Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 33 ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að þótt jafnrétti til náms sé við lýði á Íslandi í orði kveðnu, er það ekki þannig í reynd. Ýmsir ein- staklingar og hópar búa við lakari að- stæður hvað mennt- un snertir, vegna þess að þeim er ekki gert kleift að afla sér þeirrar menntunar sem almennt er í boði. Þetta á til dæmis við um blinda. Þess vegna hafa hagsmunasamtök blindra barist fyrir því að blindum og sjónskertum verði tryggð við- unandi þjónusta í skólum landsins. Nýlega átti ég þess kost að sækja kynningarfund sem Blindrafélagið efndi til og var sjónum beint að stjórnmálamönnum, bæði í landsmálum og sveitarstjórn- armálum. Þar var kynnt afar áhuga- verð skýrsla sem tveir breskir sér- fræðingar hafa unnið og tekur á stöðu blindra og sjónskertra nem- enda innan íslenska skólakerfisins. Sjónstöð Íslands telur að hér á landi séu um 120 blind og alvarlega sjón- skert börn. Þau eiga að sjálfsögðu allan rétt á viðhlítandi úrræðum í skólakerfinu til að sitja við sama borð og sjáandi einstaklingar. Í grein sem Ágústa Gunnarsdóttir, rit- ari Blindrafélagsins, ritar í Morgun- blaðið 12. mars sl. kemur fram að að- stæður blindra og sjónskertra voru til muna betri á árum áður, en þær hafa versnað mjög eftir að sérdeild fyrir blind og alvarlega sjónskert börn var lögð niður. Þar voru þá starfandi sérmenntaðir blindrakenn- arar sem gátu leiðbeint og veitt ráð- gjöf öðrum kennurum sem höfðu sjónskerta nemendur í sinni umsjá. Bresku ráðgjafarnir leggja til margvíslegar aðgerðir til að bæta menntun blindra og sjónskertra á Ís- landi. Ein af tillögum þeirra er að stofna þekkingar- og ráðgjafarmið- stöð í skólamálum. Það er talið afar þýðingarmikið að koma slíkri mið- stöð á laggirnar en verkefni hennar yrðu m.a. að semja staðla fyrir land- ið, þróa samþætta þjónustu við blinda og sjónskerta námsmenn með þátttöku þeirra og í samvinnu við stofnanir á sviði menntamála o.fl. Með aðalbækistöð í Reykjavík og að- gengilegri gagnamiðstöð yrði unnt að veita slíka þjónustu í sveit- arfélögum um land allt. Áopnum fundi á vegum Blindra- félagsins í febrúar sl. um menntun- armál blindra og sjónskertra, undir yfirskriftinni „Þurfa blindir mennt- un?“, var ályktað um þessi mál. Í ályktun fundarins segir: „Fundurinn skorar á mennta- málayfirvöld að beita sér nú þegar fyrir því að sett verði á fót þekking- ar- og ráðgjafarmiðstöð í skólamál- um blindra og sjónskertra. Í skýrslu sem samin hefur verið af tveimur breskum sérfræðingum, þeim John Harris og Paul Holland, og gerð var fyrir tilstuðlan Blindra- félagsins, kemur glöggt fram að brýn nauðsyn er á að stofna slíka miðstöð. Fundurinn leggur áherslu á að fyrrnefnd skýrsla verði höfð að leiðarljósi þegar skipulögð verður þjónusta við blinda og sjónskerta námsmenn. Fundurinn skorar á menntamála- yfirvöld að tryggja að allir grunn- og framhaldsskólanemendur landsins hafi jöfn tækifæri til að afla sér menntunar. Fundarmenn telja að tími um- ræðna og vangaveltna sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp.“ Það eru sannarlega orð að sönnu að tími aðgerða sé runninn upp. Til- lögur um að þekkingarmiðstöð verði komið á fót og hún vistuð hjá Blindrafélaginu og/eða Sjónstöð Ís- lands hafa legið í menntamálaráðu- neyti, en ráðuneytið mun ekki hafa talið heppilegt að slík miðstöð yrði rekin af þeim aðilum. Engar aðrar lausnir eru þó í sjónmáli. Nú þarf að taka til hendinni og tryggja blindum og sjónskertum nemendum vafningalaust rétt sinn til náms til jafns við aðra og það á að sjálfsögðu að gera í samstarfi við Blindra- félagið og Sjónstöðina. Það er vel hægt og tækni hefur fleygt fram á undanförnum árum sem gerir allt starf í þessa veru auðveldara. Ís- lenskt samfélag getur ekki verið þekkt fyrir að mismuna nemendum með þeim hætti sem blindir og sjón- skertir búa við. Blindir þurfa betri menntun Eftir Árna Þór Sigurðsson: Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Reykjavík norður. RAGNHEIÐUR Elín Árnadóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, skrifar skrítna grein í Morgunblaðið á sunnudag. Þar afflytur hún af enn meiri íþrótt en fyrr málflutning Samfylking- arinnar í jafnréttismálum. Lesendum til fróðleiks skal þess getið að Ragnheiður Elín gagnrýndi í upphafi að for- maður Samfylkingarinnar hefði tekið langan vinnudag kvenna til umræðu á Kvennafundi Samfylkingarinnar og taldi það vera merki um að karlar í Samfylkingunni hefðu ekki áhuga á jafnréttismálum. Ég leiðrétti þann misskilning hennar, bar vitni um áhuga karla í Samfylkingunni á jafnréttismálum og benti henni á að meiri ábyrgð kvenna að jafnaði á heimilisstörfum réttlætti fyllilega að langur vinnudagur kvenna væri ræddur á málefnalegan hátt á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Á þessu svari byggir Ragnheiður Elín þá furðulegu staðhæfingu sína að ég og formaður Sam- fylkingarinnar viljum að konur fari aftur inn á heimilin til að sinna heimilisstörfum svo karlar fái ekki samviskubit! Nú er það ljóst af þessu að það er á mörkunum að hægt sé að eiga málefnaleg skoðanaskipti við Ragnheiði Elínu um þessi mál. Það er sér- staklega dapurlegt að sjá unga konu leggjast svo lágt að gera Ingibjörgu Sólrúnu upp fráleitar skoðanir í kastþröng í pólitísku skítkasti. Samfylkingin hefur árum saman lagt gríðarmikla áherslu á jafnrétt- ismál og stefna flokksins verið í fararbroddi að þessu leyti. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er sá stjórnmálamaður íslenskur sem hefur náð mestum mælanlegum árangri í framkvæmd jafn- réttisstefnu í löngu stjórnmálastarfi. Hæst ber þar að sjálfsögðu glæsi- lega framgöngu hennar í að jafna hlut kvenna og karla í ábyrgð- arstöðum hjá Reykjavíkurborg og að draga þar úr kynbundnum launamun. Nú er Samfylkingin enn sem fyrr í fararbroddi jafnréttisumræðu á Ís- landi. Það er vegna þess að jafnaðarmenn þola ekki mismunun á ómál- efnalegum forsendum og hreyfing jafnaðarmanna var stofnuð til að koma í veg fyrir slíka mismunun og tryggja öllum jöfn tækifæri. Jafn- réttisstefna Samfylkingarinnar á því djúpar rætur meðal jafnt karla og kvenna í flokknum. Við viljum raunhæfar aðgerðir til að bæði kyn geti samræmt fjölskylduþátttöku krefjandi störfum á vinnumarkaði. Við vilj- um líka, öfugt við Sjálfstæðisflokkinn, raunhæfar aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun. Ragnheiður Elín getur að vild afflutt metnaðarfulla stefnu Samfylking- arinnar í jafnréttismálum. Það breytir ekki því að Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú einn gegn nýju frumvarpi til jafnréttislaga, sem felur í sér margþætta réttarbót í jafnréttisbaráttunni og meðal annars markvissar aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun. Ég ítreka: Hann stend- ur einn í fortíðinni. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er því ljóslega atkvæði greitt fortíðarhyggju í jafnréttismálum. Enn af körlum og jafnrétti Eftir Árna Pál Árnason: Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. FRJÁLSLYNDI flokkurinn varð til vegna óánægju hóps sjálf- stæðismanna með fiskveiðistjórn- unarkerfi Sjálfstæðisflokksins og vantrú á að þeir þingmenn flokksins sem höfðu talað fyr- ir breytingum stæðu við stóru orð- in. Sú vantrú hefur átt rétt á sér því stefna þeirra þing- manna Vestfjarða Einars Odds Kristjánssonar og Einars Kristins Guðfinnssonar, sem á heimaslóðum hafa látið sem þeir vildu breyt- ingar, hefur ekki mátt sín neins innan Sjálfstæðisflokksins. Handlangarar útgerðarinnar En sennilega var stefnan líka aðeins í orði en ekki á borði þar sem Einar Kristinn hefur ekki breytt neinu til betri vegar fyrir Vestfirði né aðra landshluta þrátt fyrir að hann hafi nú þá bestu að- stöðu sem hugsast getur til að standa fyrir breytingum, sestur í stól sjávarútvegsráðherra. Auðvit- að var aldrei neinn vilji hjá sjálf- stæðismönnum, hvorki þeim nöfn- um né öðrum, til að breyta. Þeir eru handlangarar útgerðarinnar og hafa alltaf verið. Og aftur klofnar Sjálfstæðisflokkurinn Nú er annar óánægjuhópur bú- inn að lýsa vantrausti á Sjálfstæð- isflokkinn og undirbýr framboð af kappi undir forystu Ómars Ragn- arssonar og Margrétar Sverr- isdóttur. Það fólk sem hyggst koma sér fyrir í fylkingu þeirra er ósátt við umhverfisstefnu Sjálf- stæðisflokksins sem metur öll náttúrugæði í megawöttum. Grænn fálki blekkir ekki þá stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins sem unna náttúru Íslands og vilja varð- veita hana fyrir komandi kynslóðir frekar en bleika slikjan sem sjálf- stæðismenn brugðu yfir sig fyrir borgarstjórnarkosningarnar gerði. Og enn eitt flokksbrotið Aldraðir hafa margir treyst Sjálfstæðisflokknum best fyrir kjörum sínum og verið tregir til að segja skilið við hann. Nú ber svo við að þeir hafa ákveðið sér- framboð til að reyna að komast útúr þeim smánarkjörum sem þeim hafa verið búin af stjórn- arflokkum undanfarinna ára. Ekki undir hatti samtaka aldraðra heldur hafa óánægðir ein- staklingar, þar með talið þekktir einstaklingar úr starfi Sjálfstæð- isflokksins, tekið sig saman og undirbúa framboð. Þangað leitar klárinn…? Þessir hópar eru ósáttir við að auðlindir sjávar séu færðar í hendur örfárra aðila sem geta þar með leikið sér með lífsafkomu fólks og tilvist heilla byggðarlaga. Og framganga Sjálfstæðisflokks- ins einmitt þessa dagana þar sem hann, einn flokka á Alþingi, tregð- ast við að tryggja ævarandi sam- eign þjóðarinnar á auðlindum lands og sjávar í stjórnarskrá verður varla til að hindra för fyrr- nefndra hópa frá flokknum. Ekki svo að það sé harmsefni en hitt er verra að Sjálfstæðisflokkurinn beitir þeim brögðum öllum sem hann kann til að komast hjá að standa við þetta ákvæði stjórn- arsáttmálans. Nú reynir á Fram- sókn en þjóð veit að þeir hafa stuðning Samfylkingarinnar og annarra stjórnarandstöðuflokka til að koma þessu mikilvæga rétt- lætismáli í höfn og þurfa því ekki að láta Sjálfstæðisflokkinn kúga sig í þessu máli. Við fáum fljótlega að sjá hvort framsóknarklárinn ætli enn að éta sinu úr lófa Sjálfstæðisflokksins. Sundrung á hægri vængnum Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur: Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi. MENGUN, mengun, hrópa grænir með hneyksl- unartón, en rista þessi hróp djúpt í vitundina? Frést hef- ur að 600 manns hafi sótt grænt þing. Til þingsins komu aðeins tveir eftir vistvænni leið. Þá hafa 598 manns kom- ið notað hina eftirsóttu mengandi leið. Það er létt að lýsa hneykslan sinni á mengun. Þó það sé hinsvegar þakk- arvert er hitt þó umhugsunarvert hvort hróp hóps séu trúverðug þegar hann hefur útbíað andrúmsloftið um nær 4.000 kg af CO2 til þess að sækja hneykslunarsam- komu um mengun. Grænir eru reyndar ekki einir við þessa útbíun, fleiri koma þar að og í því sambandi má vísa á bílastæði framhaldsskólanna. Því miður er tölu- verð reynsla af að upphrópanir séu ekki ávísun á gott mannlíf og góða afkomu. Flokksleiðtogar fara oft mik- inn við að lofa sig sjálfa en tala niður til annarra, en því miður eru orð flokksleiðtoga ekki traustur mælikvarði á það sem koma skal. Margur slíkur hefur setið á ráð- herrastóli og er eftirtekjan ekki ávallt beysin og margir hafa verið svo litlir, þrátt fyrir mikinn vaðal, að minn- ingin geymir ekki afrekaskrá þeirra. Einn slíkur lands- faðir hélt til Egyptalands og tók sundsprett í ánni Níl, að sjálfsögðu var hann myndaður og hans getið. Hinsvegar er í mínu minni alveg fyrnt yfir hvaða afrek hann vann í sinni ráðherratíð. Leiðandi landsfeður eru allir með sjálfhannaða geislabauga. Allir eru þeir miklir umhverf- isinnar að eigin sögn, þeir setja lög um þjóðgarða og náttúruleg verndarsvæði. Í kjölfarið eru skipaðar gæslu- nefndir og til verða sjálfskipaðir gæsluhópar. Svo virðist sem meginmarkmið svonefndra náttúruverndara sé að tryggja að almennur borgari fái ekki að líta hina vernd- uðu dýrð, nema þeir fjárfesti í mengunarspúandi dreka. Hvernig væri að snúa við blaðinu og gera allt landið, dreifðar byggðir og þéttbýli að hreinu landi sem skylt væri að umgangast með virðingu? Ég sé fyrir mér að þá væri unnt að ganga um Kvosina í Reykjavík að lokinni menningarhátíð án þess að vaða rusl og að umgengni á útihátíðum myndi breytast og verða til fyrirmyndar. Hver maður yrði hvattur til að líta sér nær og draga úr mengun af sínum völdum og til að planta trjám til að mæta mengun af hans hálfu. Þá mætti skylda fyrirtæki til að styðja við ræktun til að mæta þeirri mengun sem það veldur. Vissulega er hægt að hrópa á torgum en hyggilegra er að skoða vel bjálkann í eigin auga. Vand- inn er líklega þar. Látum ekki fagurgala villa okkur sýn. Hverjir eru umhverfissinnar? Frá Steinari Steinssyni: Steinar Steinarsson, Holtagerði 80, Kópavogi. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Á SÍÐASTA degi þingsins voru samþykkt mikilvæg lög um kynferð- isafbrot. Margar jákvæðar rétt- arbætur var að finna í umræddu frumvarpi. Má þar nefna breytingar á nauðgunarákvæð- inu og setningu eins árs lágmarks- refsingar í kynferð- isafbrotum gegn börnum. Allsherjarnefnd þingsins gerði síðan nokkrar breytingar á frum- varpinu og þar á meðal afnám fyrn- ingarfrests í alvarlegustu kynferð- isafbrotum gegn börnum. Mitt fyrsta þingmál eftir að ég settist á Alþingi laut að því að af- nema fyrningarfrest í kynferð- isafbrotum gegn börnum. Á hverju ári þessa kjörtímabils hef ég svo lagt frumvarpið fram. Mjög margir hafa barist fyrir af- námi þessa fyrningarfrests. Sam- tökin Blátt áfram söfnuðu t.d. 23.000 undirskriftum til stuðnings frum- varpi mínu. Ég er sannfærður um að hvað almenningur sýndi vilja sinn sterkt í þessu máli hefur haft allt um það að segja að þessi breyting varð að veruleika. Fjöldinn allur af hags- munaðilum lýsti einnig yfir stuðn- ingi við þetta baráttumál. Og síðan má ekki gleyma þeim einstaklingum sem hafa komið fram í umræðunni og sagt sína sögu. Þeirra framlag er ómetanlegt. Með þessu skrefi mun réttarvernd barna í samfélaginu aukast til muna. Samkvæmt gömlu lögunum voru öll kynferðisafbrot gegn börnum fyrnd þegar þolandinn náði 29 ára aldri en hefði frumvarp ráðherrans farið óbreytt í gegn hefði þessi fyrning- arfrestur einungis verið lengdur um 4 ár. En 40% þeirra sem leita til Stígamóta eru eldri en 30 ára þannig afnám fyrningarfrests með öllu, eins og nú hefur verið gert, mun skipta mjög marga mjög miklu máli. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til sérstöðu þessara brota og að komið sé í veg fyrir að kynferð- isafbrotamenn njóti þess að- stöðumunar sem þeir hafa gagnvart börnunum. Það er einnig afar mik- ilvægt að þolendur kynferðisbrota fái ekki þau skilaboð frá kerfinu að ekki sé hægt að leita réttar síns vegna þess að tímafrestur sé runn- inn út. Þá vil ég fagna þeirri þver- pólitísku samstöðu sem myndaðist á þinginu um þetta mikla þjóðþrifa- mál. Við getum öll fagnað þessari niðurstöðu. Ég hef leyft mér fullyrða að þetta eru ein þýðingarmestu lög sem þetta þing samþykkti því þau taka til grundvallarhagsmuna fólks. En baráttan gegn kynbundnu of- beldi heldur áfram og margt er ógert eins að gera kaup á vændi refsiverð, endurskoða nálg- unarbannið og réttargæsluúrræði, auka fræðslu og setja sérstakt laga- ákvæði um heimilisofbeldi. Þýðingarmestu lögin Eftir Ágúst Ólafur Ágústsson: Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.