. Júní 1958 giftist Elva Magnúsi Þorsteins- syni leigubifreiða- stjóra, f. í Höfnum á Reykjanesi 6. des. 1933, d. 17. júlí 1997 í Keflavík. Þau skildu. Magnús var sonur hjónanna Þor- steins Kristinssonar, f. 5. sept. 1905 í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði, d. 8. feb. 1967, og Erlendínu Magnúsdóttur, f. 9. júní 1911 í Traðarhúsum á Kal- marstjörn í Höfnum, d. 6. okt. 1986. Elva og Magnús eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Þyrí, f. í Keflavík 20. mars 1958, maður hennar er Jóhann Maríusson, f. Ekki hvarflaði að mér fyrir um mánuði þegar ég kvaddi hana mömmu mína og hélt heim á leið ásamt Magneu konu minni eftir stutta heimsókn til Bandaríkjanna, að það hefði verið í síðasta sinn sem ég fékk að kveðja hana með kossi. Hún sem var orðin svo hress eftir um það bil viku legu á sjúkrahúsi. Þegar við fórum heim leit allt svo vel út hjá henni, en nokkrum dög- um síðar var hún aftur lögð inn og kom ekki meira heim. Mamma hafði búið í Virginíu síðustu tuttugu árin hjá Ellu systur minni og haldið með henni heimili ásamt börnunum hennar. Börnin mín þrjú hafa alltaf litið upp til ömmu sinnar og þótt mjög vænt um hana, þau koma til með að sakna hennar mikið enda amma þeirra alltaf verið þeim svo góð. Mamma var mikil handavinnu- kona og eru handverk hennar úti um allt, hún átti tvær hannyrða- verslanir á sínum tíma og var handavinna alla tíð hennar aðal- áhugamál. Mamma var ákveðin og sjálfstæð kona og fór sínu ætíð fram. Mér er minnisstætt þegar ég var lítill þá kom hún einn daginn heim með litasjónvarp sem hún hafði keypt en þá voru þau nýkom- in á markað og hún var fljót að kaupa eitt fyrir okkur krakkana. Bíladella var eitt af hennar stóru áhugamálum, alltaf varð hún að keyra um á fínum og helst nýlegum bílum og hún átti það til að brenna til Reykjavíkur og panta sér einn nýjan án þess einu sinni að nefna það við pabba sem var nú ekki allt- of hrifinn af því og vildi hafa putt- ana í þessum bílamálum hennar en hún lét ekki segjast. Ekki var nú lífið hennar alltaf dans á rósum og átti hún sína slæmu kafla í lífinu eins og við öll. Mamma missti systur sína sem að- eins var 32 ára og síðan bróður minn aðeins tveimur árum síðar, en hann var ekki nema 16 ára þegar hann lést árið 1979 og náði hún aldrei að jafna sig alveg á því. Mamma var kona orða sinna og stóð við það sem hún sagði. Hún var mjög rík kona af barnabörnum og áttu þau stóran sess í hjarta hennar, alltaf var hún að tala um þau og monta sig af þessum fjölda sem hún átti. Elsku mamma, ég kveð þig nú og þakka þér fyrir allt. Ég bið algóðan guð að styrkja okk- ur öll á þessari sorgarstundu. Þinn sonur, Þorsteinn. Elsku amma. Þá er komið að kveðjustund, kveðjustund sem við áttum ekki von á því við ætluðum að koma til þín um páskana en í staðinn kemur þú til okkar. Hvort sem við komum eða hringdum til þín, þá gladdirðu okkur alltaf jafn- mikið. Við verðum ævinlega þakk- látt fyrir þær stundir sem við áttum saman og þótt þær hafi ekki verið eins margar og við hefðum viljað þá munum við aldrei gleyma þeim. Sérstaklega þegar við hittumst núna síðast um páskana í fyrra þeg- ar öll þín fjölskylda kom saman á sjötugsafmæli þínu. Það var ein besta stund lífs okkar beggja og að sjá þig svona glaða þá mun ávallt gleðja okkur. Þú verður alltaf í hug okkar og hjarta. Við elskum þig amma. Þorsteinn og Jenný. Elsku amma, þá hefur þú kvatt okkur í bili og munum við kveðja þig með miklum söknuði. Þó að fjærlægðin á milli okkar hafi verið mikil vorum við alltaf með hugann hjá þér. Og vil ég þakka þér fyrir allar frábæru stundirnar sem við áttum saman og þá sérstaklega síð- ustu ár sem að við hittumst reglu- lega og þær verða mér ávallt of- arlega í huga. Þú kallaðir mig alltaf Sverraling- inn og ég hafði gaman af því. Ég var svo lánsamur að heimsækja þig undanfarin þrjú ár og áttum við alltaf góðar stundir saman og þá sérstaklega þegar við settumst nið- ur á kvöldin í rólegheitum og þú fórst að segja mér sögur af afa og pabba þegar þeir voru yngri, þú hafðir svo gaman af því og við hlóg- um mikið þegar þú sagðir mér vill- ingasögurnar af pabba. Hláturinn þinn var alltaf svo skemmtilegur að ég hló alltaf meira þegar þér fannst eitthvað fyndið, þú og pabbi áttuð það sameiginlegt að láta aðra hlæja með ykkur. Ég og Guðrún ætluðum að koma með Kristínu Emblu til þín í haust svo að þú fengir að sjá gullmolann okkar. Það hefði svo sannarlega verið gaman, en ég veit að þú ert alltaf nálægt henni og okkur og mun ég segja henni hversu frábær amma þú varst, þó að fjarlægðin á milli okkar hafi verið mikil síðustu 20 ár. En það sem skiptir okkur mestu máli er það að við vitum að þú kveður okkur mjög sátt, þú eign- aðist þrjú barnabarnabörn á und- anförnum 10 mánuðum og fleiri eru leiðinni, dóttir þín hún Ella frænka sem er frábær kona og hefur verið þín stoð og stytta í rúmlega 20 ár giftist frábærum manni á síðasta ári. Pabbi og mamma komu þrisvar sinnum í heimsókn á síðastliðnu ári, Þorsteinn og Jenný komu til þín um páskana, ég og Guðrún höfum kom- ið til þín síðustu þrjú ár og þó að þú hafir verið orðin lasin gafstu okkur alltaf alla þá orku sem þú áttir þeg- ar við komum til þín og sýndir okk- ur ávallt með því hversu ánægð þú varst að fá okkur í heimsókn. Einn- ig áttum við frábæra tíma með þér á 70 ára afmælinu þínu í fyrra þar sem allir voru samankomnir til að gleðjast með þér og njóta þess að vera í kringum þig, nema Guðrún sem var komin átta mánuði á leið með Kristínu Emblu en þær voru með hugann hjá þér. Það var eft- irminnilegt að sjá alla samankomna í fyrsta sinn í mörg ár og ég held að þetta verði ein af okkar bestu minn- ingum um hvað þú varst orðin rík af börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Elsku amma og langamma, ég Guðrún og Kristín Embla kveðjum þig með miklum söknuði og þökk- um dýrmæta tíma sem við áttum saman og munt þú lifa í minningum okkar um ókomna tíð. Hvíldu í friði og ró hjá afa og Sverri frænda. Magnús Sverrir, Guðrún Sædal og Kristín Embla. Elsku hjartans mamma okkar. Hvernig er hægt að skrifa minn- ingargrein um mömmu sína, sér- staklega mömmu eins og þig, þar sem þú ert ennþá hjá okkur í huga og hjarta? Þú ert og verður ætíð hjá okkur. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farin, að við eigum ekki eftir að sjá þig aftur. En minning þín lifir í hjarta og huga okkar allra. Það er eins og þú hafir bara skroppið frá og við eig- um von á þér á hverri stundu. Hvernig getum við byrjað á að þakka þér fyrir öll þessi ár sem við áttum saman. Við sem vorum alltaf allar þrjár bestu vinkonur heima á Íslandi sem hér úti í Bandaríkj- unum í þessi ómetanlegu 19 ár sem við áttum saman. Það er sérstakt og ekki hægt að lýsa því með orð- um. Þú gafst okkur þá ómetanlegu gjöf að vera mamma okkar og besta vinkona, það eru ekki allir svona heppnir. Þú gerðir það sem þú elsk- aðir að gera og það var að vera mamma okkar og amma. Þú hugs- aðir alltaf fyrst um okkur og svo um þig, þangað til við fengum þá gjöf að fá að hugsa um þig. Ekkert veitti okkur meiri heiður. Styrkur Elva Hólm Þorleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.