Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 31 Lækjarmelur 12 ,Esjumelar Opið hús sunudaginn 15. apríl frá 15-17. Til sölu í nýju glæsilegu vönduðu iðnaðarhúsi 150 fm Möguleiki á 75 fm millilofti (225 fm ) verð :21.750.000 300 fm Möguleiki á 150 fm millilofti (450 fm ) verð :43.500.000 450 fm Möguleiki á 225 fm millilofti (675 fm ) verð :65.250.000 600 fm Möguleiki á 300 fm millilofti (900 fm ) verð :87.000.000 900 fm Möguleiki á 600 fm millilofti (1500 fm ) verð :130.500.000 • Allt að 6 metra lofthæð í húsinu • Húsið er tilbúið til afhendingar SÍMI 821-0700 VALGERÐUR Yngvadóttir, sem kölluð er Vala í daglegu tali, er fram- leiðslusérfræðingur í kerskálanum. „Það felur í sér að ég fylgist með ker- unum, hvort það gangi vel og þau séu með fóðrun. Við erum framleiðslu- starfsmönnum innan handar ef upp koma vandamál. Það verður vöktun fyrstu tvö árin, þar sem viss ker eru á okkar ábyrgð. Við erum fjögur og ég held að það verði 84 ker á mann.“ Vala er úr Eyjum upphaflega, en hefur búið á Jótlandi í sjö ár og Fjóni í fjögur. „Ég kom til landsins í september til þess að vinna hjá Alcoa og líkar það mjög vel. Ég held að þetta sé besta fyrirtæki sem ég hef unnið hjá,“ segir hún einlæglega. „Það er góður starfsandi, gaman í vinnunni; maður vaknar á morgnana og hlakkar til.“ Hún er einstæð móðir með þrjú börn og keypti hús á Eskifirði, þannig að ekki eru nema fimm mínútur í vinnuna, og segir rólegt og gott fyrir aust- an. „Ég hlakka mikið til að sumarsins. Firðirnir eru fallegir og fólkið vin- gjarnlegt.“ Ekki hefur Vala orðið vör við neikvæðni í garð álversins fyrir austan. „Systir mín hefur búið hér í fimm ár og segir mikinn mun á bæjarbragnum; hvernig allt hafi lifnað við um leið og byrjað var á þessu verkefni hér.“ En hún vill ekkert tjá sig um atkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði. „Það er þeirra hinumegin.“ Vinna í álveri er öðruvísi en Vala bjóst við. „Ég hafði ímyndað mér sóða- lega vinnu. En þegar ég fór að skoða álverið í Kanada sem er hliðstætt við álverið hér sé ég að þetta er mun hreinna og skemmtilegra umhverfi en ég gerði mér í hugarlund.“ Það er þeirra hinumegin Morgunblaðið/ÞÖK Aðgát Vala með skilti sem sett var upp áður en álframleiðsla hófst. STARFSMANNAÞORP Bechtel í Reyðarfirði er tölu- vert fjölmennara en bærinn sjálfur. Reyðfirðingar eru um 900, en Pólverjarnir í búðunum um 1.500, sem er svipaður fjöldi og býr í Neskaupstað. Þessi hópur lýkur byggingu álversins á þessu ári og hverfur þá til síns heima. Í starfsmannaþorpinu er stærsta mötuneyti landsins. „Við vorum með kjúklingalæri í matinn á laugardag og þurftum 1½ tonn,“ segir Kristján Elís Jónasson inn- kaupastjóri starfsmannabúðanna. „Þar við bætist svo grænmetið, kartöflurnar og hundrað lítrar af sósu. Í hverri viku fara þrjú tonn af appelsínum, tvö af banön- um og eitt af eplum.“ Fyrirtækið Ekra sér starfsmannabúðunum fyrir mat og sendir þangað tugi tonna í viku hverri. Flutn- ingabílarnir koma austur þrisvar í viku og veitir ekk- ert af. „Pólverjarnir eru mjög sáttir við matinn sem við gefum þeim. Þeir eru hrifnir af svínakjöti, kjúklingum og fiski, en kæra sig lítið um lambakjötið. Þeir hafa ekki vanist þessu mikla lambakjötsáti sem tíðkast hjá okkur Íslendingum.“ Starfsmenn mötuneytisins vinna frá morgni til kvölds í 14 daga, en fá svo 14 daga frí. Þeir hafa alltaf náð að fæða allan hópinn, jafnvel þótt tafir hafi orðið á komu flutningabíla. „Við eigum alltaf 10 daga birgðir og veturinn hefur verið mildur, svo þetta hefur allt blessast,“ segir Kristján. Pólverjarnir eru ánægðir með matinn. „Síðast þegar við könnuðum viðhorf manna reyndust 80–90% vera ánægð,“ segir innkaupastjórinn. Ekki er hægt að draga þá ánægju í efa. Í mötuneyt- inu er líka lögð sérstök rækt við eftirréttina. Þar er ís- bar og borðin svigna undan tertum og bökum. Menn sem troða sig út af slíkum desertum eru að vonum hæstánægðir. „Yfirmenn hér vita að ef starfsmenn- irnir eru óánægðir með matinn þá eru þeir óánægðir í vinnunni. Þess vegna er lögð mjög mikil áhersla á gott mötuneyti og snyrtilega umgengni.“ Um páskana var margréttuð veislumáltíð, 550 kíló af andalærum, annar kjötréttur og einn fiskréttur. Og ekki má gleyma páskaeggjunum. Þar gildir auð- vitað að hafa vaðið fyrir neðan sig svo allir fái sitt og Kristján Elís Jónasson pantaði tvö þúsund egg. Kjúklingar í tonnavís og tvö þúsund páskaegg Morgunblaðið/ÞÖK Matur og drykkur Kristján Elís Jónasson á barnum í starfsmannaþorpi Bechtel, þar sem bjórinn er ódýr, enda staðurinn ekki rekinn með gróða að markmiði. Pasta Pottarnir í mötuneyti 1.500 manna vinnuþorps Bechtel eru engin smásmíði. Þriðji réttur dagsins var pasta og dugði ekkert minna en tveir 400 lítra pottar. „VIÐ fluttum hingað vegna álversins og hefðum aldrei flutt annars, þótt maðurinn minn sé frá Reyðarfirði. Núna er ég búin að ljúka námskeiði á krana og farin að æfa mig á krönunum í kerskálunum,“ segir Særún Krist- insdóttir, 24 ára Vestmannaeyingur. Særún, maður og tvö börn, tveggja ára stelpa og þriggja ára strákur, höfðu búið í Mosfellsbæ um hríð en fluttu til Reyðarfjarðar fyrir ári, keyptu 144m² parhús og eru búin að koma sér vel fyrir í heimabæ húsbónd- ans. Hann er dæmi um brottfluttan Austfirðing sem snýr aftur heim vegna álversins. „Hann er að vinna hjá Íslenska gámafélaginu og þar er nóg að gera út af álverinu. Ég var heima með börnin, en þau eru núna komin á leikskólann hérna og ég farin að vinna hjá álverinu.“ Starf Særúnar felst í að stýra svokölluðum kerfreyjum, stórum krönum sem m.a. eru notaðir til að skipta um rafskaut í kerskálum. Hún hefur setið í gamla mötuneyti frystihúss Skinneyjar-Þinganess og æft sig í krana- hermi sem þar er. Það 30 milljón króna tæki hermir eftir öllum aðstæðum í kerskálum og leggur alls konar þrautir fyrir kranastjóra. Eftir hverja þraut fær stjórnandinn einkunn fyrir hraða, nákvæmni, mjúka meðhöndl- un stýripinna og fleira af því taginu og verður að ná yfir 7 í meðaleinkunn til að teljast fullfær kerfreyjustjóri. Allir starfsmenn kerskála eiga þess kost að fá þjálfun í kranaherminum og geta farið eins oft og þeir vilja. Þeir læra jafnframt að þekkja helstu bil- anir sem geta komið upp. Starfsmenn viðhaldsdeildar fara í enn viðameiri þjálfun í herminum og eiga að geta þekkt 350 atriði sem þarf að huga að í krananum. Kerfreyjustjórinn Særún Kranastjóri Særún Kristinsdóttir æfir sig í kranaherminum í fyrrverandi mötuneyti Skinneyjar-Þinganess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.