Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ 17. apríl 1977: „Morgun- blaðinu dettur ekki í hug að halda því fram, að það geti kveðið upp úr með það, hvað er kristindómur og hvað ekki. Sumir eru þeir, sem virðast þó telja sig vita þetta öðrum fremur og hafa tilhneigingu til að fullyrða, að þeir, sem fylgja ekki skoðunum þeirra, séu annaðhvort illa kristnir eða nánast heiðnir. Séra Einar Sigurbjörnsson gagnrýndi fyrrnefnda for- ystugrein í hugleiðingu, sem birtist hér í blaðinu í gær. Að áliti blaðsins byggist grein hans á misskilningi. En undir þeirri gagnrýni, sem þar er að finna, vill Morgunblaðið ekki liggja án þess að mótmæla henni á sinn hátt, þó að ekki hvarfli að blaðinu að hefja trúmáladeilur, hvorki við leika né lærða. En þegar að því er fundið, hvernig Morg- unblaðið hefur fjallað um mál- efni andófsmanna og fullyrt, að ósamræmi sé í skrifum þess og ennfremur, að stefna blaðsins undanfarnar vikur sé í andstöðu við réttláta leið- réttingu á kjörum láglauna- fólks í landinu, verður því ekki látið ómótmælt, enda engin ástæða til að sitja undir slík- um áburði, svo ósannur og út í hött, sem hann er.“ . . . . . . . . . . 12. apríl 1987: „Stjórnmála- sagan kennir okkur, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé kjölfestan í íslenskum stjórnmálum. Sú sögulega staðreynd á brýnna erindi til okkar nú, þegar ákvörðun er tekin um það, hvernig farið skuli með valdið í kjörklefanum, en oftast áður. Það er einfaldlega á valdi okk- ar, kjósenda, hvort við veðjum á eitt öflugt stjórnmálaafl eða göngum á vit óvissunnar og hins óþekkta. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn gekk einhuga og samhentur til þátttöku í þeirri ríkisstjórn, sem nú er að kveðja, hefur á ótrúlega skömmum tíma tek- ist að snúa vörn í sókn á flest- um sviðum þjóðlífsins. Það mun jafnvel taka enn skemmri tíma að eyðileggja þan mikla ávinning, ef glundroði tekur við í landstjórninni að kosn- ingum loknum.“ . . . . . . . . . . 20. apríl 1997: „Á meðan kreppan var sem mest í byrjun þessa áratugar voru tekjuskattar hækkaðir verulega. Það var eðlileg ráð- stöfun af hálfu stjórnvalda á þeim tíma og þá ekki sízt að setja á hátekjuskatt enda sjálfsagt, að þeir sem mestar höfðu tekjurnar tækju á sig þyngstu byrðarnar vegna kreppunnar. Nú ríkir hins vegar góðæri og raunar svo um munar. Aukn- ing þjóðarframleiðslunnar á síðasta ári var ótrúleg og fyr- irsjáanlegt, að hún verður veruleg á þessu ári og næstu árum. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að tekjuskattar, sem voru hækkaðir á krepputím- um verði lækkaðir í góðæri. Raunar er það til fyr- irmyndar, að ríkisstjórnin hef- ur lýst yfir hver sú tekju- skattslækkun verður í áföngum á næstu þremur ár- um. Ríkisstjórnin er fyrst og fremst að létta af þeim byrð- um, sem á voru lagðar, þegar verst gekk.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GRÆN BORG Borgaryfirvöld í Reykjavíkkynntu á miðvikudag stefnu íumhverfismálum. Þar er tekið á ýmsum þáttum, sem snerta um- gengni borgarbúa við umhverfið, allt frá akstri til rusls. Sett voru fram tíu skref og sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri að til að ná þeim markmiðum, sem borgaryfir- völd hefðu sett sér, þyrfti að koma til góð samvinna við borgarbúa og fyr- irtæki í borginni. Í þessum tíu skrefum er enginn þvingaður til neins, en markmiðið er að ýta undir vistvæna hegðun al- mennings og augljóst að ekki veitir af. Bílaeign hefur vaxið hratt á undan- förnum árum og haldi fram sem horfir verður þess ekki langt að bíða að hér á landi verði einn bíll á ökuskírteini. Yrðu Íslendingar þá farnir að skáka bílaþjóðinni í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að bæta þjónustu strætisvagna og verður þáttur í því að reykvískir námsmenn fái ókeypis í strætó frá og með næsta hausti. Á Ak- ureyri hefur verið reynt að hafa ókeypis fyrir alla í strætó og hefur farþegum fjölgað verulega þannig að þessi ráðstöfun gæti orðið til þess að nýting strætó í Reykjavík batni, en henni hefur verið verulega ábótavant. En það er ekki nóg að hafa ókeypis í strætó. Einnig þarf að leggja áherslu á að fólk komist leiðar sinnar hratt og örugglega með því að nota almenn- ingssamgöngur eigi þær að skáka einkabílnum. Borgaryfirvöld lýstu yfir því að næsta vetur yrði tími nagladekkjanna styttur um fjórar vikur og það virðist fullkomlega óhætt miðað við tíðarfar- ið undanfarna vetur og áhöld um það hversu nauðsynleg nagladekk eru fyrir þá, sem nánast aðeins aka innan- bæjar. Einnig verður ökumönnum vistvænna bíla boðið að leggja ókeyp- is í bílastæði borgarinnar og er ætl- unin með því að hvetja til aksturs öku- tækja, sem draga úr mengun. Þetta er gott framtak og með því sýna borg- aryfirvöld hver þeirra áhersla er í þessum efnum. Þótt ekki sé það lík- legt til að ráða úrslitum um það að fólk ákveði að kaupa vistvænt öku- tæki að það geti lagt ókeypis, gera borgaryfirvöld sitt með því að sýna að þau eru tilbúin að umbuna þeim, sem hugsa um umhverfið. Það er hins veg- ar aðeins á valdi ríkisstjórnar að grípa til aðgerða, sem raunverulega yrðu ökumönnum hvatning til að taka upp grænni hætti, með því til dæmis að draga úr álögum á vistvæn öku- tæki og stuðla að lækkun eldsneytis til að knýja þau. Áhersla verður lögð á að bæta þjón- ustu við sorphirðu til að auka endur- vinnslu og boðið upp á bláar tunnur fyrir dagblöð frá heimilum. Ekki veit- ir af því að huga að þessum málum og þessar aðgerðir hljóta að vera byrj- unin á því sem koma skal, eins og fram kom í grein eftir Baldur Arn- arson á miðvikudag, því að kröfum Evrópusambandsins þarf að draga verulega úr urðun lífræns úrgangs árið 2009. Gert er ráð fyrir að hún verði í upphafi þess árs 75% af því sem var viðmiðið árið 1995 og 35% ár- ið 2020. Þótt þetta séu ekki fyrstu grænu skrefin, sem stigin eru í Reykjavík, er hún í raun langt frá því að vera græn borg. Það er skynsamlegt hjá borg- aryfirvöldum að ætla að fara fram með góðu fordæmi, hvort sem það er með vistvænni samgöngum, aukinni áherslu á endurvinnslu eða notkun vistvænna hreinlætisefna eins og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, talaði um á kynning- arfundi um aðgerðirnar. Áherslur borgaryfirvalda eru skref í þá átt að breyta hugarfari og hegðun almenn- ings. Ekki veitir af. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ H efur sameining vinstri flokk- anna mistekizt? Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formað- ur Alþýðuflokksins gerir meira en að spyrja þessarar grund- vallarspurningar í bókarum- sögn í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laugardag. Hann nánast staðhæfir, að svo sé. Í umsögn um bók Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna: Við öll: Íslenzkt velferðarsamfélag á tímamótum, segir Jón Baldvin m.a.: „Það er merkilegt, hversu skoðanakönnunum fyrir næstu kosningar vorið 2007 svipar til kosn- ingaúrslitanna 1978. Þá eins og nú höfðu helm- ingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokkurinn, setið saman í ríkisstjórn – þá að vísu aðeins í fjögur ár, en nú í þrjú kjörtímabil, eða tólf ár. Þá töpuðu stjórnarflokkarnir báðir miklu fylgi en Framsóknarflokkurinn galt af- hroð. Þá fékk Alþýðuflokkurinn svipað fylgi og Samfylkingin er líkleg til að fá nú. Nú lítur út fyrir, að Vinstri grænir fái ívið meira fylgi en Al- þýðubandalagið fékk þá.“ Síðan segir Jón Baldvin Hannibalsson: „Verði kosningaúrslitin á þessa leið staðfestir það, að tilraunin um sameiningu jafnaðarmanna hefur enn einu sinni mistekizt. Það væri þá eins og ekkert hefði gerzt. Árið 1978 fengu A-flokk- arnir samtals 28 þingmenn, vantaði fjóra í meiri- hluta. Niðurstaðan um stjórnarmyndun þá (árið 1978) varð sú, að með gagnkvæmri óvild útilok- uðu A-flokkarnir stjórnarforystu hvors annars. Endataflið leiddi því til ríkisstjórnar undir for- ystu Framsóknarflokksins, þess flokks, sem goldið hafði mest afhroð í kosningunum. Þetta var reyndar ein versta ríkisstjórn lýðveldissög- unnar og er þó af nógu að taka til samanburðar. Getur þessi saga endurtekið sig?“ Það eru ekki vangaveltur Jóns Baldvins um hugsanlegt stjórnarmynztur að kosningum lokn- um, sem vekja athygli í þeim ummælum hans, sem hér hefur verið vitnað til, heldur sú nánast staðhæfing að sameining vinstri manna í eina fylkingu hafi mistekizt. Til þessa dags hefur ekki verið talað þannig úr herbúðum Samfylking- arfólks en þegar það hefur verið sagt blasir það við. Jón Baldvin segir raunar að sameining hafi „enn einu sinni“ mistekizt. Það er grundvall- armunur á því, sem nú er að gerast í þessum efnum og því, sem áður hefur gerzt. Frá því að Alþýðuflokkurinn klofnaði árið 1938 þegar vinstri armur hans gekk til sam- starfs við Kommúnistaflokk Íslands um stofnun Sameiningarflokks alþýðu-Sósíalistaflokks, hafa verið gerðar margar tilraunir til að sameina vinstri menn í eina fylkingu með alls konar æf- ingum á vinstri kanti stjórnmálanna, stofnun nýrra flokka og framboða, sem áttu að sameina alla vinstri menn. Þessar tilraunir fóru allar út um þúfur vegna innbyrðis ósamkomulags for- ingjanna. Með stofnun Samfylkingarinnar var stefnt að því að þeir sem sundruðust 1938, gengju saman í eina fylkingu á ný, sex áratugum síðar. Þá höfðu skapazt málefnalegar forsendur fyrir því að það mætti takast. Kalda stríðinu var lokið en það hafði m.a. markað átakalínur á milli Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Öll rök voru fyrir því að þessi sameining gæti tekizt þegar sá skoðanaágreiningur var ekki lengur fyrir hendi og Samfylkingin varð til. Hið athyglisverða við þessa misheppnuðu sameiningartilraun nú, er að það eru kjósendur sjálfir, sem eru að kveða upp sinn dóm. Að vísu hafa kosningar ekki farið fram og enn eru nokkrar vikur til kosninga. En reynslan af skoð- anakönnunum er sú, að þær komast mjög ná- lægt því að segja fyrir um niðurstöður í þeim til- vikum, þegar vel er að þeim staðið eins og augljóslega á við um kannanir Capacent Gallup. Samkvæmt því sem nú stefnir í er ljóst að sameining vinstri manna undir hatti Samfylk- ingar er að mistakast. Vinstri grænir, sem stóðu eftir sem lítið flokksbrot, eru að rísa, ekki vegna vinstri stefnu sinnar eða sósíalískrar arfleifðar frá 20. öldinni heldur vegna umhverfisstefnu flokksins. Samfylkingin er að falla. Hún hefur mælzt sem minni flokkur en Vinstri grænir í flestum könnunum í vetur. Hvað veldur því, að þessi metnaðarfyllsta til- raun til að sameina vinstri menn í eina pólitíska fylkingu er að mistakast, þrátt fyrir að allar efn- islegar forsendur hefðu átt að vera fyrir því, að slík sameining tækist? Þegar þetta er skrifað á laugardagsmorgni er ekki komið í ljós, hvort landsfundur Samfylkingar hefur tekizt á við þessa spurningu en líkur á því, að svo verði eru takmarkaðar. Samræðustjórnmálin eru meiri í orði en á borði. Hvað veldur? Þ að má velta því fyrir sér hvort allar umræður undir lok síðustu aldar um sameiningu vinstri manna í eina pólitíska fylkingu hafi farið fram á röngum og úreltum for- sendum. Grundvöllurinn fyrir þeim var alltaf sá, að sú sundrung vinstri manna, sem orðið hafði fyrir miðja síðustu öld ætti að ganga til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft svo mikil áhrif, sem raun bæri vitni, vegna klofnings á vinstri vængnum. Þegar talað er við yngri þingmenn í hópi Vinstri grænna kemur hins vegar í ljós, að hin pólitíska tilvera horfir allt öðruvísi við þeim. Þeir sjá flokk sinn ekki sem arftaka hinna sósíalísku eða sósíal- demókratísku hreyfingu 20. aldarinnar og gera ekkert með þá sögu. Þeir sjá hann sem nýtt afl, sem nærist á mesta átakamáli okkar tíma, um- hverfismálunum. Hins vegar má miklu frekar segja, að margir forystumenn Samfylkingarinnar hafi litið á þá hreyfingu, sem sameinaða hreyfingu þeirra þjóð- félagsafla, sem börðust fyrir sósíaldemókratisma á 20. öldinni en náðu ekki árangri sem skyldi vegna ítrekaðs klofnings í þeirra röðum. Í þessu ljósi er kannski ekki fráleitt að segja, að Samfylkingin hafi verið stofnuð til þess að sameina það sem sundur fór á 20. öldinni en Vinstri grænum hafi tekizt að finna snertipunkt í þeim þjóðfélagshreyfingum, sem voru að brjót- ast upp á yfirborðið undir lok þeirrar aldar und- ir merkjum umhverfisverndar. Kjósendur eru uppteknari af nútíðinni og kannski framtíðinni en ekki fortíðinni og líti þar af leiðandi á Samfylkinguna, sem hinn samein- aða flokk fortíðarinnar en Vinstri græna sem einhvers konar flokk framtíðar. Hugsanlega er þetta líka skýringin á því, að það er eins og Samfylkingin hafi aldrei fundið sjálfa sig og hafi skort alla málefnalega sannfær- ingu. Það fer ekkert á milli mála, að Vinstri grænir hafa sterka pólitíska sannfæringu. Hún snýst ekki um vinstri stefnu. Sá þáttur í mál- flutningi Vinstri grænna hefur smátt og smátt fjarað út enda spyr Jón Baldvin í Lesbók Morg- unblaðsins í dag, laugardag, hvað sé svona rót- tækt við Steingrím J. Sigfússon og telur að hugsanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna yrði „þjóðleg íhaldsstjórn“. Það er kannski kominn tími á slíka ríkisstjórn! Meginþunginn í pólitískri sannfæringu Vinstri grænna snýst um umhverfismál, átakamál nútíð- ar og framtíðar. Hver er ímynd Samfylkingarinnar? Hvernig upplifir fólk þann flokk? Hverjar eru pólitískar sannfæringar þess flokks? Getur einhver upplýst það? Veit Samfylkingarfólkið á landsfundi flokksins það? Þá er ekki átt við afstöðu til ein- stakra dægurmála heldur pólitíska grundvallars- annfæringu. Segjum svo, að hún eigi að snúast um jöfnuð í samfélaginu. Hvar sjást þess merki, að Samfylkingin hafi barizt fyrir jöfnuði af ein- hverjum krafti? Að einhverju leyti er vandi Samfylkingarinnar líka fólginn í því, að innan þess flokks er að finna fylkingar með mismunandi sjónarmið. Það var t.d. augljóst, að flokkurinn átti mjög bágt í kosningunum í Hafnarfirði. Vitað var að bæj- arstjórnarmeirihluti hans í Hafnarfirði var hlynntur stækkun álversins í Straumsvík en fjöl- margir almennir flokksmenn og stuðningsmenn á öndverðum meiði. Forystumenn Samfylking- arinnar hafa ekki náð sömu tökum á að halda breiðum flokki saman þrátt fyrir ólík sjónarmið og forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi gert. Við þetta bætast svo hatrömm átök í forystu- sveit Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson naut ekki trausts en Ingibjörg Sólrún hefur ekki náð neinum tökum á forystu flokksins. Það eru vísbendingar um að ástandið í for- ystusveit Samfylkingarinnar sé eitthvað í ætt við það, sem var í Sjálfstæðisflokknum undir lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda, sem braust fram eins og menn muna í myndun ríkisstjórnar Gunnars heitins Thoroddsens, þeg- ar nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu þá stjórnarmyndun. Kjósendur finna það ef flokkur talar tungu fortíðar en ekki framtíðar. Kjósendur finna það ef flokkur hefur enga raunverulega pólitíska sannfæringu. Kjósendur finna það ef forystu- menn flokks sitja á svikráðum hver við annan. Allt geta þetta verið ástæður fyrir því, að fylgi Samfylkingar minnkar jafnt og þétt samkvæmt skoðanakönnunum, þótt líkurnar á því, að það lyftist eitthvað í kjölfar landsfundarins hljóti að vera nokkrar, ef marka má fyrri reynslu. Laugardagur 14. apríl Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.