Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 35
niður í málaflokknum vegna þenslu. Stóriðjuframkvæmdir eru að mati stjórnarandstöðuflokkanna helsti blóraböggullinn og allir leggja þeir áherslu á að samgönguúrbætur verði settar í forgang og frekari stóriðjuframkvæmdir megi heldur bíða. Fulltrúar stjórnarflokkana segja hins vegar að þenslan hafi ekki ein- ungis verið vegna stóriðjufram- kvæmda og nefna miklar bygging- arframkvæmdir á suðvesturhorninu. Stjórnvöld hafi sýnt mikla ábyrgð með því að fresta ákveðnum sam- gönguframkvæmdum. Nú séu þær hins vegar komnar aftur á dagskrá og að þeim hafi ekki seinkað tilfinn- anlega. Deilt um einkaframkvæmdir Í öðru lagi greinir flokkana á um einkaframkvæmdir þegar kemur að samgöngumannvirkjum. Sjálfstæð- ismenn fagna t.a.m. nýjum vegalög- um sem voru samþykkt fyrir skemmstu enda opni þau á frekari markaðslausnir á sviði samgöngu- mála. Vinstri græn eru hins vegar alfarið á móti einkaframkvæmdum og þingmenn flokksins harðneituðu að fallast á ákvæði í frumvarpi að áðurnefndum lögum þess efnis að Vegagerðin skyldi leitast við að bjóða út alla hönnun, nýbyggingar, viðhald, þjónustu og eftirlit. Ákvæð- inu var breytt á síðustu stundu enda hefði Alþingi að öðrum kosti setið öllu lengur fram á vorið. Aðrir flokkar útiloka ekki einka- framkvæmdir þegar kemur að sam- gönguúrbótum og telja gjaldtöku réttlætanlega í ákveðinn tíma ef hún flýtir fyrir framkvæmdum. Þó þurfi að gæta jafnræðis þannig að á sum- um svæðum sé ekki mikil gjaldtaka og á öðrum engin og flestir flokkar vilja einungis heimila gjaldtöku ef ökumenn hafa val um að fara aðra leið. Í þriðja lagi má nefna þungaflutn- inga á vegum sem ágreiningsefni en eftir að strandflutningar lögðust af hefur álag á þjóðvegakerfinu aukist til muna. Stjórnarflokkarnir segja að kröfur um hraða í flutningum hafi fært þá alla á vegina og leggja áherslu á að vegakerfið verði bætt til að það beri þungaflutningana. Birkir J. Jónsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, segist þó telja að grundvöllur sé fyrir strandsigl- ingum þótt ríkisskip verði aldrei sett á fót aftur. Aðrir flokkar vilja að strandsiglingar verði teknar upp á nýju, t.d. með því að ákveðnar leið- ir verði boðnar út. Með því móti sé hægt að flytja neyslu- og nauðsynja- vöru á þjóðvegunum en t.d. frosin matvæli og iðnaðarvarningur verði flutt sjóleiðina. Morgunblaðið/ÞÖK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 35 „VIÐ LEGGJUM mikla áherslu á að samgöngur við landsbyggðina verði stórbættar og ekki bara lofað heldur staðið við loforðin,“ segir Arndís Björnsdóttir í Baráttu- samtökunum, og bætir við að stórbættar samgöngur á Vestfjörðum og Norðurlandi séu algjört forgangsatriði. Arndís segist ekki sjá nein óskapleg náttúruspjöll þótt Kjalvegur yrði lagður. „Landsbyggðin er alltaf höfð út- undan en hún á skilið það besta,“ segir Arndís og bætir við að ef byggja eigi Ísland allt þurfi að standa vel að þessum málum. Strandsiglingar koma vel til greina að mati Arndísar enda séu þungaflutn- ingar mjög slæmir fyrir þjóðvegakerfið. „Svo þarf að afnema einokun Eim- skips og Samskipa í Reykjavík. Það myndi lækka verð á öllu sem kemur til Íslands vegna þess að skipafélög sem vilja sigla til Íslands þurfa að sæta gríð- arlegum hafnargjöldum,“ segir Arndís og bætir við að það sé dýrara að flytja vöru frá Danmörku til Íslands en að flytja vöru frá Singapúr til Danmerkur. Má stórdraga úr bílaeign Arndís segir að breyta þurfi stórhættulegum gatnamótum á höfuðborg- arsvæðinu, fá virkilega hæft fólk til að hanna samgöngukerfið innanbæjar og bæta umferðarmenninguna. „Það þyrfti að tvöfalda Hvalfjarðargöngin enda svo margir sem nota þau og maður finnur sjálfur mengunina inni í þeim,“ segir Arndís sem jafnframt er mótfallin gjaldtöku á vegum. „Það er einhver óþefur af Spalar-ævintýrinu. Mér þykir það hættuleg þróun ef fólk þarf að greiða stórfé fyrir að komast heim til sín í úthverfin,“ segir Arndís. Almenningssamgöngur þarf að stórbæta á höfuðborgarsvæðinu að mati Arndísar og þá ekki síst þar sem langar vegalengdir geti verið í næsta strætóskýli. Miðbærinn sé smám saman að deyja út og það geri Reykjavík líklega að einu Evrópuborginni sem ekki hafi miðbæ. „Það mætti stórdraga úr bílaeign landsmanna með bættum almenningssamgöngum,“ segir Arndís. Staðið verði við loforðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.